Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 11
10 - DAGUR - 22. október 1987
22. október 1987 - DAGUR - 11
í versluninni er mikið úrval af gjafa-
vörum og skreytingum. Mynd: tlv
s.s. til Dalvíkur, Grenivíkur,
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Það
er leitað til okkar frá öllum stöð-
um þar sem ekki eru blómabúðir."
- Er gott að vera með verslun
í Miðbænum?
„Ég þekki náttúrlega ekki
annað, en mér hefur líkað,
afskaplega vel hér alveg frá upp-
hafi. Það er mjög gott fólk á
Akureyri og gaman að vinna fyrir
það. Það hefur verið einstök
ánægja hjá okkur að vakna til
nýrra starfa á hverjum degi, fjöl-
breytnin er mikil, og við höfum
mikla ánægju af því að þjóna öllu
því fólki sem hingað kemur. Ég
man ekki eftir því að hafa lent í
neinum árekstrum við viðskipta-
vinina í gegnum tíðina.“
- Að lokum Arnór, eru miklar
sveiflur í þessum viðskiptum?
„Ekki svo mjög. Það er auðvit-
að geysilega mikið að gera fyrir
jólin og það má geta þess að við
verðum með meira úrval af vör-
um fyrir næstu jól en nokkru
sinni fyrr. En salan er alltaf jöfn
hjá okkur. §§
Karl Davíðsson hefur rekið Gleraugnaþjónustuna síðan 1980. Mynd: tlv
Gleraugnaþjónustan:
„Sjóntækjafræðingar á
íslandi mega ekki mæla sjón"
- segir Karl Davíðsson
Maður er nefndur Karl Davíðs-
son. Hann hefur rekið Gler-
augnaþjónustuna við Skipa-
götu síðan 1980. í fljótu bragði
virðist starfsemi Gleraugna-
þjónustunnar frekar einföld í
sniðum en á bak við umgjörð-
ina leynast flóknari hlutir. Ég
spurði Karl fyrst hvort þessi
starfsemi krefðist ákveðinnar
menntunar.
..Já. fagið heitir sjóntækjafræði
og ég er því titlaður sjóntækja-
fræðingur. Þetta fag er eingöngu
hægt að læra erlendis og er námið
mismunandi langt eftir þ\ í hvar
það er stundað.”
- Geturðu lýst starfseminni í
fáum orðum?
..Þetta er sér\erslun með sjón-
tækjavörur. Ég er ekki með neitt
annað á boðstólum hér. enda
finnst mér það ekki eiga \ið. Nú.
við vinnum eingöngu eftir resept-
um frá augnlæknum. Sjóntækja-
fræðingar á Islandi mega ekki
mæla sjón sjálfir. þótt það tíðkist
erlendis. enda fær fólk bestu
hugsanlegu þjónustu hjá augn-
læknunum."
- Þjónustusvæði vkkar nær út
fyrir Akure_\ri. ekki satt?
..Jú. svæði augnlæknanna nær
frá Siglufirði austur á Vopna-
fjörð. Þegar fólk hefur fengið
resept hjá augnlækni getur það
lagt það inn hjá mér eða hvaða
sjóntækjafræðingi sem er á land-
inu. Reseptinu fylgja engar kvað-
ir um að afhenda það ákveðnum
sjóntækjafræðingi.”
- Þú ert hér með gler og
umgjarðir, en hvað með linsur?
„Nei, þótl gleraugnaverslanir
selji þær yfirleitt þá er málinu
þannig háttað hér að augnlækn-
arnir sjálfir eru með linsurnar."
- Hefur starfsemin eitthvað
breyst hjá þér í gegnum árin?
„Þetta hefur orðið æ fullkomn-
ara. Ég hef fylgst með tæknivæð-
ingunni og fékk mér t.d. sérstaka
myndavél sem ég nota þegar ég
fæ resept upp á óvenju sterk gler,
eða tvískipt gler sem svo eru
kölluð. Áður mældi maöur bilið
miili augasteinanna nreð kvarða
og smíðaði eftir þ\ í og árangur-
inn varð ekki alltaf nógu góður.
