Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 17.11.1987, Blaðsíða 11
17: nóvember 1987 - ÐAQUR -*'11 fþróttir Handbolti: Landsliðið valið fyrir alþjóðamótið um næstu helgi AJþjóðlega handknattleiksmót- ið sem fer fram um næstu helgi á Norðurlandi hefur vakið tölu- verða athygli. Að sögn Jóns Kristján Arason er mættur til landsins og leikur með landsliðinu á Akureyri og Húsavík um næstu helgi. Það verður gaman að fylgjast með honum í leik á ný hér fyrir norðan. Enska knattspyrnan: John Aldridge markahæstur John Aldridge leikmaður Liverpool hefur skorað flest mörk leikmanna 1. deildar ensku knattspyrnunnar, eða 13 talsins. Brian McClair hjá Manchester United hefur skor- John Aldrige er markahæstur í 1. deild ensku knattspyrnunnar. að 12 mörk og John Fashanu leikmaður Wimbledon hefur færst upp í þriðja sætið með 11 mörk en hann skoraði tvívegis gegn Coventry um helgina. Jimmy Quinn leikmaður Swindon hefur skorað flest mörk- in í 2. deild, eða 17., Annars lítur röð markahæstu leikmaóna 1. og 2. deildar þannig út: 1. deild: John Aldridge Liverpool 13 Brian McClair Man.Uninted 12 John Fashanu Wimbledon 11 Gordon Durie Chelsea 10 Mick Harford Luton 10 Nico Claesen Tottenham 9 2. deild: Jimmy Quinn Swindon 17 Mark Bright C.Palace 15 Bernie Slaven Middlesbro 14 Paul Stewart Man.City 13 Ian Wright C.Palace 12 Duncan Shearer Huddersf. 11 Imre Varadi Man.City 11 Hjaltalíns Magnússonar for- manns HSÍ er áætlunin með þessu móti að sýna að íslend- ingar eru vel í stakk búnir að halda alþjóðlegt handknatt- leiksmót utan Reykjavíkur. Eins og flestir íþróttaunnendur vita þá hefur HSÍ sótt um að halda HM árið 1994 á íslandi og mun þá einn riðillinn fara fram á Norðurlandi. Að sögn Jóns er önnur ástæða sú að Akureyrarbær á 125 ára afmæli í ár og vill HSÍ votta bænum virðingu sína með því að halda þetta mót fyrir norðan. Mótið er styrkt af KEA og gefur fyrirtækið veglegan bikar og verðlaunapeninga til sigurveg- aranna. Valdir verða bestu leik- menn í vörn og sókn og þar að auki besti markvörður mótsins. Markahæsti maður mótsins fær einnig verðlaun frá KEA. En það er ekki bara KEA sem stendur að mótinu; bæjarstjórnir Akureyrar og Húsavíkur styðja líka við mótshaldið og bjóða liðunum í mat eftir keppnina á föstu- og laugardeginum. Auk íslands taka þátt í mótinu landslið Póllands, Portúgals og ísraels. Öll liðin munu gista á Hótel KEA meðan á mótinu stendur. Knattspyrna: Þorvaldur fer hvergi Þorvaldur Örlygsson landsliðs- maður KA í knattspyrnu hefur ákveðið að leika með KA-lið- inu áfram næsta sumar. Þorvaldur átti viðræður við Skagamenn fyrir skömmu eins og kom fram í Degi en þeir höfðu mikinn áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Af því verður hins vegar ekki og KA-menn geta því andað léttar en það hefði verið slæmt fyrir liðið að missa Þorvald í burtu. Knatttspyrna: Firma- keppni Þórs Firmakeppni knattspyrnu- deildar Þórs verður haldin í Skemmunni laugardaginn 21. nóv. og laugardaginn 5. des. Keppni hefst báða dagana kl. 15.15. Þátttökurétt hafa fyrirtæki og félagahópar. Þátttökutilkynning- um skal skilað