Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 23.11.1987, Blaðsíða 16
Hafið þið reynt okkar þjónustu? cpedsSmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Forsetakosningar: Vigdís gefur kost á sér Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, tilkynnti á föstudag aö hún hyggst gefa kost á sér til endurkjörs viö forsetakosningarnar, sem fram fara næsta sumar. í fréttatilkynningu til fjölmiðla vegna þessarar ákvörðunar segir m.a.: „Peim tilmælum hefur verið beint til mín að ég gefi kost á mér við forsetakjör sem fram á að fara á komandi sumri, fyrir kjör- tímabilið 1988 til 1992. Ég hef ákveðið að verða við þessum til- mælum.“ Fæst grænt Ijós á smíði Hríseyjarferju? Afgreiðslu fjárlaga beðið Nú liggja fyrir frumdrög að nýrri ferju fyrir Hríseyinga. Slippstöðin á Akureyri hefur unnið þessi drög eftir hug- myndum Hríseyinga og er nú beðið eftir fjárveitingu til smíði ferjunnar en gert er ráð fyrir að skipið kosti um 50-70 milljónir króna. Ekki verður ljóst fyrr en afgreiðslu á fjárlögum fyrir 1988 er lokið hvort Hríseyingar fá grænt ljós á smíði nýrrar ferju. Ferjumál heyra undir samgöngu- málaráðuneyti og leggur ríkið Hríseyingum til ferjuna í staðinn fyrir veg en Hríseyingar sjá svo um að reka skipið. Flutningur með Hríseyjarferj- unni hefur stóraukist á síðustu árum. Bæði hafa fólksflutningar aukist og einnig vöruflutningar en til marks um þetta sagði Guð- jón Björnsson, sveitarstjóri í Hrís- ey að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hafi ferjan flutt 40.000 manns og 3.200 tonn af vörum. Guðjón sagði að út frá aukningu á fólks- flutningum frá árinu 1984 mætti gera ráð fyrir að 50.000 manns verði fluttir með ferjunni milli lands og eyjar á næsta ári. „Ferjan er okkar aðaltengill og ef við getum ekki annað flutn- ingum t.d. á fólki þá kemur það niður á ferðamannaflutningum sem er slæmt þar sem ferðamanna- iðnaður er í uppbyggingu hér í eynni. Ef við flytjum ekki allar vörur í eyna þá erum við að dempa niður athafnalífið. Því þurfum við á stærri ferju að halda,“ sagði Guðjón Björnsson. JÓH Jafnvel hörðustu andstæðingar sælgætis bráðnuðu og þáðu nammi hjá Hófí - Hólmfríði Karlsdóttur - fegurðardrottningu, en hún var að kynna Marabou sælgæti í Hrísalundi á laugardaginn. Fólk hópaðist að stúlkunni og að sögn bragðaðist sælgætið afar vel. Ekki spillti fyrir að fá undursætt bros í kaupbæti. Mvnd. R^B Inflúensa: Asíu-flensan ekki alvarleg - fyrirtæki sýna áhuga á bólusetningu starfsfólks „Bólusetning við flensu á okkar vegum stendur ekki í sambandi við neina ákveðna inflúensu sem við vitum um. Það er árvisst hjá okkur að bjóða eldra fólki og sjúkling- um bólusetningu og fer gerð bóluefnisins í hvert sinn eftir því hvaða stofnar hafa verið í gangi úti í heimi,“ sagði Ólafur H. Oddsson héraðslæknir þeg- ar hann var spurður um þessi mál. Talað hefur verið um í fréttum að von væri á svokallaðri Asíu- inflúensu. í bóluefni eru þrír stofnar inflúensu. Einhverjir þeirra er nú í gangi í Asíu en eru ekki taldir mjög alvarlegir og því engin ástæða til ótta. Vegna bættrar skráningar um allan heim verða bóluefni sífellt betri. Ólafur sagði að venjulega mætti eiga von á inflúensufaraldri í mars á hverju ári. Héðan í frá yrði bólusett gegn flensu í nóvember á hverju ári til öryggis. Við spurðum Ölaf hvort mikið væri um að fyrirtæki bæðu urn bólusetningu fyrir starfsfólk sitt og sagði hann svo vera. „Við höf- um aftur á móti dregið úr þeim því stundum er ekki til nóg bóluefni og viljurn við frekar að Akureyri: