Dagur - 17.11.1987, Síða 7
v‘ Wt rtó^éítíb'éf'1 ðð7—H!)AGlí)R--7
Helgi Vilberg myndlistarmað-
ur er skólastjóri Myndlistar-
skólans á Akureyri og hefur
fylgst vel með listalífinu í
bænum. Hann var inntur eftir
sögu myndlistar á Akureyri,
helstu brautryðjendum, þró-
uninni og stöðu mála í dag.
Fyrst spurði ég hann þó ein-
faldlega, hvað er myndlist?
„Myndlist er fyrst og fremst
sköpun, sprottin úr þeirri ósýni-
legu jörð sem er vitund lista-
mannsins, hugsun og tilfinning-
ar.“
- Hvað getur þú sagt mér um
sögu myndlistar á Akureyri og
brautryðjendur?
„Það verður ekki sagt að
myndlistariðkun eigi sér viðburð-
arríka sögu hér á Akureyri fram-
an af þessari öld, enda voru
aðstæður ekki ákjósanlegar. Hér
vantaði þá örvun sem er listinni
Iífsnauðsynleg. Það listmenntaða
fólk sem hér settist að, fékk ekki
það svigrúm sem því var nauð-
synlegt til að þroska hæfileika
sína.
Þú spyrð um brautryðjendur
og ég get nefnt að hér störfuðu
menn eins og Haukur Stefáns-
son, sem var húsamálari og list-
málari, og Jónas Jakobsson
myndhöggvari, sem allir full-
orðnir Akureyringar kannast við.
Þeir störfuðu hér um langt skeið
og Haukur byggði stúdíó hérna
uppi á Brekku. Síðan eru það
menn sem koma hingað, Kristinn
G. Jóhannsson, Aðalsteinn
Vestmann og Einar Helgason.“
Haukur, Jónas
og teiknikennararnir
- En Myndlistarskólinn á Akur-
eyri, hvenær kemur hann til
sögunnar og hefur hann ekki
veruleg áhrif á þróun mála?
„Hann er stofnaður árið 1974,
þannig að hér er um unga stofnun
að ræða. Hann er auðvitað aðeins
hluti af þróuninni, það eru mjög
margháttaðar aðstæður sem móta
myndlistina. Guðmundur Ármann
kom hingað 1972 á vegum Mynd-
listarfélags Akureyrar. Það var
félag áhugafólks um myndlist,
sem kom á fót námskeiðum í
samvinnu við námsflokkana og
síðar myndsmiðjunni. Síðan má
alls ekki vanmeta það starf sem
teiknikennararnir, Einar Helga-
son og Aðalsteinn Vestmann hafa
unnið. Einar var með námskeið
í olíumálun fyrir ungt fólk uppi í
Gagnfræðaskóla í fjöldamörg ár.
Við sem erum starfandi hér núna
höfum langflestir verið á þessum
námskeiðum og notið leiðsagnar
þessara manna. En upphafið má
rekja til Hauks og Jónasar. M.a.
lærði Kristinn G. hjá þeim í skóla
sem þeir ráku.“
- Kemur þessi þróun fram í
fjölgun nemenda við Myndlistar-
skólann?
„Já, vissulega hefur smám
saman bæst við starfsemi skólans
og nemendum fjölgað. Það sem
ekki er síður mikilvægt er það að
kennarar eru orðnir fleiri, stofn-
unin laðar til sín sérmenntað fólk
á þessu sviði."
Myndlistarmaður þarf
tvö heimili
- Við hvernig aðstæður búa
myndlistarmenn á Akureyri?
„Það sem listamaður þarf er
tími, efni, vinnuaðstaða og
örvun. Ef vel á að vera þarf lista-
maður að halda úti tveimur heim-
ilum. Hann er kannski fjöl-
skyldumaður og þarf húsnæði
fyrir sig og fjölskyldu sína, en
það sem meira er; hann þarf
álíka húsnæði sem vinnuaðstöðu.
