Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 11
6. janúar 1988 - DAGUR - 11 ----------------i „Erfitt en skemmtilegt" — segir Árni ÞórÁrnason sem dvaldi í ísrael um áramótin „Þetta var erfið ferð en virki- lega skemmtileg,“ sagði Árni Þór Árnason knattspyrnumað- ur úr Þór en hann var einn þeirra sem keppti með U-18 ára landsliðinu á alþjóðlegu móti í Israel um áramótin. Landsliðshópurinn hélt utan á annan í jóluni og kom til lands- ins í fyrradag. „Skipulagningin var mjög góð og móttökurnar sem við fengum mjög góðar. Við náðum ágætis árangri á mótinu, við töpuðum þremur leikjum en unnum tvo. Við töpuðum mjög naumt fyrir bæði ísrael og Ungverjalandi, 0:1 en töpuðum 0:3 fyrir Pólverjum. Þá unnum við Sviss 3:2 og Kýpur 2:1 og höfnuðu í 7.-8. sæti á mót- inu,“ sagði Árni ennfremur. Alls voru þrír Þórsarar í lands- liðshópnum en auk Árna Þórs voru það þeir Páll Gíslason og Kjartan Guðmundsson mark- vörður. íþróttir Árni Þór Árnason keppti með landsliðinu í Israel um áramótin. Rakel Ársælsdóttir vippar sér yfir rána í hástökkinu. Héraðsmót UMSS: Mynd: -þá Helgi hjó nærrí íslandsmeti - Fjögur héraðsmet sett Hver verður valinn „íþróttamaður Norðurlands 1987“?' - Lesendur takið þátt í valinu Nú styttist í það að Dagur útnefni „Iþróttamann Norður- lands 1987“ og er þetta í þriðja sinn sem blaðið stendur að þessari útnefningu. í fyrra hlaut Daníel Hilmarsson skíðamaður frá Dalvík nafn- bótina en Kári Elíson kraftlyft- ingamaður frá Akureyri varð fyrstur til að hljóta titilinn. Eins og í fyrra gefst lesendum blaðsins kostur á því að taka þátt í valinu og hafa þannig áhrif á það hver hlýtur titilinn að þessu sinni. Fimm íþróttamönnum verður veitt viðurkenning og auk þcss hlýtur „íþróttamaður Norðurlands 1987“ glæsilegan farandbikar til varðveislu í eitt ár. í dag og næstu daga verður þátttökuseðill í blaðinu og eiga lesendur að skrifa fimm nöfn á hann og senda blaðinu fyrir 20. janúar næstkomandi. Þrír þátt- tökuseðlar verða dregnir út og hljóta eigendur þeirra hljóm- plötuvinning að launum. Það er því til einhvers að vinna um leið og höfð eru áhrif í valinu á „íþróttamanni Norðurlands 1987“. Lesendur eru hvattir til þess að bregðast skjótt við og senda seð- ilinn útfylltan til blaðsins fyrir 20. janúar. Fjögur héraðsmet voru sett á héraðsmóti UMSS í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór milli jóla og nýárs. Þar á meðal var Helgi Sigurðsson G. þrístökkvari nokkrum senti- metrum frá íslandsmeti í sveinaflokki. Aðrir sem settu héraðsmet voru Sigurlaug Gunnarsdóttir T. telpnaflokki í hástökki án atrennu og Arnar Sæmundsson G. og Stefán Friðriksson Æ. sveinaflokki í sömu grein. Helgi Sigurðsson G. sigraði í langstökki, þrístökki og hástökki án atr. Stökk 3,15 í langstökkinu, 9,58 í þrístökkinu og 1,55 í hástökkinu. Friðrik Steinsson T. varð annar í þessum greinum, með 2,89, 8,74 og 1,45. í há- stökki sigraði Björn Jónsson Gr. stökk 1,80 eða sömu hæð og 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Sveinn Ævar lagði Guðna Sveinn Ævar Stefánsson hafði betur í viðureigninni við Guðna Eiðs- son í getraunaleiknum um helgina. Hann var með 7 leiki rétta á móti 5 leikjum Guðna. Sveinn Ævar heldur því áfram og hann hefur skorað á Ingólf Kristjánsson efnafræðing hjá Sambandinu í næstu umferð. Ingólfur er mikill aðdáandi Everton og hefur verið það síð- an 1969. Leikirnir á seðlinum um helgina eru í 3. umferð ensku bikarkeppninnar og á Everton mjög erfiðan útileik fyrir höndum. Man.United, lið Sveins er hins vegar ekki á seðlinum. En við skul- um sjá hvernig þeim félögum tekst upp um helgina og þannig er spá þeirra. Sveinn Ævar: Ingólfur: Blackburn-Portsmouth x Derby-Chelsea 1 Huddersfield-Man.City 2 Leeds-Aston Villa 2 Newcastle-C.Palace 1 Oldham-Tottenham 2 Reading-Southampton 2 Sheff.Wed.