Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. janúar 1988 3. tölublað Ódýr Ijósritunarpappír BÓKVAL Kaupvangsstræti 4 ■ Símar 26100 og 26155 Byggiiigavinna var ekki beint hlýlegasta starfið sem hægt var að finna sér í gær. Mynd: TLV. Bmnagaddur! - Frostið víða yfir 20 stig Flestir landsmenn vöknuðu við gífurlegar frosthörkur í gærmorgun, ekki síst íbúar á Norður- og Austurlandi. Á Akureyri mældist 17 stiga frost á hinum löglega mæli á Iögreglustöðinni, en mælar við hús víðs vegar í bænum sýndu hins vegar frost í kring- um 20 stig. Á Egiisstöðum mældist fostið 21 stig, 23,6 á Staðarhóli í Aðal- dal og 24 stig á Grímsstöðum á Fjöllum. Himinninn var helblár, loftið stillt og jökulkalt, vötn ísi lögð. Á Akureyri rauk úr Pollinum þar sem hann var ekki í klakabrynju enda sjórinn mun hlýrri en andrúmsloftið. Frostið var meira en það mæld- ist nokkru sinni á nýliðnu ári en þá komst það mest í rúm 15 stig í febrúár. Á Veðurstofu íslands fengum við þær upplýsingar í gær að hæð yfir Grænlandi og lægð milli Jan Mayen og Noregs hefðu um það samvinnu að dæla köldu heimskautalofti til landsins. Næstu nótt, þ.e. síð- astliðna nótt, mætti búast við brunagaddi, jafnvel 23ja-26 stiga frosti inn til landsins. Seinnipartinn í dag á síðan að draga úr frostinu, sérstaklega þó á fimmtudag. SS Brottvikning Sturlu Kristjánssonar: Verða sættir í málinu? Sjúkrahús Skagfirðinga: Fæðingar færri en í meðalári Barnsfæðingar á Sjúkrahúsi Skagfírðinga á Sauðárkóki urðu 62 á síðasta ári eða 12 fleiri en á árinu á undan. En það ár fækkaði fæðingum mjög og höfðu ekki verið svo fáar í langan tíma. Þrátt fyrir þessa fjölgun náði 1987 ekki meðalári. Karl- mennirnir voru í meirihluta í þetta sinn. 36 strákar fæddust og 26 stelpur. -þá Akureyri: Nýliðið ár það 6. hlýjasta á öldinni Meðalhiti á Akureyri árið 1987 var 4,6 stig og er þetta mestur meðalhiti síðan 1972 en þá var jafnhlýtt. Til að fínna hærri meðalhita þarf að Ieita allt aft- ur til ársins 1953 og að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings var nýliðið ár það sjötta hlýjasta á öldinni á Akureyri. Mestur hiti á árinu var 23,3 stig þann 26. maí og mest frost mæld- ist 15,8 stig í febrúar. Úrkoma mældist 438 millimetrar sem er 92% af meðalúrkomu. Úrkomu varð vart 162 daga á árinu. Sól- skinsstundir voru 1.053 sem er nálægt meðaltali. Aðeins tveir mánuðir voru kaldari en í meðalári, eða sept- ember og október, sérstaklega þó október. Janúar, nóvember og desember voru hins vegar mun hlýrri en í meðalári. Sérstaklega þurrt var í janúar og maí en mikil úrkoma í apríl, september og október. Sólskinsstundir voru fyrir ofan meðallag í apríl, maí, júní og ágúst, en talsvert undir meðallagi í júlí og september. Lítið var um hvassviðri á árinu. Vindur náði einu sinni 10 vindstigum og þrisvar sinnum 9 vindstigum. Heiðskírt var í 8 daga og alskýjað í 224. Snjódýpt var aldrei mjög mikil, mest 18 cm í mars. Jörð var alhvít í 69 daga. SS „Þingað verður í máli Sturlu Kristjánssonar dagana 12. til 14. febrúar en þá verður málið tekið til aðalflutnings í Borgar- dómi Reykjavíkur. I framhaldi af því fara fram vitnaleiðslur og málflutningur,“ sagði Jónatan