Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 14.01.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. janúar 1988 Neytandinn og tannlæknirínn Gleðitíðindi fyrir neytendur! .. I gær (6.1.) fékk ég bréf frá Guð- mundi Bjarnasyni heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þar sem hann upplýsir mig um það að gert sé ráð fyrir að þeir liðir í gjaldskrá tannlækna sem ég hef verið að fetta fingur út í, muni verða lækkaðir „allnokkuð“. Þetta kalla ég vel að verki staðið, og ef fer fram sem horfir, mun honum ætla að takast það sem Ragnhildi Helgadóttur mistókst í sinni ráðherratíð. Ég mun nú bíða eftir nýja samningnum, og heiti Guðmundi Bjarnasyni því, að gefa honum eina rós fyrir hverjar 1000 krónur sem tekst að lækka tímalaun tannlækna úr þeim 12.662 sem þeir hingað til hafa getað fengið. Vonandi verður það sæmilegt knippi sem hann fær, enda þá að verðleikum. Þetta dæmi sýnir okkur neyt- endum að ef virkilegur vilji og áhugi er fyrir hendi, geta ráð- herrar sem æðstu yfirmenn samn- inganefndanna, haft úrslitaáhrif. Þeir geta að sjálfsögðu ekki fylgst með hverju smáatriði, og verða því oftar en ekki að treysta á mat og Kæfni samningamanna sinna, getur þá brugðið til beggja átta og útkoman orðið önnur en ráðherrann hefði sjálfur kosið. í síðustu grein spurði ég for- mann samninganefndarinnar hvort það hefðu verið mistök að ætla tannlæknum yfir 12.000 krónur á tímann, hann hefur ekki enn svarað mér. Það er að vísu mögulegt að hann lesi ekki „sveitablöðin“. Ég sagðist einnig ætla að fjalla um þá hlið málsins sem snýr að kjaranefndum ann- arra fagfélaga, en staðreyndin er sú að tannlæknar framkvæma - 4. grein verk sem teljast fagsvið annarra stétta, og fá þó ótrúlegt sé, hærri laun en sjálfir fagmennirnir, jafn- vel í þeim tilfellum þar sem ríkið er samningsaðili beggja, (Jóns og séra Jóns). Til að einfalda málið nefni ég hér þrjár stéttir sem njóta þessa „heiðurs“ að tannlæknar hafa tekið störf þeirra inn í gjaldskrá sína, allar tölur eru sambærilegar með þeim fyrirvara þó, að gjaldskrá tannlækna hækkar svo ört (nær mánaðarlega) að ég verð að miða við þann dag sem ég fékk síðustu upplýsingar um hverja stétt fyrir sig. 1. Fræðsla: Tannlæknirinn fær fyrir: „Bein fræðsla, leiðbeiningar" .. 4.872,- Háskólagenginn kennari: . 1.600,- 2. Endurhæfing: Tannlæknirinn: „Hitameðferð, lækninganudd, æfingar" . 5.124.- Háskólagenginn sjúkraþjálfari: „Hitameðferð, lækninganudd, æfingar“ ................. 797.- 3. Ljósmyndun: Tannlæknir fær fyrir 12 ljós- myndir ................. 4.872.- Ljósmyndari fær fyrir 12 ljós- myndir (diapositivar) .. 1.485.- Þetta er allt „brúttóverð", mið- að er við sérfræðing í tannlækning- um og sérfræðinga eða meistara í hverju fagi fyrir sig, gert er ráð fyr- ir 60 mínútna vinnu og eininga- verði þar sem það á við. Reyndar fengu þingmennirnir okkar þessar upplýsingar í okt- óber, en ekki hafa nema tveir þeirra, svo ég viti til, látið sig málið nokkru skipta, hinir eru sennilega ennþá að vega og meta hvar hagsmunir þeirra liggja. Það má líka vera að sumum þing- mönnum okkar Norðlendinga, þyki það ekki of mikið að umbjóðendur þeirra greiði tann- læknum nokkur þúsund krónur á tímann, sérstaklega eftir að það upplýstist opinberlega, að tífald- Áskrifendagetraun DAGS Getraunaseðill janúarmánaðar Vinningur janúarmánaðar verður dreginn út þann 15. febrúar n.k. Þá kemur í Ijós hvaða áskrifandi hlýtur draumaferð fyrir tvo til Kanaríeyja með Samvinnu- ferðum/Landsýn að verðmæti krónur 115.000.00. Vinsamlegast svarið eftirfarandi spurningum: 1. Hvað heitir sá sem hlaut draumaferðina til Thailands? 