Dagur - 22.10.1987, Page 12
12 - DAGUR - 22. október 1987
„Við hjónin stofnsettuni þessa
verslun 15. nóvember fyrir
þrem árum. Þá leigðum við
smá skot hér í þessu húsnæði,
sem við seinna keyptum og
stækkuðum um leið við
okkur,“ sagði Herborg Kára-
dóttir en hún rekur ásamt eig-
inmanni sínum handprjóna-
verslunina Enoss, Hafnar-
stræti 88.
Herborg sagðist ekki áður hafa
Herborg heldur líka saumanámskeið.
Mynd: gve
Verslunin Enoss:
,,Ekki bara leikur"
— segir Herborg Káradóttir eigandi verslunarinnar
stundað verslunarrekstur. ..Ég
get ekki sagt þér hvernig mér datt
í hug að opna verslunina. ætli
þ.að hafi ekki bara verið gamall
draumur sem ég lét rætast.
Við verslum helst með vefnað-
arvöru. Þar með talin eru fata-
efni. gardínuefni. snið og yfirleitt
allt sem saumaskap viðkemur.
Fyrst þegar verslunin var opnuð
var ég eingöngu með garn og þess
vegna heitir þetta handprjóna-
búðin. En svo sá ég að verslunin
bæri sig ekki á þennan hátt. Ég
kastaði frá mér góðri vinnu. við
keyptum verslunarhúsnæðið og
fórum að versla með almenna
vefnaðarvöru.”
Herborg sagði að síðan hefði
reksturinn gengið upp og niður.
Þau þurftu að fórna íbúð vegna
fjárfestingarinnar og sagði hún
það sýna að áhættan hafi verið
mikil. ..Þetta er ekki bara leik-
ur." eins og Herborg komst að
orði.
Nú er verslunin Enoss orðin
rótgróin í verslunarlífi Miðbæjar-
ins. Fastir kúnar sækja verslunina
heim og ganga að hlutum vísum
þar.
f fyrra tók Herborg upp á
þeirri nýjung að halda sauina-
námskeið. Þau hafa verið mjög
vel sótt og sagði hún að mikið
væri um að ungar konur sæktu
námskeiðin. Námskeiðin eru
almenns eðlis, 24 tímar hvert
námskeið. VG
Fataland:
„Fólk er mikið farið að
gera verðsamanburð"
- segir Róslín Tómasar eigandi verslunarinnar
„Fólk er farið að gera meira af
því að gera verðsamanhurð nú
en áður,“ sagði Róslín Tómas-
ar eigandi verslunarinnar Fata-
lands, Hafnarstræti 88. Versl-
unin hefur á boðstólum alls
konar fatnað á alla aldurs-
hópa.
Róslín keypti verslunina í des-
ember á síðasta ári og starfar ein
í henni. Verslunin selur vörur frá
Fatalandi í Reykjavík, og er
nokkurs konar útibú þaðan.
Róslin hefur opið frá 10-12 og 13-
.18 virka daga. Hún var spurð
hvað væri á boðstólum í verslun
hennar.
„Það má segja að það sé eins
og auglýst var hér um árið, „allt
frá hatti oní skó“ nema ég scl
ekki hatta,“ sagði Róslín. Stefn-
an hjá henni er að eiga til fatnað
á allan aldur frá 3 mánaða og upp
úr, bæði fyrir konur og karla.
Róslfn sagði að reksturinn
gcngi ágætlega. „September er
að vísu lélegur, og ég held að ég
sé ekki ein um að scgja það. Þá
er búið að vera mikið um útsölur
og fólk hefur lokið við að kaupa
skólafötin á börnin."
- Ertu bjartsýn á framtíðina?
„Já, já, ég hlýt að vcra það.
Það veltur auðvitað allt á viö-
skiptavinunum, þeir segja að ég
sé mcö ágætis vörur fyrir lítinn
Herrabúðin:
„Hef alltaf verið
með fataáráttu"
— segir Erling
Erling Aðalsteinsson setti á
stofn Herrabúðina fyrir um
tveimur og hálfu ári. Verslunin
er í alfaraleið þó ekki sé hún í
göngugötunni sjálfri. Erling
leigir húsnæði í Bautahúsinu
og þó húsnæðið sé ekki stórt
þá eru rekkar og hillur hlaðin
fTnasta herrafatnaði. En Erling
er ekki nýr í bransanum, rak
áður Herratískuna á Lauga-
veginum í Reykjavík.
„Herratískuna rak ég fram til
1973 en þá flutti ég til Akureyrar
og fór að vinna á saumastofu
KEA. Þar var ég fram til 1982 en
þá hætti ég í þessu og ætlaði að
fara í önnur störf. Raunin varð
nú samt sú að ég setti á fót þessa
verslun í maí 1985. Ég hef alltaf
verið með fataáráttu og get
sennilega ekki slitið mig frá þess-
ari grein,“ segir Erling brosandi.
- Hvernig finnst þér saman-
Aðalsteinsson
burðurinn á verslunarrekstri, hér
og í Reykjavík?
„Þetta er í sjálfu sér líkt en þó
er verslunin hér meira persónu-
legri enda markaðssvæðið minna.
Maður kemst í kynni við margt
fólk, bæði hér í bænum og einnig
utanbæjarfólk sem kemur hingað
í verslunarerindum. Síðan sendi
ég föt víða um land, jafnvel til
Reykjavíkur."
- Saumarðu líka kvenmanns-
föt?
„Já, það kemur fyrir. Ég lærði
herrafatasaum fyrst en fór síðan
til Svíþjóðar og lærði þar kven-
fatasaum. Þetta eru ( raun mjög
ólíkar greinar og að mínu mati er
meira spennandi að sauma kven-
fötin. Karlmannafötin eru hefð-
bundnari en í kvenfötunum er
meira að gerast.“
- Er öðruvísi að selja karl-
mönnum föt en konum?
„Já, því get ég ekki neitað.
Kvenfólkið er ákveðnara, veit
Verslunin selur vörur frá Fatalandi í Keykjavík,
pening. Mér er t.d. sagt að ég sé
oftast lægri en ódýr stórmarkaður
hér í bæ.
Fyrst þegar ég byrjaði hér,
fannst mér staðsetningin ekki
alveg nógu góð, en þetta er að
lagast. Það eru aðrar ágætis versl-
anir hér nálægt og við bökkum
hver aðra upp.“
Róslín sagði að lokum, að fólk
sé mikið farið að gera verðsaman-
burð núna. „í mörgum tilfellum
endar fólk hér þegar það hefur
farið hringinn.“ VG