Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1987, Blaðsíða 3
19. nóvember 1987 - DAGUR - 3 Kartöflugeymslan í Gilinu: Reksturinn hefur alltaf borið sig - segir Ingimar Eydal „Eitt af því sem við höfum bent á er nauðsyn þess að hvetja fólk til útiveru t.d. með því að útvega því land til rækt- unar garðávaxta og þá er einnig þörf á leigugeymslu fyr- ir uppskeruna,“ sagði Ingimar Eydal sem er einn af þeim sem vilja að endurbætur verði gerðar á kartöflugeymslum Akureyrarbæjar í Kaupvangs- stræti. -v „Þarna er um að ræða kartöfl- ur í langflestum tilvikum og eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því. Önnur er sú að kartöflur eru tiltölulega auðræktanlegar og þær hafa ágætis geymsluþol. Hin er sú að neysla þeirra er mikil.“ Ingimar benti á að sú starfsemi að Íeigja land og geymslur hefur alltaf staðið undir sér. Nægt land er fyrir hendi og viðhald geymsl- unnar kemur á þeim tíma sem minnst er að gera hjá Gróðrar- stöðinni. Ræk*un kartaflna er töluverð búbót fyrir fjölskyldur þegar illa árar. Þó telja ræktendur að ekki sé um samkeppni við kartöflu- framleiðendur að ræða því rækt- un er ekki í það iniklum mæli og uppskera hvers samsvarar vetrar- neyslu einnar fjölskyldu. „Núverandi geymsla er orðin léleg. Þar er of hátt rakastig svo i kartöflur spíra snemma og 1 geymsluþolið minnkar. Við leggjum til að gerð verði úttekt á ástandi geymslunnar. Hægt væri að grafa frá henni og „drena", en það er að leggja sérstök ræsi sem taka það jarðvatn sem þar rennur inn. Við vitum ekki hvert ástand steypunnar í geymslunni er, en teljum þó að ekki sé um veruleg- an kostnað sé að ræða, þótt þyrfti að endurbyggja geymsluna," sagði Ingimar að lokum. VG Uppbygging farsímakerfis á Norðurlandi: Margar stöðvar í notkun á næsta ári - mikii notkun sjómanna á farsímanum hefur valdið erfiðleikum Uppbygging á farsímakerfinu hefur staðiö yfir og stendur enn. Kerfiö hefur verið í mikl- um vexti og hefur vaxið mun hraðar en menn áttu von á og því hefur verið erfitt að fylgja eftir þessari miklu eftirspurn hvað varðar uppbyggingu á stöðvum. I síðustu viku var staddur á Akureyri Haraldur Sigurðsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri tæknideildar Pósts og síma í Reykjavík. Hann var spurður hvað upp- Sauðárkrókur. Nýtt bakarí Tvö bakarí eru nú starfrækt á Sauðárkróki eftir að Gunnar Guðjónsson opnaði brauðgerð að Borgarteig 7 á dögunum. Gunnarsbakarí heitir fyrirtæk- ið, í höfuðið á meistaranum, sem ætlar að hafa bæði brauð og kökur á boðstólum og vera með öðruvísi vöru en á markaðinum er. Aðspurður sagðist Gunnar vera sannfærður um að grund- völlur sé fyrir rekstri tveggja brauðgerða á Króknum. Enda hefðu verslanir í bænum selt talsvert af brauði frá öðrum brauðgerðum. -þá Gunnar Guðjónsson í Gunnars- bakaríi. Mynd: -þá byggingu þessa kerfis liði og hvað væri framundan á næsta ári. Haraldur sagði að vegna þess hve notkun farsímans sé mikil hafi ekki verið unnt að fá búnað í móðurstöðvar til að mæta þessari eftirspurn. Því hafi oft verið erfitt að ná sambandi í gegnum farsím- ann. Haraldur sagði að nú væru 185 rásir á 35 stöðum á landinu og á þessu ári og því næsta sé áætlað að stækka kerfið til niuna. „Það sem hefur komið okkur mjög á óvart er ntikil notkun sjómanna á farsímanum. Þó að ekki sé nema hluti allra farsíma í bátum og skipum þá sýnir sig að meirihluti síntaumferðar þessa