Dagur - 18.11.1987, Qupperneq 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. nóvember 1987 220. tölublað
Fílman þin
á skiliö þaö
besta1
Nýja Filmuhúsið
Hafnarstræti 106 - Sími 27422 Pósthólf 196
gæðaframköllun
Hrað-
framköllun
Opiö á
laugardögum
frá kl. 9-12.
í rútubíl af
stað til Trier
í kvöld leggur 100 manna hóp-
ur starfsfólks, og maka, af
Frystihúsi KEA á Dalvík og
Hjalteyri, af stað í fjögurra
daga ferð til Þýskalands.
Tilefnið er að í borginni Trier
við landamæri Luxemburg og
Þýskalands verður á föstudags-
kvöldið haldin árshátíð fyrir-
tækisins.
í sumar kom upp sú hugmynd í
starfsmannafélagi fyrirtækisins
að leggja í ferð sem þessa. For-
ráðamenn fyrirtækisins tóku vel í
að leggja í „púkkið" upphæð sem
næmi kostnaði við árshátíðarhald
og var þá afráðið að slá til. Til-
boða var leitað og síðan gengið
til samninga við Ferðaskrifstofu
Akureyrar, sem bauð best.
Þegar ferðin var endanlega
skipulögð í endaðan ágúst var að
sjálfsögðu ekkert vitað um
veðurhorfur á þessum tíma og
því var strax ákveðið að aka til
Keflavíkur, „til að vera viss“ eins
og Hjördís Jónsdóttir ein þeirra
sem stóðu að undirbúningnum
sagði í samtali við Dag.
Hjördís sagðist telja að um %
hlutar starfsfólksins tækju þátt í
ferðinni og væru 30-35 af þeim að
fara í sfna fyrstu utanlandsferð.
Elsti þáttakandinn er 75 ára en sá
yngsti er 16 ára. ET
Síðbúnar leitir í Bárðardal:
Óvenjumargt fé
á hálendinu
-11 kindur hafa fundist eftir göngur í haust
voru þau llutt hcim í bíl. í
þessum síðbúnu leitum var
Tryggvi Höskuldsson, bóndi á
Mýri og hann var spurður
hvort algengt væri að leitað sé
á afrétti svo síðla hausts.
„Þetta kemur mest til af því að
vegna vondrar tíðar í haust var
ekki hægt að ganga þriðju
göngur. Við fórum aftur á móti
inn á hálendið á snjósleðum fyrr í
haust og fundum 9 kindur og
fengum síðan fregnir af þessum
lömbum núna á dögunum. Þetta
er þó óvanalega margt fé sem
eftir hefur orðið,“ sagði Tryggvi
á Mýri. JÓH
Á dögunum var farið frá Mýri,
fremsta bæ í Bárðardal inn á
hálendi í því skyni að sækja tvö
lömb sem vitað var um þar inn
frá. Lömbin fundust um 35
kflómetra fyrir framan Mýri og
eftir að búið var að ná þeim
„Me-gas“
sprenging
á Króknum
/kirkjudyrum. Sr. Sighvatur Karlsson að opna dyr
Húsa víkurkirkj u. Mynd: im
Bæjarstjórn Akureyrar:
Fyrri umræða
um stjórn-
skipulagið
„Lýsa má verkefninu svo að
það næði tii endurskoðunar
bæði á embættiskerfi og
nefndakerfi bæjarins og sjá til
að samræmi yrði milli kerf-
anna tveggja. Jafnframt er
nauðsynlegt að skilgreina
markmið og hlutverk Akureyr-
arbæjar á hverju sviði fyrir sig
betur en nú er,“ sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri, við fyrri
umræðu um breytingar á
stjórnskipulagi Akureyrar á
bæjarstjórnarfundi í gær.
Bæjarstjóri lýsti í stuttu máli á
fundinum hvernig hið nýja
stjórnskipulag væri hugsað og fór
yfir helstu þætti þess. Sagði hann
m.a. að nauðsynlegt væri að
vinna að nýrri stefnumótun í
starfsmannamálum bæjarins,
einkum með tilliti til fræðslu- og
endurmenntunarnáms fyrir
starfsfólkið. Þá væri nauðsynlegt
að taka húsnæðismál bæjarstofn-
ana til endurskoðunar því mikil
dreifing bæjarstofnana hamlaði
eðlilegri þróun þeirra og innbyrð-
is samvinnu sem nauðsynlegt
væri að auka.
