Dagur - 06.01.1988, Side 7
6 - DAGUR - 6. janúar 1988
Af álfum og huldufólki í Hegranesi:
Jörðin mom af lífi“
- Páll Jónasson frá Hróarsda! segir frá reynslu sinni og annarra af álfum og huldufólki í Hegranesi
Páll Jónasson. Myndin er tekin af Sæunni yngri á Hegrabergi fyrir 2 árum.
Þeir eru ófáir staðirnir hér á
iandi sem álfar og huldufólk
eru sögð hafa aðsetur í. En
einmitt á þessum tíma árs, í
kringum áramótin og þrettánd-
ann, er sagt að þessar kynja-
verur séu mikið á ferli og
standi þá gjarnan í búferla-
flutningum. Hegranes í Skaga-
firði, landsvæðið á milli eystri
og vestari kvísla Héraðsvatna
þar sem þau falla til sjávar,
hefur um langan aldur verið
sagt af þeim sem gerst þekkja,
mikil álfa- og huldufólks-
byggð. Af sumum meira að
segja sú mesta á landinu, þ.á
m. Hafsteini heitnum Björns-
syni miðli, en hann dvaldi ein-
mitt um tíma í Nesinu.
„Pað er nú hætt við því. Jörðin
morar af lífi. Það eru ótal bylgjur
í kringum okkur, þ.e.a.s. líf-
bylgjur, sem við verðum flest
ekki vör við," segir Páll Jónasson
frá Hróarsdal í Hegranesi. Páll er
einn þeirra sem telur sig hafa
óyggjandi sannanir fyrir tilvist
álfa og huldufólks. „Já, ég varð
strax var við þetta þegar ég var
smákrakki. Var hræddur við
þetta meðan ég var lítill, en það
vandist svo af mér þegar ég
stækkaði og harðnaði. Pabbi vildi
aldrei hlusta á mann þegar maður
var að impra á þessu við hann.
Hann sagði að þetta væri bara
ímyndun og vitleysa. Þannig að
hann var síður en svo að kynda
undir þessu.
Páll sem verður áttræður að
vori er einn af mörgum systkin-
um frá Hróarsdal. Hann hefur
búið í Kópavogi mörg undanfarin
ár, en dvelst alltaf mikinn hluta
sumarsins í Utanverðunesi. Er
hann enn við hestaheilsu og
stundar sína daglaunavinnu, við
smíðar. Og ekki féll úr einn ein-
asti vinnudagur hjá honum á síð-
asta ári. „Enda neyti ég hvorki
áfengis né tóbaks og á því líklega
þennan árangur að þakka," segir
hann.
Páll er ekki eina systkinið frá
Hróarsdal sern hefur fundið fyrir
nálægð álfa og huldufólks. Nokk-
ur þeirra hafa séð ókunnar verur
á sveimi ellegar ljósum bregða
fyrir í klöppum í heimahögunum.
En trú á álfa og huldufólk í
Hegranesi er síður en svo bundin
við þau Hróarsdalssystkini, eins
og glöggt kemur fram í samtali
við Þorkel Halldórsson jarðýtu-
stjóra hér í opnunni og frásögn-
um Páls, sem fara hér á eftir.
Skólapiltur á leið um
huldubyggðir
„Árni Hafstað sem lengst af var
bóndi í Vík í Staðarhreppi sagði
mér eitt sinn ansi merkilega sögu
sem gerðist rétt upp úr alda-
mótunum þegar hann var á Hóla-
skóla.
Þegar nemendur voru í þann
mund að leggja af stað heimleiðis
í jólafrí á Þorláksdag, var svo
mikið norðanrok og hríð að
skólastjórinn sleppti engum úr
skólanum. Og það varð úr að
jólaleyfinu var frestað. Á gaml-
ársdag var svo hríðin hætt og
fengu allir nemendur þá heimfar-
arleyfi.
