Dagur - 18.11.1987, Page 15
18. nóvember 1987 - DAGUR - 15
t, Minning:
Ami Guðlaugsson
Dalvík
Fæddur 10. júní 1912 - Dáinn 7. nóvember 1987
Árni frændi minn Guðlaugsson lést
7. nóvember síðastliðinn og var jarð-
settur frá Dalvíkurkirkju 14.
nóvember. Fráfall hans kom öllum á
óvart, en var þó e.t.v. í fullu sam-
ræmi við persónuna, ef svo má segja.
Árni Guð var aldrei að tvínóna við
hlutina hvorki í orði né æði; hann var
snöggur til alls og því heill í gegn til
hinstu stundar.
Eins og jafnan á slíkum tímamót-
um koma upp í huga manns minning-
ar frá liðnum árum. Allar götur frá
því undirritaður hafði líkamsburði til
að trítla út á Möl til þeirra Árna og
Kidda, þar sem þeir ráku steypustöð
og þar til nú fyrir nokkrum dögum,
þá hefur Árni verið mér og mínu
fólki mikils virði.
Ég átti því láni að fagna að vera
með honum á grásleppu eitt vor fyrir
nokkrum árum. Við vorum tveir
saman á trillu sem hann átti. Þá var
Árni kominn á sjötugsaldurinn en ég
24ra ára unglamb. Hann sjálfstæðis-
maður, ég alþýðubandalagsmaður.
Báðir þrjóskir. Báðir töldu sínar
skoðanir réttar. Það var því ekki allt-
af logn í kringum okkur frændurna
þegar við drógum netin og fórum að
ræða um pólitík.
- Puuh! Þetta er nú svo vitlaust!
sagði hann einu sinni þegar ég var
búinn að halda langa ræðu um nauð-
syn þess að allir grásleppukarlar
gerðust sósíalistar. Þú vilt steypa alla
í sama mótið og gefa mönnum ekki
frelsi til að athafna sig að vild. Þótt
þú veiðir rauðmaga þarftu ekki sjálf-
ur að vera rauðmagi!
í þessum eldhúsdagsumræðum
okkar komst Árni sjaldan í rökþrot.
En ef svo ólíklega vildi til að honum
fyndist fæturnir vera farnir að renna
undir honum átti hann til að segja
um leið og hann horfði upp í loftið:
- Jaaa, láttu ekki svona góurinn,
þú ert svo ungur að þú veist ekkert
hvað þú ert að segja.
Svo hló hann.
En við Árni ræddum líka eilífðar-
málin. Hann var þeirrar skoðunar að
kristin trú væri það haldreipi sem
héldi lengst. Ég er ekki frá því að
slíkt hafi hann fengið að sannreyna á
erfiðum stundum í lífinu.
Margt af því sem okkur frændun-
um fór á milli á þessari grásleppu-
vertíð átti undirritaður eftir að rifja
upp þegar hann setti saman bók sem
tengdist þeim göfuga fiski gráslepp-
unni.
Árni gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir Dalvík og Dalvíkinga.
Hann átti ríkulegan þátt í að byggja
upp staðinn, bæði beint og óbeint.
Meðan hann vann í múrverkinu var
varla reist það hús í þorpinu að hann
kæmi þar ekki nærri. Hann var einn
af stofnendum Dalvíkurdeildar
Slysavarnafélags íslands og fyrsti for-
maður hennar, einn af stofnendum
Lionsklúbbsins, sat í byggingarnefnd
til margra ára, í sóknarnefnd, í karla-
kór, kirkjukór og svona mætti lengi
telja.
Með Árna Guð er horfinn ein af
litríkustu persónum Dalvíkur. Kem-
ur þar margt til. Langur og starfsam-
ur æviferill, umönnun og ástríki í
garð þeirra sem minna máttu sín,
óbilandi þrek og kjarkur þegar á
reyndi í lífinu og síðast en ekki síst
fastmótaðar og ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Um slíkt talaði hann tæpi-
tungulaust með þungum áherslum
þegar honum var mikið niðri fyrir, en
glettni og stráksskap ef sá gállinn var
á honum. Það er mikill missir að slík-
um manni og forréttindi að hafa
fengið að kynnast honum. Blessuð sé
minning hans.
