Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 11
14. janúar 1988 - DAGUR - 11
\
r
Oflug útgáfustarfsemi hja
útflutningsráði íslands
Eftir því sem útflutningur
verður flóknari og markaðirnir
torsóttari, vex þörfin fyrir upp-
lýsingar. Stöðugt verður erfið-
ara fyrir stjórnendur fyrirtækja
að vinsa frá þær upplýsingar
sem skipta máli. Eitt af aðal-
verkefnum Útflutningsráðs
íslands er upplýsingamiðlun til
útflytjenda varðandi þróun,
horfur og tækifæri í markaðs-
málum. í því skyni hefur
Útflutningsráð gefið út sex
skýrslur.
Fyrst ber að nefna skýrslu um
matvælamarkaðinn í Svíþjóð. I
skýrslu þessari er aðallega fjallað
um möguleika íslenskra fiskaf-
urða á Svíþjóðamarkaði. Þar er
m.a. gerð grein fyrir sænska neyt-
endamarkaðinum, fiskmarkaðin-
um í Svíþjóð og sænska mark-
aðinum fyrir fisk og fiskafurðir.
Önnur skýrsla fjallar um mark-
aðsþróun tilbúinna sjávarrétta í
Svíþjóð, Bretlandi og Vestur-
Þýskalandi. Þar er m.a. rakin
almenn þróun tilbúinna sjávar-
rétta í heiminum og fjallað er um
helstu markaðssvæðin svo og um
markaðssetningu á tilbúnum
sjávarréttum.
Þriðja skýrslan af þessu tagi
var unnin fyrir Markaðsnefnd
landbúnaðarins. Bandarískt
RAÐCJÖF OG R4ÐNING4R
Viltu vinnu
í bóka- og ritfangaverslun?
Vinnutími kl. 13-18. Æskilegur aldur 30 til 40 ár.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni að Brekkugötu 1.
Sími 27577. Opið kl. 13 til 17.
Stefanía Arnórsdóttir - Valgerður Magnúsdóttir
Hross í óskilum!
Hjá forstöðumanni jarðeigna og dýraeftirlits á Akureyri eru
í óskilum 4 hross, sem voru í Hlíðarfjalli.
Rauð hryssa með grátt veturgamalt trippi, grár ca. vetur-
gamall foli og brúnn foli ca. 3ja vetra.
Hrossanna má vitja strax hjá Svanberg Þórðarsyni í síma
25602 á daginn og á kvöldin í síma 22443.
markaðsathugunarfyrirtæki var
fengið til að framkvæma mark-
aðsathugun á möguleikum ís-
lensks lambakjöts á bandaríska
markaðinum og hafði Útflutn-
ingsráð íslands yfirumsjón með
framkvæmdinni.
Fjórða skýrslan fjallar um
Grænland og skiptist hún í tvo
Norræna kvennaþingið í Úsló:
Ferðasjóður stofnaður
Um áramótin síðastliðin var
stofnaður ferðasjóður til að
styrkja íslenskar konur til þátt-
töku í Norræna kvennaþinginu í
Ósló 1988.
Félagsmálaráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, sem hefur sýnt
málinu mikinn áhuga lagði fram
200.000 kr., til að styrkja sérstak-
lega þær konur sem ekki fá til
þess stuðning annars staðar frá
og venjulega eiga þess ekki kost
að sækja erlendar ráðstefnur og
fundi. Félagsmálaráðherra vill á
þennan hátt hvetja konur til
virkrar þátttöku á þinginu.
Norræna kvennaþingið sem
haldið er að frumkvæði ráðherra-
nefndar Norðurlandaráðs verður
haldið dagana 30. júlí til 7. ágúst
nú í sumar og er opið öllum, en
haldið af konum fyrir konur.
Gert er ráð fyrir að þingið sæki
7-8 þúsund konur en þar verður
margháttuð dagskrá í umsjón
kvennanna sjálfra. Búast má við
málstofum, fyrirlestrum, vinnu-
básum, sýningum, leikhúsi, söng
- og hljóðfæraslætti, bíósýning-
um, videósýningum, dansi
o.s.frv.
