Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. nóvember 1987 Hólmgeir Björnsson: Á að leggja niður til- raunastöðvar Rala? „Menntun, starfs- fræðsla og rannsóknir í landbúnaði verði efldar.“ Svo segir í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar. Fyrstu efndir eru stór- felldur niðurskurður á fjárveitingum til rannsókna og leið- beininga í fjárlaga- frumvarpinu. í frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir, að fjárveitingar til rekstrar sex af sjö tilraunastöðvum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) falli niður. Fjárveitingar til þeirra voru 15,5% af útgjöld- um til almenns rekstrar Rala á þessu ári. Aðstaða til tilrauna- starfsemi við ólík skilyrði er þó forsenda þess, að stofnunin geti risið undir því nafni að vera rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Án tilraunastöðva skortir marga sérfræðinga starfsvettvang og skorið er á nauðsynleg tengsl milli landbúnaðar og rannsókna. Niðurskurðurinn er svo handa- hófskenndur. að fyrstu viðbrögð manna voru að gera gys að vit- leysunni, en, þvi miður, þetta er fúlasta alvara. Enginn dregur í efa rétt lög- gjafans til að breyta um stefnu í fjárveitingum til hinna ýmsu sviða né heldur að æskilegt sé að spyrna við fæti gegn sjálfvirkni í ríkisútgjöldum. Hins vegar ger- um við kröfu til þess, að menn hugsi ráð sitt og fylgi einhverri stefnu, en beiti ekki hnífnum af handahófi og skilji eftir afiimaðar stofnanir flakandi í sárum. Samdráttur í landbúnaði . . . Þessi árin er unnið að því að draga úr framleiðslu í hefð- bundnum landbúnaði til að aðlaga hana innanlandsmarkaði. Fljótfærnisleg ályktun er, að 15,5% niðurskurður á landbún- aðarrannsóknum sé bara í eðli- legu samræmi við þennan samdrátt. En hversu mikill er samdrátt- urinn?^ Mjólkurframleiðslan minnkar um rúman tíunda hluta, en kindakjötsframleiðslan um rúman fimmta hluta. Að vísu er meiri niðurskurður fyrirsjáanleg- ur á kindakjötsframleiðslu, en á móti kemur aukning á annarri kjötframleiðslu. Þessar greinar verða því áfram helstu fram- leiðslugreinar íslensks landbún- aðar. Til frekari samanburðar má geta þess, að núverandi fram- leiðsla er svipuð því, sem var um 1960. Veigamesti munurinn er sá, að bændum hefur fækkað mikið, en búin eru mun stærri en áður. Mælt í vinnuafli hefur vægi hefðbundins landbúnaðar minnk- að verulega, en að öðru leyti heldur hann stöðu sinni, ef litið er til lengri tíma. Vafasamt er, að yfirstandandi samdráttur í hefðbundnum land- búnaði gefi nokkurt tilefni til samdráttar í rannsóknum. Þvert á móti gerir aðlögun að nýjum aðstæðum nýjar kröfur til rann- sókna sem eiga að gera atvinn- uveginn færan um að standast harðnandi samkeppni. Meira máli skiptir þó í þessu sambandi, að ekki er neitt augljóst samband milli umfanga atvinnugreinar og þarfarinnar á rannsóknum. Hafi óþarflega miklu fé verið varið til rannsókna að undanförnu er sjálfsagt að skera. Hafi hins veg- ar rannsóknir verið ónógar til þessa er enn þörf á aukningu. . . . eða þensla? Jafnframt því sem dregið hefur úr framleiðslu á mjólk og kind- akjöti, hafa aðrar greinar vaxið svo sem svína- og alifuglarækt. Fjölbreytnin er vaxandi. Þá er geymt en ekki gleymt, að verið er að hefja búskap með nýjar grein- ar, einkum loðdýr og alifisk. í stað samdráttar er réttara að tala um breytingar í landbúnaði. Horfur eru jafnvel á, að hlutur landbúnaðar í atvinnulífinu fari vaxandi. Mikil þörf er á rannsóknum vegna hinna nýju greina. Ástæða er til að nefna, að einnig þarf að sinna rannsóknum á greinum, sem eru ekki stundaðar en þykja vænlegar. Með því móti er séð til þess, að þekkingar sé aflað áður en tekið er til við nýja búgrein. Þetta er tekið hér fram til að ítr- eka, að ekki er neitt augljóst samband milli umfangs rann- sókna og atvinnuvegar. Menntamál Búvísindi þau sem stunduð eru á Rala eru menntamál, þótt stofn- unin heyri undir landbúnaðar- ráðuneytið