Dagur - 06.01.1988, Page 3
6. janúar 1988 - DAGUR - 3
Kristinn Kristinsson og Haraldur Pálsson sölumaður við tölvuna hjá Sana.
Akureyri:
Handtölva tekin í
notkun hjá Sana hf.
Sana hf. hefur tekið í notkun
handtöivur sem sölumenn hafa
í bílum sínum og nota þegar
þeir taka pantanir hjá kaup-
mönnum. Þessum tölvum er
síðan stungið í samband við
stærri tölvu hjá Sana og upp-
lýsingarnar prentaðar út. Þetta
er sams konar fyrirkomulag og
hjá Sanitas í Reykjavík en
þessar tölvur hafa ekki verið í
sjálfsögðu talsvert um bókaverð-
ið.“
- Ég hef heyrt að það sé til í
dæminu að fólk kaupi bækur á
bókamörkuðum og reyni að skila
þeim aftur milli jóla og nýárs.
Þessar bækur eru ennþá í plast-
inu. Hefur þú orðið var við
þetta?
„Þetta kann að koma fyrir. Við
getum ekki séð hvort tiltekin bók
hefur verið keypt á bókamarkaði
eða ekki en við getum séð annað
því við höldum nákvæmar skrár
yfir þær bækur sem við höfum
verið með. Ef fólk kemur með
bók í plasti sem hefur fengist hjá
okkur þá er henni skipt, annars
skiptum við ekki.“
- Gefur fólk líka erlendar
bækur í jólagjöf?
„Að mjög litlu leyti. Þetta eru
aðallega vasabrotsbækur en við
eigum líka til erlendar bækur í
hörðu bandi, fyrst og fremst
metsölubækur. Hreyfingin í vasa-
biotsbókunum er umtalsverð en
ekki til jólagjafa."
- Hvað er desembersalan mik-
ill hluti af bóksölu ársins?
„Ég álít að desember geti verið
allt að því fjórfaldur meðalmán-
uður í bóksölu. Nóvember er
yfirleitt ekkert sérstakur sölu-
mánuður, það er meiri sala í
•september og október þegar
skólarnir eru að byrja. f>á seljast
ritföng líka vel. Ég er bjartsýnn á
að bókin verði alltaf vinsæl þó að
ég treysti mér ekki til að segja um
hvort bóksala verður eins mikil
næstu jól eins og hún var núna og
,árið þar áður.“ EHB
notkun hér nordanlands fyrr
en nú.
„Þetta kerfi gerir það að verk-
um að hraðinn verður meiri.
Enginn tími fer í að skipuleggja
eða áætla hvað hver aðili vill fá
mikið magn því á meðan bíllinn
er úti erum við að taka til lestanir
morgundagsins. Tölur úr bíltölv-
unni eru prentaðar út og
nákvæmur hleðsluseðill fer inn á
lagerinn. Þar geta menn raðað
tegundum í réttu magni á bretti
og síðan tekur ekki nema fimm
mínútur að hlaða bílinn,“ sagði
Kristinn Kristinsson, sem kom,
frá Reykjavík til að annast upp-
setninguna.
Reikningar fylgja vörusending-
unum og er þar um endanlegan
reikning að ræða, en áður var
Sana með nótur og reikninga um
mánaðamót og sá reikningur var
að hluta til samantekt á úttektum
mánaðarins og yfirlit yfir inn-
borganir viðskiptavinarins.
Handtölvurnar koma sér líka
vel fyrir kaupmenn. í tölvunum
er prentari þannig að þeir geta
fengið útskrift á pöntuninni.
Einnig eru síðustu pantanir
geymdar í tölvunni og geta við-
skiptavinir á augabragði séð hvað
þeir pöntuðu mikið síðast af
hverri tegund.
Tölvan hjá Sana er tengd beint
við móðurtölvu hjá Sanitas og
því auðvelt að senda upplýsingar
á milli. Áður var bókhaldið sent
suður til vinnslu en nú er það allt
unnið hjá Sana.
