Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. nóvember 1987 Margrét Tómasdóttir: Menntunarmál heilbrigðisstétta PingfoTseti, heilbrigðisráðherra, góðir fundarmenn! Ég þakka fyrir að fá að koma hér á þetta kjördæmisþing fram- sóknarmanna og tala um mennt- unarmál heilbrigðisstétta, stórt og mikið mál á stuttum tíma. Það fyrsta sem líta ber á þegar ræða á menntunarmál heilbrigðis- stétta er hverjar eru þarfir og kröfur þjóðfélagsins um gæði heilbrigðisþjónustunnar, þ.e. hver á menntun starfsfólks að vera og hver á fjöldi hverrar starfsstéttar að vera. Þarfir og/eða kröfur samfélags- ins eru síbreytilegar. Heilbrigðis- þjónustan stjórnar ekki og hefur haft lítil áhrif á þætti í samfélag- inu, sem síðan eru áhrifavaldar slysa eða heilsuleysis. Þannig þarf heilbrigðisþjónustan að fást við afleiðingar af t.d. lífsstíl og umferðarhraða. Nú síðustu ár hafa heilbrigðis- stéttir snúið sér meira að forvarn- arstarfi, upplýsa þegna sam- félagsins um heilbrigði og að efla heilsuvernd (t.d. ungbarnaeftirlit og mæðravernd). Ætla ég ekki að skilgreina eða tala frekar um þarfir eða kröfur hvort sem þær eru raunverulegar eða tilbúnar, en geng út frá því að í samfélaginu séu gerðar kröf- ur um góða þjónustu (akut) sjúkrahúsa og aukin áhersla sé lögð á forvarnarstarf. Fyrir aðeins þremur áratugum voru þrjár starfsstéttir sem sáu um heilbrigðisþjónustuna í land- inu. Voru það læknar, hjúkrun- arkonur og ljósmæður. Þjónust- an var þá mikið einfaldari en við þekkjum nú í dag. Snúum okkur þá að menntun hinna ýmsu stétta sem starfa við heilbrigðisþjónustu í dag. Læknisfræði er sex ára nám í háskóla auk eins árs í starfsþjálf- un sem er kallað kandidatsár. Námið miðar að því að kenna læknum að greina sjúkdóma og lækna þá með viðeigandi meðferð. Kunna læknar góð skil á þessum verkefnum. En það er viðurkennd staðreynd að lækna- námið er staðnað og þarfnast gagngerrar endurskipulagningar, þetta viðurkenna læknar sjálfir. Námsskrá þeirra hefur ekki svar- að kröfum þjóðfélagsins, eða gef- ið þeim réttan undirbúning fyrir þau störf sem læknar hafa síðan tekið að sér í þjóðfélaginu. Þar á ég t.d. við ýmis stjórnunarstörf, en á slíkt er ekki minnst í þeirra námi. Þetta er læknastéttin að uppgötva og er að huga að endur- bótum. Hjúkrunarfræði er í dag fjög- urra ára háskólanám. Frá 1930 til 1985 var starfandi Hjúkrunar- skóli íslands sem útskrifaði hjúkrunarfræðinga eftir þriggja ára nám. Var menntun þeirra góð miðað við kröfur á hverjum tíma. Hjúkrunarfræðingar úr þeim skóla börðust fyrir því að hjúkrunarnám yrði í háskóla, þar sem tryggt yrði að hjúkrunar- fræðingar fengju þá menntun sem þeir þyrftu til að takast á við margbreytileg heilbrigðisvanda- mál þjóðfélagsins, þar sem litið er á einstaklinga í heild sinni út frá félagslegum, sálfræðilegum og líffræðilegum þáttum og þörfum. Ég held því fram að vel hafi tekist til við þessar breytingar á hjúkrunarnáminu. Eftir að búið er að yfirstíga byrjunarörðug- leika þá erum við í dag með mjög gott hjúkrunarnám og þar af leið- andi góða hjúkrunarfræðinga. Hér við Háskólann á Akureyri er einnig hafið hjúkrunarnám, lítið eitt yfirfarið og endurbætt frá því námi sem lagt er til grund- vallar við Háskóla íslands. Eftir 10 ára kennslu þar er ekki óeðli- legt að það þurfi að fara yfir námsskrána. Námsskrá hvers skóla þarf alltaf að vera í samræmi og tengslum við það þjóðfélag sem nemendurnir eða væntanlegt starfsfólk mun vinna í. Hér við Háskólann á Akureyri mun ég leitast við að efla námsefni tengt öldrunarhjúkrun, endurhæfingu með uppbyggingu Kristness í huga, hjúkrun á sjúkrahúsum og heilsuvernd. Lítum nú á þann fjölda hjúkr- unarfræðinga sem hafa útskrifast nú á síðustu árum og hvað mun líklega útskrifast næstu árin. Síð- asta árið sem Hjúkrunaskóli íslands (HSÍ) starfaði, 1986, út- skrifaði sá skóli 62 og Háskóli íslands (HÍ) 32, samtals 94 hjúkr- unarfræðingar. Árið 1987 og þar eftir útskrifar Háskóli íslands einn skóla, hjúkrunarfræðinga (sjá töflu). Fjöldi fráHÍ HSÍ 1983 23 40 1984 33 55 1985 32 43 1986 58 62 1987 70 1988 80 1989 60 1990 40 1991 45+ 13 Háskólinn á Akureyri Árið 1991 munu fyrstu hjúkr- unarfræðingarnir útskrifast frá Háskólanum á Akureyri. Eru það 13 hjúkrunarfræðingar. Reikna má með því að eftir það verði talan um 20 á ári frá þeim skóla. Erfitt er að segja