Dagur - 05.01.1988, Page 3
5. janúar 1988 - DAGUR - 3
-J
bœndur & búfé
Vélmenni í mjöltum
Handmjólkað um aldir
Svo lengi sem húsdýrin hafa
þjónaö manninum hafa mjaltir
verið stundaðar og lengst af
handmjólkað og sums staðar er
það enn við lýði. Mjaltir eru það
atriði sem krefst fullkomins
trausts milli þeirrar skepnu sem
mjólkuð er og þess sem mjólkar.
Þetta er samvinna manns og dýrs
þar sem dýrið færir manninum þá
mjólk sem það ætlar afkvæmi
sínu.
Handmjaltirnar hafa látið und-
an vélvæðingu nútímans eins og
margt annað, en það var 1819
sem Ameríkanar komu fram með
fyrsta vísi að mjaltavélum þó
nokkuð ófullkomnar væru. Þetta
þróaðist smám saman bæði í Evr-
ópu og vestanhafs fram eftir öld-
inni og í lok hennar var byrjað að
nota vélar líkar því sem margir
þekkja. Laurence-Kennedy vélin
sem mjólkaði tvær kýr í einu
var í notkun í Bretlandi frá 1903
og náði mikilli útbreiðslu. Síðan
hefur margt gerst og enn halda
menn áfram að þróa þessa tækni
og það næsta er vélmenni sem
mjólkár, segja þeir sem að þessu
vinna.
Hvernig bregðast
kýrnar við?
Mjög margir vísindamenn í Evr-
ópu og víðar hafa haft áhuga á
algerri sjálfvirkni mjalta um
árabil. Tilraunir þcssar miða að
því að kanna hegðun kúnna með
frjálsum aðgangi að mjöltum all-
an sólarhringinn.
Þessar tilraunir komast allar að
þeirri niðurstöðu að kýrin sé á
allan hátt fær um að láta mjólka
sig sjálf og oft á hverjum 24 tím-
um, án þess að það hafi nokkur
neikvæð áhrif á heilsufar og með
því að auka framleiðsluna um 10-
15%.
í Kiel í Þýskalandi voru gerðar
tilraunir með tvo tíu kúa hópa
1983 með það fyrir augum að
athuga hversu oft kýrnar færu
sjálfviljugar til injalta og kom
það í Ijós að þær fóru allt að 6
Umsjón:
Atli
Vigfússon
sinnum að jafnaði er á leið þó
það væri nokkuð misjafnt eft-
ir kúm. Rannsóknirnar í Kiel
leiddu einnig í ljós betri júgur-
heilsu við þessar aðstæður og
betri nýtingu á möguleikum kýr-
innar til framleiðslu mjólkur.
í Hollandi hafa einnig verið
gerðar tilraunir á svipaðan hátt
og létu þær kýr mjólka sig um 4
sinnum á dag og framleiðslu-
aukningin var 14% og vilja þeir
mein? að svo margar mjaltir hafi
á engan hátt neikvæð áhrif á
spena og júgur.
Vélmennið þarf
að þekkja kýrnar
Bretar, Frakkar, Hollendingar,
Japanir og Þjóðverjar vinna nú
að því að koma áformum sínum í
framkvæmd og vilja taka vél-
menni sem mjólkar í þjónustu
sína. Staða kýrinnar og hvernig
hún eigi að vera bundin meðan
verið er að mjólka er mál sem
enn er nokkuð óljóst, einnig gerð
spenahylkja og hvernig setja eigi
þau á. Nokkuð greinir menn á
um hvernig lögun hylkjanna eigi
að vera og vilja Bretar helst að
þau séu trektlaga og vélmennið
finni spenana með geisla. Einnig
gæti það fúndið þá með snertingu
eða mynd.
Frakkar beina nú rannsóknum
sínum að því hvernig skráning
nythæðar fer fram, hreinsun
mjaltastæðis milli kúa, hvernig
gefa skuli kjarnfóður meðan á
mjöltum stendur, sé það gert, og
það hvernig vélmennið geti
greint á milli nythæðar í hinum
ýmsu kúm og hve oft þær koma í
Margar gátur eru enn óleystar hvað varðar vélmenni í mjöltum.
