Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 5
19. nóvember 1987 - DAGUR - 5 Regína Sigurðardóttir. Næst er eldhúsið, en auk þess að sjá um fæði fyrir sjúklinga, bæði almennt og sérfæði, sér eld- húsið um fæði fyrir starfsfólk Sjúkrahússins svo og starfsfólk og vistmenn í Hvammi. í kjallara er aðstaða fyrir rafvirkja og húsvörð. Á fyrstu hæð sjúkra- hússins er heilsugæslustöðin til húsa. Þrengslin þar eru mikil og það verður að játast að við erum að verða ansi langeyg eftir nýrri Heilsugæslustöð. Heilsugæslustöðin hefur að- gang að rannsóknarstofu, skipti- stofu og röntgendeild sjúkrahúss- endurhæfingu og fleira. Auk þessa er fæðingardeild með 4 rúmum, góðri barnastofu og fæðingarstofu. Á þriðju hæð hússins eru 34 sjúkrarúm fyrir langlegusjúklinga sem því miður fullnægir engan veginn þörf fyrir langlegu plássum. í>ó sjúkrahúsið sé ekki stórt, sjáið þið að þarna fer fram fjöl- breytt starfsemi, og til að reka þetta sjúkrahús er áætlað að þurfi um 130 milljónir og 395 þúsund úr ríkissjóöi auk sértekna á árinu 1987, og finnst okkur, sem eigum að ráðstafa þessu fé, naumt skammtað. Margt verður að sitja á hakanum og því miður er það svo að þær framkvæmdir sem bíða, verða yfirleitt bæði dýrari og erfiðari, þegar þær loks eru gerðar, því gjarnan er ekki hafist handa fyrr en í eindaga er komið. Við erum í dag með nærri 20 ára gamla sjúkrahúsbyggingu, sem þarfnast bæði viðhalds'Og endurbóta. Til þess þarf meiri peninga því það fé sem sjúkra- húsinu er ætlað nægir ekki einu fyrir rekstrarkostnaði. Því miður er Sjúkrahúsið á Húsavík ekki það eina. Ég er hrædd um að sama sagan sé hjá flestum sjúkra- Sjúkrahúsið á Húsavík. umhugsunarvert hversu margir þurfa á þjónustunni að halda. Hversu margar aðgerðir á ári réttlæta t.d. rekstur skurðstofu, og hversu margar fæðingar á ári réttlæta rekstur fæðingardeildar? Þetta er ein hliðin á málinu - önnur er byggðastefna. Það er staðreynd að heilsu- gæslu- og sjúkrahúsþjónusta hef- ur áhrif á búsetu fólks. Það öryggi sem góð þjónusta á þess- um sviðum veitir, hefur áhrif á það hvar menn velja að búa. Ljóst er að í framtíðinni eykst þörfin fyrir langlegupláss til muna og tímabært er að fara að huga að þeim málum. Ef við bíð- um of lengi, getur verkefnið því miður orðið okkur ofviða. Ég tel að Húsavík eigi að vera miðstöð heilsugæslu- og sjúkrahúsþjón- ustu í héraðinu og við eigum að hafa það í huga þegar unnið er að skipulagningu þessara mála. Vissulega kostar heilsugæslu- og sjúkrahússþjónusta mikla peninga, en þeir peningar eru ómetanlegir. Við höfum sem bet- ur fer reynt að láta alla íbúa landsins sitja við sama borð í þessum málum. Þess vegna eig- um við að leggja okkur frarn um að efla þjónustu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á landsbyggð- inni. Við verðum að halda vöku okkar og hefja uppbyggingu þar sem hennar er þörf. Ég hef ekki verið með neinar tölulegar upplýsingar í þessu erindi mínu. Ástæðan er sú að ég tel að langar talnaþulur segi mönnum ákaflega lítið í raun. Aftur á móti er staða sjúkrahús- anna umhugsunarverð og mér finnst að allir, sem einhver afskipti hafa af stjórnmálum - hvort sem er sveitarstjórna- eða landspólitík - eigi að kynna sér hana. Ef við viljum byggð um landið allt má þessi þáttur ekki gleymast." (Höfundur starfar á Sjúkrahúsi Húsavíkur.) Erindi flutt á kjördæniisþingi framsóknarmanna sem haldiö var um síðustu helgi. Opínn kynningarfundur AA samtakanna verður haldinn í Borgarbíói á Akureyri laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. ★ Ællir velkomnir ★ EININGAHRIF Einingabréf 1 nú 13-14% umfram verð- bólgu. Einingabréf 2 nú 9-10% umfram verð- bólgu. Einingabréf 3 nú 35-39% nafnvöxtun. Raunvöxtun háð verðbólgu. Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu. Obundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til útborgunar. Allir geta cignast Einingabréf, því hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er. GENGIBRÉFANNA: Einingabréf 1 ............... Einingabréf 2 ................ Einingabréf 3 ................ Lífeyrisbréf ................. 2432.- kr. 1424.- kr. 1508.- kr. 1223.- kr. Önnur bréf í sölu: Raunávöxtun Spariskírteini ríkissjóðs 7,2- 8,5% Bankatryggð skuldabréf .... 9,5-10,5% Skuldabréf Lindar hf 11,0-11,2% Verðtryggð veðskuldabréf . 13,0-15,0% Lífeyrisbréf 13,0-14,0% KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 ins, sem einnig eru á 1. hæð. Þar er líka skurðstofa og við erum það heppin að hafa starfandi 2 skurðlækna við sjúkrahúsið, sem jafnframt eru yfirlæknar. Þeir skipta með sér vöktum þannig að alltaf er skurðlæknir á vakt og það er öryggi sem er ómetanlegt. Á skurðstofunni voru gerðar 3- 400 aðgerðir á ári á meðan aðeins 1 skurðlæknir var við störf, en á árinu 1985, sem var fyrsta árið sem þeir voru 2 urðu aðgerðirnar nær 600. Á rannsóknarstofunni, sem er mjög fullkomin miðað við stærð sjúkrahússins eru gerðar rann- sóknir í blóðmeinafræði, mein- efnafræði og sýklafræði. Með því að hafa svona fullkomna rann- sóknarstofu höfum við sparað mikið fé vegna kostnaðar við sendingar á rannsóknum suður. Á röntgendeild er hægt að gera allar helstu röntgengreiningar, að vísu erum við með 17 ára gömul röntgentæki, sem eru orðin léleg. En á næstunni munu koma ný og betri tæki, sem vafalaust eiga eft- ir að létta mönnum störfin. Auk þessa eru á 1. hæð lækna- stofur fyrir 5 lækna sem eru í 50% starfi við sjúkrahúsið auk þess að starfa á heilsugæslustöð- inni. Aðstaða fyrir læknaritara og símavakt er í þröngu húsnæði á 1. hæð. Á 2. hæð er almenn deild, svo kölluð blönduð deild. Þar eru lagðir inn aðgerðarsjúkl- ingar, sjúklingar í lyfjameðferð, Ég sagði áðan að heilsugæslu- stöðin væri í húsnæði sjúkrahúss- ins. Hún hefur allt of lítið hús- húsum í landinu. Þarna verður að verða breyting á og helst sem fyrst. næði og við á Húsavík erum orð- in ansi langeyg eftir nýrri heils- ugæslustöð. Ef af verður, eins og tillögur hafa komið fram um að rekstur og bygging heilsugæslust- öðvar flytjist alfarið yfir á sveita- félögin er hætt við að við verðum því miður að bíða í mörg ár í viðbót. Þess vegna er nú lögð höfuðáhersla á byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar strax á næsta ári. í rauninni má segja að það sé lífsspursmál fyrir framtíð heils- ugæslustöðvar á Húsavík að svo verði. Að mínu áliti eru það ótvíræð- ir kostir að hafa heilsugæslustöð í nánu sambýli við sjúkrahús. Þar er hægt að hafa sameiginlega rannsóknaraðstöðu og þeir sjúkl- ingar sem lagðir eru inn á sjúkra- hús eftir komu á heilsugæslustöð eiga þess kost að sami læknirinn annist þá allt frá sjúkdómsgrein- igu og innlögn til útskriftar. Þetta atriði veitir sjúklingum aukið öryggi og stuðlar að markvissari meðhöndlun. Veltum aðeinsfyrir okkur framtíðar hlutverki sjúkra- hússins á Húsavík í sýslunni og umdæminu. Á sjúkrahúsið ein- göngu að verða langlegusjúkr- ahús eða eigum við að halda áfr- am á sömu braut. Mér finnst tvímælalaust að við eigum að halda þeirri þjónustu sem við höfum nú þegar og stefna að því að auka hana frekar en hitt. Alltaf kemur upp spurningin um kostnað. Vissulega er það K.JÓNSSON &CO / í tilefni af 40 ára afmæli Niðursuðuverksmiðju K.Jónssonar & Co. /^verðum við með sérstaka afmæliskynningu // í KEA-verslunum eingöngu. K. JÓNSSON & CO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.