Dagur - 18.11.1987, Page 16

Dagur - 18.11.1987, Page 16
Akureyri, miðvikudagur 18. nóvember 1987 I KA- Nudd - Sauna - Ljósabekkir - Nuddpottur. Opnunartími: Mánud.-föstud. frá kl. 8.00-23.00 Laugard. og sunnud. kl. 10.00-19.00. Munið morgun- og helgartímana. ATH. Opið fyrir alla. 'i6. Tímapantanir í símá 23482 Fiskveiðistjórnun: „Tilbúinn að líta á sérstöðu þessara staða“ - segir Halldór Ásgrímsson vegna ummæla Arthúrs Boqasonar „Eg er tilbúinn að líta á sér- stöðu þessara staða. Ég hef hins vegar ekki orðið var við það að Landssamband smá- bátaeigenda sé tilbúiö að hafa sérstakar og allt aðrar reglur á þessum stöðum en öðrum,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Dag. Tilefni ummæla ráðherrans eru ummæli Arthúrs Bogasonar for- manns L.S. í mánudagsblaði Dags, þess efnis að tillögur ráðu- neytis um veiðistjórnun muni kippa fótunum undan útgerð báta undir 6 tonnum og þar með Asgrímsson vegna um áhrif á Grímsey og fleiri staði undan atvinnu á stöðum eins og Grímsey og Bakkafirði. Arthúr sagði að af tillögunum mætti ráða þá skoðun ráðuneytis að netaveiðar báta undir 6 tonnum, til dæmis í Grímsey, væru ekki stundaðar í atvinnu- skyni. „Þetta er auðvitað bara útúr- snúningur hjá Arthúri Bogasyni eins og margt sem hann lætur frá sér fara. í tillögunum er gert ráð fyrir því að þeir sem hafa stundað þessar veiðar á undanförnum árum og aflað sér reynslu, flytjist upp í flokkinn fyrir ofan 6 tonn og fái þar með rétt til að stunda netaveiðar og ákveðinn kvóta. Eflaust má deila um það hvaða viðmiðanir á að nota en eitt af því sem kemur til greina er að aðilar frá þessum stöðum hafi þar meiri rétt en aðrir,“ sagði Halldór. Hann sagðist harma það að fulltrúi smábátasjómanna í ráð- gjafanefndinni, Arthúr Bogason, skyldi leggja á það áherslu að vekja tortryggni og gera ráðu- neytinu upp skoðanir. „Hann hefur ekki sýnt því nokkurn áhuga að hafa samstarf í málinu og ég held að hann þjóni með þessum vinnubrögðum illa hags- munum sinna umbjóðenda. Þetta mál verður ekki leyst með skæt- ingi,“ sagði Halldór. ET Innlendur skipaiðnaður: Deilt um hækkun taxta í framhaldi af ummælum Kristjáns Ragnarssonar fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna á aðal- fundi sambandsins fyrir skömmu, þar sem hann sagði að á einu ári hefði útseld vinna aðila í innlendum skipaiðnaði hækkað um 75% eru samtök aðila í þessum iðnaði nú að vinna að úttekt á málinu. Kristján sagði að eðlileg hækk- Flugleiðir: Flytja 100.000. farþegann —til Akureyrar á næstunni „Það stefnir í það í fyrsta skipti í sögunni að við flytjuin 100 þúsund farþega á leiðinni Akureyri-Reykjavík-Akureyri á einu ári,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðsson svæðisstjóri Flugleiða á Akureyri þegar hann var spurður um ferða- mannastraum á þessari leið. Gunnar sagði að nú færi í hönd tími pakkaferðanna og þær alltaf jafn vinsælar. „Þróunin síð- ustu mánuði og ár er sú að fólk ferðast meira með flugi en það gerði. Sem dæmi um aukningu ferðuðust 18,8% fleiri í septem- ber s.l. en í sama mánuði í fyrra. Mest er umferðin til Akureyrar á fimmtudögum og föstudögum en til Reykjavíkur á sunnudög- um.“ Á veturna er ferðum á þessari leið fækkað. Ástæðan er að á sumrin eru erlendir ferðamenn stór hluti farþega Flugleiða. Um helgar bæta Flugleiðir þó við ferðum eftir þörfum. Gunnar tók sem dæmi síðasta helgi, en þá voru á fimmtudegi farnar fimm ferðir og á föstudegi sex. „Það gengur að vísu erfiðlega að bæta við ferðum á þessum dögum því flotinn okkar er þá fullnýttur," sagði Gunnar að lokum. VG un hefði verið um 20% en sú hækkun sem orðið hefði væri afleiðing af því að fyrir einu ári hafi álagning á útsölutaxta verið gefin frjáls. Þetta væri helsta ástæða þess að viðhaldsverkefni streymdu nú úr landi. Það eru Samtök málm- og skipasmíðastöðva og tvö aðildar- félög þess, Félag málmiðnaðar- fyrirtækja og Félag dráttarbrauta- eigenda sem vinna að könnun- inni. Hún fer