Með þessari myndavél verður
smíði tvískiptra glerja hins \'egar
mjög nákvæm."
- Þú þarft væntanlega að fvlgj-
ast nteð tískusveiflúm líka?
„Já. maður fylgist ávallt með
nýjungum og tísku og fer í þ\í
skyni á sýningar erlendis. Ég flyt
allt efni inn sjálfur og ligg því
með mikinn lager af sjónglerjum
og umgjörðum. Fólk á að geta
fengið sömu þjónustu hér og í
Reykjavík og það er misskilning-
ur að það sé hentugra að leita
þangað. Við erum með frönsk og
amerísk sjóngler í hæsta gæða-
flokki. Það er líka hægt að kaupa
þau frá Taiwan og hliðstæðum
löndum en við gerum kröfur.
Umgjarðirnar flyt ég t.d. inn frá
Þýskalandi. Frakklandi og Dan-
nrörku."
- Eitthvað að lokurn Karl?
„Ég vil bara segja að Gler-
augnaþjónustan er vel staðsett
hér í Miðbænum, upp á bílastæði
að gera. Aðkomufólk getur t.d.
komið hingað, lagt inn reseptin
og valið umgjörð, farið síðan að
versla í bænum og að því loknu
komið og sótt gleraugun sín." SS
Brauðbúð Kr. Jónssonar:
„Afskaplega góðir viðskipfavinir"
- segja þær Margrét og Hulda
Verslun Sigurðar Guðmundssonar:
„Ánægjulegt að versla
við ferðamennina"
— segir Sigurður Guðmundsson
Verslun Sigurðar Guðmunds-
sonar er ein af grónari verslun-
um hér í bæ. Verslunin er enda
í gömlu og fallegu húsi í hjarta
bæjarins. Verslun Sigurðar
Guömundssonar er rekin sem
hlutafélag en þau hjónin
Sigurður og Guðrún Karlsdótt-
ir eru aðaleigendur. Sigurður
er fæddur og uppalinn í Borg-
arfirði og kom hingað til Akur-
eyrar árið 1941.
„Þegar ég kom hingað var ég
ókunnugur og þá vildi svo
óheppilega til að maóurinn sem
átti að láta mig fá lykla að her-
berginu mínu var ekki heima. Ég
var því vegalaus fyrstu nóttina og
þurfti að finna mér næturstað.
Ilann fann ég síðan í hlöðu hér
suður í kirkjugarðinum og lá þar
um nóttina í heyi. Þetta var upp-
hafið á Akureyrardvölinni.“
- Hvar lærðir þú klæðskeraiðn-
ina?
„Ég byrjaði strax að læra á
saumastofu KEA og fékk próf
árið 1947. Þá fór ég út í sjálfstæð-
an restur og keypti síðan hluta af
þessu húsi árið 1955 og setti upp
fataverslun og saumaverkstæði.
Síðar breyttist þetta, saumarnir
aflögðust og hér varð eingöngu
verslun. Nú verslum við með
leikföng, gjafavörur, fatnað og
síðan vörur fyrir ferðamcnn yfir
sumartímann.“
- Hvernig finnst þér viðskiptin
við ferðamennina?
„Þau eru mjög ánægjuleg.
Þetta er heiðarlegt fólk í við-
skiptum og maður sér oft sömu
andlitin ár cftir ár. Þetta eru þó
mest viðskipti við ferðamenn yfir
sumarið sem reyndar er of stuttur
tími, sumarið mætti vera lengra.
Ferðamenn erlendis hafa stund-
um skrifað til mín og beðið mig
að senda vöru og peningarninr
hafa alltaf borist til baka sam-
viskusamlega."
- Hvernig finnst þér samskipt-
in við börnin?
„Það eru góðir viðskiptavinir.