líkt og skólar land- búnaðarins. Aðrar atvinnugrein- ar búa við hliðstætt skipulag. Stefna í fjárlagafrumvarpinu mun almennt vera sú að efla menntamál. Niðurskurður fjár- veitinga til Rala og Orkustofnun- ar stingur mjög í stúf við þessa stefnu. Rannsóknir á Rala takmarkast engan veginn við þau fræði, sem snúa beint að framleiðslunni. Landbúnaðurinn er sú atvinnu- grein, sem framar öðrum nýtir landið. Þess vegna er mikil þörf á rannsóknum á því, hvernig land- búnaðurinn fer með þessa auð- lind. Slíkar rannsóknir hafa verið verulegur þáttur í starfsemi Rala, svo sem gróðurkortagerð og ýms- ar vistfræðirannsóknir. Mikið vantar þó á, að nægilega mörgum þáttum hafi verið sinnt. Sumum þeirra er reyndar sinnt á öðrum stofnunum svo sem vera ber. Rala er þó hinn rétti vettvangur fyrir mun víðtækari rannsóknir en þar eru nú stundaðar. Þær gætu orðið grundvöllur að nýt- ingu lands til fleiri búgreina en nú er. Um leið og nauðsynlegt tillit væri tekið til náttúruvernd- arsjónarmiða. Fræðisvið búvísinda er mjög víðtækt. Því er veruleg hætta á fræðilegri einangrun á ýmsum sviðum vegna fámennis. Þegar ég hóf störf á Rala fyrir tæpum tuttugu árum var stofnunin þann- ig stödd, að fámenni á flestum fagsviðum ásamt lélegri starfs- aðstöðu virtist standa í vegi fyrir því, að stofnunin gæti verið frjó. Helsta undantekningin var sauð- fjárrannsóknir. Síðan hefur starfsaðstaða batnað mjög á flest- um sviðum og fleiri fræðisvið náð að blómgast. Menntunargildi rannsókna felst m.a. í því, að með tímanum verður til þekkingarforði sem er undirstaða nýrra rannsókna og er jafnframt unnt að miðla til ann- arra. Ef skorið er á rannsóknir á einhverju sviði, líkt og átt hefur sér stað á Orkustofnun, tapast þekking og árangri margra ára starfs er á glæ kastað. Dæmi um það, hvernig upp- söfnuð þekking og reynsla verður til þess, að unnt er að takast á við umfangsmeiri verkefni en ella væri, eru rannsóknir á fitusöfnun sauðfjár og aðgerðir til að laga kindakjötsframleiðsluna að kröf- um markaðarins um hæfilega feitt kjöt. Hér er unnt að hagnýta niðurstöður rannsókna, sem hafa fengist á nokkrum áratugum, og nú tengjast þær matvæiarann- sóknum, sem eru nýlegur þáttur í starfsemi stofnunarinnar. Annað dæmi um, hve rann- sóknir þurfa stundum að standa lengi til að skila árangri, eru jurtakynbætur. Þær hafa verið stundaðar í um fjóra áratugi. Árangur þeirra hefur til þessa einkum verið fólginn í því að velja erlenda stofna nytjajurta, sem henta til ræktunar hér á landi, en einnig hafa verið valdir stofnar úr innlendum efnivið. Markvissar kynbætur, sem miða að því að fá fram stofna sem skara fram úr og bjóða jafnvel upp á nýja möguleika í ræktun, eru geysilega tímafrekar. Þær gefa ekki árangur nema unnt sé að halda áfram samfelldu starfi í a.m.k. einn til tvo áratugi. Nú eru kynbótaverkefni að komast á lokastig og það mun t.d. koma í ljós á næstu árum, hve miklum árangri umfangsmiklar korn- kynbætur hafa skilað. Bæði þau verkefni, sem hér hafa verið nefnd til dæmis, eru að verulegu leyti unnin á tilrauna- stöðvum og því yrði tvísýnt um framhald þeirra, ef ekki verður veruleg breyting á fjárlagafrum- varpinu. Að byggja upp tilraunastöð Tilraunastöðvar Rala hafa löng- um verið illa búnar og fáliðaðar að því marki, að vafasamt er, að þær hafi skilað árangri í samræmi við tilkostnað. Það hefur verið áhugamál margra að efla þær að mun. Það hel ur ekki tekist og því hafa oft heyrst raddir um að fækka tilraunastöðvunum og ná með því meiri hagræðingu. Auð- vitað væri það sárt, því að allar gegna stöðvarnar einhverju hlut- verki, sem yrði að sinna með öðru máli, ef þær yrðu lagðar niður. Á móti slíkri endurskoðun mælir einnig að menn hafa þá reynslu af fjárveitingarvaldinu, að stofnunin myndi að líkindum ekki fá að halda því fjármagni sem sparaðist til að hagræða rekstri, heldur myndu rannsóknir skerðast sem því nemur. Loks þyrfti til