Svo er ekkert með það að Árni
fer sem leið liggur niður Hjalta-
dal, yfir Héraðsvötn fyrir utan og
neðan Ás í Hegranesi og þar upp
eftir yfir sporðinn á Ásásnum.
Ástaglið eins og það er kallað á
okkar máli í Nesinu. Síðan hélt
hann upp hjá Vatnskoti sem þá
hét, og nú heitir Svanavatn, yfir
vatnið þar fyrir sunnan og af
sjónhendingu vestur eftir sunnan
við Vátnskotsbergið. Fór hann í
gegnum svokallaðan Leirdal sem
tekur við af Hrafnapollaflóa,
vestur yfir flóana sunnan við
Leirdalstjarnirnar og niður
Ferjuhamarsgil sem liggur þarna
í gegnum klappirnar vestur frá.
Dregur gilið nafn af bæ sem var
utan og neðan við Kárastaði og
hét Ferjuhamar. Með Árna í för
var hundur sem aldrei skildi við
hann. Ástæðan fyrir því var sú að
þegar Árni fór í skólann um
haustið rakti hundurinn slóð
hans.
Þegar þeir voru kornnir niður í
gilið efst, þar sem Ferjuhamars-
flóanum sleppir, fór hundurinn
að ýlfra og varð svo hræddur að
hann vildi hvergi vera nema milli
fóta Árna. En þar sent hann var á
skíðum átti hann ekki gott með
að hafa hann þar. Brá hann því á
það ráð að taka hundinn í fangið
og halda á honum. Það var glaða-
tunglskin og tungl í fyllingu eða
eitthvað nálægt því. Þegar Árni
kom niður úr gilinu og á Vötnin
fyrir framan, tók hann eftir því
að ljós voru í klettunum bæði
sunnan og norðan við gilið.
Huldufólk í
búferlaflutningum
Hann skildi ekkert í þessu og
stansaði til að reyna að glöggva
sig á þessu. Sagði Árni að þetta
hefði ekki getað verið glotti frá
tungli, því þetta var svo snemma
kvölds að það var í suðaustri og
var skuggi frá því einmitt á klett-
unum. Og því síður vegna þess
að hann horfði á ljósin færast til
eins og maður gengi með þau.
Þegar Árni var kominn yfir á
bakkann hinum megin var hund-
urinn farinn að róast svo hann
sleppti honum. En hann reyndist
samt enn svo hræddur að hann
hljóp hvað af tók beint heim í
Hafsteinsstaði, en Árni var þá
þar enn í föðurgarði.
Árni gaf sér tíma til að horfa á
ljósin og var að hugsa um að snúa
við og gá hvað þetta gæti verið.
Sem hann var að velta þessu fyrir
sér, og löngunin til að snúa við
var sterk, þá vár eins og hvíslað
væri að honum að láta þetta
afskiptalaust. Vera ekki að hætta
neinu þarna og fór hann eftir því.
Svo var hann að smá líta við suð-
ur og vestur yfir eylendið og sá
alltaf ljósin. Það var alltaf verið
að fara sunnan fyrir gilið og út í
klettana fyrir norðan. Mig minnir
að ljósin hafi verið 8 eða 9 hvor-
um megin. Sá hann ljósin enn
þegar hann kom heim á hlað á
Hafsteinsstöðum. Þau voru svo
sterk og skær.
Svo er ekkert meira með það
að hann fór inn í bæ til foreldra
sinna og systkina og fjölskyldan
tók að halda hátíðlegt gamlárs-
kvöld, nýársnótt og allt það. En
svo þegar hann fór til baka sömu
leið og gáði að sporum í snjónum
þar sem ljósin sáust, var þar eng-
in spor að finna. Sagðist hann þá
hafa orðið viss um að þetta hefði
ekki verið fólk í einhverjum
kvöldskrípaleik, heldur huldu-
fólk og það þurfti ekki að spora
snjóinn. Það sveif bara á hugar-
vængjum eins og Árni orðaði
það. Þetta er nú sagan sem hann
sagði mér og ég trúði henni.
