Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. janúar 1988 Utilegukindur fundust í Merkígilinu Frá björgunaræHngunni um borð í Júlíusi Havstcen. Mynd: 1M. Húsavík: Björgunaræfing - skipverja á Júlíusi Havsteen Skipverjar á togaranum Júlíusi Havsteen tóku þátt í björgunar- æfíngu og reykköfunarnám- skeiöi milli jóla og nýjárs. Björgunarsveitin Garðar að- stoðaði við æfinguna, lánaði bún- inga og tæki auk nýja björgunar- bátsins Náttfara. Skipverjarnir stukku frá borði togarans í flot- búningum, æfðu sig í að komast um borð í gúmmíbjörgunarbát og síðan var báturinn dreginn út fyrir höfnina svo þeir gætu kynnst veru í bátnum í ölduróti. Notkun neyðarblysa og flugelda var æfð og einnig var mönnum náð um borð í togarann með Markúsar- neti. Slökkvilið Húsavíkur hélt námskeið fyrir áhöfnina þar sem allir skipverjar reyndu reykköf- un. Jóhann Gunnarsson skipstjóri á Júlíusi Havsteen sagði að þarna hefðu verið æfðir hlutir sem allir sjómenn þyrftu að prófa, Slysa- varnafélag Íslands gengist fyrir æfingum í Reykjavík en það hefðu ekki allir tækifæri til að sækja þær. Hann sagðist vilja hvetja alla sjómenn á Húsavík til að notfæra sér þá aðstöðu sem hér væri fyrir hendi til slíkra æf- inga því björgunarsveitarmenn væru allir að vilja gerðir til að aðstoða sjómenn við æfingar. Jóhann sagði að búið væri að setja löggjöf um björgunar- og slökkviæfingar og mánaðarlega væri farið yfir tæki og búnað um borð en þar væri ekki aðstaða til að halda eins umfangsmikla æfingu og haldin var við bryggj- una. Jóhann óskaði eftir að koma á framfæri þakklæti fyrir aðstoðina til björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins. IM Gilsbakka, Austurdal Skag. 5.1. Er ég gekk suður að Merkigil- inu í fyrradag kom ég auga á 2 lömb sunnan í gilinu í svoköll- uðum Miðstigstorfum. Reynsl- an hefur sýnt að útilcgukindur lenda oft í þessum torfum þeg- ar þær koma t.d. framan af Austurdal eða Merkidal. Merkigil er eins og margir vita á milli bæjanna Gilsbakka og Merkigils og lét ég Helga bónda á Merkigili vita af lömbunum. Pau voru þeim megin. Helgi fór svo í gær og náði lömbunum og kom þeim saman við sitt fé. Heldur hann jafnvel að hann eigi lömbin en hefur ekki séð merkinguna. Kallast má gott hjá honum að ná lömbunum á ekki lengri tíma þó að aðeins hálftíma gangur sé að gilinu. Þar er erfitt að fást við kindur og hefur komið fyrir að þær hafi ekki náðst þaðan lifandi. Ég bý einn hér, en það fjölgaði heldur betur í bænum um jólin. Þá komu hingað átta manns og var gestkvæmt, annars er varla hægt að segja svo, því þetta fólk hefur allt átt hér heima áður. Messað var í Silfrastaðakirkju á jóladag og var messusókn góð. Fé gekk hér sjálfala alveg fram að jólum, meira að segja lömb sem öllu jöfnu eru komin á hús í nóvember. En í dag er hér 19 stiga gaddur, eins og reyndar víðar. - Hefur ekkert orðið vart við varg þarna fram til fjallanna? „Ef það er dýrbítur sem þú meinar, þá hefur hans ekki orðið vart hér í fjöldamörg ár. En hér fyrrum var hann talinn plága. Hins vegar urðu þeir varir við tófu í göngunum í haust. Hún veitti þeim raunar enga eftirtekt og sýndist þeim hún vera upptek- in við að tína ber. Og skiptu sér ekki af henni heldur. Það er eins og tófur hér séu mjög fáar og að auki dauðmeinlausar." HK/-þá Gísl hjá Leikfélagi Húsavíkur - æfingar að hefjast Æfíngar eru um það bil að hefjast hjá Leikfélagi Húsavík- ur á Gísl eftir Brendam Behan og áætlað er að frumsýna verk- ið seinni hluta febrúarmánað- ar. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son leikhúsfræðingur sem m.a. hefur sett upp Galdrakarlinn í Oz og fleiri verk með leikfélaginu á Sauðárkróki. í gærkvöld var haldin nokkurs konar liðskönnun hjá Leikfélagi Húsavíkur og í framhaldi af henni mun leikstjórinn velja fólk í hlutverkin sem eru 15. „Verkið gerir miklar kröfur til leikendanna en ég er ekkert hrædd um að við höfum ekki fólk í hlutverkin. Við erum spennt að byrja, fólkið er komið í stuð eftir hvíldina í haust og mjög áhuga- samt,“ sagði María Axfjörð for- maður leikfélagsins í samtali við Dag. „Þetta er gott verk, vel þekkt og hefur alls staðar gengið vel. Verkið er skemmtilegt þó það fjalli um háalvarlega hluti. írski lýðveldisherinn tekur gísl til að fá lausan félaga sem á að hengja.“ María sagði að mikið væri um söng í verkinu en félagar í leik- félaginu væru hvergi smeykir. „Við höfum alltaf þóst geta sungið," sagði hún að lokum. IM Sumir kaupa eina bók, aðrír fimm eða sex - rætt við Þorstein Thorlacius, bóksala í bókaversluninni Eddu á Akureyri Bóksala var meö eindæmum mikil fyrir jólin og seldust meira en 700 þúsund bækur í bókaverslunum landsins. Þetta er meiri sala en í fyrra og þurfa bókelskir íslendingar því varla að kvíöa framtíöinni hvaö bókaútgáfu snertir. Blaðamaö- ur ræddi við Þorstcin Thorla- cius, bóksala í bókaversluninni Eddu á Akureyri, um nýliöna jólabókavertíð og fleira sem tengist bóksölu. - Hvernig gekk bóksalan fyr- ir jólin? „Hún gekk mjög vel hjá mér og söluaukningin er talsverð frá fyrra ári. Mér sýnist að meðal- hækkun á bókum sé um 27 eða 28% á einu ári en söluaukning í bókum hjá mér er nokkru meiri. Þetta hafa því verið góð bóka- jól.“ - Er mikið um að fólk skili aft- ur bókum sem það hefur fengið í jólagjöf? „Nei, það hefur ekki verið eins mikð um slíkt nú milli jóla og nýárs eins 'og var árið áður. Eini dagurinn, sem þetta var áber- andi, var ntánudagurinn 28. des- ember, en þann dag komu nokk- uð margir til að skipta jólabókum sínum.“ - Fór bóksalan snemma af stað fyrir jólin? „Bóksalan fór af stað upp úr miðjum nóvember, þá urðum við vör við ákveðna hreyfingu. Þetta stafar m.a. af því að jólabækurn- ar voru mun fyrr á ferðinni nú en í fyrra. Segja má að nýútgefnar bækur hafi komið frá því um miðjan nóvember og alveg fram- undir jól.“ - Stundum hafa metsölubæk- ur selst upp skömmu fyrir jól og verið endurprentaðar með litlum fyrirvara. Gerðist nokkuð slíkt fyrir síðustu jól? „„Uppgjör konu,“ sú bók sem var áberandi söluhæst, var endur- prentuð einu sinni ef ekki tvisvar. Þetta er mjög óvenjulegt því bókin seldist í meira en fjórtán þúsund eintökum. Oftast nær eru bækur seldar í 1500 til 2000 ein- tökunt og meðalsalan í bókum er yfirleitt á þessu bili. Ef við mið- um við bækur sem alltaf seljast vel fyrir jól, t.d. ritverk eftir Alistair McLean, þá eru slíkar bækur gefnar út í 6 til 7 þúsund eintökum.“ - Kaupir fólk margar bækur í einu? „Já, ég get að vísu ekki sagt nákvæmlega til um þetta en með- alkaup eru svona þrjár bækur á hvern viðskiptavin. Auðvitað keyptu þó surnir aðeins eina bók og aðrir fimni eða sex. Þetta er svo mismunandi." - Kemur fyrir að tilteknar nýj- ar bækur eru ekki til hjá einstök- um bóksölum? „Það kemur sjaldan fyrir því við erum allir með nýjustu bæk-i urnar. Það fer mikið eftir þeim sem stjórna verslununum hversu vel er haldið utan um titlana. Þó getur komið fyrir, þegar einstak- ar bækur fara að seljast mikið, að einn eða tveir dagar líða án þess að t.d. metsölubók fáist í ein- hverri bókaversluninni og það er auðvitað slæmt.“ - En hvað með bókaverðið, hvað kostar t.d. metsölubókin Ijyagvt Dlafcson „Uppgjör konu“? „Hún kostar 2380 krónur. Það er ekki ódýr bók, verð hennar er í efri kantinum því algengt bóka- verð er á bilinu 1500 til 2000 krónur. Það er t.d. mjög algengt að bækur kosti 1800 krónur eða rúmlega það. Mér finnst fólk ekki fara alfarið eftir verðinu þegar um metsölubækur er að ræða. Við vorum líka með eldri bækur til sölu og það er alltaf töluverð hreyfing á þeim. Við köllum það eldri bækur sem komu t.d. út í fyrra og þar áður. Þetta sýnir að margir hugsa að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.