Dagur - 18.11.1987, Qupperneq 3
18. nóvember 1987 - DAGUR - 3
Nýbygging við Amtsbókasafnið:
Samkeppnisformið
varð fyrir valinu
Menningarmálanefnd Akur-
eyrar hefur samþykkt að efna
til samkeppni um hönnun
nýbyggingar við Amtsbóka-
safnið og skal miða hana við
samkeppnisreglur Arkitekta-
félags íslands. Ingólfi Ár-
mannssyni, menningarfulltrúa
og Lárusi Zophoníassyni,
amtsbókaverði, var falið að
vinna að frumforsögn bygging-
arinnar til að auðvelda störf
dómnefndar.
Verulegur skriður er því að
Salan á Húseiningum hf.:
Beðið undir-
skrifta
sjóða iðn-
aðarins
-Ijóster að afskrifa þarf
einhvern hluta af kröfum
Enn hefur ekki verið gengið
endanlega frá kaupum Kon-
ráðs Baldvinssonar á þrotabúi
Húseininga hf. á Siglufírði.
Samningur hefur verið undir-
ritaður af kaupanda, bústjóra
þrotabúsins og þremur af fímm
veðhöfum í búinu, með fyrir-
vara um samþykki hinna
tveggja sem eftir eru, Iðnþró-
unarsjóðs og Iðnlánasjóðs.
í þessari viku verða að öllum
líkindum haldnir stjórnarfundir í
þessum sjóðum báðum og að
sögn Árna Pálssonar bústjóra
þrotabúsins hefur ekki staðið á
öðru en að bíða þessara funda.
Kaupverðið er um 36 milljónir
en kröfur með áföllnum vöxtum
nema talsvert hærri upphæð. Það
er því ljóst að einn eða fleiri
kröfuhafar verða að gefa eftir og
afskrifa einhvern hluta af kröfum
sínum. Vegna þess að áðurnefnd-
ir sjóðir eiga kröfur framarlega í
veðröð sleppa þeir við slíkt og
því má telja fullvíst að stjórnir
þeirra afgreiði erindin jákvætt og
endanlega verði gengið frá kaup-
unum. Að sögn Gísla Benedikts-
sonar framkvæmdastjóra Iðn-
Iánasjóðs er algengast að þessir
tveir sjóðir séu samstíga í með-
ferð sameiginlegra mála sem
þessa.
Þess má geta að eftir að tilboði
Konráðs hafði verið tekið, barst
annað tilboð í eignirnar frá þrem-
ur aðilum á Siglufirði, Byggingar-
félaginu Dverg, Siglufjarðarleið
og Sigurði Fanndal. ET
Uppinn
- sækir um
vínveitingaleyfi
Bæjarráði Akureyrar barst á
dögunum erindi frá bæjar-
fógetanum á Akureyri þess
efnis að óskað var umsagnar
bæjarstjórnar við erindi Þráins
Lárussonar veitingamanns.
Þráinn sem er veitingamaður á
hinum nýja veitingastað
Uppanum þar sem áður var Café
Torg var þarna að sækja um leyfi
til vínveitinga í veitingahúsi sínu.
Bæjarráð lagðist ekki gegn veit-
ingu leyfisins. VG
komast á málið sem hófst með
því að bæjarstjórn Akureyrar
samþykkti á hátíðarfundi 29.
ágúst að veita 2 milljónum króna
til undirbúnings við hönnun
nýbyggingar við safnið. í fram-
haldi af því var menningarmála-
nefnd falið að annast undirbún-
ing og nú hefur verið ákveðið
hvernig að honum skuli staðið.
Gunnari Ragnars, formanni
menningarmálanefndar, hefur
verið falið að rita Arkitektafélag-
inu bréf þar sem þessi ákvörðun
er tilkynnt og þess óskað að
félagið tilnefni tvo menn í
dómnefnd. Jafnframt er þess ósk-
að að Ólafur Jensson, fram-
kvæmdastjóri Byggingaþjónust-
unnar í Reykjavík, verði til-
nefndur trúnaðarmaður dóm-
nefndar.
Ólafur var viðstaddur fund
mennmgarmálanefndar 6. nóv-
ember og skýrði hann frá því
hvernig samkeppni af þessu tagi
fer fram. Einnig lagði hann fram
samkeppnisreglur Arkitektafé-
lags íslands og á þessum fundi
voru menn sammája um að hraða
undirbúningi.
Samkeppnisformið var síðan
samþykkt á fundi nefndarinnar
13. nóvember og í bókun nefnd-
arinnar segir að stefnt skuli að
því að dómnefnd verði'fullskipuð
í desember. SS
Gaddavír og girðingastaur eiga vel saman og skapa í sameiningu vissa vetrar-
stemmningu. Mynd: tlv.
Ráðhústorg og Skátagil:
Skilafrestur
í sam-
keppninni
senn
útmnninn
Samkeppni um skipulag og
mótun Ráöhústorgs og Skáta-
gils stendur nú yfír en skila-
frestur rennur út 26. nóvem-
ber. Aö sögn Finns Birgissonar
skipulagsstjóra, sem er for-
maður dómnefndar, hafa 20
útboðsgögn verið send til þátt-
takenda en það kæmi ekki í
Ijós fyrr en skilafrestur væri
útrunninn hve margir tækju
þátt í keppninni.
Eftir að skiláfrestur rennur út
kemur dómnefnd saman, en
Finnur sagði að ekki væri víst að
niðurstöður yrðu ljósar fyrr en
eftir áramót. Heildarverðlaun í
samkeppninni nema 900 þús. kr.
og þar af eru fyrstu verðlaun 500
þúsund kr.
Tilgangur samkeppninnar er
að fá fram hugmyndir um mótun
og frágang svæðisins í samræmi
við það hlutverk sem því er ætlað
í skipulagi Miðbæjarins, þ.e. úti-
vistar- og göngusvæði. Stefnt er
að því að verðlaunatillagan, eða
tillögurnar, komi til framkvæmda
á næstu árurn. SS
ábökmarwnm
Stór-
aftfálhtr
Tiíöoðið
stendur
titjófad
oUu
éíaas-
svœðinu.