Herskáir dökkálfar
Ég gæti líka eins sagt þér hvað
kom fyrir mig í Nesi og sögu sem
mér þótti ákaflega merkileg eftir
Árna Gunnarsson sem var bóndi
í Keflavík vel fram á sjöunda ára-
tuginn. Næstur á undan Jóhanni
Má sem þar býr nú.
Það var eitt vor á sauðburði að
Árni var að kvöld- eða næturlagi
að ganga við lambfé. Hann varð
alltaf að gera það ef eitthvað
skyldi vera að, því þær báru oft
seint á kvöldin, í aftureldingunni
eða jafnvel á nóttunni.
Svo var það eitt sinn rétt eftir
miðnætti að hann var úti í Trölla-
skarði sem kallað er, þar sem
vegurinn liggur í gegn. Þá syfjaði
hann svo mikið allt í einu yfir
einni kindinni, sem hann var að
bíða eftir að bæri, að hann sofn-
aði. Svo vaknaði hann við að
honum leið eitthvað illa í svefnin-
um af einhverjum ástæðum. Þá
heyrði hann talanda rétt hjá sér.
Það voru einhverjar 3 verur og
ein þeirra vildi hrekkja hann
eitthvað og gera árás á hann. En
hinar tvær sögðu hvor á eftir
annarri: Það er ekki hægt, hann
er svo vel varinn og við skulum
láta hann í friði. Þá opnaði hann
augun og sá 3 svartálfa fyrir aftan
höfuðið á sér þar sem hann lá í
lynginu. Þegar þeir sáu hann
opna augum og veita sér eftirtekt
hurfu þeir í klettinn þarna fyrir
ofan.
Árni sagði mér að það væri
svartálfaríki í berginu sunnan við
Tröllaskarðið og suður undir
svokallaða Kvíalaut, sem er
skora í gegnum klöppina út og
upp af fjárhúsunum í Keflavík og
tilheyrir Stigaberginu. En í Stiga-
berginu norðan við Tröllaskarð
sé heilt konungsríki af hvítálfum
og alltaf væri dálítill ófriður á
milli þessara álfabyggða.
Lágfleygt loftfar
Árni í Keflavík var ógiftur og
barnlaus. Hjá honum var ráðs-
kona Margrét systir hans. Það
var eitt sinn á gamlárskvöld að
Guðrún systir þeirra sem bjó á
Króknum kom í heimsókn í
Keflavík ásamt Stefáni syni
sínum, sem þá var ungur
drengur. Þegar verið var að
fylgja gestunum til dyra og Árni
kom út á hlaðið veitti hann eftir-
tekt ljósi sem sveif meðfram
klettunum skammt frá bænum.
Hugði hann þarna vera loftfar á
ferð og beið í ofvæni eftir hvað
gerðist, því honum leist ekkert á
hvað það flaug lágt. Það flaug
neðan við hæstu tindana í Geita-
berginu. Svo þegar það kom ofan
við bæinn, í Heimabergið sem
kallað er, settist það þar og
fylgdu eldglæringar lendingunni.
Hélt hann að þarna hefði orðið
flugslys og hljóp strax upp eftir til
að gá, en sá þá ekkert nema Ijós-
in á Króknum. Hitt fólkið hljóp á
eftir honum og hélt að hann hefði
fengið „kast" eins og hann orðaði
það og væri orðinn geggjaður.
Því það sá ekki neitt.
