Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 10.11.1987, Blaðsíða 15
10. nóvember 1987 - DAGUR - 15 Valgerður Kristjánsdóttir ritstjóri Minnisbókar Bókrúnar 1988 afhendir hér fyrstu eintökin konum sem sérstaklega voru beðnar að rita í bókina. Frá hægri talið eru séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir skáld, Hrafn- hildur Schram listfræðingur, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og ritstjóri. Á myndina vantar Dóru Guðmunds- dóttur. Minnisbók Bókrúnar komin út - almanaksbók fyrir árið 1988 með fróðleik fyrir hvern dag um ævi og störf kvenna Minnisbók Bókrúnar, sem nú kemur út öðru sinni, er um 200 síður í gormbindingu. Við hvern dag er, auk rýmis fyrir minnis- atriði, texti þar sem greinir frá ýmiss konar viðfangsefnum kvenna fyrr og nú. Einnig eru þar gullkorn sem fólk hefur í tímans rás látið frá sér fara. Við upphaf hvers mánaðar er heilsíðu ljósmynd sem tekur mið af einhverju sem gerst hefur í þeim mánuði. Fimm valinkunn- um konum var boðið orðið og rita þær á eina síðu hver. Aftast eru nokkrar síður með tölfræði- legum fróðleik um stöðu íslenskra kvenna í samfélaginu, svo sem skrá yfir þær konur sem hafa verið kosnar á Alþingi frá upphafi og konur sem kjörnar hafa verið í borgarstjórn Reykja- víkur. Minnisbók Bókrúnar 1988 er fáanleg á öllum helstu bóksölu- stöðum. Hönnuður hennar er Elísabet Cochran, setning og umbrot fór fram í Leturvali og filmuvinna og prentun í Grafik. Ritstjóri Minnisbókarinnar er Valgerður Kristjónsdóttir varaformaður Bókrúnar hf. SÖLUTÆKN! 23.11. INNRITUN TIL 18. NÓ V. SIMI: 26100 VEITIR FÆRNI í SÖLU OG SAMNINGA- j GERÐ ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á MANNLEG SAMSKIPTI. EFNI: • íslenskur markaður • Uppbygging og mótun sölustefnu • Skipulagningsöluaðgerða • Val á markhópum • Símsala • Starfsaðferðir sölufólks • Samskipti og framkoma • Mótbárur og meðferð þeirra j • Söluhræðsla • Markaðsrannsóknir og áætlanagerð. \ LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. j TÍMI OG STAÐUR: . I 23.-24. nóv. á Akureyri, kl. 9.00-18.00. MANNLEG! PÁ TTURINN - FOLKIFYRIRRUMI 25.11. INNRITUN TIL 18. NÓV. SIMI: 26100 Á TVEIMUR HRESSANDI OG ÁNÆGJU- : LEGUM DÖGUM MUNT ÞÚ LÆRA AÐ ÞRÖA HÆFNI ÞÍNA TIL AÐ NÁ BETRI ÁRANGRI í SAMSKIPTUM VIÐ FÓLK OG NÁ MEIRA ÚT ÚR LÍFINU. MANNLEGA ÞÆTTINUM ER ÆTLAÐ: • Að skapa og koma í framkvæmd sameiginlegu samskipta- máli innan fyrirtækisins • Að auka þátttöku og áhuga starfs- fólks á starfsemi fyrirtækisins • Að auka skilning allra á mikilvægi þess að uppfylla þarfir viðskiptavinarins • Að kynna raunhæfari aðferðir til samskipta innan fyrirtækis og utan • Að taka breytingum með jákvæðum hætti • Að bæta starfsandann • Að skapa skilning á því að þjónustan innan fyrirtækisins hefur mikil áhrif á þjónustuna út á við. LEIÐBEINANDI: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsráðgjafi. TÍMI OC STAÐUR: 25.-26. nóv. á Akureyri, kl. 9.00-18.00. TÖLVUTÆKI BÓKVAL HF KAUPVANGSSTRÆTI 4 PÓSTHÓLF 220 • 602 AKUREYRI Kópavogur Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanessvæði leitar eftir hentugu húsnæði fyrir sambýli í Kópavogi. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 18. nóvember 1987. Eyfirðingar Samkórinn Þristur auglýsir. í tilefni 10 ára afmælis kórsins, verður fagnaður í Freyvangi 14. nóv. nk. Allir eldri sem yngri kórfélagar og makar þeirra velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku og fáið nánari upplýsingar hjá Völu í sínta 96-31215 og Jófríði í síma 96-31250. Auglýsing um norræna tungumálasamninginn. Norræni tungumálasamningurinn, sem er samning- ur Norðurlandanna um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi, tók gildi hér á landi 25. júlí sl. Samningurinn er gerður til að auðvelda Norður- landabúum samskipti sín á milli og eru samningsrík- in skuldbundin til að stuðla að því að ríkisborgari í samningsríki geti eftir þörfum notað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofnanir í öðru samningsríki. Þau mál sem samningurinn tekur til eru danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Samningurinn tekur bæði til skriflegra og munnlegra samskipta, þó ekki í síma. Samkvæmt samningnum ber opinberum aðilum að leitast við að gera norrænum ríkisborgurum kleift að nota móðurmál sitt í samskiptum sínum við opinbera aðila, sé þess nokkur kostur. Tekur þetta til sam- skipta við dómstóla, félagsmálastofnanir, heilbrigð- isstofnanir, lögreglu, skóla og skattyfirvöld, svo dæmi séu nefnd. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. nóvember 1987. Viltu vinna á Uppanum? Óskum eftir manni við pizzugerð á Uppanum. Upplýsingar á staðnum eftir hádegi. Uppinn. Vantar menn til starfa í byggingaiðnaði Smiði, verkamenn og nema. Þeim sem hafa áhuga eru boðin góð kjör. Trésmiðjan Reynir sf. Furuvöllum 1, sími 24000. * Verktakar í byggingariðnaði i 35 ár * Viljt starfsn Einnig lager. Upplýsin 1 jm ráða lann til sölustarfa starfsstúlku til afgreiðslustarfa á gar hjá verksmiðjustjóra í síma 21165. 1 Efnaverksmiðjan l Sjöfn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.