Mjög sjaldan kemur fyrir að
eitthvað þurfi að hasta á þau og í
seinni ár nánast aldrei. Mér þykir
líka vænt urn nafnið sem þau gáfu
mér, Siggi Gúmm.“
- Hvað með sambýlið við
kaupmenn hér í götunni?
„Hér hefur alltaf verið vand-
ræðalaus samkeppni. Ég minnist
þess þó að á fyrstu árum mínum
hér í götunni voru kaupmennirn-
ir að finna að því að mín vara var
Blómabúðin Laufás:
P’l'fö;
I;,
Angan af glóðvolgum brauð-
um getur verið ansi lokkandi í
morgunsárið. Að koma inn í
brauðbúð eftir að hafa etið
þurra og bragölausa hafra-
hringi er nóg til að láta garn-
irnar gaula. En til að yfirgnæfa
garnagaulið fór ég að spjalla
við dömurnar í brauðbúð Kr.
Jónssonar í göngugötunni.
- Góðan daginn. Hvaö heitið
þið svo dömur mínar?
„Ég heiti Margrét Guðmunds-
dóttir og hún heitir Hulda
Friðriksdóttir.“
- Jæja, og eru hér blómleg
viðskipti, svona í morgunsárið?
„Já, það er óhætt að segja það.
Hér eru mjög góð viðskipti og
afskaplega góðir viðskiptavinir.”
- Gott mál, en er ekki einhver
samdráttur nú, að iokinni sumar-
vertíð?
„Það er nú misjafnt hvort það
kernur niðursveifla á haustin. Við
höfum ekki orðið varar við hana
núna en hins vegar er sumar-
vertíðin búin að því leyti að túr-
istarnir sjást ekki lengur. Nú,
stundum er talað um að brauð-
sala detti niður í sláturtíðinni en
ekki verður maður var viö það
nú.“
- Þú minntist á ferðamenn,
eru þeir góðir viðskiptavinir?
„Já, já. Gallinn er bara sá að
maður þyrfti að vera afburða
málamanneskja til að standa í
þessu, helst að geta talað 5
tungumál. Verst er þegar útlend-
ingar eru að spyrja mann hvað sé
í þessu og hinu og ntaður reynir
að efnagreina brauðin á alls kyns
tungumálum. Útkoman getur
orðið æði skrautleg.“
- Hafið þið stóran hóp af föst-
um viðskiptavinum?
„Vissulega, allar verslanirnar
hér í kring. Þaðan kemur fólk á
hverjum degi, jafnvel tvisvar til
þrisvar á dag, og kaupir sér brauð
með kaffinu. Síðan koma skóla-
krakkarnir á haustin þannig að
Verslun Sigurðar Guömundssonar er ein af grónari verslunum á Akurcyri.
Mynd: gve
einni krónu ódýrari en hjá þeim
en þetta heyrist ekki í dag.
Miðbærinn hefur breyst til
batnaðar og mér finnst að við eig-
um að vernda Miðbæinn. Ég held
að ekki eigi að dreifa versluninni
um bæinn og ég skil ekki þetta tal
um nýjan og gamlan miðbæ. Mér
finnst ekki vera til nema einn
miðbær í hverjunt bæ,“ segir
Sigurður Guðmundsson að
lokum. JÓH
„Það er mjög gott
fólk á Akureyri"
— segir Arnór Karlsson
Angan af glóðvolgum brauðum getur verið ansi lokkandi.
það er mikið um trygga
viðskiptavini.”
- Förum aðeins í sagnfræðina
að lokum. Hefur þessi brauðbúð
tekið einhverjum breytingum í
gegnum árin?
„Já, til dæmis fengum við þetta
kæliborð fyrir þremur árum og þá
Mynd: gve
bættust við ýmsar kælivörur.
Einnig hefur vöruúrvalið aukist
mikið með árunum í samræmi við
eftirspurnina.“ SS
Blómabúðin Laufás Hafnar-
stræti 96 er bæjarbúum vel
kunn. Arnór Karlsson stofnaði
hana 1. ágúst 1966, en þá hafði
hann höndlað með blóm í
meira en 20 ár. Hann segist lík-
lega vera orðinn elsti blómasali
landsins.
