Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 18.11.1987, Blaðsíða 10
'foiWMf-'WðMittT Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20.30 í KA-heimilinu. Félagar fjölmennið + KA Knattspyrnudeild Verkstjórnarfræðslan á Akureyri Námskeið Verkstjórnarfræðslunnar á Akureyri um verktilsögn og vinnutækni, verður haldið að Galta- læk, fimmtudag og föstudag. Stjórnun II. I. hluti. Verktilsögn og vinnutækni. 19.-20. nóvember. Farið er m.a. yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, þjálfunarskrá og verkþjálfagreiningu, vinnuvist- fræði og líkamsbeitingu við vinnu. Hvemig má á sem skemmstum tíma fá vel hæfan og virkan starfsmann til samstarfs. Skráið þátttöku á skrifstofu Verkstjórafélags Akureyrar og ná- grennis á milli kl. 14.00 og 17.00 í síma 25446 eða hjá Árna B. Arnasyni, í síma 21249 eða 27300. Útboð Sjj V/ÆW Eyjafjarðarbraut eystri Tl um Kaupang upr'Ar^niM Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum f VEGACjERDIN ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3 km, fyllingar 35.000 m3, burðarlag 8.000 m3. Verki skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 8. desemþer 1987 á sömu stöðum. Vegamálastjóri. AKUREYRARBÆR Takið eftir — TILSJÓN Hafirþú áhuga á mannlegum samskiptum, áhuga á að öðlast reynslu í vinnu með börnum og ungl- ingum, áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi sem auðveldlega er hægt að vinna með skóla/vinnu þá vinsamlega hafðu samband við Félagsmála- stofnun Akureyrar í síma 25880 og fáðu nánari upplýsingar. Við leitum að fólki til að sinna tilsjón- arstörfum með börnum og unglingum. Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 20 ára. Félagsmálastofnun Akureyrar. Sigurður Björnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Deilur um byggingu verkamannabústaða í Ólafsfirði Undanfarið hafa talsverðar hræringar verið í kringum bygg- ingu verkamannaíbúða í Ólafs- firði. Átök hafa verið í bæjar- stjórninni og tilfinningahiti í þeim sem hagsmuna hafa haft að gæta. Það er líklega löngu orðið tímabært að almenningur hafi beinan aðgang að umræðunni. Að vísu hefur umræðan í bæjar- stjórn verið opinská en fundi bæjarstjórnar sækja fáir og veru- lega skortir á að upplýsingar af þeim vettvangi komist óbjagað- ar til almennings. í fyrravetur stóð núverandi meirihluti sjálfstæðismanna frammi fyrir því í fyrsta skipti að leiða vinnu við gerð fjárhagsáætl- unar, þ.e. fyrir yfirstandandi fjár- hagsár bæjarsjóðs. Og kostirnir sem við stóðum frammi fyrir voru harðir. Þegar búið var að gera upp rekstrardæmið voru eftir til að ráðstafa í fjárfestingar tvær milljónir króna. Mörg brýn og mikilvæg mál biðu á hinn bóginn úrlausnar. Höfnin var efst á blaði með framkvæmdir upp á 20 millj- ónir króna. Hlutafjáraukning í Útgerðarfélagi Ólafsfjarðar vegna mikilla endurbóta á togar- anum Ólafi bekk ÓF 2,4 millj- ónir króna. Gatnagerð kostar ótaldar milljónir og lengi hefur verið vanrækt að ljúka gerð gang- stétta við þær götur sem búið er að malbika. Hér er eingöngu fátt talið en útgjaldahliðin komin upp í nokkra milljónatugi og pening- arnir sem við höfðum til skipta tvær milljónir króna. Hvernig sem á málið er iitið hlutum við að standa frammi fyrir niðurskurði og vali milli verkefna. Endanleg niðurstaða var að sýna raunsæi og gætni í lántökum. Lántökurn- ar voru miðaðar við vexti og afborganir af eldri lánum. Aðal- áherslan var svo lögð á fram- kvæmdir við höfnina, enda gátu þær ekki með nokkru móti beðið og aðrar fjárfestingar voru í lág- marki og margir mjög mikilvægir málaflokkar skornir niður öðrum sleppt. T.d. var hlutafjárframlag til Útgerðarfélags Ólafsfjarðar skorið niður um helming og fylgdu því talsverð vandræði fyrir fyrirtækið. Við þessar aðstæður þurfti að ákveða fé til byggingar verka- mannabústaða. Bygging slíkra íbúða er fjármögnuð með láni úr Byggingasjóði ríkisins, framlagi úr bæjarsjóði og framlagi kaup- anda. Framlag bæjarsjóðs mun vera 8,5% af fullfrágenginni íbúð með lóð og á ekki að endur- greiða. Þessu til viðbótar er bæjarsjóður skyldugur til að kaupa með fullum verðbótum þessar íbúðir ef eigendur þeirra óska þess. Þetta óafturkræfa framlag og þó sérstaklega kaup- skyldan valda því að ýmsir líta verkamannabústaðakerfið horn- auga. Með því er verið að mis- muna fólki og nota til þess fé sem ella rynni til sameiginlegra þarfa. Þá hefur kaupskyldan oft valdið minni sveitarfélögum miklum vanda. Önnur atriði mæla með bygg- ingu verkamannabústaða, sér- staklega sá tilgangur þeirra að bæta kjör lakast setta fólksins í þjóðfélaginu. Almenna íbúða- lánakerfið er líka lítils