2. Hvaða keppni vann Jón Kr. Valdimarsson? Svar við 1........................................ Svar við 2........................................ Nafn: ............................................ Heimili: ...................1..................... Staður: ....................................Sími: □ Ég óska eftir að gerast áskrifandi □ Er þegar áskrifandi Póstleggið til: Dagur Áskrifendagetraun Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri Ath! Getraunaseðill janúarmánaðar birt- ist aðeins í þetta eina skipti, enda eru spurningarnar tengdar efni blaðsins í dag. Gangi ykkur vel. ur launamunur sé ekki óalgengur hér á landi. í bréfi ráðherra er meðal ann- ars bent á sem ástæðu launamun- ar, að tannlæknar séu betur menntaðir en sjúkraþjálfarar. Það má vera að hann og starfs- menn ráðuneytisins telji að 4ra ára kennsla námsbrautar Háskóla íslands í sjúkraþjálfun, gefi af sér minna menntaða ein- staklinga í endurhæfingu en tann- læknabrautin, en ef svo er þá þarf brautarstjóri í sjúkraþjálfun að athuga sinn gang og endurbæta kennsluna. Persónulega hef ég álitið sjúkraþjálfarana vera betur menntaða til endurhæfingarstarfa en tannlækna, og þess vegna ómögulega getað skilið hvers vegna tannlæknum beri 6-7 sinn- um hærri laun fyrir slík störf. Hingað til hafa samninga- nefndir ríkisins ekki metið langt háskólanám til umbunar í mörgum þúsundum króna á klukkustund, þarf ekki annað en benda á sér- fræðinga á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum víðs vegar um landið. Þó margir þeirra hafi jafn langt nám að baki og tann- íæknar, eru launin ekki í sam- ræmi við það, og því er allt tal um að menntun sé ástæða svo hárra launa léttvægt. Einnig vildi ég gjarna sjá þann mann sem treyst- ir sér til að sanna að mismunur- inn liggi í hærri rekstrarkostnaði tannlæknastofu, því samkvæmt þeim göngum sem ég hef, getur ekki verið um slíkt að ræða. Guðmundur Bjarnason hefur að mínu mati, staðið sig betur en forveri hans, svarað tafarlaust þeim fyrirspurnum sem til hans hefur verið beint, og sýnt að ef verkstjórnin er góð er árangurinn samsvarandi, mér finnst vel að verki staðið, ef honum tekst að láta starfsmenn sína, lækka gjaldskrártaxta tannlækna „all- nokkuð“ eins og segir í bréfinu frá honum. Það er meira en aðrir ráðherrar hafa komið í verk. Þessa dagana er mikið talað um ábyrgð ráðherra og embættis- manna, ég vil því ítreka fyrri til- mæli mín til formanns samninga- nefndarinnar sem samdi síðast við tannlæknana um að koma nú fram í dagsljósið og rökstyðja hvers vegna tannlæknum beri svo háar greiðslur fyrir þau þrjú dæmi sem ég gaf hér að framan, jafnframt því sem hann skýri hvers vegna tannlæknum beri yfir. 12.000 kr. tímalaun fyrir sum verk en ekki önnur. Vill ekki ein- hver sem les þessar línur og þekkir manninn, segja honum frá því að það sé fólk