Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 13
22. október 1987 - DAGUR - 13
Verslunin Drífa:
„Kaupmannsblóð
í báðum
- segir Hekla
Hekla Ragnarsdóttir rekur
verslunina Drífu í göngugöt-
unni. Þetta er barnafataversl-
un en blaöamann minnti endi-
lega að Drífa væri peysubúð og
hefði verið staðsett hinuin
inegin götunnar. Er það rétt?
„Já, verslunin Drífa var í
Lyngdalshúsinu í áratugi. Ég
vann í skóverslun Lyngdals í 4ló
ár áður en ég keypti Drífu. Mér
líkaði vel í þessu gamla húsi en
þó var stundum kalt á veturna.
Það hefur hins vegar lengi staðið
til að rífa húsið og ég keypti því
ættum"
Ragnarsdóttir
verslunina Ásbyrgi, sem var í
þessu húsnæði, og flutti Drífu
hingað.“
- Þú hefur þá breytt henni í
barnafataverslun eða hvað?
„Þegar ég keypti Drífu var hún
fyrst og fremst peysubúð en ég
breytti henni fljótlega í barna-
fataverslun. Verslunin Ásbyrgi
var líka barnafataverslun og því
gott að sameina þessar verslanir."
- Kom ekki til greina að fara
úr Miðbænum?
„Það var lagt að mér að flytja
út í Sunnuhh'ð en mér finnst
mjög gott að vera í Miðbænum og
Úrsmíðaverkstæði Halldórs Ólafssonar:
„Eigum bæði trygga og
góða viðskiptavini"
- segir Oddný Laxdal
Úrsmíðaverkstæði Halldórs
Olafssonar hefur verið rekið í
34 ár í núverandi húsnæði.
Reyndar hefur verið starfandi
úrsmiður í þessu húsnæði allt
frá því húsið var byggt því að
Kristján Halldórsson, úrsmið-
ur byggði það upphaflega og
þá sem verslun og verkstæði á
neðstu hæð og íbúð á efri hæð.
Síðar voru tvær hæðir byggðar
ofan á húsið.
Halldór Ólafsson byrjaði árið
1953 með Guðbrandi Samúels-
syni, úrsmið í þessu húsnæði.
Ursmíðaverkstæði Halldórs
Ólafssonar reka í dag Oddný
Laxdal, ekkja Halldórs og Hall-
dór Halldórsson, sonur þeirra en
hann er nú að Ijúka við úrsmíða-
nám. Við hittum Oddnýju að
máli í versluninni og spurðum
hana hvort svo rótgróin verslun
ætti ekki fjöldamarga fasta við-
skiptavini.
„Jú, hún á fasta viðsjíiptavini
og jafnframt góða viðsMptavini.
Fólk hefur haldið tryggð við okk-
ur og því eru þetta bæði mjög
vinaleg og jafnframt persónuleg
viðskipti."
- Finnst þér mikil breyting
hafa orðið á úraviðgerðum og
verslun á síðustu árum?
„Já, þetta hefur allt verið að
breytast á síðustu árum með til-
komu þessara tölvuúra sem eru
komin á markaðinn. Úr hafa
aldrei verið eins ódýr og þau eru
í dag og það leiðir náttúrlega af
sér að úr verða tæpast eins gömul
og áður var. Ég geri ekki ráð fyrir
að þessi úr verði 40 ára eins og
stundum kemur fyrir í dag. Ann-
ars get ég lítið um það sagt, ófag-
lærð manneskjan," segir Oddný
hlæjandi.
- Líkar ykkur staðurinn vel?
„Já, þetta hefur allt blessast þó
að alltaf hafi verið sagt við okkur
að það væri dauðadæmt að reka
verslanir inni í Hafnarstræti en
við höfum ekki orðið þess vör.
Hér er líka meira næði til að
vinna heldur en úti í Miðbænum
þó að hann dragi kannski fleira
fólk að sér.“ JÓH
„Fólk er orðið mun kröfuharðara.“
Úrsmíðaverkstæöi Halldórs Ólafssonar hefur verið rekið í 34 ár.
Mynd: TLV
betur hvað það vill. Þó finnst mér
þetta vera að breytast núna því
að nú velur fólk sér föt eftir litum
hvort sem það er vetur eða
sumar, kaupir bara þau föt sem
það langar í.“
- Hvað finnst þér um Miðbæ-
inn hér á Akureyri?
„Miðbærinn er ágætur þó svo
að vissulega megi hér margt lag-
færa. Mér finnst t.d. gagnslaust
að hafa Ráðhústorg með því
sniði sem það er í dag. Þetta á allt
að gera að göngusvæði. Síðan
finnst mér líka að menn eigi að
rífa hús sem eru orðin gömul og
illa farin. Það er ekki lengur
prýði að slíkum byggingum ef
þær eiga ekki að standa til fram-
búðar.
Sem kaupmanni hér í Miðbæn-
um líkar mér vel. Ég vil ekki
flytja verslunina annað, umferðin
liggur hér í gegn og í þessum
kjarna kemur aðalverslunin til
með að verða,“ segir Erling.
Mynd: TLV
vildi ekki vera annars staðar.
Göngugatan hefur líka heppnast
vel en vissulega þarf maður að
vinna mikið til að láta verslunina
ganga. Þetta kemur ekki af sjálfu
sér þótt verslunin sé staðsett í
Miðbænum. Ég er sjálf fædd og
uppalin í verslun því móðir mín
rak verslun á Siglufirði í tæp 50 ár
og fööursystir mín, Huld, rekur
bókabúð hérna á móti þannig að
það er kaupmannsblóð í báðum
ættum.“
- Eru barnaföt háð tískunni á
sama hátt og annar fatnaður?
„Já, barnaföt eru farin að
fylgja tískulitunum út í ystu æsar.
Fólk er orðið mun kröfuharðara,
allt á að vera í stíl. Það er
Ikannski helst ungbarnafatnaður-
inn sem er klassískur, ekki eins
miklar tískusveiflur í honum.“
- Að lokum Hekla. Hvernig
líkar þér að vera kaupmaður á
Akureyri?
„Afskaplega vel. Ég er aðflutt,
eins og ég sagði áðan, en mér
finnst Akureyringar skemmtileg-
ir kúnnar og þeir hafa reynst mér
mjög vel.“ SS
„í kvenfötunum er meira að gerast,“ segir Erling Aðalsteinsson.
Mynd: gve
VErsIanir í mi3bæ flkurEyrar