Dagur - 05.01.1988, Síða 4

Dagur - 05.01.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 5. janúar 1988 ÚTGEFANDl: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavik), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDS- SON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bjartsýn byrjar þjóðin árið Niðurstöður úr nýbirtri skoðanakönnun Gallup sýna að íslendingar eru þjóða bjartsýnastir og hafa tröllatrú á að nýbyrjað ár verði þeim gott. Mjög fáir eru þeirrar skoðunar að nýja árið reynist þeim verra en það gamla. í sjálfu sér er ekkert nema gott eitt um það að segja er menn líta lífið og tilveruna björt- um augum. Hins vegar eru ýmis teikn á lofti um að árið 1988 geti reynst íslendingum erfiðara en árið sem var að líða 1 aldanna skaut. Það gæti því hæg- lega farið svo að margir yrðu fyrir verulegum von- brigðum áður en árið er allt. Ýmsar tölulegar staðreyndir gefa til kynna að hð- ið ár hafi reynst gott miklum þorra þjóðarinnar. Framkvæmdagleði var mikil, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. Þar risu margar og glæstar verslun- arhallir á árinu, að ógleymdum hótelum, skemmti- og veitingastöðum. Kaupmáttur jókst um 18%, atvinnuleysi þekktist ekki og það sem meira er; skortur var á vinnuafli í flestum atvinnugreinum. Bílainnflutningur var meiri en dæmi eru um áður á einu ári og einnig var metár hvað fjölda utanlands- ferða varðaði. Ekki varð þess vart í jólaversluninni að fjárráð almennings væru tæp né heldur kom það fram í flugeldasölunni um áramótin. Þvert á móti bar mikil verslun vitni um almenna velmegun og rúm fjárráð. En kaupgetan og velmegunin er bara önnur hhð- in á efnahagslifi liðins árs. Hin hliðin er öllu dekkri. Gengisþróunin reyndist okkur óhagstæð og í árslok var ljóst að útflutningsgreinarnar ættu mjög undir högg að sækja. Þeir eru margir sem heimta gengis- fehingu sem fyrst nú á nýja árinu. Framkvæmda- gleðin var meiri en svo að sparnaður innanlands næði að mæta lánsfjárþörfinni. Einkaaðilar gripu óhikað til erlends fjármagns og afleiðingin af öllu saman var hækkandi vextir. Framkvæmdagleðin ohi þenslu í atvinnulífinu sem hafði aftur aukna eftirspurn eftir vinnuafli í för með sér, með tilheyr- andi launaskriði. Verðbólguhraðinn tvöfaldaðist á einu ári. Þessum staðreyndum stöndum við frammi fyrir nú. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups á íslenska þjóðin ekki von á öðru en að góðærið sé komið til að vera. Því má búast við að boginn verði hátt spennt- ur í komandi kjarasamningum og reyndar kom fram í fyrrnefndri könnun að íslendingar eiga öðrum þjóðum fremur von á deilum á vinnumarkaði á þessu ári. Rétt er að minna á að kröfugerðin í komandi kjarasamningum getur haft úrslitaáhrif á það hver framvindan verður í efnahagslífinu. Það verður seint talið vænlegt til árangurs að einblína á krónur og prósentuhækkanir í slíkri samningagerð. Kaup- mátturinn er það sem máli skiptir en ekki svo og svo margar krónur, sem sífellt rýrna að verðgildi. Vonandi berum við gæfu til þess á nýja árinu að sníða okkur stakk eftir vexti í efnahagsmálum sem og á öðrum vettvangi - þótt við séum bjartsýn. BB Árni Böðvarsson, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins: Nokkur orð um beyg- ingu landafræðiheita ættarnafna og fleira Hinn 9. des. sl. birtist í DV athugasemd frá Sigurði Þorkels- syni sem hann kallar „Um eign- arfall og uppnefningu sérnafna“ og um sama leyti sendi Vináttu- félag íslands og Kúbu fjölmiðlum ályktun þar sem mótmælt er lýs- ingarorðinu kúbskur sem hefur nokkrum sinnum verið notað í stað „kúbanskur". Hvoru tveggja er beint gegn málfari í Ríkisút- varpinu. Bæði þeir sem athuga- semdina gerðu og lesendur eiga kröfu á svari, en eitt verður látið nægja. Sigurður spyr m.a.: „Hvaða vit er í því að kalla norsku borgina Bergen Björgvin? . . . Og því er þá ekki notuð eignarfallsmyndin „Björgvins“ í stað „Björgvinj- ar“?“ Þessu skal svarað fyrst. „Vin“ er kvenkynsorð sem allir íslenskumælandi menn þekkja, t.d. „gróðurvin, vin í eyðimörk". Eignarfall þess orðs er vinjar. Það er seinni hluti borgarnafnsins Björgvin og því er eignarfall þess Björgvinjar. Hins vegar er seinni hluti karlmannsnafnsins Björgvin sama og karlkynsorðið vinur þótt -ur hafi horfið aftan af og nafnið þá skipt um eignarfallsmynd. Þá er þess að geta að borgin Björgvin hefur borið þetta nafn frá upphafi og íslendingar köll- uðu hana ekki annað, allt þar til betri skipaferðir hófust þangað samtímis bættum verslunarhátt- um hérlendis á síðustu öld. En í dönsku breyttist nafnið. Sú tunga varð allsráðandi í norskum borg- um og margir Norðmenn tóku snemma upp danska borgarheitið Bergen í stað hins norska Björgvin. Því varð það mestu ráðandi í norsku, en þó heitir til dæmis biskupsdæmið þar „Björgvin bispedöme". Að sjálf- sögðu notuðu danskir kaupmenn dönsku ummyndunina Bergen, en ekki upprunalega nafnið Björgvin, og sama gerði útlenda skipafélagið seem hafði siglingar milli íslands og Noregs. Margir íslenskir verslunarmenn tóku það upp eftir þeim, en samtímis héldu aðrir Islendingar áfram að nota gamla heitið, Björgvin. Af þessu stafar þessi tvískinnungur í íslensku á seinni áratugum. Almennt eru borgaheiti kven- kyns í íslensku, nema seinni hlut- inn sé ótvírætt annars kyns (Stokkhólmur er karlkynsorð, vegna þess að hólmur er karl- kynsorð). Því beygjum við þau eins og kvenkynsorð þegar unnt er að koma því við, og segjum „til Parísar, til Rómar, til Berlín- ar, til Moskvu". Ekki þó allir. Sumir segja „til Paris, til Róm, til Berlín, til Moskva“, og suma hef- ur þetta beygingarleysi meira að segja ruglað svo rækilega að þeir eru til með að segja „til Akur- eyri, til Hergilsey, til Vík í Mýrdal“. Það er ekki rétt hjá Sigurði að eina borgin með íslensku nafni frá fornu fari sé Kaupmanna- höfn. í Svíþjóð eru borgirnar Uppsalir, Stokkhólmur og Gauta- borg (við köllum þær ekki Upp- sala, Stockholm og Göteborg), Noregi Þrándheimur (norsku Trondheim) og í Færeyjum Þórs- höfn (fær. Tórshavn), svo að dæmi séu nefnd. Þá skal vikið að ályktun Vin- áttufélags íslands og Kúbu. Þar segir m.a.: „Lýsingarorðið kúbanskur er ólíkt hljómfegurra en kúbskur og hefur þar að auki alltaf verið notað og særir alls ekki íslenska máltilfinningu eins og kúbskur hlýtur að gera, eða hvar hafa menn séð þessa stafi saman í einni runu: -bsk-?