Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 3
10. nóvember 1987 - DAGUR - 3
„Æ, hættið þessu poti. Ósköp leiðast mér þessar árlegu hreinsanir. Eins og maður geti ekki þrifið sig sjálfur. Skárra
væri það nú.“ Mynd: TLV
Norðurland:
Afengi ekki selt í
vefnaðarvöruverslunum
„Nei, það er nú ekki á döfínni
að vefnaðarvöruverslanir á
Norðurlandi hefji sölu á
áfengi,“ sagði Höskuldur
Jónsson, forstjóri Afengis- og
tóbaksverslunar ríkisins. Sem
kunnugt er var fyrir nokkru
opnuð áfengisútsala í vefnað-
arvöruverslun í Ólafsvík og
þótti mörgum það óvenjuleg
ráðstöfun.
Höskuldur sagði að áfeng-
isverslunin í Ólafsvík hefði farið
ágætlega af stað, starfsmenn og
viðskiptavinir væru hinir ánægð-
ustu, en tíminn ætti eftir að leiða
það í ljós hvernig þetta fyrir-
komulag reyndist.
Aðspurður sagði Höskuldur að
ekkert benti til þess að útsölu-
stöðum ÁTVR á Norðurlandi
myndi fjölga á næstunni. „Skil-
yrði fyrir opnun áfengisútsölu eru
þau að hér sé um kaupstað að
ræða og slík tillaga verður að
Grenivík:
Full atvinna í
fiskvinnslunni
- þokkalegur afli línubáta
„Það má segja að aflinn hér sé
þokkalega góður þótt tíðin
Glerárkirkja:
Kjallarinn
ónotaður
„Kjallari Glerárkirkju er ónot-
aður og ekkert að gerast varð-
antlí hann,“ sagði sr. Pálmi
Matthíasson, sóknarprestur,
en ýmsar hugmyndir hafa
komið fram varðandi notkun-
armöguleika húsnæðisins.
Á sínum tíma kom til umræðu
í bæjarstjórn að leigja kjallarann
fyrir dagvistun eða dagheimili
barna en ekkert varð þó af því.
„Þetta var það síðasta sem gerð-
ist í málinu og ekki hefur verið
spáð í neitt annað. Við erum
ósköp rólegir í þessu, málin eru í
athugun en við flýtum okkur
hægt. Hvað varðar kirkjuna
sjálfa þá hefur ekki verið gerð
nein áætlun um hvenær hún verði
fullgerð en næsta skrefið er að
setja járn á þak hennar," sagði
sr. Pálmi. EHB
undanfarið hafí verið stirð og
því ekki ailtaf gefíð á sjó,“
sagði Knútur Karlsson, fram-
kvæmdastjóri frystihússins
Kaldbaks á Grenivík er hann
var inntur eftir aflabrögðum.
Tveir af stærri heimabátum eru
á línu og hefur afli þeirra verið
þokkalegur undanfarið. Auk
þess leggja trillur upp hjá Kald-
bak hf. en í heild voru unnin rúm
80 tonn af fiski í frystihúsinu í
síðustu viku.
Knútur sagði að tekist hafi að
halda uppi fullri vinnu í frystihús-
inu og átti hann von á að svo
verði áfram. Fyrir utan þessa tvo
báta sem nú eru á línu mun 130
tonna bátur frá Grenivík einnig
fara á línu og átti Knútur von á
að þessir bátar verði á línu fram
yfir áramót.
Knútur sagði að aflinn væri
nær allur frystur. Heldur vantar
þó fólk í fiskvinnsluna en slíkt
virðist fara að verða viðvarandi
ástand í fiskvinnslunni. Pó að fólk
vanti í fiskvinnsluna á Grenivík
er auðveldlega hægt að vinna
þann fisk sem á land berst en
með fleira fólki sagði Knútur að
hægt væri að vinna fiskinn í verð-
mætari pakkningar. JÓH
vera samþykkt af meirihluta
bæjarbúa. Það hefur enginn ann-
ar kaupstaður en Húsavík orðað
það að þar yrði sett upp útsala og
Húsvíkingar eru þekktir fyrir það
að fella slíkar tillögur, ekki bara
einu sinni heldur margoft," sagði
Höskuldur. SS
Akureyrarbær:
Breytt skipulag
byggingamála
„Embætti byggingastjóra Verk-
menntaskólans svífur í lausu
lofti í bæjarkerfínu og hann
heyrir beint undir bæjarstjóra
en ekki embætti húsameistara.
