Dagur - 06.01.1988, Page 4

Dagur - 06.01.1988, Page 4
4 - DAGUR - 6. janúar 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavfk), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDS- SON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Breytingar á verðlagi Söluskattsfrumvarpið var afgreitt sem lög frá Alþingi í gær eftir langar og strangar umræður. Þar með hafa öll frumvörp ríkisstjórnarinnar, sem lúta að breytingum á söluskatts- og tollakerfinu, tekið gildi. Þær breytingar sem frumvörpin fela í sér eru verulegar. Annars vegar taka tollar og vörugjald umtalsverðum breytingum og hins vegar er sölu- skattskerfið einfaldað með því að sama söluskatts- stig leggst á allar gerðir varnings, jafnframt því sem undanþágum frá söluskatti er því sem næst útrýmt. Tilgangurinn með þeirri aðgerð er að bæta innheimtu söluskatts, sem vægast sagt hefur verið slæm. Undanþágur frá söluskatti voru orðnar svo margar og kerfið sjálft svo gloppótt að því var stundum líkt við frumskóg. Þar hættir flestum til að villast. Ríkisstjórnin hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna þessara breytinga, sérstaklega hvað varðar álagningu söluskatts á matvæli. Andstæðingar matarskattsins svonefnda eru margir. Hins vegar hafa bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra fullyrt að breytingarnar í heild sinni komi ekki til með að valda hækkun framfærsluvísitölu. Ekki er ástæða til þess að véfengja þá fullyrðingu að svo komnu máli, en ljóst er að almenningur og verð- lagsyfirvöld verða að fylgjast mjög grannt með þeim verðbreytingum sem eiga sér stað með gildis- töku hinna nýju laga. Flestum er í fersku minni hvernig fór þegar mynt- breytingin var gerð á sínum tíma. Verðskyn almennings ruglaðist gersamlega og var þö brengl- að fyrir. í skjóli þess hækkuðu kaupmenn og heild- salar ýmsan varning öeðlilega mikið á skömmum tíma og væri hægt að nefna mýmörg dæmi þar um. Það verður hins vegar látið ógert að sinni. Hættan sem við blasir nú, er að sagan endurtaki sig, að þær vörutegundir sem nú eiga að lækka í verði, vegna breytinga á tollum og vörugjaldi, lækki ekki, ellegar lækki minna og seinna en þær eiga að gera. Kaup- menn og heildsalar hafa þegar greitt toll af þeim vörum sem þeir eiga á lager og mega því selja þær á gamla verðinu. Erfitt getur reynst að fylgjast með því hvenær gamli lagerinn er tæmdur og nýjar vörur, með lægri tolli og vörugjaldi, koma inn. Þarna er um ákveðinn övissuþátt að ræða varðandi þær vöruverðsbreytingar sem nú eiga sér stað. Ábyrgð kaupmanna er mikil og vonandi bregðast þeir ekki trausti viðskiptavina sinna. Eitt er ljóst. Ef í ljós kemur að fyrrnefndar breyt- ingar valda hækkun á framfærsluvísitölunni, þrátt fyrir fullyrðingar um annað, er það skylda stjórn- valda að grípa í taumana. Því ef framfærsla hækkar í raun, er það láglaunafólk og barnmargar fjölskyld- ur sem verst verða úti. Slíkt verður ekki þolað. BB. AskeSE Einarsson: Byggðastefna sem hefur bmgðist? Sannleikurinn er sá, að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kryfja til mergjar hvað er byggða- stefna. Byggðastefna er í hugum margra skammaryrði yfir aðgerð- ir, þegar hið opinbera beitir áhrifum sínum, til að örva vöxt einstakra byggða. Þeim fer fjölg- andi, sem eru mótfallnir því að ríkisvaldið beiti sérstökum ráð- stöfunum til að koma í veg fyrir byggðaröskun. Þetta á vaxandi fylgi að fagna, þrátt fyrir að nú á annan áratug hefur verið rekin