- Mér sýnist þú hafa ýmislegt
fleira en blóm á boðstólum
Arnór?
„Já, þetta hefur verið blandað
hjá mér frá byrjun. Við seljum
hér pottablóm, afskorin blóm,
alit sem tilheyrir blómum og
vinnu í sambandi við þau. Síðan
erum við með gjafavörur í miklu
úrvali og reynum að hafa þær
fjölbreyttar og í takt við tímann
hverju sinni.“
- Hvernig hefur þróunin í
blómasölunni verið?
„Það er vaxandi sala á blómum
og fólk er farið að nota blóm mun
meira en áður og á annan hátt.
Við vinnum 4-5, sem erum við
það á hverjumd egi að útbúa
skreytingar og setja saman vörur
og blóm fyrir fólk.“
- Eru þurrblómaskreytingar
ekki mjög vinsælar um þessar
mundir?
„Jú, salan á þeim fer vaxandi
og það á við um allar skreytingar
og allt í sambandi við jarðarfarir
einnig. Markaðssvæðið er stórt.
Við seljum austur um land, allt til
Vopnafjarðar og út með firði,
Sannkallað blómahaf hjá Arnóri Karlssyni.
Mynd: TLV
Bókaverslunin Edda:
„Gott að vera með verslun
í göngugötunni"
— segir Þorsteinn Thorlacius
Bókaverslunin Edda er til húsa
að Hafnarstræti 100. Eigandi
verslunarinnar er Þorsteinn
Thorlacius og þegar hann var
tekinn tali var verið að setja
Mcnntaskólann á Akureyri og
lokahrinan í skólabókavertíð-
inni að hefjast.“
- Segðu mér Þorsteinn, hvað
er hægt að kaupa í Bókaverslun-
inni Eddu?
„Þetta er bókabúð og við selj-
um bækur, tímarit og öll ritföng.
Við erum einnig með skrifstofu-
vörur, seljum reiknivélar, ritvél-
ar, ljósritunarvélar, tölvur,
prentara og allan skrifstofubúnað
yfir höfuð þótt plássið sé lítið.
Við erum með söluumboð frá
Gísla J. Johnsen sf. í Reykjavík
sem er einkum með skrifstofu-
vörur og -búnað.“
- Hafa þessar skrifstofuvörur
þá bæst við starfsemina á síðustu
árum?
„Ég er búinn að eiga þessa
verslun í rúmt ár og þetta er við-
bót við fyrri starfsemi verslunar-
innar.“
- Hafa orðið einhverjar aðrar
breytingar á versluninni eftir aS
þú tókst við?
„Nei, ekki nerna það að við
höfum skipt um innréttingar í
versluninni og reynt að gera hana
aðlaðandi fyrir viðskiptavinina."
- Ertu ánægður með staðsetn-
inguna?
„Já, ég er ánægður með hana.
Það er gott að vera með verslun
hér í göngugötunni."
- Nú er skólavertíðin að enda,
eru ekki dálitlar sveiflur í rekstri
bókabúðar?
Skólafólk skoðar úrvalið í Eddu.
„Ekki svo mjög hjá okkur.
Skólavertíðin dreifist dáh'tið því
skólarnir eru settir á mismunandi
tíma þannig að það koma ekki
allir í einu, sem betur fer. En við
erum í ágætri vertíð núna. Sveifl-
urnar jafnast líka út því við erum
Mynd: gve
einnig með skrifstofuvörur. Þeg-
ar vertíð er í bókum og öðrum
vörum er kannski ekki eins mikið
að gera í skrifstofuvörunum og
þetta hjálpar til við að gera söl-
una jafnari en ella.“
SS
uerslanir í miShæ fikurEyrar
UErsIanir í miöbæ fikuFEyrar