Dagur - 22.10.1987, Qupperneq 16
16 - DAGUR - 22. október 1987
„Nánast allt í tísku.“
Mynd: gve
Tískuverslunin Perfect:
„Herrarnir versla
öðruvísi en konurnar"
,Fólk sækir mikið á suðvesturhornið,11 segir Benjamín.
Mynd: TLV
Augsýn:
„Hér áður fyrr voru
meiri tarnir"
— segir Benjamín Jósefsson
Húsgagnaverslunin Augsýn
stendur við Strandgötu 7-9.
Eigandi Augsýnar er Benjamín
Jósefsson og fjölskylda hans.
Þau byrjuðu með búðina í maí
1969 og á hún því innan fárra
ára 20 ára afmæli. Benjamín
var fyrst spurður hvernig hefði
gengið að reka húsgagnaversl-
un á Akureyri í öll þessi ár.
„Þetta hefur gengið misjafn-
lega, það fer eftir kaupgetu
fólks,“ sagði Benjamín. Hann
sagðist í byrjun hafa verið svo til
eingöngu með íslensk húsgögn,
en nú orðið er megnið af hús-
gögnunum í versluninni innflutt.
„Við erum þó alltaf með eitthvað
íslenskt og það kemur mest frá
Reykjavík. Það eru líka tveir
menn hérna í bænum sem smíða
fyrir mig húsgögn."
Benjamín segist fara út tvisvar
til þrisvar á ári á húsgagnasýning-
ar og panta þá um leið húsgögn.
Mest kaupir hann frá Norður-
löndunum, en einnig frá Hol-
landi, Belgíu og Ítalíu. Hann seg-
ir söluna vera nokkuð jafna yfir
árið. „Hér áður fyrr voru meiri
tarnir, þá var mikil sala þegar
skólarnir byrjuðu og í kringum
fermingar, en núna er salan
miklu jafnari. Við erum með
breiða línu í húsgögnum, bæði
ódýr húsgögn og eins vandaðri
sem eru þá dýrari. Ég vil að allir
geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við erum einnig með gott úrval
af ljósum og þau eru flutt beint
inn svo við séum ekki á sama
markaði og aðrir.“
- Finnst þér vera mikil sam-
keppni í sölu húsgagna í bænum?
„Já, hún er nokkuð mikil. Fólk
sækir mikið á suðvesturhornið,
þar er meira úrval. Ég verð líka
var við að fólk fer suður til að
skoða og sjá hvort því sé óhætt
að versla fyrir norðan.“
- Finnst þér gott að reka versl-
un á þessum stað?
„Já, það er mjög gott. Það er
mitt álit að það sé mjög þýðing-
armikið að vera miðsvæðis með
verslanir.“ HJS
Vörusalan:
„Þetta er eina sérhæfða
snyrtivöruverslunin í bænum"
— segir Margrét Þórðardóttir
í Hafnarstræti 104 er snyrti-
vöruverslunin Vörusalan sf.
Þaö er víst óhætt aö segja að
Vörusalan sé orðin gróin í Mið-
bænum því hún hefur verið
starfrækt þar í 2-3 áratugi. Það
er Oddur Thorarensen sem er
eigandi en Margrét Þórðar-
dóttir er verslunarstjóri.
„Þetta er eina sérhæfða snyrti-
vöruverslunin í bænum, við erum
eingöngu með snyrtivörur og
sokkabuxur,“ sagði Margrét.
Sagði hún jafnframt að í Vöru-
sölunni fengjust 15 línur í snyrti-
vörum og má af þeirn nefna Dior,
Orlaine, Clarins og Margaret
Astor.“
- Hvað selst mest hjá ykkur?
„Það er erfitt að segja það. Við
erum með mjög breiðan hóp af
viðskiptavinum. Það versla hérna
jafnt ungar konur sem þær eldri.
Ætli þessar yngstu séu ekki í
kringum fermingu og sú elsta sem
kemur hingað að staðaldri er
komin yfir nírætt. Hún kemur og
kaupir sér gott krem og ilmvatn.
Jú, jú, herrarnir koma líka tölu-
vert. Þeir kaupa sér mikið rak-
spíralínur, þá er það rakspíri,
svitaspray, sápa og margir kaupa
krem.“
í Vörusölunni er mikið úrval af
ilmvötnum, bæði fyrir dömur og
herra, líklega yfir 50 tegundir, að
sögn Margrétar. Þar fást einnig
skartgripir, hárlitunarefni og
hárskraut og segir Margrét að
mikið seljist af þessu öllu. í versi-
uninni vinna tvær konur allan
daginn og sú þriðja er í afleysing-
um, það er hægt að kalla í hana
þegar mikið er að gera og einnig
fyrir jól.“
Sagði Margrét að allar vörur í
Vörusölunni kæmu frá heildsöl-
um í Reykjavík. Sagðist hún
jafnframt fara suður vor og haust
til að fylgjast með því nýjasta og
til að fara á nántskeið. Nú eru
haust- og vetrarlitirnir komnir í
verslunina og að sögn Margrétar
eru það mest brúnt og rautt. HJS
í Vörusölunni fást 15 línur í snyrtivörum.
Mynd: gvc
— segir Guðrún Jóhannsdóttir
landi. „Ég fer út að meðal-
tali einu sinni í mánuði til að
panta inn föt og mér finnst það
koma mjög vel út. Mér finnst það
betra heldur en að panta aðeins
inn á vorin og haustin. Með þessu
móti get ég tekið minna af hverju
og haft meira úrval," sagði
Guðrún.
Jafnframt sagði Guðrún að
mikil sala hefði verið í haust,
bæði á herra- og dömufatnaði.
„Herrarnir versla öðruvísi en
konurnar. Þeir koma frekar fyrir
helgar og kaupa sér alfatnað, en
kvenfólkið kemur nokkuð jafnt
alla daga vikunnar.“
- Hvað er í tísku í vetur?
„Þetta er erfið spurning, mér
sýnist nánast allt vera í tísku. Það
eru auðvitað alltaf vissir litir í
tísku, í vetur eru það flösku-
grænn, brúnn, steingrár, blár og
svo svart. Skórnir eru í sömu lit-
um og frekar grófir." HJS
Tískuverslunin Perfect er að
Ráðhústorgi 7. Eigandi versl-
unarinnar er Guðrún Jóhanns-
dóttir. Það eru fjögur ár síðan
Guðrún byrjaði með búðina,
en í byrjun hét hún Gallery og
komu allar vörur frá Gallery í
Reykjavík. Fyrir tveimur árum
var nafni búðarinnar breytt í
Perfect og Guðrún fór að flytja
föt inn sjálf.
í versluninni fæst að sjálfsögðu
fatnaður, bæði á dömur og herra.
Þá er hægt að kaupa þar skó
skartgripi, töskur og snyrtivörur.
Guðrún segist ekki vera með
nein sérstök merki núna, en
flytja mest inn fatnað frá Hol-
uerslanir í miðbæ fikurEyrar