I»ú gerðír vel í dag
Það var 1958 að mig minnir,
stuttu eftir að ég kom í Utan-
verðunes, að ég var staddur úti á
túni við að snúa heyi. Varð ég þá
allt í einu svo gríðarlega syfjaður
að ég gat ómögulega annað en
farið heim og lagt mig. Gat bara
alls ekki haft opin augun, var
bæði syfjaður og máttlaus. Það er
ekkert með það að þegar ég var
kominn heim í bælið kom til mín
kona og sagði: Kallaðu strax á
krakkana þína! Þar með hrökk
6. janúar 1988 - DAGUR - 7
ar frá Hegrabergi, Margrét og
Sigrún. Þegar við vorum komin
utan og neðan við klapparhorn,
sem ég veit að er huldufólk í,
austur á bökkunum, rákumst við
á 3 gemlinga sem við áttum og
með þeim 3 ókunnar gimbrar.
Gimbrarnar voru sérlega falleg-
ar, það svo að frænkur mínar frá
Hegrabergi höfðu orð á að þeim
yrði að gefa líf.
Þegar við vorum komin með
kindurnar þar sem lækurinn úr
vatninu rennur í gegnum veginn
og mýrarhorn er dálítið, gerðist
það að við heyrðum einhver
óskapa læti fyrir aftan okkur.
Hávaðinn var í líkingu við það að
blikkjárn fyki. Við litum öll við
til að gá hvað væri á seyði, en
jafnskjótt hurfu hljóðin. Þegar
við svo litum við aftur voru
gimbrarnar ókunnu horfnar. Ég
sagði við frænkur mínar að það
þyrfti ekki að óttast að þær yrðu
leiddar til slátrunar í haust þessar
og yrðu örugglega fóðraðar ein-
hvers staðar í vetur, þó ekki í
Utanverðunesi.
Ég var sannfærður um að
huldufólkið átti þessar gimbrar.
Þær voru bláhvítar að lit, allt
öðruvísi en okkar hvíta fé. Svo
var ullin á þeim svo falleg. Togið
var svo fínt og mjúkt að sjá,
alveg eins og það væri nýkembt."
-þá
Þannig er hægt að hugsa sér sögusviðið þegar Árni í Vík var kominn niður
á Vötnin og virti fyrir sér ljósin við Ferjuhamarsgil.
Þegar nýr vegur var lagður um
Hegranes fyrir liðlega 10 árum
gekk sú vegagerð ekki alveg
klakklaust fyrir sig. Nýi vegur-
inn liggur eins og kunnugir vita
sunnan við Lón í Viðvíkur-
sveit, yfir nýja brú sem byggð
var yfír eystri kvísl Héraðs-
vatna niður við Garðssand,
eftir sandinum, síðan skammt
frá sjó og þ.á m. í gegnum
svokailað Tröllaskarð. Það var
einmitt í Tröllaskarðinu sem
óvæntir hlutir gerðust og voru
álfar og huldufólk talin eiga
þar sök á.
Hætt var við að sprengja úr
Tröllaskarðinu. Þess í stað var
vegurinn hækkaður verulega og
fyllti hann að mestu upp í
Skarðið. Segja Nesmenn að ef
sprengt hefði verið úr Skarðinu,
■ hefði vegurinn orðið það neðar-
lega að hætt er við að hann hefði
einhvern tímann orðið ófær
Keli á veginum í Tröllaskarði. Jarðýtan var stödd frammi í Skagafirði, enda
hefði verið óráð að fara með hana á Skarðið, eftir reynslu hennar af því.
Skjiidöegasta bilun í vél á
imnum 40 ára starfsferli
ég upp og var ekkert syfjaður
lengur né þreyttur. Leit út um
gluggann og sá þá að krakkarnir
voru á lítilli klöpp vestan við
vatnið sem heitir Miðdegisborg.
Það er varða á henni og þetta lít-
ur út heiman frá Nesi, eins og
maður sjái gamlan torfbæ með
reykháfi. Ég hljóp af stað til
krakkanna og lét þau koma heim
með mér. Um kvöldið þegar ég
var að sofna eftir dagsins önn,
kom konan til mín aftur og sagði:
Þú gerðir vel í dag. Ég var svo
hrædd um að þau hentu grjóti í
börnin mín. Þetta skal ég launa
i þér þó að seinna verði. Krakk-
arnir höfðu þá eitthvað verið að
henda grjóti fram af klöppinni
þarna.