sérstök starfsemi í landinu til að stuðla að byggðaþróun. Aukin andstaða gegn ríkjandi byggðastefnu Sú hugmyndafræði, sem íslensk byggðastefna átti að byggjast á, hefur aldrei náð að festa rætur í samfélagsvitund líðandi stundar. Margir íbúar þéttbýlissvæðanna við Faxaflóa sjá vanda þjóðfé- lagsins, sem ímynd aðgerða í byggðamálum. Ibúar hinna dreifðu byggða sjá fram á hrað- vaxandi búseturöskun, þrátt fyrir margþættar aðgerðir undir merkjum byggðastefnu. Lands- byggðarfólkið er að finna til örlaga sinna, sem kemur fram í dvínandi framtaki. Á móti magn- ast hugur þeirra Faxaflóamanna, sem telja sig geta leyst vanda þjóðfélagsins í heild best á þann veg að fella niður fyrirgreiðslu til landsbyggðar. Vanhæfar baráttu- aðferðir landsbyggðarmanna Skýringin á þessu er sú, að í land- inu hafa myndast tvær gjörólíkar efnahagsheildir. Á landsbyggð- inni eru undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar, sem að verulegu leyti leggja til framlag þjóðarbús- ins, sem notað er í skiptum við aðrar þjóðir. Saman er komið á höfuðborgarsvæðinu að mestu, stjórnsýsla, menntastofnanir, auk meginhluta þjónustukerfis og viðskiptastarfseminnar í land- inu. Allar byggðir landsins sækja í vaxandi mæli til þessa höfuð- borgarkjarna. Landsbyggðar- mönnum er þetta almennt ljóst og þeir kvarta og kveina yfir því að tiltekin þjónustustarfsemi sé ekki heima í túnfætinum. Þeir hafa hvorki afl, eða beita sam- stöðu, til að snúa þessari þróun við. Það skortir áræði og oftast er látið nægja að biðja hið opinbera um aukna náð. Hætt á sundur- lyndi landsbyggðarmanna Faxaflóaliðið lætur sig þetta í léttu rúmi liggja á meðan lands- byggðarmenn gera ekki alvöru úr því að dreifa kerfinu. Þeir eiga bandamenn í hópi þeirra, sem erja í garði landsbyggðarmanna. Það eru þeir, sem hafa hagsmuni af því að draga björg í bú úr kerfinu. Þessi öfl eru í hjarta sínu treg til skipulagsbreytinga, sem mundi leiða til minnkandi áhrifa. Hér eru rætur þess vanda, sem er að gera heilbrigða byggðastefnu óframkvæmilega. Hitt vanmetur Faxaflóaliðið, hve þýðingarmikill er þáttur landsbyggðar í efna- hagslegri afkomu þjóðarbúsins. Síminnkandi tengsl höfuðborgarkjarnans við undirstöður þjóðfélagsins Síðan á stríðsárunum hefur þjóð- félagskerfið þróast í þá átt, að frantsækinn miðkjarni hefur vax- ið með síminnkandi tengslum við undirstöður þjóðarbúsins. Inn í landið hefur streymt mikið fjár- magn í fyrstu frá setuliðinu og síðan frá varnarliðinu. Síðar með erlendum lántökum, bæði vegna framkvæmda og til að greiða við- skiptahalla, til að halda uppi neyslustigi umfram getu þjóðar- búsins. Þetta hefur verið vatn á millu höfuðborgarkjarnans og aukið á hraða byggðaröskunar í landinu. Óvinsælar efnahagsaðgerðir á kostnað byggðastefnu Stöðvist framleiðsluatvinnuveg- irnir er gripið til gengislækkana, en síðar til hagræðingar og skuld- breytinga, svo að framleiðslu- kerfið skrölti áfram. Allt er þetta gert undir formerkjum byggða- stefnu. Skammtað er það naum- lega að aldrei verði um verulega tilfærslu að ræða frá þjónustu- geiranum til framleiðsluatvinnu- veganna og því setur allt í sama farið á ný eftir stuttan tíma. Margfeldisáhrifin eru á höfuðborgarsvæðinu í góðæri síðustu ára hefur farið saman hátt markaðsverð sjávar- afurða og hagstætt olíuverð. Svo virðist, sem margfeldisáhrif góðærisins komi að mestu fram á höfuðborgarsvæðinu. Þær launa- hækkanir, sem taldar voru að hæfði framleiðsluatvinnuvegun- um