Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sundraður flokkur í sárum Þá hafa alþýðubandalagsmenn kosið sér nýjan formann. Svo sem margir höfðu spáð, hafði Ólafur Ragnar Grímsson betur í baráttunni við Sigríði Stefánsdóttur og sigraði reyndar með nokkrum yfir- burðum. Þótt formannskjör sé að baki bendir fátt til þess að illdeilur innan Alþýðubandalagsins séu úr sögunni. Það kom best í ljós við kosningu í fram- kvæmdastjórn og miðstjórn flokksins á sunnudag, að Alþýðubandalagið er ennþá klofinn flokkur — flokkur tveggja arma. Armarnir tveir, Ólafs-armur og Sigríðar-armur vildu hvor um sig neyta aflsmun- ar í kosningunum. Sáttaleiðin var ekki reynd enda talin ófær. Þótt helstu andstæðingar Ólafs Ragnars bæru sig mannalega eftir að úrslit lágu fyrir, óskuðu nýja for- manninum alls velfarnaðar og þar fram eftir götun- um, er ljóst að sú von alþýðubandalagsmanna, að út af landsfundinum gengi samstíga hjörð Allaballa, er brostin. Þungar ásakanir hafa verið látnar falla á báða bóga og þær gleymast ekki svo glatt. And- stæðingar Ólafs Ragnars gleyma ekki tossaseðlun- um sem dreift var í öllum kosningum; í alþýðu- bandalagsfélögum um allt land svo og á landsfund- inum sjálfum. Þótt margir hafi verið tilbúnir til að leggja niður vopn og fylkja sér að baki hins nýja for- manns eftir að úrslit lágu fyrir, eru aðrir sem alls ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. Þar er Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður fremstur í flokki. Hann gekk af fundi eftir að úrslit í formannskjöri voru ljós og lét svo ummælt að alþýðubandalags- menn hefðu kosið umdeildasta manninn í forystu- sveit flokksins til formanns. Hjörleifur klykkti út með því að segja að kjör Ólafs Ragnars væri gífur- legt áfall fyrir Alþýðubandalagið. Að mörgu leyti er afstaða Hjörleifs Guttormsson- ar skiljanleg. Það verður seint sagt um Ólaf Ragnar Grímsson að þar fari maður sátta. Honum tókst ætlunarverk sitt þrátt fyrir það að svokallað flokks- eigendafélag Alþýðubandalagsins ynni gegn hon- um ljóst og leynt. Það er afrek út af fyrir sig. En hann er varla það sameiningartákn sem alþýðu- bandalagsmenn voru að vonast eftir og þurfa svo sannarlega á að halda. Sér við hlið hefur Ólafur Ragnar síðan nýkjörinn varaformann, Svanfríði Jónasdóttur. Hún vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir einarðar árásir á samvinnumenn á Dalvík og gegnir nú varafor- mannsembætti í flokki sem á hátíðarstundum vill kenna sig við félagshyggju. Þess er vart að vænta að Alþýðubandalagið rísi á næstunni upp úr þeirri öskustó sem það hefur verið í um alllangt skeið. Til þess hefði flokkurinn þurft á traustri og samhentri forystu að halda. Sú von hefur brugðist og því er Alþýðubandalagið enn um sinn sundraður flokkur í sárum og breyting þar á er ekki fyrirsjáanleg. BB. Úlafsfirðingar óhressir með breytta áætlun Flugfélags Norðurlands: Telja þjónustu við Olafs- fjörð minni en veríð hefur - „Síður en svo minni þjónusta,“ segir Sigurður Aðalsteinsson Sem kunnugt er var ákveðið í vor að fella niður flug Flugfé- lags Norðurlands á flugleiðinni Olafsfjörður-Reykjavík yfir sumartímann. í haust var flug tekið upp að nýju en nú með breyttum hætti. I stað þess að flogið sé að morgni frá Olafs- firði til Reykjavíkur og heim