Vélfryst skautasvell - Bylting í aðstöðu skautafólks Nú hafa Akureyringar svo sannarlega skotið Reykvíking- um ref fyrir rass í skautaíþrótt- inni. Á báðum þessum stöðum hefur aðstöðuleysi háð íþrótt- inni og háværar umræður um vélfryst skautasvell hafa bloss- að upp á undanförnum árum. Skautafélag Akureyrar hefur nú fest kaup á búnaði til að frysta skautasvell á svæði félagsins á meðan málið er enn á umræðustigi í Reykjavík. Ástæðan fyrir ofangreindu orðalagi liggur að sjálfsögðu í því að um áratugaskeið hafa þessi bæjarfélög háð íshokkíkappleiki sem hafa verið mjög skemmtileg- ir og spennandi. Síðastliðin tvö ár hefur þessi keppni legið niðri, Skautafélag Akureyrar hefur fengið búnað til að vélfrysta skautasvcll og mun þetta valda straumhvörfum í skautaíþróttinni á Akureyri. Mynd: tlv enda æfingaaðstaða skautafólks lítil sent engin og algjörlega háð duttlungarfullri veðráttu. Nú eru úrbætur fyrirsjáanlegar á Akur- eyri. Ingólfur Ármannsson hefur lengi fylgst með skautaíþróttinni. Aðspurður sagði hann að nú væri verið að koma vélfrystibúnaðin- um fyrir á svæði Skautafélagsins. Hann sagði að hér væri um að ræða vél í sérútbúnum gámi og á þaki hans væri loftkælibúnaður. „Þessi búnaður verður síðan tengdur við leiðslurnar sem lagð- ar voru í plötuna þegar hún var steypt í fyrra. Við vonumst til að þessu verði lokið um næstu mán- aðamót og þá verður hægt að prufukeyra svellið,“ sagði Ingólf- ur. Hann sagði að skautaíþróttin hefði verið í lægð að undanförnu vegna aðstöðuleysis, en sem kunnugt er þurfti að flytja skautasvæðið um set og er upp- bygging á nýja svæðinu nú langt komin. Hann sagðist eiga von á því að skautaíþróttin fengi byr undir báða vængi og yrði vinsæl almenningsíþrótt, eins og t.d. sund og skíðaíþróttir. SS þeir sem þurfa þess heilsu sinnar vegna fái það. Við skiljum að fyrirtæki hafi áhuga á þessu því það er dýrt fyrir þau ef starfsfólk veikist.“ Ólafur sagði að mestur þrýstingur væri frá þeim sent standa einir t.d. bændum og væri reynt að verða við óskum þeirra án tillits til heilsufars eða aldurs. Hjá bændurn veltur öll starfsemi á einum manni og því slæmt ef þeir veikjast. Hann sagðist efast um að fullfrísk ung manneskja fengi bólusetningu, færi hún fram á það hjá heimilislækni. VG Laufabrauð: Mikil aukning í sölu til Reykjavíkur Jólin nálgast óðum og þeim fylgir á allflestum heimilum laufabrauðsgerð. Flestir láta sér nú lynda að kaupa kökurn- ar útflattar og skornar þannig að einungis á eftir að skreyta þær og steikja. Hjá Brauðgerð KEA og Brauðgerð Kristjáns Jónssonar á Akureyri er laufa- brauðsvertíðin byrjuð. „Við erum jú aðeins byrjaðir en aðalvertíðin verður þegar fer að nálgast mánaðamótin," sagði Páll Stefánsson hjá KEA. „Við höfum skorið á bilinu 10 - 20 þús- und kökur á ári og reiknum með svipuðu magni nú.“ Páll sagði að hver fjölskylda tæki á bilinu frá 30 - 40 kökur og allt upp í 100 kökur. Sömuleiðis væri mikið um að margir tækju sig saman við laufabrauðsgerð- ina. Snorri Kristjánsson hjá Brauð- gerð Kristjáns sagði að þeir væru byrjaðir af fullum krafti. Þeir selja bróðurpartinn af yfir 100 þúsund kökum til Reykjavíkur og sagði Snorri að aukning í sölu þangað hefði verið jöfn og þétt. „Burtfluttir Norðlendingar vilja fá laufabrauð og greinilegt er að þeir hafa smitað út frá sér því mun fleiri eru farnir að steikja laufabrauð. Við höfum einnig selt til Vestmannaeyja, Vest- fjarða og töluvert á Snæfellsnes,“ sagði hann. VG Laufabrauði pakkað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.