Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. nóvember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vinnuveitendur féllu á prófinu Illa horfir í samningamálum eftir að viðræðum Verkamannasambandsins, Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasambandsins var siglt í strand fyrir helgi. Fulltrúar Verkamannasam- bandsins hafa lýst því yfir að þeir telji frekari viðræður tilgangslausar að svo stöddu, þar sem enginn vilji sé fyrir hendi hjá vinnuveitendum að ná samkomulagi. Það lítur því út fyrir að til alvarlegra átaka komi á vinnumarkaði um áramót, þegar kjara- samningar verða lausir. Eins og staðan er nú bendir fátt til þess að þessir aðilar setjist að samningaborði að nýju í bráð. Þetta eru slæm tíðindi. Miklar vonir voru bundnar við það að aðilar vinnumarkaðarins reyndu eftir fremsta megni að leita raunhæfra leiða í samningaviðræðunum, að kröfugerðin yrði sanngjörn og innan þeirra marka sem þjóð- arbúið þolir. Dagur hefur oftar en einu sinni vak- ið athygli á því að óraunhæf kröfugerð er einskis verð þegar til lengdar lætur og ekki til annars fallin en að auka verðbólguhraðann. Það er kaupmátturinn sem á sitja í fyrirrúmi við samn- ingagerð en ekki svo og svo mikil krónutölu- hækkun. Samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins voru ekki langt komnar þegar upp úr þeim slitn- aði og vissulega á Vinnuveitendasambandið stærsta sök á því hvemig fór. Forsendur des- embersamninganna svokölluðu voru þær að þjóðarhagur á yfirstandandi ári færi versnandi og í ljósi þess samdi verkalýðshreyfingin um svo til óbreyttan heildarkaupmátt fyrir umbjóðendur sína á árinu. Strax í apríl var ljóst að forsendur desembersamninganna voru brostnar og launa- hækkanir ýmissa starfsstétta fóru langt fram úr því sem um var samið í desembersamningunum. Verkalýðshreyfingin setti þá strax fram sjálf- sagða kröfu um leiðréttingu á þeim kauptöxtum sínum, sem mest skekkja var komin á. Þótt vinnuveitendur hafi viðurkennt að leiðrétta þyrfti kjör ákveðinna starfsstétta innan VMSÍ, og má þar sérstaklega nefna fiskvinnslufólk, hafa þeir hins vegar — viljandi eða óviljandi - hummað þá leiðréttingu fram af sér mánuð eftir mánuð. Nú er svo komið að langlundargeð Verkamannasambandsins er þrotið. Það var ekkert látið á það reyna í formlegum viðræðum hver raunverulegur vilji ríkisstjórnar- innar væri til að greiða fyrir því að samkomulag tækist. Þvert á móti falla vinnuveitendur á fyrsta prófinu, því þeir þrjóskast við að viðurkenna grundvailarkröfu verkalýðshreyfingarinnar um skilyrðislausa leiðréttingu á kjörum þess fólks sem orðið hefur út undan í launaskriðinu og hækkun á launum fiskvinnslufólks. Þess vegna má búast við allsherjarátökum á vinnumarkaðin- um um áramótin. BB. Haukur Ágústsson, formaður Menningarsamtaka Norðlendinga: Framsaga um menningarmál Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, voru stofnuð árið 1982 að frumkvæði Fjórðungssambands Norðlendinga. í lögum þeirra segir að markmið samtakanna sé að efla menningarlíf og menningarstarfsemi á Norður- landi í samstarfi við Fjórðungssam- band Norðlendinga. Einnig segir, að þessu markmiði hyggist samtökin ná með því að: a) safna og miðla upplýsingum um listastarfsemi og menningarlíf í Norðlendingafjórðungi svo og annars staðar b) liðsinna við ráðningu leiðbein- enda til námskeiða- og fyrirlestra- halds svo og sérstakra verkefna í hinum ýmsu listgreinum c) stuðla að bættri umfjöllun um list- ir í fjölmiðlum d) efla samstarf áhugafólks um listir og menningarlíf í fjórðungnum og við hliðstæð félög og samtök annars staðar e) beita sér fyrir bættri aðstöðu og skipulagi listkynningar f) halda árlega ráðstefnu um lista- og menningarlíf í fjórðungnum í tengslum við aðalfund samtak- anna. Samtökin