aftur síðdegis er nú millilent á Akureyri í bakaleiðinni. Þess- ar breytingar hafa sætt gagn- rýni Ólafsfirðinga sem telja að Áfengissalan: Sterku vínin streyma enn Alltaf eru Islendingar að bæta á sig. Þeir drekka meira í dag en í gær, meira í ár en í fyrra. Heildarneyslan fyrstu 9 mán- uði ársins var 2.344.952 lítrar, eða 604.969 alkóhóllítrar. Sambærilegar tölur fyrir síð- asta ár eru 2.271.778 lítrar, eða 576.813 alkóhóllítrar. Aukning á milli ára nemur því 3,22% í lítrum talið og 4,88% í alkó- hóllítrum talið. Nú svelgja menn sterku vínin sem aldregi fyrr. í lítrum talið jókst viskíneyslan um 4,64%, rommdrykkja um 15,70%, neysla á vodka jókst um 16,07%, á koníaki um 18,95%, á bitterum um 33,39% og á gini um 54,44%. Á móti þessu hrapaði neyslan á sjenever og alíslensku brenni- víni. Þessar tölur segja aðeins til um sölu áfengis hjá ÁTVR á íslandi. Fríhöfnin, áhafnir skipa og flug- véla standa utan við þessar tölur. Mikið hefur verið talað um auk- inn ferðamannasfraum og eflaust hefur mun meira áfengi borist til landsins með þessu móti en áður. Þá eru það léttu vínin. Neysla þeirra virðist nokkuð jöfn, hvít- vínssalan eilítið minni og rauð- vínssalan dálítið meiri en í fyrra. Hins vegar hefur sala á freyðivíni aukist til muna, eða um 20,46%, en í heildina er söluaukningin mun minni í léttvínum en í þeim sterkari, enda íslendingar samir við sig hvað drykkjusiði varðar. SS með þessu sé verið að minnka þjónustu við þá. „Við teljum að þjónustan við okkur hafi minnkað með þessu. Auðvitað er það betri þjónusta að geta komist hingað í einu flugi frá Reykjavík í stað þess að milli- lenda. Slíkt gefur augaleið,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði. Valtýr sagðist vera á þeirri skoðun að rökrétt sé að fella nið- ur flug yfir sumarið en þá verði að hafa þjónustuna yfir veturinn eins góða og nokkur kostur er. Sú spurning var lögð fyrir Sigurð Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands hvort félagið hafi með þessu minnkað þjónustuna við Ólafsfirðinga með millilend- ingu á Akureyri. „Nei, síður en svo. Þjónustan hefur frekar aukist ef eitthvað er. í fyrra flugum við þrjár ferðir í viku frá Ólafsfirði til Reykjavík- ur og í einni ferðinni millilentum Starfsemi gæsluvalla á Akur- eyri hefur tekið mið af reglum sem leikvallanefnd setti árið 1973 og þóttu góðar á sínum tíma en eru nú orðnar úreltar. Þuríður Sigurðardóttir kynnti drög að nýjum starfsreglum á fundi félagsmálaráðs nýverið og munu þær reglur væntan- lega verða gefnar út og taka gildi um næstu áramót. „Við setjum þessar reglur upp á svipaðan hátt og reglugerðir fyrir dagvistir og dagvistun barna í heimahúsum. Annars vegar eru þetta reglur varðandi dvöl barna á gæsluvöllum og hins vegar starfsreglur fyrir starfsfólkið," sagði Þuríður og gat þess að hér væru töluverðar breytingar á ferðinni frá fyrri reglugerð. Hún sagði að reglur frá Hafnar- við á Akureyri og í hinum tveim- ur flugum við beint á Ólafsfjörð aftur. Núna millilendum við í öll- um ferðum á Akureyri og þar með fá Ólafsfirðingar út úr þessu bættar samgöngur við Akureyri. Auk þess kemur þetta flug inn í áætlun Akureyri-Siglufjörður sem þýðir að nú getur fólk komist í áætlun á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar," segir Sigurður. Millilendingar