margfaldast í því launakerfi, sem þjónustustarfsemin telur sig geta búið við. Inn í þessa hring- iðu sogast síðan ríkiskerfið sjálf- krafa. Yítahringur efnahagskerfisins bitnar á landsbyggðinni Þegar bylgjan er búin að ganga yfir kemur í ljós að framleiðsluat- vinnuvegirnir hafa dregist aftur úr og eru ekki samkeppnisfærir. Næst þarf að krefja framleiðslu- atvinnuvegina um launahækkanir til samræmingar og því næst lok- ast vítahringurinn. Utflutningsat- vinnuvegirnir standa á ný höllum fæti og kalla á gengisleiðréttingu eða betliaðgerðir. Dreifing báknsins er þjóðarnauðsyn Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þjónustukerfið sé ekki of þungt á fóðrum og því nærtækast að draga báknið saman. Margt mælir gegn þessu, þar sem í mörgum greinum samfélagsupp- byggingar er um landnám að ræða, sem gerir þjóðfélagið sam- keppnisfærara í samanburði við þróuð samfélög. Á síðari áratug- um er þó um að ræða æ fleiri verkefni, sem hafa dafnað svo og aukist í íslensku þjóðfélagi, að þau þola þess vegna eðlilega dreifingu í starfsemi sinni eftir búsetuháttum í landinu m.a. til að auka aðgang allra landsmanna að velferðarkerfinu. Það er tvennt sem getur haft úrslitaáhrif um staðsetningu starfrækslu, sem ekki lýtur opin- beru valdboði um heimilisfang. í fyrsta lagi nálægð við stjórnsýslu- og fjármálakerfið og nálægð við samgönguleiðir. í öðru lagi stað- arval tengt umsýslusvæði, þar sem er efnahagslegt uppstreymi og þensla í athafnalífi. Þessi skilyrði eru fyrir hendi í ríkum mæli á höfuðborgarsvæðinu, en hvergi annars staðar á landinu eru nægilega góð skilyrði til slíkr- ar sjálfkrafa uppbyggingar. Þjóðfélagskerfið veitir höfuð- borgarsvæðinu forréttindi Hvað veldur er augljóst. Fyrst er að nefna staðsetningu stjórn- sýslu- og fjármálakerfis á höfuð- borgarsvæðinu, sem byggist á skipulagi samfélagskerfisins. Næst í röðinni eru áhrif veltugróða frá sjávarútvegi, með margfeldis- áhrifum á iðju- og þjónustugrein- ar. Fjármagnsaðilar eru ekki að leggja í kostnað til að afla starf- semi sinni markaðar með stað- setningu úti á landi, ef það er með öllu óþarft. Stjórnsýslu- og fjármálakerfið gerir staðarval á höfuðborgarsvæðinu hagkvæm- ast. Landsbyggðarmenn hafa vanist því að sækja úrlausn flestra verkefna þangað. Þessi samþjöppun á höfuð- borgarsvæðinu er orsök þeirrar búseturöskunar, sem færir til vinnuaflið í landinu. Þannig myndast aðstæður sem orsaka staðarval ýmiss konar starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, sem gæti fest rætur úti á landi. Samdráttur landsbyggöar leiðir til varanlegrar efnahagslegrar hnignunar Þetta á sín takmörk. Reynslan hefur ætíð verið sú, að öll „borg- ríki“ hætta að blómgast, þegar marklönd þeirra gefa ekki lengur af sér. Á næstu öld, er spáð engri þjóðarfjölgun í landinu, því er Ijóst að með áframhaldandi til- færslu í búsetu munu undirstöðu- atvinnuvegirnir á landsbyggðinni ekki hafa nógu sterk bein til að standa undir borgríkinu. Halla- rekstur þjóðarbúsins fyrstu ár þessa áratugar gæti orðið varan- legt ástand, sem kallar á auknar erlendar lántökur, eða gert skil- yrðisbundnar erlendar fjárfest- ingar óhjákvæmilegar, ennfrem- ur stuðlað að því að dvöl erlends varnarliðs verði gerð að stöðugri féþúfu fyrir þjóðfélagið. Kerfisuppskurður er þjóðarnauðsyn Kerfisuppskurður á íslenskri þjóðfélagsgerð er óhjákvæmileg- ur, ef þjóðin á að komast út úr

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.