Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 3
14. janúar 1988 - DAGUR - 3 Ný fjárlög: Hríseyingar fengu 3 milljónir króna - í stofnstyrk vegna smíði nýrrar ferju Á nýafgreiddum fjárlögum fengu Hríseyingar 3 milljónir í stofnstyrk vegna smíði nýrrar Hríseyjarferju. Sótt var um fjárveitingu á lánsfjárlögum en þar sem ekki fékkst fjárveiting þar, var sótt um fé á fjárlög- um. Fyrir þessa upphæð verð- ur byrjað að hanna ferjuna í endanlegri mynd en sem kunn- ugt er hafa frumdrög hennar verið gerð í Slippstöðinni á Akureyri. Að sögn Guðjóns Björnsson- ar, sveitarstjóra Hríseyjarhrepps þarf sem fyrst að fá svar frá ríkis- valdinu hvort krafist verður útboðs á smíðinni. Pví er ekki hægt að segja enn til um hvort teikningar verða unnar í Slipp- stöðinni eða ekki en Guðjón sagði að frekast verði leitað eftir að fá endanlegar teikningar að ferjunni unnar innan Eyjafjarð- arsvæðisins. Talið er að ný ferja kosti 50-70 milljónir króna. Guðjón sagði að þau frumdrög sem búið er að gera séu að flestu leyti góð þó að trúlega verði einhverju breytt á endanlegum teikningum. Guðjón taldi að ef afgreiðsla hefði fengist á þessu máli á láns- fjárlögum hefði verið hægt að fara langt með smíði ferjunnar á þessu ári. „Ástæðan fyrir að málið er afgreitt með þessu móti er sú að nýbyrjað er að sækja um fé í þetta verkefni. Það eru ekki upp- fylltar óskir allra í einu þannig að menn geta þurft að bíða einhvern tíma eftir að fjárveiting fáist,“ sagði Guöjón Björnsson. JÓH Leiðrétting: Sparisjóð- um víxlað I frétt af breytingu innlána og útlána hjá bönkum og spari- sjóðum á Akureyri í mánu- dagsblaði Dags, urðu þau leiðu mistök að tölum fyrir Spari- sjóð Akureyrar og Arnarnes- hrepps var víxlað við tölur fyrir Sparisjóð Glæsibæjarhrepps. Sparisjóður Glæsibæjarhrepps var á síðasta ári með innlán að upphæð 121,7 milljónir og jukust þau um 48,7% frá árinu 1986. Útlánin voru 93 milljónir og juk- ust um 48%. Réttar tölur fyrir Sparisjóð Akureyrar og Arnarneshrepps eru hins vegar þær að innlán voru 81,5 miiljónir og jukust um 33% en útlán voru 73,8 milljónir og jukust um 30,6%. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum blaðamanns. ET Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Fllmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Fllmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvlnnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Filmuvinnsla Nýjung Sendum viðskiptavinum okkar bestu nýárskveðjur og þökkum fyrir frábœrar móttökur. Vegna undirtekta ykkar höfum við ákveðið að lengja opnunartíma verslunarinnar á eftiifarandi hátt frá og með 14. janúar 1988. Virka daga Verslunin opin inn frá kl. 9.00-19.00. Lúga frá kl. 19.00-23.30. Kjötborð opið frá kl. 9.00-18.30. Laugardaga Verslunin opin inn frá kl. 10.00-16.00. Lúga frá kl. 16.00-23.30. Kjötborð opið frá kl. 10.00-16.00. Sunnudaga Verslunin opin inn frá kl. 10.00-16.00. Lúga frá kl. 16.00-23.30. Kjötborð lokað. Heimsendingarþjónusta jyrir aldraða. Pantanir í síma 21234 kl. 10.00-12.00. Heimkeyrsla kl. 17.30-18.30. Ath. nýr fiskur flesta daga. Dagspient Strandgötu 31 • ® 24222 Kaupangi. Bestu foeðjur MATVÖRU MARKABURINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.