fyrir norðan sem gjarnan vilji heyra frá hon- um skriflega, svo ekki megi herma upp á hann hendingu Bubba Morthens, „Ekki benda á mig“. Eg verð að játa að það kom mér á óvart hve margir af þeim sem hafa haft samband við mig og látið í ljós óánægju sína með gjaldskrána, eru blátt áfram hræddir við tannlækna, því jafn- skjótt og minnst er á það að láta óánægjuna koma fram opinber- lega, draga þeir í land og þora ekki. Það hafa fleiri en mig grun- aði erft lunderni þeirra manna sem forfeður okkar gripu með sér nauðuga á leiðinni til íslands, alla vega er ansi djúpt á víkingslund- inni, þegar menn láta féfletta sig ár eftir ár án þess að þora að koma fram fyrir skjöldu og mót- mæla. Ég tel þennan ótta við tann- læknana ástæðulausan, enda hef ég haft friðsamleg samskipti við þá hingað til (utan einu sinni). Ég get jafnframt upplýst það að það eru til tannlæknar hér á Akureyri sem gera sig ánægða með rúmar 1.000 kr. í tímalaun fyrir surr verka sinna. Af gefnu tilefni, fer ég ekki lengur fram á það við aðstoðar- fólk tannlækna að það svari opin- berlega spurningum mínum úr síðustu grein, eins og mér var bent á í trúnaði, þá vinnið þið á litlum vinnustöðum og andrúms- loftið yrði lævi blandið jafnvel þó húsbændur ykkar væru hinir mestu öðlingar. Ég hef fengið að vita það sem mig fýsti að vita, en vona að ykkur gangi vel í kjara- baráttunni því af nógu fé er að taka eins og við öll vitum. Að lokum skora ég á fólk að ganga í Neyter.dasamtökin, og vona nú að einhverjir þori að sýna tannlæknum tennurnar og láti í sér heyra á málefnalegum grundvelli, það er hægt að skipt- ast á skoðunum án þess að hella úr sér svívirðingum í leiðinni, munið að dropinn holar steininn. Vilhjálmur Ingi. Bréf ráðuneytisins Ráðuneytið vísar til bréfs frá 9. des. sl. þar sem óskað er skýr- inga á reikningi fyrir tannlækna- þjónustu. Ráðuneytið hefur ekki upp- lýsingar um kostnað við vörur, sem nota þarf við einstakar tannaðgerðir, en veit að festing- ar, sem notaðar eru til að festa tannréttingatæki á tennur, eru sérpantaðar ýmist frá Banda- ríkjunum eða Sviss. Til að líma festingarnar eru notuð sérstök fyllingarefni (komposite). Meðal fyrirtækja, sem selja tækin og efnin, eru Rocky Mountain, Unitec og Ormco. Ráðuneytið hefur fengið upp- lýst að / því samningsuppkasti, sem nú liggur fyrir Trygginga- ráði við Tannlæknafélag íslands, ergert ráð fyrir að þeir liðir, sem hér er um að ræða, lækki allnokkuð vegna breyttrar tækni. Ráðuneytið getur ekki sund- urliðað kostnað við einstaka aðgerðir en vísar til sundurlið- unar um kostnaðarliði eins og þeir koma fram í bréfi ráðu- neytisins frá 12. okt. sl. Hvað það varðar að bera saman samningsbundnar gjald- tökur tannlækna og sjúkraþjálf- ara, vill ráðuneytið ekki fara út í slíkan samanburð, en vill benda á verulega lengra nám tannlækna, sennilega dýrari tækjabúnað og meiri daglegan reksturskostnað. Til þess að öðlast réttindi sem tannlæknir á íslandi þarf að minnsta kosti 6 ára háskólanám og til sérfræðiviðurkenningar þarf 3-4 ára framhaldsnám auk 3ja ára starfsþjálfunar. Nám í sjúkraþjálfun á íslandi tekur hins vegar 4 ár í háskóla með starfsþjálfun. Guðmundur Bjarnason. Páll Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.