-Everton 2 Stoke-Liverpool 2 Swindon-Norwich x Watford-Hull x West Ham-Charlton 1 Blackburn-Portsmouth x Derby-Chelsea I Huddersfield-Man.City 2 Leeds-Aston Villa 1 Newcastle-C.Palace 1 Oldham-Tottenham x Reading-Southampton x Sheff.Wed.-Everton 2 Stoke-Liverpool 2 Swindon-Norwich 1 Watford-Hull 1 West Ham-Charlton x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 bróðir hans Sigfús. Agúst Andr- ésson Gr. sigraði síðan í kúlu- varpi, kastaði 10,60. Friðrik Steinsson kastaði 10,40. Berglind Bjarnadóttir T sigraði í hástökki án atr. stökk 1,25. Sigurlaug Gunnarsdóttir T stökk sömu hæð. Sigurlaug sigraði síð- an í hástökki fór yfir 1,56, en Berglind 1,55. Þessar stúlkur báru af í kvennakeppninni. Berg- lind sigraði í hinum stökkgrein- unum. Með 2,51 í langstökki og 7,11 í þrístökki. Sigurlaug stökk þar 2,41 og 6,75. Berglind sigraði einnig í kúluvarpi kastaði 9,18 og Rósa Vésteinsdóttir H varð önn- ur með 6,99. í svokölluðu metamóti sem fram fór á gamlársdag sigraði Helgi í þrístökki stökk 9,61. Bætti þar 4ra daga gamalt hér- aðsmet sitt og var aðeins 6 sm frá íslandsmetinu. Helgi vann einnig langstökkið með 3,11, en Gísli bróðir hans sigraði í hástökki án atr., stökk 1,60. Sigurlaug sigraði í einu kvennagreininni á mótinu, hástökki. Stökk 1,54, sömu hæð og Berglind. -þá íþróttamaður Norðurlands 1987 Nafn íþróttamanns: 1. íþróttagrein: 2. 3. 4. 5. Nafn: Sími Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1987 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur til 20. janúar 1988. Knattspyrna: Breytingar á liði Magna Nokkar breytingar verða á knattspyrnuliði Magna frá Grenivík á komandi keppnis- tímabili. Magni leikur sem kunnugt er í 3. deild undir stjórn Þorsteins Olafssonar og hefur liðið fengið tvo nýja leik- menn í hópinn en misst þrjá. Þeir bræður Magnús og Helgi Helgasynir sem hafa leikið með Þór og Vaski undanfarin ár, munu leika með Magna í sumar. Eymundur Eymundsson hefur hins vegar ákveðið að snúa heim og leika með Þórsurum á ný en hann gekk til liðs við Magna síð- astliðið vor. Eymundur lék alla leiki liðsins í 3. deildinni síðast- liðið sumar og stóð sig vel. Gamla kempan Heimir Ingólfs- son hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann hefur verið lykilmaður í liði Magna í fjöldamörg ár. Heimir mun þó ekki hætta afskiptum af knatt- spyrnu, því hann verður aðstoð- armaður Þorsteins þjálfara í sumar. Þá mun Friðbjörn Jóns- son ekki leika knattspyrnu meira en hann missti framan af fæti í hörmulegu slysi undir lok síðasta árs. Friðbjörn var mjög efnilegur leikmaður og hafði sýnt miklar framfarir síðastliðið sumar. Magnamenn stefna að því að fara í æfinga- og keppnisferð til Hollands um páskana. Liðið fór í slíka ferð í fyrra og þótti hún hafa tekist mjög vel. Slíkar ferðir eiga vaxandi fylgi að fagna og blaðinu er kunnugt um að 1. deildar lið Þórs, Völsunugs og Leifturs ætla einnig í svipaða ferð um páskana. Körfubolti: Tindastóll vann Þór Tindastóll vann næsta auð- veldan sigur á úrvalsdeildarliði Þórs í æfingaleik á Króknum sl. sunnudag. Urslitin urðu 90:74, eftir 44:38 fyrir Stólana í hálfleik. Tindastólsliðið lék vel en Þórs- arar voru að sama skapi slappir. Náðu heimamenn öruggri forystu í upphafi seinni hálfleiks. Ekki bætti úr skák fyrir gestina að dómararnir sýndu þeim enga miskunn og lentu þeir í hinum mestu villuvandræðum. Þegar Þórsarar fóru að tínast út af hver af öðrum með 5 villur um miðjan seinni hálfleikinn lögðu þeir endanlega árar í bát. Var svo komið á síðustu mínútunum að þeir voru ekki eftir nema 4 inn á og fengu þá að nota leikmenn sem áður höfðu fengið brottvikn- ingu. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.