Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 15
22. október 1987 - DAGUR - T5
Fornbókaverslunin Fróði:
„Þjóðlegur fróðleikur
vinsælastur"
— segir Olga Ágústsdóttir eigandi
Fornbókaverslunina Fróða
keypti Olga Ágústsdóttir fyrir
tveimur árum og rekur hana
nú í Kaupvangsstræti 19. Olga
hefur þennan starfa sem auka-
starf að hennar sögn, er hús-
freyja í sveit en sinnir bókun-
um frá 14-18 á daginn. Olga
bjó fyrir nokkrum árum í
Stokkhólmi þar sem hún
kynntist lítillega fornsölu en
segist þó ekki að öðru Ieyti
hafa komið nálægt þessum
hlutum fyrr en hún keypti
verslunina.
„Verslanir sem þessar verða að
vera nálægt miðbæjarkjarnarnum
til að þrífast. Þó geta þær verið í
hliðargötum eins og maður sér
gjarnan erlendis og það má segja
að ég sé hér í hliðargötu við Mið-
bæinn,“ segir Olga.
- Hvernig berast þér þessar
bækur?
„í fyrsta lagi fylgdi versluninni
mikill fjöldi bóka þegar ég keypti
hana. Síðan fæ ég mikið af eldri
bókum frá forlögum í Reykjavík,
bókum sem komnar eru úr
umferð og forlögin hafa boðið til
sölu. Loks er ég með mikið af
bókum í umboðssölu fyrir fólk
úti í bæ, er t.d. oft með bækur úr
dánarbúum.“
- Hvað finnst þér njóta mestra
vinsælda?
„Vinsælastur er þjóðlegur
fróðleikur t.d. kaupa Eyfirðingar
bækur sem skrifaðar eru um hér-
aðið og mál sem tengjast því.
Síðan bar á því í suntar að fólk
sóttist eftir draugasögum, ein-
hverra hluta vegna. Þetta var
ekkert síður yngra fólk og ég
held að þetta hafi mest verið
Sunnlendingar,“ segir Olga.
„Einn flokkur er það sem ekki
má gleyma og það eru svokallað-
ar pocketbækur eða kiljur eins og
þær heita á íslensku. Þessar bæk-
ur eru vinsælar og mér berst
gríðarlegt magn af þessum
bókum."
- Er einhver tími af árinu senv
salan er meiri?
„Ég veit ekki hvort hægt er að
segja það. Haustin eru þó greini-
lega dauðasti tíminn í sölu, fólk
hefur þá flest annað við tímann
og peningana að gera.“
Hvaðan koma viðskiptavinirn-
ir?
„Þó ótrúlegt megi virðast þá
koma þeir hvaðanæva af landinu.
Til dæmis kom það fyrir einn
daginn hér fyrir stuttu að ég fékk
ávísanir frá þremur stöðum á
landinu þ.e. frá Vestmannaeyj-
um, Patreksfirði og Húsavík
þannig að ég get sagt að breiddin
sé mikil,“ segir fornbókasalinn
að lokum. JÓH
„Haustin eru þó greinilega dauðasti tíminn í sölu,“ segir Olga. Mynd: tlv.
Guðrún Hjaltadóttir og Friðrik Vestmann
Ida er barnafataverslun í vexti.
Mynd: gve
Verslunin Ida:
„Mesta traffíkin
er fyrir jólin"
- segir Mattý Einarsdóttir
Verslunin Ida, Brekkugötu 5,
er barnafataverslun í vexti því
þegar blaðamann bar að garði
var verið að stækka húsnæðið.
Ida var að teygja sig yfir í
húsnæðið þar sem RR búðin
var áður. Mattý Einarsdóttir
var spurð nánar um þessa
verslun.
- Hver er sagan á bak við Idu?
..Verslunin er stofnuð 7.
desember 1984. Ég byrjaði í
Alþýðuhúsinu en flutti hingað
um mánaðamótin janúar-febrúar
í fvrra. Þegar RR búðin hætti
fékk ég tækifæri til að stækka við
mig og er að vinna að því nú.“
- Þú selur barnaföt, miðar þú
kannski við ákveðinn aldurshóp?
..Hann er nú ansi stór. Ég er
með föt á aldurshópinn 0-13 ára
og í nýja plássinu ætla ég að
leggja áherslu á fatnað fyrir börn
á aldrinum 0-5 ára. Það má
kannski geta þess að ég verð með
ansi skemmtilegar útstillingar í
glugganum þar. Ég fékk t.d. gler-
dúkku sem er orðin 50 ára og
aðrar dúkkur sem eru nteira en
30 ára. Þá verð ég með 32ja ára
gantlan dúkkuvagn þannig að ég
hugsa að eldra fólk eigi eftir að
staldra við gluggann og rifja upp
æsku sína."
- Eru barnaföt tískuvara í
dag?
..Já. þau eru öðru\ísi en hér
áður fyrr að þ\ i leyti að þau
fylgja ríkjandi tísku í dag og eru
þannig meiri tískuvara en áður."
- Hvernig hefur salan gengið?
..Hún hefur gengið vel en auð-
vitað eru sveiflur í þessu. Mesta
traffíkin er fvrir jólin. s\o aftur
urn páska og 17. júní og síðan
þegar skólarnir byrja. Á suntrin
er líka mikiö um ferðamenn í
versluninni og jafnvel útlending-
ar kaupa barnaföt hjá mér."
- Hefur \erslunin Ida ein-
hverja sérstöðu á markaðinum?
„Já, ég er með fatnað sem fæst
hvergi annars staðar á Norður-
landi og revndar ekki á Austur-
landi heldur. Ég hef líka verið
með Unikids merkið sent ég byrj-
aði að flytja inn sjálf og þau föt
hafa ekki fengist annars staðar á
landinu. Ég veit þó unt verslanir
sem eru að fara af stað með þetta
merki nú. Helstu breytingarnar
hjá mér um þessar mundir eru
þær að ég er að koma rneira út í
ungbarnafatnað. bjóða upp á
meira úrval. Salan er ntiklu jafn-
ari í ungbarnafatnaði. Ég er til
dæmis með eitt merki sem þykir
nokkuð dýrt en þetta eru afskap-
lega vandaðar vörur og ég ætla að
vera með þær áfrant því rnargir
vilja sterkar og vandaðar vörur."
SS
UErsIanir í mi3bæ flkurEyrar