Myndin er tekin úr frönsku tímariti PLU um landbúnað.
AKUREYRARB/ÍR
Frá dagvistardeild
Við auglýsum eftir dagmæðrum, aðallega
á Brekkunni og Eyrinni, til að gæta barna
frá 4 mán. aldri og til að sinna sérverk-
efni.
Upplýsíngar í síma 24600 kl. 10-12 alla virka
daga.
Umsjónarfóstra.
básinn. Af þessu má ráða að vél-
mennið verður einnig að geta
greint á milli einstaklinga. Einnig
er það spurning hvort vélmennið
geti áttað sig á ef kýr er með
særða spena eða önnur veikindi.
Kostnaður
Samkvæmt niðurstöðum nefndar
sem unnið hefur að því að kanna
kostnaðarhlið málsins þá vilja
þeir meina að fyrir 30 kýr muni
kostnaður vera um það bil nokk-
uð á þriðju milljón króna íslensk-
ar. Nefndin bendir þó á að á
meðan svo margir þættir séu
ófrágengnir þá megi vart taka
þessa tölu alvarlega. Inn í þenn-
an kostnað vilja þeir líka reikna
vinnusparnað við mjaltir fram í
tímann.
Þegar Japanir kynntu vél-
mennið fyrst vildu þeir meina að
þessi tækni ætti að leysa hús og
dýra mjaltabása af hólmi en eitt
er víst að í kaldari löndum verður
ekki liægt að sleppa húsakosti
fyrir mjólkurkýr.
Hættir spjallið
á tröðinni?
Formaður nefndar á Vesturlönd-
um, M. Bouniol að nafni, sem
fjallar um tækni í mjöltum bendir
á að ekki sé langt í það að tækni-
legu þættirnir séu komnir í það
form sem menn kjósa helst og
fyrirtækið sé hagkvæmt, og segir
að á þessari stundu hafi hönnuð-
Laurcnce-Kenncdy nijaltavélin mjólkaði tvær kýr í einu.
irnir enga vissu um hvaða áhrif
þetta hafi á framleiðslu mjólkur í
framtíðinni og hvort þetta verði
einkennandi form mjaltá innan
15 ára. Hann segist þess þó full-
viss að eftir ein 30 ár verði ein-
hvers konar vélmenni við mjaltir
jafn algengt og venjulegur mjalta-
bás er í dag.
Hvenær vélmcnni verða farin
að mjólka kýr á íslandi er erfitt
að segja og sumar nýjungar koma
fyrr en varir hvaö svo sem mönn-
um finnst um þær. Það virðist þó
nokkur tími þangað til menn
hætta að sinna mjöltum í því
formi sem nú er og geta því enn
um sinn fylgt kúnum í rósemi
þeirra á málum og spjallað á tröð-
inni ef svo ber undir.
Breyttur sölutími kjörbúí fn 1 nninr 1Q8Í iaKEA
Hti i« jtiiitim 170t Hrísalundur 5 1
Mánud., þriðjud. og miðvikud kl. 09-18
Fimmtud kl. 09-20
Föstud kl. 09-19
Laugard kl. 10-16
Laugard., lúgusala kl. 16-20
Sunnud., lúgusala kl. 11-18
Byggðavegur 98
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. ogföstud kl. 09-20
Laugard kl. 10-20
Sunnuhlíð 12
Mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud kl. 09-18
Föstud kl. 09-19
Laugard kl. 10-16
Höfðahlíð 1
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud kl. 09-18
Laugard., lúgusala kl. 11-20
Sunnud., lúgusala kl. 11-18
Brekkugata 1
Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud kl. 09-18
Laugard kl. 10-16
Sunnud., lúgusala kl. 11-18
Ath. Aðrar kjörbúðir hafa óbreyttan opnunartíma
Kjörbúðir KEA