einkum þannig fram að safnað er saman staðfest- um tölum um útselda vinnu í Noregi, Danmörku og Þýska- landi. „Það er fjarri öllu lagi að þess- ar staðhæfingar Kristjáns standist enda gerir hann ekki minnstu til- raun til að rökstyója þær á neinn hátt. Það er alveg ljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að í þessum löndum sem útgerðarmenn horfa svo mjög til, lenda þeir í mun hærri útsölu- töxtum,“ sagði Ingólfur Sverris- son framkvæmdastjóri Félags málmiðnaðarfyrirtækja í samtali við Dag. Ingólfur sagði að í íslenskum fyrirtækjum væri verð á útseldri tímavinnu 6-700 krónur en í fyrrnefndum samkeppnis- löndum væri verðið 12-1300 krónur. „Það hefur vissulega orðið launaskrið í þessum fyrirtækjum eins og öðrum en það er ósannað mál að það sé meira en annars staðar. Þar sem við höfum kann- að þetta þá er hækkunin á bilinu 30-35%. Okkur er farið að leiðast þess- ar fullyrðingar um að það borgi sig að sigla öllum flotanum til útlanda og leggja innlendan skipa- iðnað niður og þess vegna vilj- um við upplýsa menn urn það hvers þeir mega vænta þar ytra,“ sagði Ingólfur. ET Hún var heldur sein og þurfti að kaupa eggin á nýju háu verði í gær. Mynd: TLV. Eggjasöluæðið: Vikuskammtur á 90 mínútum! „Þetta var nú meira kaupæð- ið,“ sagði Laufey Pálmadóttir hjá KEA í Hrísalundi í gær þegar blaðamenn bar að garði til að forvitnast um eggjasölu en eins og kunnugt er hækk- uðu þau um 400% í verði um síðustu helgi. „Þessu mátti líkja við sannkallaða stórút- sölu,“ sagði hún. í fyrradag þegar verslunin opn- aði Íd. 09.00 voru til á lager í Hrísalundinum um 20-30 kassar af eggjum en í hverjum kassa eru 20-30 kíló af eggjum. Laufey sagði að þessar birgðir hefðu klárast fyrir klukkan 10.30 um morguninn. „Það fóru flestallir með nokkra bakka af eggjum út. Sumir fóru meira að segja með heilu kassana," sagði hún. „Það sem seldist á þessum tíma er venjulegur vikuskammtur." Laufey sagði að KEA hefði að vísu selt egg á góðu verði fyrir hækkun þannig að eggjasala þar hefði alltaf verið góð en nú eru hillur verslunarinnar aftur orðnar fullar af eggjum á nýja verðinu sem er 199 krónur kílóið. VG Umferðarmiðstöð í burðarliðnum: Sérleyfishafar stofna félag Sérleyfishafar á leiðum til Akureyrar eru um þessar mundir að ganga frá stofnun félags um rekstur umferðar- miðstöðvar. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, starfsmanns atvinnumálanefndar, sem stað- ið hefur í viðræðum við sér- leyfishafana er fyrirhugað að umferðarmiðstöðin verði til húsa að Hafnarstræti 82, þar sem Öndvegi er nú. „Sennilega verður ekki farið út í það að Norðurleiðir og Sérleyf- isbílar Akureyrar flytji starfsemi sína fyrr en í janúar, enda er ekk- ert vit í þvf að vera að flytja í nýtt húsnæði og fá yfir sig jólatraffík- ina á sama tíma,“ sagði Þorleifur. Hann sagði að þetta húsnæði hentaði mjög vel fyrir starfsem- ina enda væri þar íyrir hendi afgreiðsla þriggja sérleyfishafa. Litlar breytingar þarf því að gera til að koma þarna á aukinni starf- semi, einna helst þarf að endur- bæta bögglageymsluna. Bæjarlögmaður er nú að lesa yfir drög af stofnsamningi og samþykktum fyrir hið nýja félag, sem að öllum líkindum kemur til með að heita Bifreiðastöð Norðurlands, en það er þó ekki endanlega ákveðiö. Ekki er held- ur búið að ganga frá samningum við KEA, sem er eigandi hússins Hafnarstræti 82, en að sögn Þor- leifs hefúr kaupfélagið sýnt skiln- ing á málinu. Hann sagði að tilgangurinn með stofnun umferðarmiðstöðv- ar væri að bæta þjónustu við far- þega sem vilja ferðast með sér- leyfisbílum og auka hagræð- inguna. Nauðsynlegt væri að hafa gott húsnæöi við báða enda. í Reykjavík og á Akureyri, enda væri þjónustan alltaf að aukast. Atvinnumálanefnd hefur lagt til að Akurcyrarbær veröi hlut- hafi í félagi þessu en bæjarráð ákvað að fresta afgreiðslu máls- ins uns nánari útlistun á fyrirtæk- inu lægi fyrir. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.