Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 5
10. nóvember 1987 - DAGUR - 5
Elín Ósk Óskarsdóttir:
Sendir frá sér sína
fyrstu hljómplötu
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur sent á markað sína tíundu
hljómplötu. Það er Elín Ósk
Óskarsdóttir sem syngur og Ólaf-
ur Vignir Albertsson leikur með
á píanó.
Elín lauk einsöngvaraprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík 1984,
aðalkennari hennar var Þuríður
Pálsdóttir. Um haustið hélt Elín
til framhaldsnáms í Mílanó á ítal-
íu og stundaði nám hjá frábærum
kennurum, svo sem Pier Miranda
Ferraro. Hún hefur komið fram á
fjölda tónleika hér heima og á
Ítalíu. Hún hlaut önnur verðlaun
í söngvakeppni Sjónvarpsins
1983. Síðastliðið haust söng hún
sitt fyrsta óperuhlutverk í Þjóð-
leikhúsinu. Á hinni nýju plötu
eru m.a. 10 íslensk lög, svo sem
Gígjan og Draumalandið eftir
Sigfús Einarsson og Svanasöngur
á heiði eftir Sigvalda Kaldalóns.
Þá eru á plötunni 7 ítölsk lög,
perlur úr ítölskum óperum.
Upptaka efnisins var gerð í
Hlégarði með stafrænni tækni af
Halldóri Víkingssyni sumarið
1987. Skurður, pressun og prent-
un var að öllu leyti unnið hjá
Teldec í Vestur-Þýskalandi, en
það fyrirtæki stendur nú fremst
allra í heiminum í plötuskurði og
pressun. Plötuskurðurinn fer
fram með svonefndri DMM-
aðferð (Direct Metal Mastering)
og er óhætt að fullyrða að hljóm-
gæðin eru hin ótrúlegustu, standa
langtum framar því sem við höf-
um átt að venjast hér heima.
Stjörnustælar
- eftir Andrés Indriöason
Mál og menning hefur gefið út
bókina Stjömustælar eftir Andrés
Indriðason. Þetta er þriðja bók
Andrésar um Eyjapeyjann eld-
hressa Jón Agnar Pétursson, sjálf-
stætt framhald af metsölubókun-
um Bara stælar og Enga stæla!.
Nú hyggst Jón Agnar spreyta
sig á leiklistinni. Hann fær hlut-
verk í kvikmyndinni Hjartagosan-
um en margt fer öðruvísi en ætlað
er. Björninn er ekki unninn þó að
Barði kvikmyndastjóri haldi því
fram að hann sé fæddur leikari. Þó
fer gamanið fyrst að kárna þegar í
ljós kemur að hann á ekki að leika
hetju í anda Sylvester Stallone
heldur ástarhlutverk á móti þessari
stelpu frá Akureyri. Fyrirsjáanlegt
er að það verða ekki góð tíðindi
fyrir Ragnhildi, hina einu sönnu.
En úr öllum flækjum má greiða
með kænsku og smástælum...
Stjörnustælar er 196 bls., prent-
uð í Prentsmiðjunni Odda hf.
Kápumynd teiknaði Brian Pilking-
ton.
Græna höndin
- og aörar draugasögur
Um þessar mundir kemur út
óvenjuleg barnabók. Hún heitir
Græna höndin og aðrar drauga-
sögur og geymir tuttugu og tvær
eins konar nútímadraugasögur
sem ganga meðal barna. Ulf
Palmenfelt skráði sögurnar eftir
skólakrökkum í Svíþjóð en
íslenskir krakkar kannast vafa-
laust við margar þeirra. Sumar
þeirra eru verulega óhugnanleg-
ar, aðrar fyndnar og koma
skemmtilega á óvart í lokin.
Nútíminn er auðvitað umhverfi
þessara sagna, krakkarnir ferðast
á hjóli, draugarnir tala í síma og
liræða börnin meðan þau eru að
bursta í sér tennurnar, en sögurn-
ar sýna að þjóðsagnahefðin lifir
ennþá góðu lífi þrátt fyrir sjón-
varp og myndbönd.
Vilborg Dagbjartsdóttir þýðir
sögurnar en Eva Erikson mynd-
skreytti. Það er bókaforlag Máls
og menningar sem gefur bókina
út, hún er 47 bls. að stærð, prent-
uð í Danmörku.
Græna höndin
Kjördæmisþing
framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi eystra
verður haldið í Hrafnagilsskóla 13. og 14. nóv. n.k.
Þingið hefst kl. 20.30 á föstudagskvöld.
Sérmál þingsins eru heilbrigðismál.
Erindi flytja:
Guðmundur Bjarnason heilbr.- og tryggingaráðherra
Sigurður Halldórsson héraðslæknir Kópaskeri
Margrét Tómasdóttir brautarstjóri Háskólans á Ak.
Regína Siguröardóttir fulltrúi Sjúkrah. Húsavík
Halldór Halldórsson yfirlæknir Kristnesspítala
Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson,
Sigurður Geirdal, Unnur Stefánsdóttir og Gissur Pétursson.
Þinginu lýkur með sameiginlegum kvöldverði
og dansleik í Hótel KEA á laugardagskvöld.
Formenn félaga eru hvattir til að tilkynna þátttöku
til skrifstofu KFNE síma 21180.
Guðmundur. Sigurður. Margrét. Regína.
Unnur. Gissur.
Valgerður. Halldór.
Ath. Þingið er opið öllu framsóknarfólki.
3QB0 nuGií9gBbn9th>l8B óinuM
itsrfqqu sit 6em öhsV —
- .... ... - ■— ■ ----*
^ - -