Dagur


Dagur - 18.11.1987, Qupperneq 11

Dagur - 18.11.1987, Qupperneq 11
íþrótfir 18, nóvember 1987 - DAGUR - 11 Keppni í1. ------------i deildinni í handbolta hálfnuð: l Staða KA og Þórs alls ekki glæsileg Keppni í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik er hálfnuð en nú hefur verið gert hlé á mótinu fram að 20. janúar. Mótið í ár hefur verið geysi- lega skemmtilegt og áhugi fyrir því á meðal almennings gífur- lega mikill. Troðfullt var t.d. í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudag er FH og Valur mættust enda var þar um að ræða uppgjör toppliðanna. Þá var einnig þétt setinn bekkur- inn í Laugardalshöll er FH og Víkingur og Fram og KR átt- ust þar við í síðustu viku. Þá hefur jafnan verið troðfullt hús á Akureyri þegar KA er að leika. Ástæðurnar fyrir þessum mikla áhuga á handboltanum á ný eru vafalaust margar. Góður árangur landsliðsins vegur þar sennilega Handbolti: Héðinn marka- hæstur Héðinn Giisson stórskytta þeirra FH-inga hefur skorað flest mörk allra leikmanna 1. deildar í handbolta. Héðinn lék á als oddi gegn Val á sunnudag og skoraði þá 9 glæsileg mörk með sann- kölluðum þrumuskotum. Héðinn hefur skorað 56 mörk og ekkert þeirra úr vítakasti. Konráð Olavson hornamaður úr KR hefur skorað næstflest mörk eða 54 og þar af 10 úr vítaköstum. Markahæstu leikmenn 1. deildar nú þegar mótið er hálfnað eru þessir: Héðinn Gilsson FH 56 Konráð Olavson KR 54/10 Hans Guðmundsson UBK 53/19 Júlíus Gunnarsson Fram 51/15 Þorgils Óttar Mathiesen FH 50 Valdimar Grímsson Val 49/5 Skúli Gunnsteinsson Stjörn. 48 Sigurpáll Aðalsteinss. Þór 48/32 Sigurður Gunnarss. Víking 45/16 Karl Þráinsson Víking 43/11 Júlíus Jónasson Val 43/12 Stefán Kristjánsson KR 43/13 Bjarki Sigurðsson Víking 40 Föstudaginn 27. nóvember nk. verður haldið Herrakvöld KA. Það var haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst mcð eindæmum vel eins og þátttakendum þá ætti að renna í minni. Akveðið hefur verið að Herrakvöld KA verði árlegur viðburður sem enginn sannur KA vinur ætti að láta fram hjá sér fara. Eins og í fyrra verður hátíðin haldin í KA heimilinu við Dals- braut. Gleðskapurinn hefst kl. 20.00 með drykk og mat en síðan stærst en einnig endurkoma nokkurra snjallra handknatt- leiksmanna sem leikið hafa er- lendis, í boltann hér heima á ný. í íslenskum félagsliðum eru líka margir frábærir ungir leikmenn sem gaman er að fylgjast með. Þá á góður árangur íslenskra félags- liða í Evrópukeppninni einnig sinn þátt í þessum mikla áhuga og vafalaust sitthvað fleira. FH og Valur hafa sýnt nokkra yfirburði í vetur og liðin sitja í tveimur efstu sætunum nú þegar mótið er hálfnað. Liðin hafa bæði hlotið 16 stig en FH-ingar sitja í efsta sætinu með betra marka- hlutfall. Þeir hafa skorað lang- flest mörk í deildinni eða 255 sem eru 28,3 mörk að meðaltali í leik. Valsmenn hafa aftur á móti feng- ið langfæst mörk á sig í deildinni, eða 140 sem eru aðeins 15,5 mörk að meðaltali í leik. Breiðablik situr í 3. sæti deild- arinnar með 12 stig og jafna markatölu, 189:189. Islands- meistarar Víkings hafa ollið tölu- verðum vonbrigðum, liðið hefur aðeins unnið fimm leiki en tapað fjórum og er í fjórða sæti. Stjarn- an hefur einnig átt frekar mis- jöfnu gengi að fagna í vetur. Lið- ið hefur unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum leikjum. ÍR er það lið sem komið hefur hvað mest á óvart með góðri frammistöðu í vetur. ÍR-ingar hafa hlotið 8 stig en það er 8 stig- um meira en margir áttu von á Hörður Harðarson hefur leikið vel í vörn Þórs í vetur en lítið fengið að sprcyta sig í sókninni. tekur við „læst“ dagskrá sem ein- göngu er ætluð þátttakendum kvöldsins. Vegna mikillar aðsóknar í fyrra þarf að takmarka fjölda gesta og er því vænlegast að tryggja sér miða í tíma. Miðarnir verða seldir hjá Gunnari (Gassa) í síma 25404, Þorvaldi í síma 26736 Hauki í síma 27373 og Hinrik í síma 22140. Á daginn verður hægt að nálgast miða í Sporthúsinu og í KA heimilinu. VG fyrir mótið. