Dagur - 22.10.1987, Page 4

Dagur - 22.10.1987, Page 4
4 - DAGUR - 22. október 1987 Amaro: „Of margar verslanir á Akureyri" - segir Birkir Skarphéðinsson Amaro er rótgróið fyrirtæki í Miðbænum. í dag er fyrirtækið tvískipt, annars vegar stór- verslun með mörgum deildum og hins vegar heildsala. Krist- ján Skarphéðinsson er fram- kvæmdastjóri heildsölunnar en Birkir Skarphéðinsson fram- kvæmdastjóri verslunarinnar. - Starfsemi fyrirtækisins, get- urðu lýst henni í stórum dráttum Birkir? „Ef við tökum verslunina fyrst þá eru hér á 2. hæð dömu- og herradeild. Á fyrstu hæð eru bús- áhaldadeild, leikfangadeild og sælgætishorn að norðan. Að sunnan eru vefnaðarvörur, barnafatnaður, undirfatnaður og snyrtivörudeild." - Hver er sagan á bak við Amaro? „Amaro var stofnað 1940 sem klæðagerð. Faðir okkar fram- leiddi landsfræg nærföt, Amaro- nærfötin. Sá rekstur var lagður niður 1968 en hann byrjaði að versla árið 1947, keypti hér versl- un í Hafnarstræti 101.“ Birkir Skarphéðinsson í Amaro árum fluttum við dömudeildina upp líka, tókum alla hæðina í gegn og sameinuðum deildirnar. Nú er fatnaður orðinn þannig að hann gengur á bæði kynin þannig að við töldum ráðlegast að sam- eina þessar deildir. “ - Hvað geturðu sagt mér um heildverslunina? „Já, við rekum hérna stóra heildsölu. Nú er verið að byggja við hérna á efstu hæðinni og þar verður sýningarsalur. Búsáhöld og glervara eru aðalvörurnar í heildsölunni og við þurftum nauðsynlega að stækka sýningar- salinn. Mér kom það spánskt fyr- ir sjónir þegar ég las í viðtali við bæjarstjórann í afmælisblaði Dags að hann segist hafa heyrt að það vantaði almennilega bús- áhaldadeild á Akureyri. Ég held að við rekum hérna eina stærstu búsáhaldadeild landsins, fyrir utan heildsöluna. Hann er vel- kominn hingað til að skoða deild- ina. Nú, stærsti markaðurinn okkar í heildsölunni er suðvest- urhornið, það er sjálfsagt að geta þess.“ Úr Vefnaðarvörudeild. Mynd: TLV. Búsáhaldadeildin í Aniaro er ein sú stærsta á landinu. Mynd: TLV - En hvenær reis þetta hús sem Amaro er í nú? „Það var reist 1959-’60 og síð- an er byggt við það hér að vestan ’67-’68 og þá flyst búsáhalda- deildin í það pláss sem hún er í núna. Þá fluttum við herradeild- ina upp á 2. hæð og fyrir tveimur - Eru einhverjar fleiri breyt- ingar á döfinni, fyrir utan nýbygginguna? „Nei, reksturinn er kominn í fastar skorður og húsið er gjör- nýtt núna, eða bæði húsin okkar, þ.e. Hafnarstræti 99 og 101. Eng- in þörf er á því að bæta við versl- unum á Akureyri, þær eru raunar of margar í dag og gætu sinnt mun stærri markaði en nú er fyrir hendi.“ SS Hannyrðaverslunin María: „Voðalegt ef húsið verður rifið" — segir Anna Bachmann Hannyrðaverslunin María byggir á gamalli hefð sants konar verslana að Hafnar- stræti 103. Þar rak Ragnheiður O. Björnsson hannyrðaverslun um áratuga skeið og er þessi starfsemi því orðin rótgróin í þessu húsnæði. Hins vegar bendir margt til þess að húsið verði rifið á næsta ári og yrði það skarð fyrir skildi. Anna Bachmann rekur Hann- yrðaverslunina Maríu. Hún var fyrst spurð um stofndag verslunar sinnar. „Ég tók við versluninni 6. nóvember 1983. Á milli mín og Ragnheiðar O. Björnsson hafa verið tveir eigendur en starfsem- in ávallt sú sama. Þetta hefur ver- ið hannyrðaverslun frá upphafi." - Það liggur við að ég spyrji: Er kannski enn selt sams konar garn og fyrir 50 árum? „Sumt af því er nokkurn veg- inn það sama, sams konar fram- leiðsla í gegnum árin, enda vilja sumir alltaf eins garn og þeir not- uðu síðast. Ég reyni þó að vera verslanir í miðbæ flkureyrar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.