Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 5
 14. janúar 1988 - DAGUR - 5 Einar Páll Jónsson var ritstjóri Lög- bergs lengur en nokkur annar. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, kona Einars, tók við ritstjórastarfinu að manni sínum látnum. Einar Árnason, núverandi ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu. Það var Einar Hjörleifsson (síðar Kvaran), rithöfundur og skáld, sem annaðist ritstjórnina fyrstu sjö árin. Einar var alkunn- ur gáfumaður og ritfær í besta lagi. Ekki er því ólíklegt að blað- ið hafi fest sig mjög í sessi undir ritstjórn hans. Par birtust margar greinar, ritaðar á fögru íslensku máli, sem voru lesnar með athygli. Fyrsti prentari Lögbergs var Ólafur Porgeirsson, gullsmiðs Guðmundssonar frá Akureyri (síðar Thorgeirsson) og starfaði hann þar til 1905, er hann stofn- setti sína eigin prentsmiðju og gerðist einnig bókaútgefandi. Eftir fyrstu sjö árin tók ævin- týramaðurinn kunni, Jón Ólafs- son, skáld, við ritstjórn, en starf hans við biaðið stóð aðeins stutt- an tíma, og þá tók Einar Hjör- leifsson ritstjórnina að sér á ný og var við blaðið uns Sigtryggur Jónasson settist í sæti hans allar götur til 1901. Sigtryggur var þá þjóðkunnur maður fyrir störf sín meðal íslenskra vesturfara og var einn þeirra sendimanna Canada- stjórnar, sem völdu landnáms- staðinn á Nýja-íslandi. Næst kom Magnús Pálsson frá Hallfríðarstöðum í Hörgárdal, í nóv. 1901, og ritstýrði blaðinu í fjögur ár, en 19. nóv. 1905 tók við Stefán Björnsson cand. theol. frá Kolfreyjustað í Suður-Múla- sýslu og var við ritstjórnina þar til í apríl 1914. Þá hvarf hann heim til íslands og var vígður prestur til fríkirkjusafnaðar á Fáskrúðs- firði. í ritstjórnartíð Stefáns var reist prentsmiðjuhús á horninu á William og Sherbrooke-götu. Það var stór bygging, þrílyft 98x54!/2 fet á stærð. Auk prent- smiðjunnar og skrifstofu blaðsins voru í byggingunni skrifstofur tveggja íslenskra lækna, þeirra Ólafs Björnssonar og Brands J. Brandssonar og lífsábyrgðarsala Kristjáns Ólafssonar, en íbúðir á annarri og þriðju hæð. Við heimför Stefáns kom ennþá nýr ritstjóri í stólinn, eng- inn annar en Sigurður Júlíus Jóhannesson frá Læk í Ölfusi, einn hinn allra ritfærasti og athafnasamasti maður meðal Vestur-íslendinga. Hann hafði áður fengist nokkuð við blaða- mennsku heima á íslandi og meðal annars verið upphafsmað- ur að útgáfu barnablaðsins Æsk- unnar 1897, eldheitur áhugamað- ur um bindindis- og önnur vel- ferðarmál, nafnkunnur hugsjóna- maður og skáld, hið mesta göfug- menni. Hann var hinn fjölhæfasti maður. Minnast hans allir sem þekktu með virðingu og hlýhug. Um tíma störfuðu með Sigurði tveir meðritstjórar, Stefán Thorsson, ættaður úr Biskups- tungum í Árnessýslu, og Friðrik Sveinsson, listmálari í Winnipeg. Áhugi Sigurðar Júlíusar á blaðamennsku var alla tíð mikill, og þegar ritstjórnarstarf við Lög- berg bauðst ákvað hann að taka því. Ekki var hann samt lengi við blaðið að þessu sinni, tók við því í apríl 1914 og hætti í desember sama ár. Ástæðan var afstaða hans til herkvaðningar Canada- stjórnar og þátttaka Vestur- íslendinga í heimsstyrjöldinni 1914-1918, enda var hann alla tíð einlægur friðarsinni. Þá tók við starfi Sigurðar Kristján Sigurðsson cand. phil. frá Kröggólfsstöðum í Ölfusi, sem hafði áður verið aðstoðarrit- stjóri. En Kristján sat ekki lengi í ritstjórastól. Sigurður tók aftur við sínu fyrra starfi 7. október 1915 og hélt því, uns hann hóf blaðaútgáfu sjálfur með Voröld sinni. Við ritstjórn Lögbergs tók þá Jón Bíldfell Jónsson frá Bíldsfelli í Grafningi, sem einnig hafði áður verið aðstoðarritstjóri. Jón Bíldfell Jónsson var um þriggja ára skeið við gullgröft í Klon- dyke, hinum heimskunna gull- námabæ, og hagnaðist vel. Merk- ur maður og traustur á alla lund. Hans starf við blaðið varð