á skrifstofu Þórs í íþróttahúsi Glerárskóla fyrir miðvikudaginn 18. nóv., sími 22381. Opið er á milli 16 og 18 alla virka daga. Þátttökugjald er kr. 5000. Lið íslands er skipað eftirtöld- um mönnum: Landsl. Einar Þorvarðarson Val 152 Brynjar Kvaran KA 103 Guðmundur Hrafnkelsson UBK 35 Gísli F. Bjarnason KR 12 Þorgils Óttar Mathiesen FH 149 Jakob Sigurðsson Val 109 Bjarki Sigurðsson Víking 5 Karl Þráinsson Víking 40 Sigurður Gunnarsson Víking 111 Alfreð Gíslason Essen 113 Páll Ólafsson Dusseldorf 140 Guðmundur Guðmundss. Víking 144 Kristján Arason Gummersbach 153 Geir Sveinsson Val Sigurður Sveinsson Lemgo Atli Hilmarsson Fram Júlíus Jónasson Val Hermann Björnsson Fram Birgir Sigurðsson Fram 95 114 94 68 0 7 AP Handbolti: Piltalandsliðið til Júgóslavíu íslenska piltalandsliðið undir 21 árs aldri, tekur þátt í HM-21 í Júgóslavíu í desember næst- komandi. Fyrsti leikurinn er við Norðmenn þann 3. des., 4. des. er leikið við Sovét- menn og þann 6. des. er leikið við Ungverja. Liðið þarf að vinna tvo leiki til þess að vera öruggt í 8 liða úrslit. Eftirtaldir piltar hafa verið valdir til undirbúnings ferðarinn- ar: Markmenn: Guðmundur Arnar Jónsson Fram, Hrafn Margeirsson ÍR, Bergsveinn Bergsveinsson FH. Aðrir: Kon- ráð Olavson KR, Pétur Petersen FH, Héðinn Gilsson FH, Jón Kristjánsson Val, Einar Einars- son Stjörnunni, Árni Friðleifsson Víkingi, Sigurjón Sigurðsson Shutterwald, Júlíus Gunnarsson Fram, Skúli Gunnsteinsson Stjörnunni, Þorsteinn Guðjóns- son KR, Stefán Kristjánsson KR, Sigurður Sveinsson KR, Gunnar Beinteinsson FH, Bjarki Sigurðs- son Víkingi, Þórður Sigurðsson Val. Þessi listi er þó birtur með þeim fyrirvara að ekki er víst að allir piltarnir eigi heimangengt í þetta mót vegna prófa, þannig að þessi listi gæti breyst. AP 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Gunnar sló Þorvald út Þar kom að því að Þorvaldur Þorvaldsson var sleginn út úr get- raunaleiknum. Sá er það gerði var Gunnar Kárason en hann var með 8 leiki rétta á móti 7 leikjum Þorvaldar. Gunnar heldur því áfram í leiknum og hann hefur skorað á Örlyg ívarsson kennara í VMA. Örlygur er mikill aðdáandi Q.P.R. en það lið hefur leikið mjög vel í vetur og verið á toppnum lengst af. Um helgina náði Q.P.R. m.a. jafntefli við Tottenham sem verður að teljast góður árangur. Örlygur á von á lið hans standi sig vel framan af en að þeir fari að gefa eftir þegar nær dregur vori, að venju. En við skulum sjá hvernig þeim félögum gengur í leiknum um helg- ina og þannig er spá þeirra: Gunnar: Örlygur: Arsenal-Southampton 1 Charlton-Coventry x Luton-Tottenham 1 Oxford-Watford 1 Portsmouth-Everton 2 Q.P.R.-Newcastle x West Ham-Nott.Forest 2 Wimbledon-Man.United 2 IÍIackburn-C.Palace x Leicester-Bradford 1 Man.City-Birmingham 1 Plymouth-Middlesbro 2 Arsenal-Southampton 1 Charlton-Coventry 2 Luton-Tottenham x Oxford-Watford x Portsmouth-Everton 2 Q.P.R.-Newcastle 1 West Ham-Nott.Forest 2 Wimbledon-Man.United x Blackburn-C.Palace 1 Leicester-Bradford 1 Man.City-Birmingham 1 Plymouth-Middlesbro x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.