hver þörfin er fyrir nýútskrifaða hjúkrunar- fræðinga á ári hverju en nefnd hefur verið talan 90. Sést því að við útskrifum ekki nægilegan fjölda árlega til að anna eftir- spurn á markaðinum og upplifum því skort á hjúkrunarfræðingum til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Sjúkraliðar hafa verið útskrif- aðir frá Sjúkraliðaskóla íslands síðan 1975 og hafa 916 nemendur lokið þar námi sem nú er eitt ár. Framhaldsskólar útskrifa einnig sjúkraliða en í mun minna mæli. Margrét Tómasdóttir. Aðsókn jókst aftur að skólanum eftir kauphækkanir 1986. Fór tal- an niður í 40 en er aftur komin upp í 55-60 á ári. Störf hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða skarast mikið. Hjúkr- unarfræðingar bera ábyrgð á þeirra störfum samkvæmt lögum. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á allri hjúkrunarþjónustu í landinu en sjúkraliðar hafa sitt starfsheiti lögverndað. Hjúkrun- arfræðingar leggja upp hjúkrun- armeðferð og eru sjúkraliðar aukahendur hjúkrunarfræðinga við að framfylgja þeirri meðferð. Menntun þeirra er góð ef við miðum við þetta starfssvið. En ef á að breikka það og bæta við ábyrgð sjúkraliða þá þarf að endurskipulegga nám þeirra frá grunni. Það þyrfti að bæta undir- stöðuþekkingu þeirra t.d. í líf- efna- og lífeðlisfræði, og sálar- fræði til þess að hægt væri að ætl- ast til þess að sjúkraliðar tækju á vandamálum út frá skilningi en ekki eingöngu reynslu og verk- þjálfun. Varðandi sjúkraliðastéttina sést vel að laun hafa haft áhrif á umsóknarfjölda í nám þeirra. En ef við skoðum launamál þessara stétta sem ég hef fjallað um og litið er á markaðinn fyrir starfs- „Það er viðurkennd staðreynd að læknanámið er staðnað og þarfnast gagngerrar endurskipulagningar,“ segir Margrét m.a. í grein sinni. krafta þeirra innan heilbrigðis- kerfisins, þá sjáum við offjölgun í læknastétt, skort á hjúkrunar- fræðingum sem leiðir oft til lok- ana á sjúkradeildum og á mörg- um stöðum einnig skort á sjúkra- liðum. Ef markaðurinn réði varð- andi launamál, þ.e. framboð og eftirspurn, væri þá ekki þróunin eilítið önnur í launamálum þess- ara stétta. Þá ættu laun hjúkrun- arfræðinga og sjúkraliða að hækka en laun lækna að lækka eða allavega að standa í stað. Raunar er önnur og því spyr ég: Hver stjórnar þessum markaði? Fleiri stéttir en læknar, hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar taka þátt í heilbrigðisþjónust- unni. Ljósmæðranám er nú tveggja ára sérnám eftir þriggja ára hjúkrunarnám, en aðeins einn vetur ef hjúkrunarfræðingur hefur lokið fjögurra ára háskóla- námi. Lyfjafræði lyfsala er kennd við Háskóla íslands og er fimm ára nám. Sjúkraþjálfarar hafa fjögurra ára háskólanám sem einnig er við Háskóla íslands. Iðjuþjálfarar þurfa að fara utan og fara flestir í þriggja ára nám til Skandinavíu eða Bretlands. Þroskaþjálfarar stunda þriggja ára nám hér á landi við Þroskaþjálfaskóla íslands en meinatæknar og rönt- gentæknar stunda sitt þriggja ára nám við Tækniskóla íslands. Sjúkranuddarar hafa tveggja ára nám að baki sem þeir hafa stund- að í Kanada eða Þýskalandi. Nú er að hefja störf nefnd sem er að athuga hvort fýsilegt sé að hluti þess náms fari fram hér á landi og þá við Háskólann á Akureyri. Ef við lítum á framtíðina sjá- um við: * Þjóðfélag þar sem meðalaldur einstaklinga er að hækka, við höfum hærra prósentuhlutfall þjóðarinnar eldri en 75 ára. * Þjóðfélag sem þarfnast aukinn- ar fræðslu til að viðhalda heil- brigði - forvarnarstarf. * Þjóðfélag sem með aukinni tækni tekst að halda fleiri veik- burða einstaklingum lifandi og þar með fáum við mikilvægar siðferðilegar spurningar sem taka verður á. * Þjóðfélag sem getur skaðast verulega af völdum mengunar umhverfis þannig að lífi og heilsu einstaklinga verði ógnað. Nám allra sem eiga eftir að taka þátt í heilbriðisþjónustu og starfi á að miðast að því að gera einstaklingana færa til að takast á við þessa framtíðarsýn. Náms- skrá hverrar stéttar verður að taka tillit til þess, það eru kröfur þjóðfélagsins til menntastofnana heilbrigðisstétta. Erindi ílutt á kjördæmisþingi framsóknarmanna scm haldid var um síðustu helgi. ■■hshiI Skillð getraunaseðlmiim fyrlr nóvember sem fyrst. Dregið verður um hljómtækjasamstæðu að verðmæti 98.000 kr. 15. desember. Einungis skuidlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.