Dagur - 05.01.1988, Síða 5
ARGUS/SÍA
5. janúar 1988 - DAGUR - 5
Þrettánda-
gleði Heimis
á laugardag
Hin árlega þrettándagleði
karlakórsins Heimis í Skaga-
firði fer fram í Miðgarði í
Varmahlíð nk. laugardags-
kvöld og hefst kl. 21.
Það var einhvern tíma á fjórða
áratugnum sem Heimir tók að
halda söngskemmtanir með
þessu nafni, í kringum þrettánd-
ann ár hvert. Síðustu árin
verið fléttað inn í dagskrána
skemmtiatriðum til að gera hana
fjölbreyttari. Að skemmtuninni
lokinni verður stiginn dans fram
eftir nóttu við undirspil hljóm-
sveitar Geirmundar Valtýssonar.
Stjórnandi Heimis er Stefán R.
Gíslason og undirleik annast
Catharine Louise Seedell. Ein-
söngvarar eru þeir bræður Pétur
og Sigfús Péturssynir frrá Álfta-
gerði og Sveinn Arnason frá
Víðimel. Formaður karlakórsins
Heimis, sem varð 60 ára á síðasta
ári, er Þorvaldur G. Óskarsson á
Sleitustöðum. -þá
Snjóruöningstæki Akurcyrarbæjar hafa nú loks einhverju hlutverki að
gegna. Mynd: TLV
Mývatnssveit:
Óvenju mikið hefur
veiðst af mink og ref
Ingi Yngvason í Mývatnssveit
veiddi 80 minka á sl. ári og
er það óvenju mikil veiði.
Einnig var óvenju mikið um
ref og skaut Ingi 18 tófur í vor.
Vargfugl er líka plága í sveit-
inni og skaut Ingi vel á annað
hundrað hrafna á sl. ári.
Ingi hefur verið minkabani í
Mývatnssveit síðan 1976 og á því
tímabili hefur hann banað 756
minkum, flestum árið 1980 en þá
veiddi hann 100 minka. Ingi
stundar minkaveiðarnar nánast
allt árið, ekki sfst á veturna þegar
finna má slóðir eftir dýrin í
snjónum. Minkarnir eru að
mestu veiddir í gildrur, erfitt er
að ná þeim með hundum vegna
þess hve landið er víða erfitt yfir-
ferðar og sprengingar með dína-
míti mundu valda tjóni á landinu.
Ingi sagðist nær vikulega fylgj-
ast með hvað mikið væri um
mink og með því að stunda veið-
arnar svona stöðugt væru sárafá
dýr í sveitinni á hverjum tíma.
Minkurinn fyndi hvergi betri skil-
yrði en við Laxá og Mývatn og
enginn vafi væri á að hann yrði
stórkostleg plága og mundi strá-
fella fugla ef hann fengi að
grassera í sveitinni.
I vor leitaði Ingi að og lá á
grenjum, skaut hann þá 18 tófur
og er það óvenju mikið. Vargfugl
er plága í sveitinni, þar er aðal-
lega um hrafn að ræða og hefur
Ingi skotið vel á annað hundrað
hrafna á árinu. IM
I #
Nú þarft þú að fá þér miða
Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings-
hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings-
hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð-
um peningum sem vinningshafar ráðstafa að
eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti!
Vinningamir 1988: 9 á 5.000.000 kr J
108 á 1.000.000 kr./108 á 500.000 kr./
324 á 100.000 kr./1.908 á 25.000 kr./
10.071 á 15.000 kr./122.238 á 7.500 kr/
234 aukavinningar á 25.000 kr./
Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr.
/lllSv