tíðkast mikið á flugleiðum flugfélaganna allra. „Þó að það sé ekki æskilegt þá finnst okkur að það megi bjóða fólki upp á eina millilendingu. í þessu tilfelli er bæði hagkvæmara fyrir okkur að millilenda á Akur- eyri og þar að auki sameinum við Ólafsfjarðarflugið við áætlun til Siglufjarðar. Jafnframt þessu öllu höfum við lækkað fargjald milli Akureyrar og Ólafsfjarðar um helming og því vil ég ekki segja að þjónustan við Ólafsfirðinga minnki,“ segir Sigurður Aðal- steinsson. JÓH firði, Reykjavík og Kópavogi hefðu verið hafðar til hliðsjónar en ýmsar breytingar hafa orðið á gæsluvöllum og starfsemi þeirra í gegnum árin og því nauðsynlegt að færa reglugerðina í nútíma- legra horf. Gæsluvellirnir eru eitt af fjór- um dagvistarformum á Akureyri og þessar nýju reglur tengjast stefnumótun félagsmálaráðs í dagvistarmálum. „Þessar reglur eru gerðar til þess að það sé sem best samband á milli barna, for- eldra og starfsfólks á gæslu- völlunum,“ sagði Þuríður. Á Akureyri eru nú starfræktir 10 gæsluvellir og þar af eru 8 þeirra opnir árið um kring. Frá 15. maí til 14. september eru vell- irnir opnir frá kl. 9-12 og 14-17, en frá 15. september til 14. maí eru þeir opnir frá kl. 13-16. SS Akureyri: Nýjar starfsreglur fyrir gæsluvellina • Ailtfyrir öryggið Muna ekki allir eftir mislukk- aða drættinum í lottó? Sá er þetta ritar var að vísu búinn að gleyma honum, enda vann hann ekki neitt í það skiptið, en sl. laugardag rifjaðist hann heldur betur upp. Þann- ig var að viðkomandi stopp- aði í sjoppu einni við þjóðveg nr. 1, hvar lottókassa er að finna. Eftir langa bið eftir afgreiðslu var farið að svip- ast um eftir afgreiðslufólkinu og viti menn: Afgreiðslu- stúlkurnar stóðu við lottó- kassann og seldu grimmt. En það sem vakt athygli var að þær létu kassann ekki lesa útfylltu seðlana sem fólkið kom með, heldur pikkuðu þær allar tölurnar inn sjálfar!!! Eins og nærri má geta var afgreiðslan einstak- lega fljótleg. # Hvertþeirra viltu? Nokkrir félagar voru á leið eftir Skagafirðinum á dögun- um. Allt í einu óku þeir fram á hrossastóð eitt mikið. Ein- hver hafði orð á því að það væri nú í lagi að fá eins og eitt þeirra í frystikistuna. Hvert þeirra viltu? spurði bílstjórinn og bjó sig til að aka á mikilli ferð inn t hrossa- hópinn. Sá kjötþyrsti vildi ekkert ræða meir um málið. # Lapþunnt hvítvín og snittur Óánægju gætir nú hjá ýms- um starfsmönnum bæjar- stofnana á Akureyri vegna skemmtana, sem ýmsum starfsmönnum bæjarins hef- ur verið boðið til en öðrum ekki. Mál þetta er nokkuð óvenjulegt og tengist það 125 ára afmæli Akureyrar á dögunum. Yfirmönnum bæjarstofnana á Akureyri var falið að gera starfsmönnum dagamun vegna 125 ára afmælis bæjarins. Tvennt orsakaði þetta. í fyrsta iagi höfðu margir bæjarstarfs- menn lagt á sig mikið erfiði til að afmælið gæti heppnast sem best. í öðru lagi var tilefnið einfaldlega afmælið sjálft. Starfsmönnum einnar bæjar- stofnunar var t.d. boðið í mat í Sjallanum á skemmtikvöldi Ingimars Eydal - en reyndar greiddu þeir hluta kostnaðar- ins úr eigin sjóði. Aðrir bæjarstarfsmenn fengu ýmist ekki neitt eða þá „lap- þunnt hvítvfn sem kláraðist strax og eina eða tvær snittur á skrifstofunni," eins og einn orðaði það.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.