Konan launar
Nokkrum dögum seinna bar hjá
mér kind, mér á óvart. Ég sá að
það var eitthvert hrafnaflug og
djöfulgangur þarna út og niður
svo að ég fór þangað að gá hverju
það sætti. Því það gat hent hjá
mér eins og öðrum að kindur
bæru í byrjun túnsláttar og mað-
ur gat átt von á ýmsu. Sá ég þá að
ær hafði borið fyrra lambinu. Var
j það komið á legg og farið að
brölta. Það ætlaði að fara að ráfa
eitthvað frá móðurinni, en þá
gerðist það furðulega að það var
alltaf rekið til hennar aftur, að
j því er virtist, af einhverju ósýni-
i legu. Hröfnunum 2 sem verptu
j þarna í björgunum og ætluðu
I heldur en ekki að fá sér að borða
: af lambinu varð ekkert ágengt
/ við að komast að því og urðu frá
að hverfa. Það var sama hvernig
j þeir reyndu á marga vegu, að það
/ var eins og ákveðinn hringur eða
svið væri þarna í kring sem þeir
kæmust ekki inn í. Þeir skiptu sér
i meira að segja og fóru hvor í sína
áttina, en allt kom fyrir ekki. Þeir
! komust hvorki að lambinu né
I kindinni. Nú!, ég var alveg sann-
t færður um að þarna væri gamla
: konan að borga mér fyrir það
sem ég gerði fyrir hana. Ég nátt-
■ úrlega beið eftir að ærin bæri
seinna lambinu og fór svo að
stumra þeim heim á tún.
Huldufé á ferli
I Það var svo eitt haustið þegar
verið var að smala fénu í Utan-
verðunesi saman, til að taka frá
sláturfé. En ég hafði féð heima
< við allt árið, rak aldrei á fjall því
j ég kærði mig ekkert um neinar
i umgangspestir. Með mér við
smölunina voru systurdætur mín-
- Ýtu-Keli segir frá atvikum
sem urðu við gerð vegar um Tröllaskarð
Ég drap undireins á vélinni
þar sem hún stóð, þótt hún hall-
aði mikið, og hringdi strax á
verkstæðið. Þegar verkstæðis-
maðurinn kom setti ég vélina í
gang og færði ýtuna í lárétta
stöðu. Síðan ákváðum við að taka
af henni ventlalokið og gá að still-
ingunni, sem reyndist í besta lagi.
Við gerðum ekki neitt nema setja
lokið á aftur. Ég sagði svo við
viðgerðarmanninn að það væri
best að fara með vélina í burtu
frá Skarðinu því það væri svo lít-
ið eftir. Álfarnir væru hérna hvort
eð er. Því það hafði bilað þarna
um svipaö leyti önnur vél, ntinni,
en það var bara smávægileg
bilun. Ég setti svo vélina í gang
og hélt burt lrá Tröllaskarði og út
á Reykjaströnd.
Það var svo ekki fyrr en komiö
var út á Ströndina að enn heyrð-
ist bank í vélinni og enn öðruvísi
en áður. Þá reyndist hafa fariö
lega á sveifarás. Egill Bjarnason
framkvæmdastjóri ræktunarsam-
bandsins sem átti ýtuna vildi
binda endi á þessi vandræði með
því að fá nýja vél. En honum var
sagt í umboðinu að ný vél væri
ekki til en allir varahlutir. Best
væri að vinna með ýtuna út tíma-
bilið og mundi umboðið svo sjá
um varahluti og fullnaðarviðgerö
þegar þar að kæmi. Er vélin var
tekin í sundur í janúar sögðu þeir
að sveifarásinn hefði reynst spor-
öskjulagaður. Skipt var unt hann
og allt sem honum fylgdi.