Fjölskylda mín vottar Þórgunni,
Svönsu og öllum aðstandendum inni-
legustu samúð við fráfall þessa góða
drengs. Guðlaugur Arason
Minning:
Fædd 7. des. 1897 - Dáin 24. okt. 1987
Kveðja frá systkinum
Sigrún á Skarði, eins og hún var alltaf
nefnd, af sveitungum sínum, lést 24.
okt. sl. á Kristnesspítala og var jarð-
sungin frá Laufáskirkju 31. sama
mánaðar. Með Sigrúnu á Skarði er
horfin mikil húsfreyja sem stýrði
með sóma stóru heimili um margra
áratuga skeið.
Sigrún fæddist á Hlöðum á Greni-
vík 7. des. 1897 og var annað barn
foreldra okkar, sem voru: Valgerður
Jóhannesdóttir, Jónssonar prests
Reykjalíns á Þönglabakka og Guð-
mundur Sæmundsson, Sæmundsson-
ar í Gröf í Öngulsstaðahreppi.
Árið 1903 fluttist fjölskyldan að
Lómatjörn og þar ólst Sigrún upp á
mannmörgu heimili, því systkini
hennar urðu tíu talsins.
Það var mikið sungið, fjölskyldan
var söngelsk, hljóðfæri var keypt
snemma á árum, barnaskóli sveitar-
innar var þar hluta úr vetri, ár hvert
og heimilisbragur skemmtilegur.
Sigrún var austur á landi nokkur
misseri, í Möðrudal og á Eiríksstöð-
um á Jökuldal. Eftir það fór hún til
Reykjavíkur og vann um tíma á
matsölustað. Einnig lærði hún fata-
saum, þar sem hæfileikar hennar
fengu að njóta sín, því að upplagi var
hún mjög listfeng og smekkleg hvað
sem hún tók sér fyrir hendur. Einn
vetur var hún á Flateyri við Önundar-
fjörð að læra á hljóðfæri hjá frænku
sinni, Guðrúnu, konu Snorra Sigfús-
sonar skólastjóra.
Sigrún giftist stórbóndanum Jóni
Jóhannssyni á Skarði 24. júlí 1920.
Hjónavígslan fór fram á heimili for-
eldra okkar á Lómatjörn og um leið
var yngsti bróðir okkar skírður. Þá
var sólskin og bjart yfir Dalsmynni,
er ungu hjónin þeystu á gæðingum
sínum, að aflokinni veislu heim að
Skarði.
Skarð er mikil jörð, skógur í
hlíðum, landrými mikið og Fnjóská
rennur við túnfótinn, venjulega tær
og góðlátleg en getur dökknað á vor-
in í leysingum. Á þessum fagra stað,
Skarði, átti systir okkar sitt góða
heimili alla ævi þar til Elli kerling
bugaði starfsþrek hennar, eins og
liggur fyrir þeim flestum, sem kom-
ast á háan aldur.
Sigrún aflaði sér á unga aldri
menntunar í saumaskap, eins og fyrr
er frá sagt, sem kom sér vel, er hún
þurfti að sjá um fatnað fyrir marg-
mennt heimili. Henni lá allt í augum
uppi í þessum efnum og sóttu margir
hjálp og ráð til hennar, sem vel
dugðu. Hún var nett og fínleg í sjón,
þjóðbúninginn bar hún með reisn og
hárprúð með eindæmum. Hún var
söngelsk og lék dálítið á orgel og
söng ætíð í kirkjukór Laufáskirkju.
En sorgin sneiddi ekki hjá garði
þeirra góðu hjóna, því tveir elstu
synirnir voru vanheilir fæddir og lét-
ust báðir á fyrsta ári. Var allt gert
sem hægt var, ef takast mætti að
lækna þá, meira að segja farið með
skipi til Reykjavíkur um hávetur í
kulda og fannfergi, til að leita
úrlausnar, en allt kom fyrir ekki.
Börn þeirra er upp komust voru:
Einar, sem lengi vann við verkfræði-
störf í Kaliforníu, kvæntist Hildi
Barðadóttur, þau eru bæði látin.
