Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 19. nóvember 1987 LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. .. LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16. Sfmar 82770 og 82655. u 1 íþróttir Knattspyrna: Unglingalandsliðið eyðir áramótunum í ísrael - tekur þátt í alþjóðlegu móti á milli jóla og nýárs íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönn- um 18 ára og yngri heldur til ísrael á milli jóla og nýárs og tekur þátt í alþjóðlegu móti þar í boði heimamanna. Leikn- ir verða fjórir til fimm leikir og auk Islands og heimamanna, verða þarna m.a. landslið Póllands, Danmerkur og Þeir félagar Páll Gíslason, Kjartan Guðmundsson og Árni Þ. Árnason úr Þór munu dvelja í Israel yfír áramótin með unglingalandsliðinu í knatt- spyrnu. írlands. íslenska liðið heldur utan annan í jólum og kemur heim 3. janúar. Liðið hefur æft reglulega þrisv- ar í viku enda hefur tíðarfarið verið alveg einstakt að undan- förnu. Alls hafa 17 leikmenn ver- ið valdir í þessa miklu ævintýra- ferð og þeir eru eftirtaldir: Markverðir: Sigurður Guðmundsson Stjörn. Kjartan Guðmundsson Þór Aðrir leikmenn: Þormóður Egilsson KR Rúnar Kristinsson KR Steinar Guðgeirsson Fram Steinar Adolfsson Val Gunnlaugur Einarsson Val Bjarni Benediktsson Stjörn. Valdimar Kristófersson Stjörn. Ingólfur Ingóifsson Stjörn. Guðbjartur Auðunsson Fram Helgi Björj>vinsson Fram Árni Þór Arnason Þór Páll Gíslason Þór Ólafur Viggósson KR Haraldur Ingólfsson ÍA Egill Örn Einarsson Þrótti R Þjáflari liðsins er Lárus Loftsson. 1 .* 'y**' • * fTm hgMFii ® I JJ 3 b|| íllpl | ík.^11 ^ j ■ úimm GLERÁRGÖTU 341.HÆÐ INNGANGUR AÐ AUSTAN í Hrísalundi llIlliiÉM8iiilpPÍi|ii8Si laugardaginn 21. nóvember frá kl Kynnt verdur: ÍÖIIM I íífflí Íiííííí tÉHI Körfubolti: Tekst Þór að krækja í fyrstu stigin? Sjötta umferð úrvalsdeildar- innar í körfubolta hefst í kvöld en þá fá Keflvíkingar ÍR-inga í heimsókn. A laugardag kl. 14 fara fram tveir hörkuleikir, Haukar og Njarðvík leika í Hafnarfirði og á Akureyri mætast Þór og KR. Umferð- inni líkur síðan á sunnudags- kvöld með leik Vals og UMFG. Njarðvíkingar hafa byrjað með glæsibrag í deildinni og þeir ætla sér ekkert annað en að halda íslandsmeistaratitlinum í bænum. Haukarnir hafa átt mis- jöfnu gengi að fagna og á dögun- um töpuðu þeir frekar óvænt fyr- ir UMFG í Grindavík. ÍBK verð- ur sennilega það lið sem kemur til með að veita UMFN einhverja keppni í vetur. Njarðvíkingar höfðu betur í fyrri innbyrðisvið- ureign liðanna en Keflvíkingar eiga heimaleikinn eftir. ÍR sigraði Þór með 10 stiga mun um síðustu helgi en kemur varla til með að sigra ÍBK í kvöld. Þórsarar hafa enn ekki hlotið stig og sitja því á botni deildarinn- ar ásamt UBK. Liðið hefur náð ágætum sprettum í leikjunum en það hefur vantað allan stöðug- leika í liðið. KR-ingar hafa hlotið 6 stig af 8 mögulegum og eru til alls líklegir í vetur. Það er því ljóst að Þórsarar verða að ná toppleik á laugardag til þess að eiga möguleika á sínum fyrstu stigum. Valur og UMFG eru um miðja deild og má búast við jöfnum og skemmtilegum leik á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Körfubolti: Tindastóll fær ÍS í heimsókn Tindastóll á Sauðárkróki tekur á móti IS annað kvöld í 1. deildinni í körfubolta. Leikur- inn fer fram í íþróttahúsinu og hefst kl. 20. Á Akranesi taka heimamenn á móti Létti úr Reykjavík. Á laugardag fer fram einn leikur í 1. deildinni, HSK og UMFS leika á Sel- fossi. Liðin í 1. deild hafa leikið mis- marga leiki, frá tveimur og upp í sex leiki. Þrátt fyrir það stefnir í einvígi á milli UIA og Tindastóls um sigur í deildinni. UÍA hefur leikið sex leiki og unnið þá alla. Tindastóll hefur leikið fjóra leiki og unnið þá alla. ÚÍA er með 12 stig en Tindastóll 8. ÍS, Léttir, HSK og ÍA eru með 2 stig en Skallagrímur og Reynir hafa enn ekki hlotið stig. Stúdentar geta sett strik í reikninginn og ekki síst ef þeim tekst að leggja Tindastól að velli, því þeir hafa aðeins spilað tvo leiki, unnið einn og tapað einum. Stólarnir eru ekki auðunnir á heimavelli og verða að teljast sig- urstranglegri fyrirfram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.