megnugt um þessar mundir og loks má nefna að litlar sem engar íbúða- byggingar hafa verið undanfarin ár og byggingariðnaðurinn því langsoltinn. Niðurstaða meirihluta bæjar- stjórnar var sú að heimila stjórn verkamannabústaða að kaupa tvær íbúðir og ákvað stjórnin að kaupa þær notaðar. í upphafi árs- ins höfðu einnig verið keyptar tvær íbúðir þannig að keyptar hafa verið fjórar íbúðir á árinu. Þarna voru teknar tvær ákvarðanir sem ollu deilum. Ann- ars vegar að leggja einungis fé til fjögurra íbúða, en gerð hafði ver- ið krafa um að kaupa sex og svo það að kaupa íbúðirnar notaðar. Einn byggingarverktaki Tréver hf. átti óseldar íbúðir í raðhúsi og framkvæmdastjórinn Skíðdal Gunnlaugsson hefur blandað sér í þetta mál af miklum krafti. Hans þáttur er sér á parti og ekki allur fagur. Hins vegar olli það nokkrum áhyggjum að um þær tvær íbúðir sem til ráðstöfunar voru, voru þrjár umsóknir. Fljótlega heltist einn umsækjandinn úr lestinni þannig að hægt var að fullnægja báðum umsóknunum sem eftir voru. Þannig var staðan fyrri hluta sumars en þá gerðust þau tíðindi að umsækjendurnir tveir höfn- uðu íbúðunum og óskuðu jafn- framt eftir því að fá nýjar íbúðir keyptar. Jafnframt kom sú krafa fram á ný að keyptar yrðu tvær íbúðir af Tréver hf. Að vandlega athuguðu máli var niðurstaða meirihluta bæjarstjórnar sú að ekki væri hægt að verða við þess- um kröfum. Bæði voru tvær not- aðar íbúðir óseldar og í útboði sem stjórn verkamannabústaða hafði gert s.l. vor kom fram til- boð frá Akk hf. og Hauki Sigurðs- syni um nýbyggingu sem var með lægra verði pr. fermetra en nýbyggingartilboð Trévers hf. Við þessa ákvörðun sat svo fram til hausts en seinni hluta sumars komu fram fleiri umsóknir um íbúðir í verkamannabústöðum og var það fólk sem þá sótti tilbúið að kaupa þær eldri íbúðir sem til voru. Áð mínu mati breytti þetta stöðunni talsvert. Þær tvær íbúðir sem til voru dugðu ekki til þess að veita öllum úrlausn. Því var það að bæjarráð ákvað í sumar- leyfi bæjarstjórnar að gefa fyrir- heit að útvegaðar yrðu fjórar íbúðir á næsta ári. Þannig yrði stefnt að því að útvega til verka- mannabústaðakerfisins alls átta íbúðir á þessu og næsta ári. Þessi ákvörðun hefði undir öll- um eðlilegum kringumstæðum átt að nægja því margur hefur mátt þola meiri nauð en þá að komast inn í nýtt fullbúið hús- næði innan árs frá því að sótt er eftir slíku. En eftir að þessi ákvörðun var tekin hefur komið berlega í ljós að allt þetta þref hefur staðið um meira en leysa húsnæðisvandamál. Síðustu vik- urnar hefur gengið mikið á og linnulaus þrýstingur verið á meirihluta bæjarstjórnar að veita leyfi fyrir tveim íbúðum til við- bótar og að kaupa þessar íbúðir af Tréver hf. enda gætu þær fljót- lega verið tilbúnar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú látið undan þessum þrýstingi og hefur heimilað kaup á tveimur íbúðum til viðbótar. En í ljósi þeirra tilboða sem verktakar gerðu í smíði nýrra íbúða s.l. vor væri verið að mismuna þeim gróf- lega ef gengið væri til samninga við annan þeirra án tillits til útboðsips nema að nýtt útboð væri gert og jafnræðis gætt. Stjórn verkamannabústaða lét fara fram útboð á ný, gætti að vísu ekki jafnræðis, en engin til- boð bárust. Báðir þeir aðilar sem buðu fyrr á árinu sendu hinsvegar inn orð um að þeir væru tilbúnir til að byggja eða selja íbúðir. Að þessari niðurstöðu fenginni ósk- aði meirihluti bæjarstjórnar eftir því við stjórn verkamannabú- staða að kaupum á þessum tveimur íbúðum yrði deilt á milli þeirra verktaka sem tilboð áttu s.l. vor. Þá þykir þeim sem að minnihluta bæjarstjórnar standa þetta vera svo dæmalaus ósvífni að fulltrúi minnihlutans og starfs- maður Trévers hf. segir af sér í stjórn verkamannabústaða og stjórnin vísar málinu til bæjar- stjórnar þar sem það er nú. Meirihluti Bæjarstjórnar Ólafsfjarðar er ásakaður um margt. Hringlandaháttur og pólit- ískar og persónulegar ofsóknir eru meðal þess sem við höfum verið vænd um. Þetta er fráleitt. Ástæðan fyrir tregðu meirihlut- ans til að leggja fé til allra þessara íbúða er eingöngu fjárhagslegur. Frekja einstakra byggingaverk- taka verður hins vegar ekki þoluð. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórninni munum reyna að gæta sanngirni við útdeilingu verkefna til verktaka og auðvitað reyna að bjóða sem allra mest út af þeim verkefnum sem á dagskrá verða. Þannig er öllum gefið jafnt tækifæri. Skflfð getraunaseðlinum fyrir nóvember sem fyrst. Dregið verður um hljómtækjasamstæðu að verðmæti 98.000 kr. 15. desember. Einungis skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.