Ég er búinn að vinna á þessari
vél í 10 ár. Hefur hún reynst sér-
staklega vel og ekki orðið nein
bilun í vél síðan sumariö í Trölla-
skarðinu. Öll brotnu stykkin
voru send út til verksmiðjanna.
Hafa sögusagnir frá atvikunum í
Tröllaskarði vakið talsverða
athygli og sl. sumar kom hingað-
franskur blaðamaður sem rakti
úr mér garnirnar varðandi þau."
gerðarinnar á eitt sáttir með
framkvæmdir á Skarðinu.
Blandaðist þar inn í, að á ntiðils-
fundum höfðu birst framliðnir
bændur úr Hegranesi sem mælt-
ust eindregið gegn sprengingum í
Tröllaskarði. En ýmsir vegagerð-
armenn vildu láta sprengja og
töldu þetta hjátrú eina saman.
Einn þeirra, tæknifræðingur
Vegagerðarinnar, sagði mér að
þegar hann mældi fyrir veginunt
og rak niður hæla hafi hann ekki
orðið var við neitt. Ég sagði hon-
um náttúrlega að það væri nú lít-
ið að marka. Álfarnir yrðu ekk-
ert varir við það þó að tréhælar
væru reknir niður í klappirnar.
Svo var farið að vinna þarna og
ákveðið að sprengja ekki. Ég
byrjaði að vinna þarna á flunku-
nýrri 20 tonna jarðýtu Caterpillar
D6D, sem að sjálfsögðu var í
ábyrgð. Það hafði veriö ákveðið
að ýta að klöppunum, þó að
brekkan yrði meiri, að ósk verk-
stjórans. Fyrsta daginn var ég að
ýta upp svokallaðri álfakirkju,
upp að Skarðinu að vestanverðu.
Daginn eftir bað verkstjórinn
ntig að fara austur fyrir Skarðið.
Ég keyrði bara lausakeyrslu
gegnum það og vélin gekk alveg
eðlilega. Svo allt í einu heyrðist
smábank í vélinni og síðan jókst
þetta upp í hávaða og læti. Er
þetta sú skyndilegasta bilun í vél
sem ég hef orðið vitni að á mín-
um 40 ára starfsferli á jarðýtum.
Þar sem vélin var í ábyrgð voru
fengnir menn frá Hekluumboð-
inu norður til að líta á hana. Þeg-
ar vélin var rifin kom í ljós að í
einu sprengihólfinu var allt í
kássu. Brotnað hafði stimpill og
það afarsjaldan eða jafnvel aldrei
gerst í svo nýrri vél. Var gert við
þetta um helgi og á mánudag fór
ég að vinna austan Skarðsins.
Gekk allt eðlilega í fyrstu, en allt
í einu byrjaði bankið aftur, þó
öðruvísi en í fyrra skiptið.
vegna snjóa. Tilvist álfanna og
huldufólksins hefði því orðið til
samgöngubóta.
Þorkell Halldórsson jarðýtu-
stjóri, betur þekktur sem Ytu-
Keli, er sá sem mest varð var við
þessi óvæntu atvik í Tröllaskarði
meðan á vegagerðinni stóð."
„Upphaflega átti að sprengja
úr háskarðinu. Mælingar höfðu
sýnt að Skarðið var eini staðurinn
á þessu svæði sem snjó festi. Þess
vegna hafði Vegagerðin uppi
áform um að sprengja beggja
vegna Skarðsins til að lækka veg-
inn þannig að brekkan upp að því
að vestan yrði ekki eins mikil.
Ekki voru forvígismenn Vega-
Tröllaskarð þar sem nýi vegurinn liggur í gegn og hefur næstuin fyllt upp í Skarðið.
Þar og í Stigaberginu þ.e. báðum megin við Skarðið eru sagðar miklar álfa- og
huldufólksbyggðir.