Sveinsson, Iögfræð- ingur Sturlu Kristjánssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra. Að sögn Jónatans má vænta úrskurðar Borgardóms Reykja- víkur fljótlega eftir þetta, t.d. fyrrihluta marsmánaðar. Stúrla Kristjánsson krefst skaðabóta að upphæð sex milljónir króna, auk greiðslu vaxta og málskostnaðar, vegna ólögmætrar uppsagnar og mannorðshnekkis. Én eru ein- hverjar blikur á lofti í þá veru að sættir kynnu að takast í málinu áður en til dóms kemur? „Það eru að vísu engin merki um að sáttatilboð sé á leiðinni en þau tíðindi geta alltaf gerst allt fram að þeim degi að málið verði tekið til dóms,“ sagði Jónatan. Lögfræðingur Sturlu var spurð- ur að því hvort sátt í málinu þýddi að Sturla yrði á ný settur í embætti fræðslustjóra. Sagði hann að svo væri ekki heldur yrði sæst á fébætur, ef til kæmi. Stefnukrafa Sturlu lýtur ein- göngu að því að honum verði bætt ólögmæt uppsögn með fébótum, en engin krafa um að hann fái embætti fræðslustjóra aftur. „Krafan íýtur að bótum fyrir beint fjártjón, tekjumissi og þau óþægindi sem þessu voru sanifara. Þetta er alfarið einka- mál og hefur ekki verið hlutast til um neina opinbera rannsókn af hvorugum aðilanum," sagði Jónatan, þegar hann var spurður nánar um kröfurnar og eðli málsins. EHB Slökkviliðið á Akureyri: Útköll aldrei fleirí - en á síöasta ári Á síðasta ári voru brunaútköll hjá Slökkviliði Akureyrar alls 115 og hafa aldrei verið eins mörg. Árið 1986 voru útköllin alls 71 talsins. Að sögn Tómas- ar Búa Böðvarssonar slökkvi- liðsstjóra hafa útköllin verið flest fyrir rúmlega tíu árum þegar þau urðu 108 á einu ári, en síðan hefur þeim farið fækk- andi þar til nú. Á síðasta ári fjölgaði mikið útköllum vegna elds í rusli og sinu. I flestum tilfellum er um að ræða leik barna með eld og þegar um er að ræða íkveikjur. Alls voru tilfellin vegna leiks barna að cldi 30 talsins. Útköll slökkviliðsins utanbæj- ar voru 8 1987 en aðeins 3 árið áður. Mestu eldsvoðarnir á síð- asta ári voru að Kringlumýri 4 og að Tjörnum í Eyjafirði. Þar voru einnig mestu tjónin en þau eru metin sem mikil, eða á meira en 2 miljónir króna. Eitt tjón var metið á bilinu 1-2 miljónir, 21 sem lítið, eða á minna en eina miljón og í 56 tilfellum var ekki um tjón að ræða. Sjúkraútköll voru 1086 á árinu 1987, þar af 172 utanbæjar, en voru 977, þar af 130 utanbæjar árið áður. Tómas Búi sagði að mikil aukning hafi verið í sjúkra- flutningi milli sjúkrahúsa á síð- asta ári. Aðspurður um hvernig slökkvi- liðið væri mannað og tækjum búið sagði hann: „Við erum undirmannaðir því aðeins eru 3 menn á vakt og ef sjúkrabíllinn er úti, er aðeins einn maður eftir inni. Varðandi bílana erum við sæmilega settir. Við höfum bæði gamla og nýja bíla en okkur vant- ar tilfinnanlega körfubíl. Við söknuðum mjög körfubíls þegar eldur kom upp á sjúkrahúsinu. Ef kviknar í 5 hæða húsi eins og t.d. því sem verið er að byggja við Hjallalund, höfum við aðeins lausa stiga til að nota og enginn kæmist með meðvitundarlítinn mann niður ef þær aðstæður kæmu upp. Ég geri mér vonir um að á næstu fjárlögum verði gert ráð fyrir kaupum á körfubíl," sagði Tómas Búi að lokum. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.