búnaðar fer í gegnum þessa fáu síma. Þetta hefur gert okkur nokkuð erfitt fyrir og veldur því að stöðvar sem þannig eru settar fá meiri umferð en gert var ráð fyrir," sagði Haraldur. Nýbúið er að setja stöðvar upp á Tjörn á Skaga, Viðarsfjalli og Húsavíkurfjalli. Á næsta ári er áætlað að fjölga um a.m.k. 120 rásir á landinu. Á Norðurlandi er áætlað að setja upp farsímastöðv- ar á Dalvík, Olafsfirði, Siglufirði, í Fljótum, í Námaskarði og Ax- arfirði þannig að notkun farsím- ans vinsæla ætti að geta verið auðveldari með þessari þéttingu á netinu. JÓH Æskulýðsráð vill kanna áhugamál unglinga Á fundi æskulýðsráðs í síðustu viku var samþykkt að athuga kostnað við gerð ítarlegrar könnunar á tómstundum og áhugamálum unglinga á Akur- eyri. Innan skamms hyggst æskulýðsráð gera framkvæmda- áætlun til langs tíma og yrðu upplýsingar sem fengjust með könnun sem þessari mjög gagnlegar í slíkri áætlunar- gerð. Reynist kostnaðurinn viðráðanlegur verður væntan- lega gert ráð fyrir honum á fjárhagsáætlun næsta árs. Tillaga þessa efnis kom frá Braga V. Bergmann sem sæti á í æskulýðsráði. í greinargerð með tillögunni segir hann m.a. að aukið mikilvægi unglinga sem neytendahóps og sú einangrun aldurshópa sem einkennir nútímasamfélög hefur skapað grundvöll fyrir sérstaka unglinga- menningu. Hlutverk æskulýðs- ráðs sé m.a að skapa æsku Akur- eyrar sem bestar aðstæður til tómstundaiðkunar og mikilsvert sé að hafa upplýsingar um hver helstu áhugamál hennar eru. Nú eru litlar upplýsingar hand- bærar um þetta efni og á síðustu árum hafa neysluvenjur unglinga breyst verulega. Valkostir eru fleiri en áður og því vandara fyrir unglinga að ákveða hverning tómstundum skuli varið. VG Bílamarkaðurinn: Sölutregða í eldri bílum Töluvert óvissuástand virðist ríkja á markaði nýrra bíla í dag. Þessi óvissa á sér ýmsar rætur og sölutregða eldri bOa er einn stærsti þátturinn. Óhemjumikið hefur verið selt af nýjum bílum undanfarin tvö ár vegna lækkunar aðflutnings- gjalda og kunnugir menn telja að verulegra breytinga geti verið að vænta á markaðinum. Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu hf. í Reykjavík sagði að það gæfi augaleið að ekki væri endalaust hægt að flytja inn 20 þúsund bíla á ári, markaðurinn væri að mett- ast og hlyti að koma að því að innflutningur staðnæmdist við ákveðna tölu. Á aðalfundi Bíl- greinasambandsins var því spáð að innflutningur myndi staðnæm- ast í 12-14 þúsund bílum á ári næstu árin en það magn myndi nægja til að viðhalda bílaflota landsmanna í sæmilegum meðal- aldri. „Þessa dagana er verið að afskrá 3-4 öftustu árganga bíla- flotans og það hefur sín áhrif til að halda sölunni uppi. Þá má nefna það að flestir vilja eignast bíl þegar þeir fá bílpróf. Sumar fjölskyldur eiga fleiri en einn bíl en sá markaður er að ná mettun- armarkinu, að því er spekingarn- ir segja,“ sagði Finnbogi. Gylfi Guðmarsson hjá Véla- deild KEA sagði að ekki virtist vera neitt lát á pöntunum í nýja bíla og allir bílar af næstu send- ingu væru löngu seldir. Þó væri ekki hægt að útiloka bakslag í bílasölu á næsta ári með tilliti til þess að umboðin eru almennt tregari en áður að taka eldri árgerðir bíla upp í nýja og slíkt gæti vissulega haft sínar afleiðingar. EHB Frakkar ★ Föt einhneppt og tvíhneppt. ★ Frakkar, þykkir, þunnir Aldrei meira né glæsilegra úrval. HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.