Dagur - 05.01.1988, Page 12

Dagur - 05.01.1988, Page 12
ÍMGUR Akureyri, þriðjudagur 5. janúar 1988 Fiskmarkaður Norðurlands: Heildarsalan á árinu 303 tonn - þar af 199 tonn í desember Noack rafgeymar í bílinn, bátinn og vinnuvélina. Noack er viðhaldsfrír. þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Á árinu 1987 voru um 303 tonn af físki seld í gegnum Fisk- markað Norðurlands hf., þar af 199 tonn í desember. Heild- arveltan var um 10,2 milljónir, þar af 6,9 milljónir í desember- mánuði. Fyrsta uppboðið á markaðin- um fór fram 6. október og í þess- unr fyrsta mánuði voru seld 50 tonn á markaðinum. í nóvember Menningarmálanefnd: Framtíð Laxdals- húss ræðst á næstunni Fyrir nokkru hætti Örn Ingi Gíslason veitingarekstri í Lax- dalshúsi og sagði upp leigu- samningi við Akureyrarbæ. Menningarmálanefnd ákvað að auglýsa húsið til leigu og rann umsóknarfrestur út um áramótin. Að sögn Gunnars Ragnars formanns menningar- málanefndar munu umsókn- irnar verða teknar fyrir á næst- unni. Gunnar sagði að umsækjendur hefðu verið beðnir að gera grein fyrir því hvers konar starfsemi þeir áætluðu að hafa í húsinu og mun menningarmálanefnd meta það hvaða starfsemi henti þessu elsta húsi bæjarins. Örn Ingi rak nýstárlegan veit- ingastað í húsinu og sagði hann að reksturinn hefði gengið vel yfir sumarmánuðina. Hins vegar hefði verið taprekstur aðra mán- uði ársins sem gerði það að verk- um að ekki hefði verið grundvöll- ur fyrir því að leigja húsið árið um kring. SS jókst salan svo lítillega, í 54 tonn, en í desembermánuöi tók hún verulegan kipp eins og áður segir. Stærstur hluti aflans hefur verið af línubátum en aðeins hafa verið seld um 13 tonn af togur- um. Um tveir þriðju hlutar aflans sem seldur liefur verið á þessum þremur mánuðum er af tveimur línubátum, Sjöfn ÞH og Frosta ÞH en selt hefur verið úr 10 fiskiskipum. Þrír kaupendur af fjórtán skera sig úr en alls keyptu þeir rúman helming af seldum fiski markaðarins. Þessir aðilar eru Útgerðarfélag Akureyringa með 57,9 tonn fyrir um 2,3 millj- ónir, Fiskiðja Sauðárkróks með 53,7 tonn fyrir 1,9 milljónir og Birgir Þórhallsson á Akureyri með 40,7 tonn fyrir 1,5 milljónir. Enn sem komið er hefur aðeins verið seldur botnfiskur á markað- inum, en ekkert er því til fyrir- stöðu að þar verði liafin sala á öðrum tegundum svo sem rækju. Lang stærstur hluti sölunnar er óslægður þorskur eða um 248 tonn, og er meðalverð á kíló 35,25 krónur. Selt var 21 tonn af ufsa fyrir 14,02 krónur á kíló og 19,8 tonn af slægðum þorski fyrir 40,39 krónur á kíló að með- altali ET * Ur felum. Mynd: TLV. Málmiðnaðarmenn: Kaupa íbúð í Reykjavík Nú geta félagar í Félagi málm- iðnaðarmanna glaðst, því félagið hefur fest kaup á íbúð í Reykjavík til orlofsdvalar. „Það hefur verið á dagskrá í 3- 4 ár að gera þetta og var drifið í því nú,“ sagði Hákon Hákon- arson hjá Félagi málmiðnað- armanna í samtali við Dag. Kaupin voru gerð í byrjun des- ember, en íbúðin er við Ljós- heima 10 og er 4 herbergja. „Markmiðið með þessu er að nota þetta sem orlofsheimili fyrir þá sem vilja dvelja á Suðurland- inu. Einnig geta þeir sem þurfa að leita lækninga notað íbúðina. Það er alltaf töluvert urn það að menn þurfa að leita suður fyrir sjálfa sig eða einhvern fjölskyldu- meðlim til lækninga, og þurfa þá gjarnan að búa á hóteli svo þetta er lausn á þeirn vanda líka. Ég vona að þetta falli félagsmönnum vel í geð.