Kristinn sagði að lagertíniinn
nýttist mun betur með þessu
fyrirkomulagi og mikil hagræðing
væri í því að bílarnir væru alltaf
Hér er Karl Karlsson sölumaður að
taka á móti pöntun nieð handtölv-
unni. Myndir: TLV
með rétt magn þegar þeir keyra
út. „Við eigum eftir að sjá þessar
handtölvur í ótrúlegri mynd eftir
4-5 ár. Þær taka gríðarlegt magn
af upplýsingum, miðað við það
sem áður var, t.d. tekur þessi
tölva 128 þúsund stafi og það þarf
að versla rnikið til að hún fyllist,"
sagði Kristinn. SS
Menningarsjóður KS:
Níu aðilar
hlutu styrki
Nýlega fór fram úthlutun úr
Menningarsjóði Kaupfélags
Skagfírðinga og hlutu þá níu
félagasamtök í héraðinu styrki,
samtals 660 þúsund. Að þessu
sinni lagði Fiskiðja Sauðár-
króks hf., dótturfyrirtæki
kaupfélagsins, sjóðnum til
verulegt fé til viðbótar því sem
aðalfundur félagsins ákvað sl.
vor.
Menningarsjóðurinn sem
stofnaður var árið 1961 hefur
jafnan haft að markmiði að styrk-
veitingar hans nýtist sem best
menningar- og félagsstarfi í hér-
aðinu. Og hafa fjölmargir aðilar
notið þeirra frá því fyrst var veitt
úr sjóðnum 1962.
Ungmennasamband Skaga-
fjarðar hlaut hæsta styrkinn að
þessu sinni, 150 þúsund. Ung-
mennafélagið Tindastóll, sem
varð 80 ára á árinu, hlaut 100
þúsund. Tónlistarfélag Sauðár-
króks og skíðadeild Ungmenna-
félags Fljótamanna 75 þúsund
hvort, Sögufélag Skagfirðinga og
Karlakórinn Heimir 40 þúsund
hvort og Rökkurkórinn og Björg-
unarsveitin Grettir á Hofsósi 30
þúsund hvor aðili. -þá
Sauöárkrókur:
Slasaður fálki
í hjúkrun
Á dögunum komu 3 strák-
ar á lögreglustöðina á Sauð-
árkróki með ungan fálka
sem þeir höfðu fundið ósjálf-
bjarga í húsagarði í bænum.
Blæddi úr nefi fálkans og var
að sjá sem hann hefði flogið á.
Haft var samband við Ævar
Petersen fuglafræðing og lagði
hann á ráðin um hjúkrun fálkans
næstu daga. Verður hann fluttur
suður til Náttúrufræðistofnunar
þcgar heilsa lians leyfir. cn fugl-
inn var mjög dasaður í gær. Á
dögunum fannst annar ungur
fálki í bænum. Var sá dauður.
-þá
• *•.
is fös lou
• .
sun
■
.
JlSií
.
mi
Helgarferðir Flugleiða og samstarfsflugfélaga ásamt 17 samstarfshótelum hefjast á ný í
ársbyrjun 1988. Við byrjum með JANÚARTILBOÐI sem stendur í rúman mánuð.
JANÚARTILBOÐIÐ ER ÓTRÚLEGT!
Þar er ferðin (flug, gisting ásamt góðum morgunverði) á
hlægilegu verði.
Til Reykjavíkur eru helgarferðir frá 20 stöðum á landinu og
þar geta helgarferðargestir valið milli sjö frábærra hótela.
Frá Reykjavík eru helgarferðirnar til ísaQarðar, Akureyrar,
Húsavíkur, Egilsstaða, HornaQarðar og Vestmannaeyja
þar sem gist er á úrvals hótelum og gistiheimilum. Allar
upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum
og umboðsmönnum.
Láttu ekki JANÚARTILBOÐIÐ fljúga frá þérl
FLUGLEIDIR