Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 11
4W Jón Heiðar
u Krístinsson
Fæddur 18. september 1928
- Dáinn 30. október 1987
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Veturinn boðaði komu sína
óvenju snemma í ár. Snjórinn
lagðist yfir gróður er ennþá var
grænn. Svo snöggar geta breyt-
ingar orðið bæði á gróðri jarðar
sem og á lífinu sjálfu. Gróðurinn
náði ekki að fölna í ár. Eins er oft
með líf okkar mannanna barna.
Snögg umskipti breyta gangi
þess. Hann afi okkar kvaddi
þennan heim á sama hátt og vet-
urinn knúði dyra, snöggt. En ef
til vill ekki svo óvænt. Við vitum
að vetur tekur við af hausti. Eins
vitum við að margir sjúkdómar
draga menn til dauða. Þó erum
við alltaf jafn óviðbúin bæði
dauðanum og fyrstu snjóum.
Afi var fæddur 18. sept. 1928.
Foreldrar hans voru Jóna Kristín
og Kristinn bóndi í Möðrufelli í
Hrafnagilshreppi. Við þekktum
þau ekki en vissum þó að þau
höfðu hvort um sig sína kosti.
Langamma hafði til að bera góð-
mennsku og blíðlyndi en langafi
var ósérhlífinn dugnaðarforkur.
Afi átti fimm systkin þau
Gerði, Þorstein, Ingvar, Val og
Sólveigu.
Hann fylgdi þremur bræðrum
sínum til grafar. Það voru honum
þung spor því allir dóu þeir um
aldur fram.
Þegar afa er minnst þá kemur
hún amma líka í hugann. Amma
kom hingað frá fjarlægu landi,
Þýskalandi. Þau giftust 17.
nóvember 1951. Búskap sinn
byrjuðu þau í Möðrufelli en tóku
fljótt til við að byggja upp nýbýl-
ið Ytra-Fell úr landi Möðrufells.
Þar hefur efalaust oft verið unnið
mikið til-að koma öllu því í verk
sem gera þurfti. Enda mun það
nú vera talið gott ævistarf að
byggja upp jörð, bæði að rækta
jörðina og byggja húsin.
Afi og amma eignuðust átta
börn sem öll búa nú hér í Eyja-
firðinum og barnabörnin eru
sextán. Áhugi afa á bókmenntum
var mikill. Hann gat þulið fyrir
okkur upp úr fornsögunum enda-
laust. Öllum spurningum er
snertu þær á einhvern hátt var
svarað án þess að líta á bók. Við
skildum að vísu ekki allt en sum-
ar setningar sem hann útskýrði
fyrir okkur, eins og „ber er hver
iað baki nema sér bróður eigi“
þær gleymast ekki. Hann unni
líka góðum kveðskap og oft voru
það Ijóð Einars Ben., sem lesin
voru. Það var því mikið áfall fyrir
hann þegar sjúkdómur hans kom
í veg fyrir það að hann gæti lesið.
Afi var ákafamaður í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Allt átti að ganga hratt fyrir sig.
Hann gat því aldrei sætt sig við
það að geta ekki gert alla hluti
eins og áður en hann veiktist.
Ævi hans var ekki löng en hún
var góð. Hann kveið komandi
vetri, þeim kvíða er nú eytt. Það
er okkur smá huggun harmi
gegn.
Við vitum að hinum megin
bíða langafi og langamma, bræð-
ur og lítil afastrákur.
Við biðjum góðan Guð að gefa
ömmu styrk í sorg sinni.
Heiðar, Kolla og Katrín.
Ókeypis flúortöflur
„Nú liggja fyrir upplýsingar
um kostnað og það verður tek-
in um þetta ákvörðun þegar
fjárhagsáætlun heilsugæslunn-
ar verður tekin fyrir,“ sagði
Hjálmar Freysteinsson heilsu-
gæslulæknir þegar hann var
spurður um dreifíngu á flúor-
töflum. Fram að þessu hafa
foreldrar þurft að greiða flúor-
töflur fullu verði, ólíkt því sem
gerist í flestum öðrum sveitar-
félögum þar sem þeim er dreift
ókeypis.