Undirbúningur hér á íslandi
hefur nú staðið yfir í u.þ.b. ár en
verulegt starf hófst nú í haust.
Starfshópar eru í gangi og eru um
90 konur virkar í starfinu.
Vinsældalisti
Hljóðbylgjunnar
-vikuna 8/1-15/1 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (1) 6 Tears on the ballroom floor . Cry/no/more
2. (2) 4 Aldrei fór ég suður Bubbi Mortens
3. (13) 3 China in your hand T’pau
4. (N) 1 Always on my mind Pet Shop Boys
5. (3) 5 Little lies
6. (N) 1 Rauðurbíll Geiri Sæm
7. (N) 1 Wonderful life Black
8. (4) 6 Járnkarlinn Bjartmar Guðlaugs og Eiríkur F
9. (5) 4 Cant take my eyes of you ... Kim Ross
10. (8) 7 I can’t stand (loosing you) .. Fate
11. (9) 2 Come back and stay Bad boys blue
12. (12) 2 Ástar-bréf (Merkt-x) Model
13. (N) 1 Need you tonight Inxs
14. (N) 1 Manstu Bubbi Mortens
15. (7) 7 Rent Pet Shop Boys
16. (16) 5 Soemotional Withney Houston
17. (25) 2 Everlasting love Sandra
18. (18) 9 Pump up the volume M/A/R/R/S
19. (6) 3 Jóla-stund Stuðkompaníið
20. (11) 5 Týnda kynslóðin Bjartmar Guðlaugsson
21. (15) 8 Loner Gary Moore
22. (19) 4 Just like heaven Cure
23. (24) 2 Púla Greifarnir
24. (N) 1 Horfðu á björtu hliðarnar Sverrir Stormsker
25. (20) 8 Mony mony Billy Idol
Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22, í símum
27710 og 27711. Listinn er spilaður á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23. Auk þess
sem ný lög eru kynnt. Vertu meö.
hluta. Annars vegar er fjallað um
þróun og horfur á Grænlandi og
hins vegar eru teknar saman al-
mennar upplýsingar um skipulag
opinberrar stjórnsýslu á Græn-
landi, bygginga- og mannvirkja-
gerð, tæknilega starfsemi og
atvinnuvegi.
Fimmta skýrslan fjallar um út-
flutning á vörum til fiskveiða og
fiskiðnaðar. Þar er að finna tölu-
legt yfirlit útflutningsins, skýring-
ar á sveiflum innan stuðnings-
greinanna, fjallað er um útflutn-
ing og útflutningsaðgerðir og
einnig birt niðurstaða könnunar
meðal fyrirtækja í þessari at-
vinnugrein.
Sjötta skýrslan fjallar um
markaðsmöguleika á austur-
strönd Bandaríkjanna fyrir fram-
leiðendur tæknivara fyrir sjávar-
útveg.
Það er von Útflutningsráðs að
skýrslur þessar megi koma sem
flestum að notum og þeir sem
áhuga hafa geta fengið eintök hjá
Útflutningsráði að Lágmúla 5,
Reykjavík.
Ræstingarstjóri
Kristnesspítali óskar aö ráða ræstingarstjóra.
Upplýsingar gefur ræstingarstjóri í síma 31100.
Kristnesspítali.
Rafvirkjar
Viljum ráöa rafvirkja nú þegar.
Helst vanan þvottavélaviðgeröum.
Raforka, Glerárgötu 32, sími 23257.
ATVINNA
Getum enn bætt við nokkrum konum.
Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum.
Niðursuðuverksmiðja
K. Jónsson & Co. hf.
KONTRA
skrifstofuhús
Kontra skrifstofuhúsgögnín
meö ótat réttar lausnir.
Sýningarbás á staðnum.
Einnig úrval af skrifstofustólum.
Vöruhús KEA,
\ Hrísalundi 5,
kjallara.