Þetta er stórmál í raun og veru.
Auðvitað væri gott ef hið opin-
bera veitti listamönnum starfs-
aðstöðu, en það er erfitt að tala
um þetta og kannski erfitt fyrir
marga að skilja það. Nú, hér á
Akureyri hafa nokkrir myndlist-
armenn fengið aðstöðu í Gamla
Barnaskólanum. Menningar-
málanefnd kynnti tillögur í
sumar, þar sem fram kemur vilji
til að bæta aðstöðuna með því að
koma á fót vinnustofum og verk-
stæðum sem hægt væri að leigja
listamönnum. Það er auðvitað
þakkarvert og lýsir framsýni
þeirra sem þessum málum ráða
hjá bænum.
Með starfslaunum kaupir lista-
maðurinn sér tíma. Listsköpun er
vinna og það sem listamenn fara
fram á er, að þeim séu sköpuð
eðlileg starfsskilyrði. Það ætti að
vera stefna stjórnmálamanna að
leyfa sem flestum að njóta sín,
„Listsköpun er vinna og það sem listamenn fara fram á er, að þeim séu sköp-
uð eðlileg starfsskilyrði,“ segir Helgi Vilbcrg. Mynd: tlv
heldur er þarna rekstur líka. Það
er grundvallarmunur á þessu.“
- Segðu mér aðeins frá hug-
myndum ykkar um starfslaun.
„Já, það hefur verið talað um
að bæta starfslaun listamanna.
Við getum hugsað okkur tvenns
konar starfslaun. Annars vegar
laun fyrir þá sem hafa nýlokið
námi, gefa þeim tækifæri í eitt,
tvö ár, til að sýna hvað í þeim
býr. Hins vegar eru þeir sem hafa
starfað að þessu um lengri tíma,
að þeir fái möguleika að starfa að
listinni án þess að hafa áhyggjur
af annarri vinnu. á einhverju
tímabili að minnsta kosti. Þetta
er hægt, en viðhorfin þurfa að
breytast. Fólki finnst að hér sé
um einhverja ölmusu að ræða.“
- Nú eru myndlistarmenn á
Akureyri minna þekktir en t.d.
reykvískir listamenn. Eigum við
laícari listamenn, eða er þetta
spurning um tækifæri til að koma
sér á framfæri?
„Fjölmiðlar flytja okkur frem-
ur fréttir af því sem er að gerast í
myndlist á höfuðborgarsvæðinu
en á Akureyri. Við stöndum á
nokkrum tímamótum. hér lifir og
starfar allstór hópur listamanna,
sem vinnur af meiri metnaði en
áður. Fleiri Akureyringar en fyrr
stunda nú listnám víða um heim
og hafa nokkrir þeirra vakið sér-
staka athygli og viðurkenningu
fyrir afburða námsárangur. Ef
ráðamenn skynja ekki sinn vitj-
„Vantar á kveðnari stefiiu
bæjai *yfirvalda“
- segir Helgi Vilberg
ráða sér og þroskast við eðli
þeirra og hæfi, en búa þeim sem
best skilyrði. Hér á Akureyri er
jarðvegurinn frjór og við eigum
margt vel menntað kunnáttufólk,
sem á það skilið að starfsaðstaða
þeirra verði bætt, en það sem
e.t.v. vantar er ákveðnari stefna
bæjaryfirvalda í þágu lifandi
menningar."
Myndlist og íþróttir
- Og frá vinnuaðstöðu í sýning-
arsali. Hafa listamenn á Akureyri
ekki átt í erfiðleikum með að
koma list sinni á framfæri?
