Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, mánudagur 23. nóvember 1987 223. tölublað Við seljum spariskírteini ríkissjóðs. éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri Sími 96-24700 íþróttasjóður lagður niður? KA og Þór eiga hagsmuna að gæta Nú mun fyrirhugað að leggja íþróttasjóð niður. í Degi á fimmtudag var skýrt frá því að fjármálaráðherra hygðist láta Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um greiðslur sem áður voru teknar úr íþróttasjóði. íþróttafélögin á Akureyri Þór og KA, hafa þarna töluverðra hagsmuna að gæta þar sem sjóðurinn skuld- ar KA fjárhæðir vegna hyggingar KA heimilisins og Þór náði ekki að sækja form- lega um framkvæmdafé vegna nýbyggingar hjá þeim. Guðmundur Heiðreksson for- maður KA sagði að íþróttasjóður skuldaði þeim 5 miljónir króna. „Okkur hefur verið sagt að við fáum þessa peninga en ekki hvenær. Petta er allt óverðtryggt og því slærnt ef þetta dregst því krónan rýrnar hratt.“ Guðmund- ur sagði að þessi mál skýrðust á næstu dögum þ.e. áður en næsta umræða um fjárlagafrumvarp fer fram. íþróttaforystan hefur reynt að beita sér fyrir því að sjóðurinn verði ekki lagður niður, því ekki þykir vænlegur kostur að koma þessu yfir á sveitarfélögin. „Mér líst ekki nógu vel á það og er hræddur um að þeir peningar færu í annað en íþróttamann- virki,“ segir Guðmundur. Hjá Þór varð Guðmundur Sig- urbjörnsson fyrir svörum og sagði hann að ef íþróttasjóður yrði lagður niður kæmi það sér afar illa fyrir þá. „Undirbúningur byggingar hússins hjá okkur hef- ur staðið í heilt ár við lítum svo á að okkur verði refsað fyrir að hafa staðið vel að undirbúningi." Guðmundur sagði að reynt yrði að fá framlag úr þessum sjóðum. Þeir gætu nú þegar byggt grunn- hæð hússins en þyrftu fé til fram- haldsins. „En við ætlum að halda áfrarn," sagði Guðmundur að lokum. VG Kristján Arason í skotstöðu í úrslitaleiknum í gær. Kristján var markahæstur íslensku leikmannanna í gær, skoraði 9 mörk. Á innfclldu myndinni tekur Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslcnska landsliðsins við sigurlaununum. Myndin ri>b íslendingar sigruðu á KEA-mótinu íslendingar fóru með sigur af hólmi á fjögurra þjóða KEA mótinu sem haidið var á Akureyri og Húsavík um helgina. íslendingar sigr- uðu Pólverja í æsispennandi úrslitaleik í gær en auk þessara tveggja þjóða kepptu Portúgal og ísrael á mótinu. íslendingar sigruðu í öllum leikjum sínum á mótinu og urðu í fyrsta sæti, Pólland varð í öðru sæti, Portúgal í þriðja og ísrael í fjórða. Á innfelldu myndinni sést Jóhannes Sigvaldason afhenda Porgils Óttari Mathiesen fyrirliða íslenska landsliðsins sigurlaunin, bikar sem gefinn var af KEA. Sjá nánar um mótið og fleiri íþróttaviðburði helgarinnar á íþróttasíðum, bls 7-10. „Gengið hangir á bláþræði" - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra ef slíkt kæmi fyrir yrði að taka gengismálin til verulegrar endur- skoðunar. EHB Sauðárkrókur: Erill hjá lögreglu „Ekki er góð reynsla fyrir því að hækka gengið út af fyrir sig ef það fer allt út í verðlagið og gamla hringrásin byrjar aftur. Eg var því satt að segja undr- andi á því að sjá Þröst Ólafs- son boða það að gengið væri fallið án þess að svara þeirri spurningu hvað tæki við,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, þegar hann var inntur álits á gengis- Akureyri: Svigrúm til lækkaðs álags á fasteignaskatt? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Akureyri hækkaði á dögun- um um 44% frá fyrra ári. Þessi hækkun fasteignamats er meiri á eignum á Akureyri en annars staðar á landinu og eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort hækkun umfram með- alhækkun gefí bæjarstjórn svigrúm til lækkunar fasteigna- skatts á næsta ári miðað við að fyrir árið í ár er beitt 10% álagi. Samkvæmt lögum um tekju- stofna sveitarfélaga er skylt að innheimta fasteignaskatt. Skatturinn er 0,5% af fasteigna- matsverði íbúðarhúsnæðis en 1 prósent á annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði. Sveitarfélög og bæjarstjórnir hafa þó heimild til að hækka eða lækka skattinn um allt að 25% og er þetta svigrúm yfirleitt notað til að leggja ákveð- ið álag á. í ár nemur gjaldið 0,55% af fasteignamatsverði fbúðarhúsa og er þá miðað við 10% álag. Ef fullu álagi væri beitt væri skatturinn 0,625%. Frumvarp til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir næsta ár verður lagt fram öðru hvoru meg- in við áramótin, að öllum líkind- um í janúar. Bæjarráð mun fara að vinna að gerð fjárhagsáætlun- ar í næsta mánuði en ýmislegt í afgreiðslu fjárlaga frá Alþingi getur haft áhrif á fjárhagsáætlun bæjarins. EHB þróuninni. „Málið er alls ekki svona ein- falt,“ sagði Steingrímur. „Sumar útflutnings- og þjónustugreinar, sem selja að mestu leyti til Evrópu, standa tiltölulega vel. Ef við tökum dæmi af fyrirtæki eins og Arnarflugi þá hefur staðan batnað hjá þeim vegna falls doll- arans og hækkunar gjaldmiðla í Evrópu. Okkur er fyllilega Ijóst að gengið hangir á bláþræði og í raun og veru hljóta framtíðarað- gerðir að byggja verulega á því hvaðá kostnaðarauki veröur hjá fiskvinnslunni. Fiskvinnslan ber sáralitla launahækkun nema að fá á móti einhverja lækkun útgjalda. Venjulega verður ríkis- sjóður að sjá fyrir því og þá er aftur kominn halli á hann. Ég er að vísu ekki eins mikið í þessum málum eins og áður en málið er mjög viðkvæmt og gengið hangir á hálmstrái en til mikils er vinn- andi að geta haldið því föstu,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Pegar Steingrímur var spurður að því hvað myndi gerast ef doll- arinn félli skyndilega mikið í viðbót, svaraði hann á þá leið að Aðfaranótt laugardagsins var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Sauðárkróki og voru fjölda- mörg skemmdarverk unnin í bænum. Að loknum danslcikj- um var fjöldi unglinga á þvælingi í bænum og þurfti að hafa af þeim mikil afskipti. M.a. var brotist inn í félags- heimilið Bifröst, gerð tilraun til innbrots í skóbúðina og 4 rúður brotnar í steindum glugga í kirkjunni. Þá var rúða brotin í Matvöru- búðinni, sólskyggni skemmt á Sauðárkróksbakaríi og skemmdir unnar á glugga og viftu í gömlu Gránu. Tjón var mjög óverulegt vegna innbrotsins í Bifröst. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.