þess lagabreytingu. Framlag Alþingis til þessara mála, umfram það að halda fjár- veitingum til tilraunastöðva Rala í lágmarki, var það að stofna nýja tilraunastöð með lög- um árið 1981. Að vísu var ekki um nýja starfsemi að ræða, held- ur var tilraunastarfsemi með fóðrun mjólkurkúa, sem verið hafði í Laugardælum, fest í sessi. Hafist var handa um byggingu fullkominnar tilraunastöðvar í Stóra-Ármóti í stað þeirrar í Laugardælum. Áður var hafin bygging tilraunafjóss á Möðru- völlum. Áhugi bænda á þessum framkvæmdum hefur verið mikill. Framlög á fjárlögum til bygg- ingar tilraunafjósanna hafa kom- ið dræmt og því hefur bygging þeirra dregist úr hömlu. Hvorugri byggingunni er fulllokið. Vart hafði fyrsti tilraunastjórinn í Stóra-Ármóti verið ráðinn, þegar fram kom frumvarp til fjárlaga, sem gerir ráð fyrir, að staða hans verði lögð niður. Var það e.t.v. síðbúið raunsæi hjá fjármálayfir- völdum að átta sig á því, að það er ekki nóg að byggja tilrauna- fjós, það kostar einnig fé að nýta það? Framtíðarsýn Rannsóknir, hvort heldur er í þágu landbúnaðar eða í öðru skyni, eru ekki dægurmál. Að vísu er oft unnt að leysa ákveðin verkefni með skammtímaátaki, en því aðeins, að stuðst sé við rannsóknir sem eru í föstum far- vegi. Rannsóknir í þágu landbúnað- ar hljóta að miðast við það, hvaða hlutverk honum er ætlað á næstu áratugum. Gerum við ráð fyrir, að íslenskar landbúnaðar- afurðir haldi hlut sínum í fæðu þjóðarinnar? Eigum við að stunda rannsóknir með tilliti til búgreina, sem hugsanlega gætu orðið hagkvæmar hér á landi? Það eru svör við spurningum sem þessum, sem eiga að ráða afstöð- unni til þess, hve umfangsmiklar landbúnaðarrannsóknir eru stundaðar hér. Varðandi fyrri spurninguna sem spurt var er rétt að minna á, að það er verulegt öryggisatriði hverri þjóð að vera sem mest sjálfri sér nóg um matvæli. Mat- væli geta fyrirvaralaust horfið af heimsmarkaði vegna náttúru- hamfara, styrjalda eða stórfelldra óhappa. Nýlegt dæmi um slíkt er kjarnorkuslysið í Tsjernobýl, þótt áhrifa þess gætti ekki hér. Með landbúnaðarrannsóknum má stuðla að því, að íslensk land- búnaðarframleiðsla haldi hlut sínum án verulegra verndar- aðgerða. Ég vil taka fram til mót- vægis þeirri algengu minnimátt- arkennd íslendinga að við búum á mörkum hins byggilega heims, að ísland er gott grasræktarland, þótt við eigum nágrannalönd sem taka því fram. Seinna atriðið var rætt fyrr. Því má bæta við, að ýmsir spá því, að loftslag muni fara ört hlýnandi á jörðinni á næstu áratugum vegna aukningar koldíoxíðs og fleiri efna í andrúmslofti. Þetta kallar á auknar rannsóknir ef rétt reyn- ist, bæði vegna breyttra skilyrða til núverandi landbúnaðar og vegna nýrra möguleika sem opnast. Niðurskurður á fé til rann- sókna í þeim mæli, að hópi manna sé sagt upp störfum, jafn- | gildir yfirlýsingu um að störf þeirra undanfarin ár hafi verið gagns- laus. í lifandi rannsóknarstarf- semi er nauðsynlegt að fá jafnt og þétt til starfa unga vel mennt- aða vísindamenn með nýjar hug- myndir. Ör uppbygging getur því einnig verið varasöm, ef henni fylgir stöðnun eða samdráttur. Því ber Alþingi að sjá til þess, að duttlungar einstakra stjórnmála- manna eða vanhugsuð og úrelt slagorð á borð við „báknið burt“ valdi ekki röskun á vísinda- starfsemi í landinu. Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur starfað í núverandi horfi í rúm 20 ár. Endurskoðun á starfseminni er því eflaust tíma- bær. Þótt slík endurskoðun kynni að leiða til einhverra breytinga á rekstri, er ég sannfærður um, að hún myndi staðfesta réttmæti þeirrar málsgreinar úr málefna- samningi ríkisstjórnarinnar, sem vitnað var til í upphafi. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070 Skilið getraunaseðlinum fyrir nóvember sem fyrst. Dregið verður um hljómtækjasamstæðu að verðmæti 98.000 kr. 15. desember. Einungis skuidlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.