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum. KA hefur ollið gífurlegum vonbrigðum hér norðan heiða og jafnvel víðar. Liðið hefur eigin- íega aldrei náð sér á strik og að- eins hlotið 7 stig úr fyrri umferð- inni. KA hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað fjórum leikjum. Það vantar ein- hvern neista í liðið og leikmenn þess þurfa heldur betur að taka sig saman í andlitinu á nýja árinu, ef ekki á illa að fara. Jakob Jónsson hefur verið meiddur að undanförnu en hann mætir von- andi í slaginn á ný eftir áramót. KR-ingar eru á svipuðum stað í deildinni og flestir áttu von á fyrir mót. Liðið hefur hlotið 7 stig eins og KA en þessi lið gerðu einmitt jafntefli í síðasta leik sem frægt varð. Fram hefur átt erfitt upp- dráttar í vetur enda hafa meiðsli hrjáð flesta af bestu leikmönnum liðsins í vetur. Fram hefur nú endurheimt þessa leikmenn að nýju og liðið sýndi það gegn Stjörnunni um helgina að það getur bitið frá sér. Fram situr í næstneðsta sæti með 5 stig en á örugglega eftir að laga stöðu sína í seinni umferðinni. Þór hefur enn ekki komist á blað og liðið hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni til þessa. Þórsarar hafa leikið ágæt- lega kafla og kafla í hverjum leik en síðan hefur botninn dottið úr leik liðsins. Það er eins og vanti viljann í leikmenn liðsins til þess að klára dæmið. Eins og staðan er í dag er fátt sem getur komið í veg fyrir að Þór falli í vor. Þó er mótið aðeins hálfnað og enn eru 18 stig í boði. Taki Þórsarar þau flest í seinni umferðinni geta þeir bjargað sér fyrir horn, þótt ekki séu nú líkurnar miklar á að það takist. Leikmenn 1. deildar munu æfa að fullum krafti þar til keppnin hefst að nýju eftir áramót og von- andi fáum við að sjá jafn marga skemmtilega leiki þá og við höf- um fengið til þessa. Knattspyrna: Steinar í KR - en ætlar að leika með Leiftri í sumar Steinar Ingimundarson fram- herji Leifturs í knattspyrnu hefur skipt yfir í KR á ný. Steinar hyggst leika með KR í þeim innanhússmótum sem framundan eru en hann mun síðan skipta yfir í Leiftur aftur og leika með liðinu í 1. dcild- inni í sumar. Steinar sem er bróðir Óskars Ingumundarsonar þjálfara Leift- urs, lék mjög vel í framlínu liðs- ins í sumar og skoraði 7 mikilvæg mörk fyrir liðið í 2. deildinni. Líklegt er að þeir Steinar og Hörður Benónýsson leiki því saman í fremstu víglínu Leifturs næsta sumar. Herrakvöld KA Erlingur Kristjánsson hefur átt ágæta spretti meö KA í vetur en dottiö niður þess á milli. Enska knattspyrnan: Beinar útsendingar fram að jólum - í íslenska Nú geta knattspyrnuáhuga- menn glaðst, því að á næsta laugardag verður bein útsend- ing í íslenska Sjónvarpinu frá leik Wimbledon og Manchest- er United í 1. deildinni ensku. Og ekki nóg með það, Bjarni Felixson ætlar að sýna leiki beint frá ensku knattspyrnunni á laugardögum fram að jólum. Laugardaginn 28. nóvember verður leikur Tottenham og Liverpool sýndur í beinni útsend- ingu frá White Hart Lane í Lúndunum. Fyrsta laugardaginn í desember mæta leikmenn Unit- ed aftur á skjáinn en þá sækja þeir spútniklið Q.P.R. heim á Loftus Road. Á þessari stundu er ekki endanlega ljóst hvaða leikur verður sýndur beint þann 12. des- ember en það skýrist á næstunni. Meðal leikja sem fara fram þann dag, eru viðureignir Chelsea og Wcst Hant, Southampton og 'Liverpool, Everton og Derby og Coventry og Arsenal svo ein- hverjir séu nefndir. Laugardaginn 19. des. verður Sjónvarpinu svo enn einn stórleikurinn sýndur beint í íþróttaþætti Bjarna Felix- sonar en það er viðureign Arsen- al og Everton á Highbury í Lúndunum. Það er því öruggt að knattspyrnuáhugamenn þurfa ekki að láta sér leiðast fram að jólum. Brvan Robson fyrirliði United verð- ur í eldlínunni meö liði sínu gegn Wimbledon á laugardag. Blak: Kristján leikur með KA - Leik KA og Kristján Sigurðsson íþrótta- kennari á Laugum í Reykjadal hefur ákveðið að ganga til liðs við 1. deildar lið KA í blaki. Kristján þykir snjall blakmað- ur en hann lék með HSÞ í fyrra. KA átti að leika gegn Fram á laugardag í 1. deildinni en þeim leik hefur nú verið frestað um viku. Kristján verður löglegur Fram frestað með liðinu 27. nóv. og hann mun því geta leikið með KA gegn Fram þann 28. nóv. Leiknum er frestað vegna yngri flokka túrneringar í Reykjavík um helgina. Þetta er fyrsta túrneringin af þremur á íslandsmóti yngri flokka í blaki og verður leikið í Digranesi í Kópavogi. KA sendir fjögur lið til leiks, 2. og 3. flokk pilta og stúlkna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.