Dagur - 17.11.1987, Side 5
f?.0ifoWhW 1987 - DÁbWW-á*
STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ FLÚÐIR
P. O. BOX 381 - 602 AKUREYRI
Akareyn,
7. september 1985.
Veiöifélag Fnjóskár,
c/o Jón Sigarösson
övenju margar kvartanir hafa borist stjórn FláSa frá veiSimönnam
viö veiðar í Fnjóská í ágástmánaði s.l. vegna aurbarðar r ana er
stafaö r.un hafa frá malartöku Vegageröar rikisins utr x s3alfrr annr
fyrir landi Vatnsleysu. Svo rarurt kvaö aö þessu nokkra daga, aö^ekkr
.Var viölit, til nokkurs árangurs, aó bera öngul i vatn fra at a.na
, svæöi Vegageröarinnar og allt til endimarka niðri.
Nú er þaö Ijóst aö um leiö og Flfiöir kaupa veióire'ttindin í_Fnjóská
er þaö í þeirri valdi aö hafna og/eöa leyfa aógerölr 1 og viö ana er
kkanna aÖ raska veiöum. .---- --------~~
%íÁcC ■
Mynd 1.
liðnum og myndu viðkomandi
veiðiréttakaupendur þá ekki
njóta árangurs erfiðis síns ef áin
hefði í millitíðinni verið leigð
öðrum.
Hafa bændur gert sér það ljóst,
að það tekur ána sjálfa 5 til 7 ár
að ala upp lax í veiðanlegt
ástand? (mynd 2.)
Allir samningar eru jú gerðir af
tveim eða fleiri aðilum og verða
ekki að veruleika fyrr en báðir
eða allir samþykkja þá með
undirskrift. Við höfum aldrei
neytt bændur til að skrifa undir
samninga. Heitir þetta að vilja ná
umráðum?
6. sparð. (Tilv.) „En það er
ekki heppilegt fyrir landeigendur
að semja þannig að leigutaki geti
eftir langt árabil, og eftir að
hafa lagt vinnu og pemnga í rækt-
unarstarfið með góðum árangri,
(sér er nú hver árangurinn!)
þakkað sér að á sé orðin góð og
verðmæt veiðiá. Þá mun hann
síst af öllu vilja sleppa af henni
hendi. En iandeigendur kunna að
vilja ráðstafa veiðiréttinum með
öðrum hætti, en telja sig jafn-
framt orðna skuldbundna leigu-
takanum siðferðilega, og gæti
það leitt til mikilla árekstra.“
(Tilv. lýkur.) (leturbr. mín.)
Þessa speki skil ég hreint ekki
- veit ekki hvers konar sparð
þetta er -. Ég hélt að það mætti
vera stolt beggja - veiðimanna og
veiðiréttareigenda - ef samvinna
þeirra við ræktun leiddi til frekari
og meiri veiði og þar með áhuga-
verðara veiðivatns. Betur sjá
augu en auga. Er það ekki líka
kostur fyrir veiðiréttareigendur
ef leigjendur vilja ógjarnan
sleppa viðkomandi á að loknum
leigutíma, vegna gjafmildi
hennar? Þá gætu þeir (veiðirétt-
areigendur) með góðri samvisku,
krafist hærri leiguupphæðar sem
forsendu fyrir framleigu. Er það
ekki keppikefli allra að fá þakkir
að loknu verki? Við erum þar
enginn eftirbátur, veiðimenn.
Hitt væri verra ef við þyrftum að
bera kinnroða út af vinnubrögð-
um okkar, eins og ég tel að sumir
þeir ættu að gera sem bera
ábyrgð á ræktun Fnjóskár. Hafa
ekki bændur ráðstafað veiðirétt-
inum sjálfir í frjálsum samning-
um? - Siðferðilega bundinn -
hvernig verður maður það í
frjálsum samningum sem gerðir
eru til þriggja eða fimm ára, frek-
ar en samningum sem endumýjað-
ir hafa verið í nítján ár samfleytt?
Siðferðið er dulítið slæmt hjá
þessu sparði og miklu líklegra til
að valda „miklum árekstrum“
heldur en frjálsir samningar gerð-
ir til lengri tíma með ræktun sem
meginmarkmið.
7. sparð. (Tilv.) „Og ekki var
talið óheppilegt að blanda laxa-
stofnum í ánum.“ (Tilv. lýkur.)
Þar sem Olgeir vitnar áður í blað-
ið Veiðimanninn, leyfi ég mér að
benda honum á sama blað nr.
123. Á bls. 31 stendur þetta: -
Haft eftir Jóni Kristjánssyni fiski-
fræðingi. - (Tilv.) „Mín skoðun á
flutningi laxfiska milli vatnakerfa
er þessi:
- Flutningur milli nálægra áa er
óheppilegur.
- Flutningur milli landshluta er
hættulegur.
- Flutningur milli landa er
skemmdarverk.“
(Tilv. lýkur.) Var það ekki árið
1973 sem við hvöttum bændur til
að nota eigin stofn Fnjóskár til
ræktunar? Jú, aldeilis rétt.
8. sparð. (Tilv.) „Við bændur
héldum að niðursveiflan í
Fnjóská eftir 1980 yrði ekki
langæ . . . “ (Tilv. lýkur.) Hver
var ástæðan fyrir því að bændur
héldu að niðursveiflan yrði ekki
langæ? Ég spáði öðru. Téð niður-
sveifla verður ekki fyrr en 1983,
fram að því skilaði áin meðal-
veiði talið frá 1969 (300). Engin
seiði voru sett í ána 1980 og
meira og minna tilviljanakennt
eftir það. Er nokkurt samband
þarna á milli? - Niðursveiflunnar
og þegar hætt var ísetningu seiða.