Næstur var Guðmundur Sveinn,
verkfræðingur, kvæntist Elínu Finn-
bogadóttur. Hann er látinn. Skírnir,
bóndi á Skarði, kvæntur Hjördísi
Sigurbjarnardóttur. Dætur þeirra
eru: Sigurlaug, gift ísleifi Sumarliða-
syni og Valgerður, ekkja eftir Daða
Eiðsson á Grenivík. Lítinn dreng,
Sigurð að nafni mistu þau hjón í
frumbernsku, var hann haldinn sama
veikleika og þeir tveir elstu, sem
báðir höfðu hlotið nafnið: Jóhann
Pétur.
Barnamissinum tóku þau hjón
með stillingu og nóg var við að sýsla
á mannmörgu heimili, þar sem gest-
risni var mikil og verkahringurinn
stór.
Börnin, sem upp komust, voru öll
sérlega mannvænleg. Er nú afkom-
endahópurinn orðinn stór og allt
mesta myndarfólk.
Vert er að minnast hins mikla
starfs, sem Sigrún tókst á hendur, við
gamla Laufásbæinn. Hún var upp-
hafsmanneskja að því að færa bæinn
í byggilegt horf, svo hægt yrði að
sýna næstu kynslóðum búhætti og
aðstöðu horfinna þjóðfélagsþegna.
Var miklu safnað af gömlum munum
og verkfærum sem hætt var að nota
og þeim komið fyrir í Laufásbæ.
Naut hún þar góðrar aðstoðar Sigur-
bjargar, systur okkar og fleiri góðra
kvenna, sem lögðu þar hönd á
plóginn.
Lokið er farsælu lífi og starfi. Alls
staðar kom hún fram til góðs, skap-
gerðin traust og sálaröryggið mikið.
Þótt minnið væri farið að sljóvgast
undir það síðasta fór hún með sálma-
vers og vísur fram á hinstu stund.
Kær systir er hérmeð kvödd með
innilegum þökkum fyrir allt, sem hún
var okkur.
Sigríður og Sverrir.
TVÖFALT SF. auglýsir
Akureyringar nágrannar!
Kem til Akureyrar og verö á Hótel Stefaníu
20. og 21. nóvember.
Tvöfalt sf. sími 91-46672
Hafsteinn Ólafsson.
Opinn kynningarfundur
AA samtakanna veröur haldinn í
Borgarbíói á Akureyri laugardaginn
21. nóvember kl. 14.00.
★ Ætlir vetkomnir ★
Sættir þú þig við aðgerðir
ríkisstjórnarinnar?
Fundur í Hafralækjarskóla nk.
laugardag kl. 14.00.
Frummælendur:
Stefán Valgeirsson,
alþingismaður og
Pétur Þórarinsson,
sóknarprestur.
Samtök
jafnréttis og
félagshyggju.
Stefán. Pétur.
Eiginkona mín,
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR,
Eiftsvallagötu 1, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. þ.m.
Útför fer fram fimmtudaginn 19. nóv. kl. 13.30 frá Akureyrar-
kirkju.
Jakob Jónsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON,
Munkaþverárstræti 22, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20.
nóvember kl. 13.30.
Hlín Stefánsdóttir,
Margrét Rögnvaldsdóttir, Brynjar H. Jónsson,
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Hákon Hákonarson,
Rögnvaldur Dofri Pétursson, Unnur Bjarnadóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar,
JÓHANNSJÓNSSONAR,
frá Hlíð, Ólafsfirði.
María Sigurðardóttir
og börn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS SIGURBJÖRNSSONAR,
Lindargötu 6b,
Siglufirði.
María Jónsdóttir,
Sigurbjörn Jónsson, Ingibjörg Jónatansdóttir,
Ingibjörg Ása Jónsdóttir, Sigurbjörn Jóhannsson,
Sverrir Jónsson, Guðný Sölvadóttir,
Lovísa Hermína Jónsdóttir, Arnar Ingólfsson,
Margrét Jónsdóttir, Hreiðar Jóhannsson,
barnabörn.