tóku þegar til starfa af verulegum þrótti. Stofnuð voru sér- samtök myndlistarmanna og leikfé- laga þegar á fyrsta starfsári samtak- anna og á öðru ári samtök rithöfunda á Norðurlandi. Þessi sérsamtök hafa starfað af mismiklum þrótti og ber þar af Leikfélagasamband Norðlend- inga, sem hefur verið afar þróttmikið og samhent í því að halda sambandi á milli aðildarfélaga sinna, leikfélag- anna á Norðurlandi. Jafnframt tóku samtökin að starfa að þeim markmiðum, sem þeim voru sett í lögum þeirra, og ég vitnaði til hér á undan. Flafin var útgáfa frétta- bréfs til þess að miðla upplýsingum um lista- og nienningarstarfsemi á Norðurlandi. A síðasta starfsári kom fréttabréfið út mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Þá stóðu samtökin fyrir verkefni, sem nefnt hefur verið „List í skólum“ og naut verulegra vinsælda. Fengnir voru listamenn til þess að starfa í grunnskólum á Norðurlandi og standa fyrir listavik- um og námskeiðum í samvinnu við kennara. Leitast var við að hafa gott samband við fjölmiðla jafnt á Norðurlandi sem utan þess að koma á framfæri upplýsingum um norð- lenskt menningarlíf. Reynt hefur verið að berjast fyrir bættri aðstöðu til listkynninga og lista- og menning- arstarfsemi í fjórðungnum. Árlega hafa samtökin staðið fyrir ráðstefnum um hinar ýmsu hliðar lista- og menn- ingarlífs sérstaklega í sambandi við aðalfundi sína og boðið til hæfum framsögumönnum utan og innan félagsmannaraða sinna. í sambandi við aðalfundina hafa verið haldnar veglegar myndlistarsýningar og menn- ingarvökur og á öðrum tímum hafa samtökin staðið fyrir samkomum til eflingar samstarfs og kynna á meðal áhugamanna um listir og menningu á Norðurlandi. Enn mætti margt fram telja í starf- semi Menningarsamtaka Norðlend- inga, MENOR, en hér verður látið staðar numið. Hins vegar vil ég ekki láta þessum hluta máls míns lokið án þess að benda á þann skilning, sem þáverandi forsvarsmenn Fjórðungs- sambands Norðlendinga sýndu á gildi menningar og lista, er samband- ið stóð fyrir stofnun Menningarsam- taka Norðlendinga. Þá var unnið gott Haukur Ágústsson. verk, sem hefur skilað verulegum árangri, þó að enn sé langt í land að marki sé náð. Menning er víðtækt hugtak, sem margir hafa leitast við að skilgreina, víkka eða þrengja. í víðtækri merk- ingu er menning hvaðeina sem manninum viðkemur, sérkennir hann og af honum er sprottið. Hún er hátterni hans, dagfar hans, verk hans og gerðir. Hún er viðhorf hans, skoðanir og skoðanakerfi. Hún er hið jákvæða í manninum og hið nei- kvæða í honum - já, og reyndar líka sá grunnur, sem maðurinn sjálfur notar, þegar hann leggur mat á alla þessa þætti. í þeirri umfjöllun, sem rnenn venjulega hafa um menningu, er ekki fjallað um svo víðtæka merkingu sem þá, sem rakin var hér fyrir framan. Þegar við ræðum menningu, notum við hugtakið á þrengra sviði. Við höfðum þá gjarnan til þjóðmenning- ar eða landshlutamenningar og eig- um við þætti, sem lúta gjarnan að einhverjum greinum listanna eða forns arfs; einhverjum þáttum í mannlífinu, sem við metum sem já- kvæða og heldur æskilega. Til þess að leiða fram hvað hér er átt við, vil ég nefna það orðalag, sem gjarnan heyrist, að ekki sé mikill menningarauki að þessu eða hinu, eða að eitt og annað í umhverfinu sé mesta ómenning. I þessu orðalagi felst einmitt það, að sumt sé menning en annað ekki. Það mat, sem hér kemur fram, er byggt á hefðum, upp- eldi og innrætingu. Og rnatið sjálft er hluti menningar okkar þannig að jafnvel má segja, að menning okkar sé farin að meta sjálfa sig. í umfjöllun okkar um menningu er augljóst af því, sem á undan er komið, að ekki er byggt á verulega traustum skilgreiningarlegum grunni. Því mætti ætla, að hér væri þörf nærfærinnar skilgreiningar á hugtakinu, úr