“ Þetta síðasta er rétt. Stafasambandið -bsk- er ekki til í ósamsettu orði í íslensku. Samt er „kúbskur" rétt myndað orð, af „Kúba“, en -b- er ekki heldur til milli sérhljóða í ósamsettu íslensku orði, þó að það sé í nafni Kúbu. Það er líka rétt að „kúbanskur“, þríkvætt orð, er lipurra í flutningi en tví- liðurinn „kúbskur“ sem þar að auki hefur stirt samhljóðasam- band, en með „hljómfegurð“ þríliðarins (kúbanskur) virðist vera átt bæði við hrynjandi orðs- ins og lipurð í flutningi. Hitt er rangt að „kúbanskur" særi alls ekki málkennd þeirra íslendinga sem telja lýsingarorðsendinguna -anskur og endinguna -ani í íbúa- heitum vonda íslensku. Til þessa hefur ekki þótt boðlegt að nota lýsingarorð eins og „afríkanskur, ameríkanskur, kóreanskur, mar- okkanskur og perúanskur" eða íbúaheiti eins og „Afríkani, Ameríkani, Kóreani, Marokk- ani, og Perúani" í vönduðu íslensku máli. „Kúbani" og „kúb- anskur" eru af sama tagi. Því verður að leita annarra leiða ef við viljum sýna þjóðinni á Kúbu þá virðingu að tala unr hana á vandaðri íslensku. Við höfum næg fordæmi um myndun lýsing- arorðs og íbúaheitis af erlendum landaheitum. Með einkvæðum stofnum eru endingarnar -verjar (eintölu -verjí) um þjóðina og - verskur algengar í góðri íslensku, enda eru orð eins og Kúbverji, kúbverskur bæði virðuleg og eðli- leg. Þess mætti minnast í þessu sambandi að fyrir nokkrum ára- tugum voru „Ameríkani“ og „ameríkanskur" algeng í mæltu máli hér. Nú er miklu fremur sagt „amerískur", skrípið sem endar á ,,-anskur“ mikils til horfið úr mál- inu, en nafnorðið „Ameríkani" er algengt enn. Hvorugt þykir boðlegt í vönduðu máli, þó að mörgum þættu þau áður bæði „eðlileg" og „hljómfögur“. Þetta var um landafræðiheiti. En Sigurður Þorkelsson minnist einnig á beygingu ættarnafna í athugasemd sinni í DV 9. des- ember. Það er ekki rétt að „áður fyrr“ hafi ættarnöfn ekki tekið eignarfallsendingu í íslensku. Þetta rakti Ingólfur heitinn Pálmason raunar rækilega í lítilli bók sem kom út í sumar, „Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku“. Þar kemur fram að frá því íslendingar fóru að nota ætt- arnöfn hafa þau ýmist verið beygð eða óbeygð. í upphafi var algengast að þau væru beygð, en á seinni áratugum hefur beygingin verið á undanhaldi. Hér verða dæmi ekki rakin, aðeins vísað í samantekt Ingólfs og bent á þá meginreglu í íslensku beyginga- kerfi að orð verður ekki beyging- arlaust þó að annað orð hliðstætt því bætist við. Sá sem talar um „rit Nordals, ljóð Thoroddsens“ verður þá líka að tala um „rit Sigurðar Nordals, ljóð Jóns Thoroddsens“, nema hann vilji skipa sér í þann fjölmenna flokk sem óafvitandi stefnir að skemmdum á íslensku máli með því að fella niður beygingar. Að lokum þetta: Allt málfar byggist á venju. Nýjung í máli vekur stundum fyrst í stað andúð þeirra sem hirða um málfar sitt, en sú andúð hverfur venjulega þegar nýjungin fer að verða algeng. Að þessu leyti gildir hið sama um góðar og vondar nýjungar, menn taka að telja þær eðlilegt og rétt mál þegar þeir venjast þeim, en til þess þurfa þeir ef til vill að nota þær sjálfir sjö sinnunt eða jafnvel sjötíu sinnum. Með nýársóskum til lesandans, Arni Böðvarssun. Skyldi hér sjást „til Akureyri“?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.