Dagur - 19.11.1987, Síða 16

Dagur - 19.11.1987, Síða 16
DACHJR Akureyri, fímmtudagur 19. nóvember 1987 Snvrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivönjr í úrvali Bæjargjöldin: Lakari innheimta „Það verður að segjast eins og er að innheimtan er aðeins lak- ari en í fyrra og munar þar 2- 3%. Auðvitað geta alltaf orðið sveiflur í þessu milli ára en mér þykir heldur miður að inn- heimtan hafí farið niður á við,“ sagði Valgarður Bald- vinsson, bæjarritari á Akur- eyri. Þau gjöld sem um er að ræða eru útsvar, aðstöðugjöld og fast- eignagjöld auk eftirstöðva fyrra árs og álagðra dráttarvaxta. Mið- að er við stöðuna 1. nóvember 1987. Að sögn Valgarðs er inn- heimta bæjargjalda oft ekkert betri þrátt fyrir þenslu á vinnu- markaði og mikla atvinnu því kostnaðarhækkanir væru miklar hjá fyrirtækjunum. EHB Alþýðumaðurinn kemur út á ný Hugmyndir eru uppi meöal aðstandenda Alþýðumannsins, blaðs alþýðuflokksmanna á Akureyri, að hefja útgáfu blaðsins að nýju eftir nokkuð langt hlé sem varð á útgáfunni eftir kosningar. Haraldur Helgason, einn for- svarsmanna blaðsins, sagði að ekkert væri fastákveðið ennþá varðandi útgáfu Alþýðumannsins en menn gerðu sér vonir um að blaðið gæti komið út hálfsmánað- arlega í vetur, jafnvel í hverri viku. Nokkrir endar væru þó lausir ennþá og yrði ekkert ákveðið fyrr en í næstu viku í því efni. í gær kom út fyrsta tölublað Alþýðumannsins sem gefið er út eftir kosningar. EHB Akureyri: Sana stækkar „Okkur veitir ekki af að fara að huga að stækkun fyrirtækis- ins. Þetta er mikil framkvæmd og há fjárfesting en vegna þess að þekkingin er til staðar á Akureyri þótti hagstæðara að stækka verksmiðjuna hér en í Reykjavík,“ sagði Baldvin Valdemarsson, framkvæmda- stjóri Sana. Að sögn Baldvins er þörf á stækkun verksmiðjunnar með til- liti til framleiðslu gosdrykkja og léttöls en mikil aukning hefur orðið á sölu þeirra undanfarna mánuði. Þá varð einnig ljós í DNG færavindan: í bullandi samkeppni við netin haust breytt afstaða meirihluta þingmanna til sölu og dreifingar á bjór innanlands. Ýmsir nýir þing- menn hefðu komið fram í dags- Ijósið sem væru fylgjandi bjórnum. Sanitas hf. þyrfti því hugsanlega á stækkun að halda og hefði niðurstaðan orðið sú að ef af slíku yrði í framtíðinni væri sh'k verksmiðja betur staðsett á Akureyri þar sem þekking og reynsla væri fyrir hendi með tilliti til ölgerðar. Einnig væri rekstrar- öryggi talið meira á Akureyri en í Reykjavík. Bygginganefnd Akureyrar hef- ur samþykkt tillöguteikningu frá Birgi Agústssyni að tankagangi og gerjunargámum úr stein- steypu og stáli að Norðurgötu 57. Framkvæmdir munu hefjast von bráðar og hefur þegar verið sam- ið við Jón Björnsson, bygginga- meistara, um verkið. Ef bjór- frumvarpið verður samþykkt eru frekari stækkunarmöguleikar húsnæðisins fyrir hendi. EHB Mikil vinna er þessa dagana hjá skógarhöggsmönnum í Kjarnaskógi. Hér eru þeir að fella myndarlegt grenitré fyrir jólin. Rafeindavirkjar hjá Pósti og síma: Deila um launaflokk á leið í félagsdóm „Lögfræðingur okkar hefur leitað eftir því að ákveðnir menn fái þetta greitt og það er ennþá verið að kljást um það. Ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert þá fer málið fyr- ir félagsdóm,“ sagði Þórir Hermannsson formaður Sveinafélags rafeindavirkja í samtali við Dag en eins og komið hefur fram hafa Póstur og sími og launadeild fjármála- ráðuneytis ekki viljað viður- kenna tiltekinn launaflokk fyr- ir rafeindavirkja hjá stofnun- inni. Um er að ræða svokallaðan 3. launaflokk en samkvæmt samn- ingi eiga þeir menn sem lokið hafa 160 tíma námskeiði að þiggja laun samkvæmt honum. Til þess að láta reyna á málið hef- ur lögfræðingur félagsins eins og áður segir leitað eftir því að þrír menn sem valdir voru af handa- hófi fái þetta greitt. Ef ekki verð- ur fallist á þá kröfu þá fer málið fyrir dóm og verður að sögn Þóris prófmál. Þórir sagði að lögfræðingurinn hefði fengið svar frá ráðuneyti sem væri þess eðlis að erfitt væri að sætta sig við þá lausn málsins. Málið hefur nú verið hjá lög- fræðingi í á annan mánuð, frestur hefur oftar en einu sinni verið gefinn og nú er þolinmæði þeirra rafeindavirkja á þrotum að sögn Þóris. ET „Við erum komnir í harða samkeppni við netaveiðina og gengur bara vel,“ sagði Kristján Jóhannesson framkvæmda- stjóri DNG en síðastliðið ár hefur það færst mjög í vöxt að stórir bátar sem stundað hafa netaveiðar skipti yfír í færa- vindur. Að sögn Kristjáns eru þessir bátar margir um 30 tonn að stærð og þá algengt að um borð séu hafðar 5-7 vindur. Vindurnar eru taldar endast í um 10 ár og því er þarna um góða fjárfestingu að ræða. Aðallega eru það bátar fyr- ir sunnan og vestan sem tekið hafa þessa stefnu. „Það er dýrt úthaldið í netun- um og þeir sjómenn sem hafa reynt þetta og við höfum talað við eru ánægðir með þetta. Menn á stærri bátunum hafa séð hvað þessir litlu geta fiskað þannig að við áttum í sjálfu sér alltaf von á því að þetta sem nú er að gerast yrði þróunin." ET Dagvistun á Holtavelli: Kaup á einingahúsi könnuð „Ætlunin var að kaupa tvö notuð einbýlishús en ekki fékkst nema eitt; Sunnuhlíð 15. Dagvistarfulltrúi Akur- eyrar hefur fengið ýmis tilboð um einingahús frá Selfossi auk tilboðs frá Möl og sandi hf. og er nú verið að athuga húsin,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson, en hann á sæti í félagsmála- ráði. Samkvæmt bókun félagsmála- ráðs frá 2. nóvember kom fram að auglýst hafi verið eftir hús- næði fyrir dagvist. Búið sé að ráðstafa 8 milljónum króna af fjárhagsáætlun ársins í ár og séu þá eftir fjórar milljónir til ráð- stöfunar í þessu skyni. Fyrir fundinum lá tillaga frá félags- málastjóra um að byggja eininga- hús á Holtavelli við Þverholt sem nýta mætti sem dagvist. Eftir sem áður yrði þar þó einnig rekinn gæsluvöllur. Að lokum var dag- vistarfulltrúa falið að koma fram með ákveðnar tillögur í þessu máli á næsta fundi félagsmálaráðs. Að sögn Þórarins E. Sveins- sonar hafa einingahús eins og hér um ræðir verið notuð til dagvista bæði í Reykjavík og Kópavogi. Húsameistara Akureyrar hefur verið falið að gera samanburð á þeim einingahúsum sem koma til greina en verð þeirra er svipað. Svo virtist sem hægt væri að reisa einingahús fyrir 2-3 milljónir króna en þá er ekki meðtalinn kostnaður við grunnvinnu og inn- réttingar, sem yrði lokið við á næsta ári. Tilbúið undir tréverk myndi húsið kosta milli 4 og 5 milljónir króna. EHB Hultavöllur í Glerárhverfi. Mynd: TLV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.