Þetta mun þó allt breytast með
breyttu stjórnskipulagi og
byggingastjórinn mun væntan-
lega tilheyra þeirri deild sem
sér um framkvæmdir á vcgum
bæjarins,“ sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri, á síðasta
fundi bæjarstjórnar Akureyr-
ar.
Sigfús sagði einnig að vegna þess
hversu þetta embætti hefði svifið
í lausu lofti þá hefði skólanefnd
VMA verið frekar lítið tengd við
bæjarkerfið. „Ég á von á því að
væntanlegur yfirmaður bygginga-
mála muni sjá um verkaskiptingu
sinna starfsmanna. Hann getur
skipað einstaka undirmenn sína
byggingastjóra að tilteknum
verkefnum. Að mínu mati er
óeðlilegt að embætti bygginga-
stjóra VMA heyri bcint undir
bæjarstjóra til frambúðar.
Byggingamál bæjarins eru
margvísleg. Starf byggingafull-
trúa er eftirlitsstarf af hendi lög-
gjafans þar sent eftirlit er haft
með því að fólk byggi eftir teikn-
ingum og að lögum og reglum sé
að öðru leyti fylgt. En Akureyr-
arbær rekur ákveðna bygginga-
starfsemi, bærinn sinnir viðhaldi,
rekur trésmíðaverkstæði, sinnir
nýbyggingum o.fl. Eftir breyt-
ingu stjórnskipulags verður emb-
ætti byggingastjóra VMA fært
betur inn í bæjarkerfið,“ sagði
Sigfús Jónsson og bætti því við að
umræddur starfsmaður mun
sinna fleiri þáttum en bygginga-
málum VMA, hann sé t.d. núna
byggingastjóri í Víðilundi. EHB
Farsóttir í október:
Magakveisa
hrellir fleiri
Miðað við skýrslu Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri um
smitsjúkdómatilfelli á svæði
hennar í október, má ganga út
frá því að ekki séu áberandi til-
felli farsótta í gangi.
Skýrslu sem þessa ber þó að
taka með fyrirvara þar sem mats-
atriði er hvort einstaka læknir
skráir ýmsar vægari sýkingar.
Kvef- og hálsbólgutilfelli í
október eru 30 færri en í sept-
ember, eða 249. Alvarlegri teg-
und hálsbólgu fengu í október 17
manns. Eitthvað virðist enn bóla
á hlaupabólu því 7 tilfelli eru
skráð í mánuðinum.
í september voru tveir ein-
staklingar skráðir nieð hettusótt
en í október eru þeir sex. Maga-
kveisa heldur áfram að hrella
fólk því þeim tilfellum fjölgaði
um 25 og eru því 83 sktáðir með
niðurgang í október.
Kláðamaurinn hefur nú lagst á
helmingi fleiri en í septembereða
á tíu manns, sjö eru með flatlús
og einn lekanda. VG
Askrifendagetraun
DAGS
Nóvemberseðill
Dregið verður um nóvembervinninginn þann 15. desember.
Vinningur: Hljómtækjasamstæða frá Vöruhúsi KEA.
Verðmæti: Kr. 98.000.00.
Vinsamlega svarið eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða fyrirtæki gerir út togarann Drangey?
2. Á dögunum var reist 800 fermetra geymsluhúsnæði á lóð ístess.
Hversu marga daga tók verkið?
Svar við 1................................
Svar við 2................................
Nafn: ....................................
Heimili: .................................
Staður: ...................Sími: .........
□ Ég óska eftir að gerast áskrifandi
□ Er þegar áskrifandi
Póstleggið til:
Dagur
Áskrifendagetraun
Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri
Gangi ykkur vel.