„Jú, það þarf góðan, sérhæfð-
an sýningarsal til að koma mynd-
listinni á framfæri. Auðvitað er
fyrir hendi húsnæði í bænum til
að hengja upp myndir en það er
annað mál. Séraðstaða skiptir
listamanninn máli en hún skiptir
ekki minna máli fyrir þann stóra
hóp sem vill njóta listarinnar, á
sama hátt og við teljum nauðsyn-
legt að hafa hér íþróttahöll og
íþróttahús við skólana. Flestir, ef
ekki allir skilja mikilvægi þessa,
en færri skilja það kannski að
fjöldi þeirra sem sækir listsýning-
ar er svipaður og á íþrótta-
viðburði. Það var gerð úttekt á
þessu ekki alls fyrir löngu í
Reykjavík. Til dæmis var aðsókn
áð Picasso sýningunni á Kjarvals-
stöðum meiri en að nokkrum
íþróttaviðburði í Reykjavík.
Mönnum yfirsést þetta. Sama er
um stórborgir erlendis. Þær
leggja metnað í að búa listasöfnin
sem best, það er verið að byggja
listasöfn út um allt, vegna þess að
menn sjá hvaða hagnað, beinan
og óbeinan, má hafa af þessari
starfsemi. Ferðamennirnir koma
til að njóta listarinnar og skila sér
síðan líka á hótelin, veitingastað-
ina, verslanirnar, o.s.frv.
Það verður æ algehgara erlend-
is að fyrirtæki sjái sér hag í að
styðja listræna starfsemi hvers-
konar með því að kosta einstaka
listviðburði og með því að verð-
launa listamenn og styðja á ann-
an hátt. Þessa er rétt farið að
gæta hér á landi og jafnvel á
Akureyri, ég bendi á fjárstuðning
nokkurra vel rekinna fyrirtækja
við Gluggann hið nýja gallerí.
Þess verður vart langt að bíða að
snjallir athafnamenn geri sér
grein fyrir þeim fjárfestingar-
möguleikum sem felast í nútíma-
myndlist. Hagnaður af stuðningi
við list hlýtur að vera bæði beinn
og óbeinn.“
Tvenns konar starfslaun
- Við hljótum þá að standa á
ákveðnum tímamótum með
Glugganum?
„Já, hann bætir úr brýnni þörf.
Auðvitað er rétt að taka það
fram að þeir staðir sem fyrir eru
gegna ákveðnu hlutverki. Gamli
Lundur er ljómandi fallegt hús og
hæfir minni sýningum alveg
prýðilega, en um leið og kom-
ið er út í stærri sýningu fer mál-
ið að vandast. Haldnar hafa ver-
ið sýningar í Vín, Dynheimum,
Glerárkirkju, Laxdalshúsi, golf-
skálanum og í Skemmunni, en
ákveðnir vankantar eru á öll-
um þessum stöðum. Með Glugg-
anum erum við hins vegar ekki
bara að innrétta gott húsnæði
unartíma og bæta starfsskilyrði
listamanna hér á Akureyri, þyrfti
ekki að spyrja svona spurninga í
framtíðinni. Eins held ég að
fréttamenn hafi ekki gert sér
grein fyrir því, að vaxtarbroddur-
inn er í myndlistinni hér.“
- En eftir að Myndlistarfélag
Akureyrar var lagt niður, hafa þá
nokkuð verið starfandi samtök
myndlistarmanna hér? Er ekki
auðveldara að koma sér á fram-
færi í gegnum samtök?
„Við tökum þátt í sýningum á
vegum samtaka íslenskra mynd-
listarmanna og erum félagsmenn
í FÍM og fleiri félögum, en e.t.v.
er nú mikilvægara en áður að
stofna hér hagsmunafélag mynd-
listarmanna á Akureyri, það gæti
verið styrkur að því fyrir bæjar-
félagið og stuðlað að markvissari
kynningu.“
- Víkjum sérstaklega að kon-
um í lokin. Eru þeim að fjölga í
myndlistinni?
„Ég held að fleiri konur en
karlar starfi að myndlist á íslandi
og í myndlistarskólunum eru þær
í meirihluta." SS