því að fjalla á um menningu. Svo er þó engan veginn. Hin almenna og lauslega en væntan- lega víðast viðtekna skilgreining, sem við berum með okkur velflest frá vöggu til grafar, en getum helst ekki orðað, heldur eigum frekast sem til- finningu, verður látin duga hér. Enda er í raun ekki ástæða til nokk- urs annars, því að í þessu máli er höfðað til einmitt þessarar lauslegu og tilfinningarlægu skilgreiningar; og raunar ekki um annað að ræða en byggja á henni, þegar rædd eru menningar- og listamál á almennum vettvangi. Áðan var sagt, að þegar rætt væri um menningu, væri gjarnan átt við einhverjar greinar listanna. Hér er annað hugtak, sem ekki hefur heldur reynst auðvelt að henda reiður á. Til eru skilgreiningar gáfaðra, mennt- aðra og víðsýnna manna, þar sem höfðað er til göfgunar andans, víkk- unar skilningsins, sérleika mannssál- arinnar eða einhvers viðlíka. En einnig hér, eins og þegar hefur verið rakið í sambandi við hugtakið menn- ingu, verður nákvæm skilgreining gangslítil, þegar rætt er á almennum vettvangi. Þó að þannig séu hliðstæður með hugtökunum list og menningu, þá er verulegur munur á. Menning er nokkuð, sem velflestir telja sig með umtalsverðu öryggi geta lagt mat á. Hins vegar virðist list gjarnan álitin vandasamari í umfjöllun. Menn hafa tilhneigingu til þess að líta á hana sem allt að því fræðigrein, seni ekki sé á annarra valdi um að dæma en sérfræðinga. Margir telja því, að þeir séu ekki dómbærir. Þeir bíða eftir umsögn listfræðinganna um mynd- listarsýningar, reiða sig á mat leik- dómaranna um leiksýningar og hafa ekki skoðun á tónlist fyrr en fyrir liggur umsögn hinna tónfróðu. Hér er komið að einum þeim vanda, sem steðjar að listum á lands- byggðinni. Þeirra er lítt getið í gagn- rýnendaskrifum blaðanna frá Reykja- vík, það er ekki fjallað um þær í skjáspjalli sjónvarpsstöðvanna og hljóðvarpsstöðvarnar sinna því einn- ig lítið flestum stundum að gera þeim skil. Listir á landsbyggðinni fá því ekki að jafnaði á sig gæðastimpil sérfræðinganna eða aðra umfjöllun þeirra. Og af þessu leiðir, að í hugum manna verður það vafasamt, hvort listir á landsbyggðinni séu list og verðugar þess að heita því göfuga og fræðiljómandi nafni. Það er jafnvel ekki ugglaust, að af þessum vafa spretti verulegur hluti þeirrar van- metatilfinningar og minnimáttar- kenndar, sem iðulega er næsta aug- ljóst að einkennir viðhorf rnanna, jafnt ráðamanna sem hinna almennu borgara, þegar listir - og einnig mennig - utan þéttbýlis við Faxa- flóa eru til umræðu og umfjöllunar. Vanmetatilfinning og minnimátt- arkennd þeirra, sem utan Reykjavík- ursvæðisins búa á sviði menningar og lista eiga sér margar hliðar og birtast í mörgu, sem við augum blasir í kringumstæðum og gerðum. Þéttbýl- isbyggðarlög hafa haldið upp á afmæli sín og þá leitað til listamanna utan byggðanna - að sunnan - til þess að semja og leikstýra hátíðadag- skrám. Ef til stendur að skreyta með listaverki einhverja byggingu eða götuhorn, þykir þjóðráð að fara á vit reykvískra listamanna frekar en hinna, sem reyna að sinna list sinni heima fyrir - jafnvel þó að á sama sviði sé. Ef forstöðumann þarf að einhverri menningarstofnun úti á landi, eins og það er orðað, þykir vís- ara til góðs árangurs að ráða til mann af suðvesturhorninu en einhvern heimaalinn, þó svo að vel gæti verið, að hann gæti allt eins vel sinnt starf- inu. Enn mætti áfram halda í hálf- kveðnum en sönnum vísum. Og ef vikið er að öðrum þáttum starfsemi utan Reykjavíkursvæðisins, er skammt þess að minnast, að bent var á í fjölmiðlum, að veruleg brögð væru að því, að ekki væri leitað til heimamanna í sambandi við tækni- vinnu og hönnun, heldur farið á vit hinna reykvísku sérfræðinga, sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.