Þegar börn komast á skólaald-
ur eru þau reglulega látin bursta
tennur sínar úr flúorlausn í
skólanum. „Við erum hér ein-
göngu að hugsa um börn sem
koma í ungbarnaeftirlit þ.e. frá
um það bil 7 mánaða aldri og
fram að þeim aldri sem hægt er
að nota flúortannkrem.“ Ef fjár-
hagsáætlun heilsugæslustöðvar-
innar verður samþykkt, munu
foreldrar sem vilja gefa börnum
sínum flúor geta fengið það
ókeypis á heilsugæslustöðvum.
VG
Félag hrossabænda
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel KEA, fimmtu-
daginn 12. nóvember kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Formaður markaðsnefndar félagsins gefur skýrslu.
Stjórnin.
10. nóvember 1987 - DAGUR - 11
„Það er rétt strákar, hörku í
þetta! Báðar hendur á kylfuna!
Þrjár mínútur eftir!“ A þessa
leið voru köllin frá Arna Stef-
ánssyni íþróttakennara hjá
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri, en hann var með 1. bekk
rafíðnaðarnema í tíma um
klukkan hálf ellefu á þriðju-
dagsmorgni á dögunum. Strák-
arnir voru að spila bandí, en
það er nokkurs konar ísknatt-
leikur innanhúss, spilaður með
plastkylfum og -bolta.
„Það er léleg mæting í dag,“
sagði Árni. „Strákarnir eiga að
vera tíu en aðeins sex eru
mættir."
Leikurinn var mjög spennandi
þegar blaðamaður kom á staðinn
og var staðan þá 13:12. Þrjár
mínútur voru eftir af leiknum
þegar staðan var jöfnuð. Boltinn'
barst upp að endamörkum,
„fljótur,“ er kallað; skot ríður af,
en fer framhjá. „Æ eins og þetta
var fallegt skot,“ dæsir í einum
drengjanna.
Níclsson, Árni Stefánsson og Hinrik Þórhallsson gæða sér á
tertum.
Árni Stefánsson fylgist vel með því að farið sé eftir sett- »»Æ, eins og þetta var fallegt skot...!“
um reglum.
Myndir: VG.
„Höfum far ið
rólega í kökur nar“
- heimsókn í íþróttahöllina
Þegar aðeins ein mínúta er
eftir, dæmir Árni víti. „Úrslita-
markið strákar,“ kallar hann, en
vítaskyttan brennir af og leikur-
inn endar með jafntefli 13:13.
í frímínútunum færum við
okkur inn í setustofu kennara og
spjöllum við þá og baðverði
stutta stund. Á borðum er dýr-
indis djöflaterta sem Árni hafði
komið með færandi hendi.
„Hvert er tilefnið,“ spyr blaða-
maður hæversklega. „Tilefnið.
Ætli það sé ekki vegna þess að
það var mánudagur í gær,“ gellur
í Árna. „Annars höfum við nú
verið róleg varðandi kökurnar í
vetur, bara búin að fá eina
rjómatertu og eina ístertu,“ segir
Hinrik Þórhallsson og sker sér
aðra sneið.
í þessu kemur Gunnar Níels-
son baðvörður í gættina. Erfið-
Ásdís Karlsdóttir, íþróttakennari.
lega gekk að fá hann til að setjast
fyrir myndatöku, en honum er
ekki mikið um blaðamenn gefið,
segir hann.
Á hæla Gunnars komu þær
Ásdís Karlsdóttir og Bryndís
Þorvaldsdóttir, báðar íþrótta-
kennarar. Þær voru ekki alveg á
sama máli varðandi kökuna.
Ásdís sagðist vera í megrun, en
freistaðist þó í eina litla sneið.
Bryndís lét aftur á móti hugsun-
ina um línurnar lönd og leið.
Það var létt andrúmsloftið
meðal kennaranna þessa stund
sem við stöldruðum við, eins og
við á um íþróttakennara.
Aðspurðir um hvort ekki væri
nauðsynlegt fyrir þá að vera alltaf
hressir og kátir fyrir tíma var
svarað: „Að sjálfsögðu erum við
það, því annars getum við ekki
ætlast til þess að nemendur séu
það.“ VG