Sigurður Jóhannesson var eini
bæjarfulltrúinn sem tók til máls
um stjórnskipulagsbreytingarnar.
Hann sagði m.a. að álit sitt væri
að stjórnskipulagsnefndin hefði
rækt hlutverk sitt vel og þakkaði
þeim sem hafa starfað að fram-
gangi þessara breytinga gott
samstarf. Rakti hann þróun
þeirra hugmynda sem lagðar hafa
verið fram og sagði að nefndin
þyrfti að starfa áfram um ótil-
greindan tíma. Sjá nánari
umfjöllun um stjórnskipulagið á
bls. 6-7. EHB
Á dögunum varð vart við
megna ólykt á Eyrinni á Sauð-
árkróki. Var ódaunninn svo
mikill að þeir sem úti voru við
vinnu höfðust þar illa við.
Fannst mönnum þetta ein-
kennilegt þar sem þefinn lagði
úr annarri átt, og var miklu
mun sterkari, en Sauðkræking-
ar eru vanir. En þeir fá stund-
um að kenna á öskuhaugunum
norðan við bæinn.
Þegar að var gáð reyndist lykt-
in koma úr fjöldagröf upp með
Gönguskarðsá, töluverðan spöl
frá bænum, þar sem um 3500
kindur úr riðuhjörðum voru
dysjaðar. Þó svo að grafin hafði
verið djúp gröf og sett þykkt farg
af jarðvegi ofan á hélt það ekki
gegn gasmynduninni í innyflum
dýranna. „Tættist“ jarðvegurinn
ofan af og við það skutust nokkr-
ir skrokkar upp úr gröfinni. Segja
gárungarnir að þarna hafi „me-
gas“ sprenging mikil átt sér stað.
Að sögn Sveins H. Guðmunds-
sonar heilbrigðisfulltrúa, láðist
að stinga á belginn eins og gert
var t.d. á Blönduósi, og lyftist því
haugurinn meira en gert var ráð
fyrir. -þá
Ríkisstjórnin staðfesti á fundi
sínum í gær að staðið verði við
samþykktir Alþingis um að fram-
kvæmdir við Olafsfjarðarmúla
verði hafnar á næsta ári. Skal
þeim vera lokið eigi síðar en
árið 1991. Áætlaður kostnaður
við verkið er 530 milljónir
króna og á að verja 90 milljón-
um til framkvæmda á árinu
1988.
Á mánudaginn afhentu Hall-
dór Blöndal alþingismaður og
Skúli Pálsson frá Ólafsfirði Þor-
steini Pálssyni forsætisráðherra
undirskriftarlista með nöfnum
698 Ólafsfirðinga, þar sem þeir
kröfðust þess að stjórnvöld
myndu standa við gefin loforð
um jarðgöng gegnum Ólafsfjarð-
armúla.
Ríkisstjórnin brást skjótt við
þessu og staðfesti að fram-
kvæmdir myndu hefjast á næsta
ári. Að sögn Guðmundar Bjarna-
sonar ráðherra hefur verið mikil
samstaða meðal þingmanna kjör-
dæmisins um að koma þessu máli
í örugga höfn og kvaðst hann
fagna því að þetta mál hafi nú
fengið staðfestingu ríkisstjórnar-
innar.
Staðfesting þessi er byggð á
eftirfarandi forsendum. I fyrsta
lagi að ríkisstjórnin muni beita
sér fyrir 20 m.kr. fjárútvegun, til
viðbótar 70 m.kr. sem kæmu af
vegaáætlun. í öðru lagi að í
sambandi við endurskoðun vega-
áætlunar veturinn 1988-’89 verði
Múlinn hefur oft verið erfiður yflr-
ferðar. Mynd: kga
tekin afstaða til fjármögnunar
verksins á árunum 1989-’91. Við
þá endurskoðun verði tekið tillit
til stærðar þessa verkefnis við
skiptingu útgjalda í vegaáætlun,
þannig að það fái stærri skammt í
sinn hlut en er í gildandi vega-
áætlun. Og í þriðja lagi að í ljósi
tilboða í framkvæmdina verði
verkhraði og árleg heildarfjárút-
vegun metin.
Að sögn Guðmundar gætu
orðið einhverjar umræður á
Alþingi um annan lið þessara
forsenda og í sambandi við þriðja
liðinn þá gæti kostnaðaráætlunin
vonandi lækkað eitthvað þegar
verkið verður boðið út á almenn-
um markaði. AP