all- langt eða um 10 ára skeið. En þá settist sá maður í ritstjórastólinn, sem var þar lengur en nokkur annar, sem starfaði við Lögberg. Hann hét Einar Páll Jónsson, frá Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, einn hinna nafnkunnu sona Jóns Benjamínssonar bónda þar. Var Einar Páll ritstjóri allt til þess er hann andaðist 27. maí 1959, og hafði þá setið lengur en nokkur annar sem ritstjóri að íslensku blaði í Vesturheimi. Um tíma 1934 annaðist Heimir Thorgrímsson ritstjórn í fjarveru Einars Páls. Heimir var sonur séra Adams Þorgrímssonar. Þá var um tíma aðstoðarritstjóri við Lögberg, Finnur Jónsson, bók- sali, frá Melum í Hrútafirði. Kona Einars Páls, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Sigurgeirssonar, prests á Grund í Eyjafirði, ann- aðist um árabil kvénnadálk í Lögbergi, en gerðist síðan rit- stjóri að manni sínum látnum. Þá var búið að sameina bæði blöðin í eitt, sem hefur síðan til dagsins í dag komið út undir nafninu Lög- berg-Heimskringla. Þegar blöðin gengu í eina sæng, var eigendum þeirra beggja nokkur vandi á höndum. Réðu stjórnmálin þar miklu um. Annað blaðið fylgdi frjálslyndum flokki að málum, en hitt íhalds- sömum. Eftir langt samningaþóf leystust þau mál þó farsællega. Bæði blöðin áttu þá sem oftar i við fjárhagsvanda að etja og for- ystumenn blaðanna þreyttir á sífelldum fjárstuðningi við þau. Kaupendum fór fækkandi og ensku blöðin vestra fyrir löngu orðin lesmál yngri kynslóðarinn- ar. Hinn mikli eldlegi áhugi og fórnfýsi, sem fylgt hafði störfum frumherjanna og blöðum þeirra var kulnaður. Það var því sýni- legt hvert stefndi. Vestur-íslend- ingar vildu þó ekki láta merkið alveg falla, og því var tekið það ráð að sameina bæði blöðin í eitt. Að þessum málum vann Ingi- björg Jónsson, síðasti ritstjóri Lögbergs, af mikilli festu og dugnaði. Var hún ritstjóri til dauðadags. Að henni látinni tók við ritstjórn Carolina Gunnars- son, þá Haraldur Bessason próf- essor og kona hans, Margrét Björgvinsdóttir, sem ritstýrðu blaðinu með miklum ágætum. Síðan komu þrír mætir ritstjórar að heiman, hver eftir annan: Fríða Björnsdóttir (Guðfinns- sonar), Jón Ásgeirsson, fyrrum fréttamaður, og Jónas Þór, kenn- ari frá Blómva.igi í Mosfellssveit. En 1987 settist svo Vestur- íslendingurinn Einar Árnason í ritstjórastólinn, og hefir hann annast bæði ritstjórn og fram- kvæmdir við blaðið til þessa dags. Hér hefur nú í stuttu spjalli verið gerð nokkur grein fyrir vestur-íslenska vikublaðinu Lög- bergi, þegar lokið er hundrað ára vegferð þess. Er þetta að sjálf- sögðu aðeins lauslegt ágrip, svo margt sem á daga þess hefir drifið og þeirra mörgu merkismanna, sem hafa ritstýrt því á liðinni tíð. Þá sögu þyrfti sem fyrst að skrá ásamt sögu annarra vestur- íslenskra blaða og tímarita, sem öll héldu hátt á lofti fána íslenskrar menningar í Vestur- heimi. Þessari lauslegu greinargerð um sögu blaðsins vil ég ljúka með einlægum þökkum til Lögbergs fyrir baráttu þess fyrir traustu og góðu samstarfi og samvinnu milli Islendinga austan hafs sem vest- an og stuðningi við öll framfara- og hugsjónamál heima á íslandi. Árni Bjarnarson. Föstud. 15. janúar. Hljómsveit Ingimars Eydal Opið frá kl. 22-03. Laugard. 16. janúar. Stórstjörnur Ingimars Eydal í 25 ár Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi í Sólarsal og Hljómsveit Finns Eydal leikur fyrir dansi í Mánasal. Stórsýningin Allt vitlaust úr Broadway í Sjallanum 5. og 6. febrúar. Borðapantanir í síma 22970. Bændur — Varaaf I mmuásM RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13-600 AKUREYRI SÍMAR (96)25400 & 25401 Alhliða rnfverk og rekstur verslunar Önnumst m.a. húsarafmagn, skiparafmagn, bílarafmagn, töflusmíöi og hönnun byggingastaöatafla. ■ BÍLARAFMAGN ■ HÚSARAFMAGN ■ SKIPARAFMAGN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.