- Það skyldi nú ekki vera.
9. sparð. (Tilv.) „Tveggja tíma
svæðaskiptingu fyrr á sumrinu tel
ég líka fráleita eftir eigin reynslu
(ég-ég) (leturbr. mín) og það
segja fleiri." (Tilv. lýkur.)
Hverjir? - Þessi skipting er að-
eins á svæði 1 (A/l og B/l) neðan
stiga og gildir aðeins í 30 daga.
Hún var upp tekin vegna mjög
breytilegrar veiði á hinum ýmsu
veiðistöðum sem háð er vatns-
magni á hverjum tíma. Við sem
veiðum á svæði 1 (það hefur
Olgeir aldrei gert fyrr en í sumar)
þekkjum hve ört áin breytist í
byrjun veiðitíma allt eftir veður-
fari og detta þá tíðum margir
veiðistaðir úr sökum þess að í þá
verður hreinlega ekki komist.
Þannig fer nú hver veiðimaður
alla veiðistaðina á 6 klst. (17 að
tölu) í stað þess, eins og áður var,
að menn gátu tekið sér sjálfdæmi
hvar þeir veiddu. Auðvitað sett-
ust sumir hreinlega að á bestu
veiðistöðunum hverju sinni og
viku ekki þaðan allan tímann.
Vill Olgeir taka þetta fyrirkomu-
lag upp aftur? Éflaust vill hann
það þar sem ég-ég-ég sjónarmið-
ið (egoismi) er mjög áberandi í
fari hans. Aðeins meira um svæði
1. í veiðisögunni frægu - tíma-
lausu - þann 18. ágúst er dómur
Olgeirs um það svæði svohljóð-
andi: (Tilv.) „Þar (svæði 1) var á
þeim tíma hvorki lax eða bleikju
að hafa.“ (Tilv. lýkur.) Skyldi ekki
Olgeir vera að fella áfellisdóm
yfir Fnjóská, með þessum
orðum? Þar eð, að á hágöngu-
tíma smálax, skuli enginn lax né
bleikja vera sýnileg og hvað þá
veiðanleg á því svæði sem óhjá-
kvæmilegt er að allur fiskur fari
um sem í ána gengur. (Nema
hann komi ofan frá?!). Þetta
heitir að rassskella sjálfan sig.
10. sparð. (Tilv.) „Hvaðan hef-
ur Kristján á Húnstöðum það að
Fnjóská gefi ekkert af sér?“
(Tilv. lýkur.) Úr sama blaði og
Olgeir fær þá speki að Fnjóská sé
ein af 40 bestu veiðiám landsins.
Kristján kaupir eflaust Veiði-
manninn.
11. og lokasparðið. (Tilv.)
„Þetta kemur ekkert við greiðsl-
unni fyrir veiðileyfi, ég var bara
að benda á það, sem menn gætu
notið (náttúrufegurðin,) (áb.
mín.), ef þeir væru svo vel
skapaðir andlega að geta með-
tekið það, og það þyrftu allir
sportveiðimenn að vera.“ (Tilv.
lýkur.) Ekki er það verra að^
veiðimenn séu vel andlega
skapaðir, en það þyrftu bændur
ekki síður að vera, (sem ég efa
ekki að þeir eru, margir hverjir
a.m.k.) til þess að geta sett sig í
spor veiðimannsins, sem keypt
hefir laxveiðileyfi. Ég er líka viss
um að náttúrufegurðin spillist
ekki þótt nokkrir laxar lægju á
bakkanum. „Það er fallegt á
Látrum þegar vel veiðist" eru
fleyg orð sem seint munu gleym-
ast og eru ótrúlega sönn.
Hvort Olgeir þarf að róa sig
niður, eftir sparðatíning sinn,
með ljóðalestri kemur mér ekk-
ert við. Ég er í andlegu jafnvægi
eftir minn sparðasnúning.
Hér og nú læt ég útrætt um
þessi mál á prenti, en myndi fús-
lega fagna viðræðum við Olgeir,
og bændur yfirleitt, um þessi mál
og önnur.
Það vantar ekki fcgurð í
Fnjóskárdal, það vantar lax í
Fnjóská.
(En sú óskapieg eyðsla á prent-
svertu!)
Sig. Ringsted form. Flúða.
Getraunaseðill fyrir nóvember
birtist í Degi þriðjudaginn 10.
nóvember. Þú þarft ekki að
gera annað en að svara spurn-
ingunum, klippa seðilinn út úr
blaðinu og senda til Dags.
Fyrsti vinningurinn verður
dreginn út þriðjudaginn 15. des-
ember nk.
Til að auka á spenninginn verða
innsendir seðlar látnir liggja
áfram í pottinum eftir að dregið
hefur verið hverju sinni.
Þannig munu þeir áskrifendur,
sem taka þátt í leiknum frá upp-
hafi, eiga sex seðla í pottinum
þegar dregið verður um hvaða
áskrifandi hlýtur bílinn í apríl.
Þessi glæsilega hljómtækjasamstæða frá Vöruhúsi
KEA er vinningur nóvembermánaðar að verðmæti kr.
98.000.- í samstæðunni er geislaspilari, tvöfalt segul-
band, útvarpstæki, magnari og plötuspilari, ennfremur
tveir 70 watta hátalarar.
Ert þú áskrifandi?
DAGUR Akureyri, sími 96-24222
DAGUR Húsavík, sími 96-41585
DAGUR Reykjavík, sími 91-17450
DAGUR Sauðárkróki, sími 95-5960
DAGUR Blönduósi, sími 95-4070
Vj>- Einungis skuldlausir áskrifendur
^ geta tekið þátt í getrauninni.
yL Dagur áskrifendagetraun
Strandgötu 31, 600 Akureyri