“ Ibúðin verður tilbúin til útleigu í vor. Hákon sagði að ekki þyrfti mikið að gera við hana áður ann- að en að mála, athuga með gólf- efni og kaupa húsgögn. „Hún verður búin öllum þægindum og nauðsynjum svo fólk á aðeins að þurfa að koma með tannburstann sinn þarna inn og láta sér líða vel,“ sagði Hákon að lokum. VG Upprekstur á Flateyjardalsheiði: „Leituöum sátta í mörg - en Höfðhverfingar höfnuðu öllu samkomulagi - segir Tryggvi á Hallgilsstöðum ar 66 „Það er ekki rétt að við höfum óskað eftir því að fé yrði fækk- að á heiðinni eða mönnum bannað að reka þangað. Við fórum upphaflcga fram á það árið 1975 að einn til tveir bændur færu smám saman að flytja sig norður á eigin afrétt. Veturgamlar ær yrðu fyrst færðar og síðar yrði fleiri árgöngum bætt við. Þannig gætu þeir á jafnmörgum árum og ærnar væru gamlar smám saman fært sig alveg,“ sagði Tryggvi Stefánsson, oddviti á Hallgilsstöðum, vegna dóms um upprekstrarmál á Flateyj- ardalsheiði og fréttar í blaðinu á mánudag. Tryggvi sagði að samkvæmt úrskurði sýslunefndar óskuðu Hálshreppingar eftir því að Höfðhverfingar rækju ekki fé á heiðina án samkomulags enda Verðlagsbreytingar: Gamla verðiö notað til viðmiðunar Um áramótin tóku í gildi lögin um tollalækkanir. Væntanlega verða svo fljótlega samþykkt lögin um matarskattinn svo- kallaða og hafði Dagur sam- band við Níels Halldórsson hjá verðlagseftirlitinu og spurði hvort þeir hefðu gert sérstakar ráðstafanir vegna þessara breytinga. „Þetta er nú allt svo óljóst enn, því á meðan frumvarpið hefur ekki verið samþykkt, getur það enn tekið breytingum,“ sagði hann. Níels sagði það ekki vera á valdi Verðlagseftirlitsins að krefjast tvöfaldrar verðmerking- ar af kaupmönnum. Hann sagði að þeir hefðu verið önnum kafnir fyrir áramót að skrá gamia verðið á sem flestum vörutegundum af matvöru, heimilistækjum þar meðtöldum öllum borðbúnaði og sælgæti. „Skráningin var mjög víðtæk og náði bæði til vara sem hækka og lækka. Verður hún notuð til viðmiðunar þegar nýja verðið kemur, við verðlagseftir- lit.“ Aðspurður sagði Níels að neyt- endur yrðu líklegast ekki varir við nýtt verð á vörum vegna tollalækkana strax, því kaup- menn hafa þegar greitt toll af vörum sem liggja á lager og mega því selja þær á gamla verðinu. Það er full ástæða fvrir nevtendur að fvleiast vel með verðbreytineum á næstunni. Mynd: TLV. Sigfríður Þorsteinsdóttir hjá Neytendafélagi Akureyrar sagði að sams konar verðkannanir yrðu gerðar á þeirra vegum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort farið veröur fram á tvöfalda verðmerk- ingu, en hún taldi líklegt að bcð- ið yrði um það, þar sem því yrði komið við. VG væri það lagaleg skylda viðkom- andi sveitarstjórnar að sjá til að afréttir væru ekki ofnýttar. „Eins og frá málinu er sagt í fréttinni lítur út fyrir að við séum mjög stífir á meiningunni en það er ekki svo því við leituðum sátta í mörg ár. Fulltrúar hreppanna fóru á fund sáttasemjara í mál- inu, Friðgeirs Björnssonar, sem síðar var setudómari í sama máli. Þá samþykktum við miðlunartil- lögu Friðgeirs en Höfðhverfingar höfnuðu henni. Þá bættu Háls- hreppingar um 10% við tillögu sáttasemjara, ef það mætti verða til samkomulags, en því var líka hafnað. Þetta er allt skjal- og vottfest. Á fundi í Skógum höfnuðu Höfðhverfingar öllu samkomu- lagi og gerðardómi og fylgdu þar með afstöðu lögmanns síns sem var sú að þeir mættu reka fé eftir þörfum á heiðina, hér eftir sem hingað til. Þá finnst mér ástæða til að vekja athygli á því að Höfð- hverfingar fóru upphaflega með þetta mál fyrir dómstóla, ekki við,“ sagði Tryggvi á Hallgils- stöðum. Tryggvi sagði að lokum að fé frá Veisu væri rekið á heiðina auk þeirra bæja sem upp eru taldir í umræddri frétt, og sum árin hefði einnig verið rekið upp frá Böðvarsnesi. EFIB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.