Dagur - 18.01.1988, Síða 3
18. janúar 1988 - DAGUR - 3
Fyrir skömmu var dregið í áskrifendagetraun Eyfirska sjónvarpsfélagsins um tvær Mallorkaferðir á vegum Sam-
vinnuferða/Landsýnar. Hér má sjá Bjarna Hafþór Helgason, framkvæmdastjóra Eyfirska sjónvarpsfélagsins
afhenda þeim Haraldi Júlíussyni og Hólmfríði Sigurðardóttur vinningana. Mynd: tlv
Bæjarstarfsmenn:
Fremstir meðal
jafningja
1 frétt um ellimóða slökkviliðs-
menn á forsíðu blaðsins sl.
föstudag var mistúlkun sem
nauðsynlegt er að leiðrétta.
Vitnað var í Gunnlaug Búa
sem sagði „að slökkviliðsmenn
yrðu fremstir meðal jafningja
þegar ráðið væri í nýjar stöður
hjá bænum.“ Hann átti ekki
við slökkviliðsmenn heldur
bæjarstarfsmenn, féiaga í
Starfsmannafélagi Akureyrar-
bæjar.
Þessi misskilningur er til kom-
inn vegna þess að Gunnlaugur
Búi sagði „við" og var það rang-
lega túlkað sem slökkviliðsmenn.
Hið rétta er að þegar hann var
formaður STAK fór hann fram á
að félagar í STAK vrðu fremstir
meðal jafningja þegar ráðið væri
í nýjar stöður hjá bænum.
Málsgreinin sem um ræðir gæti
þá litið svona út, kórrétt: „Þegar
ég var formaður starfsmannafé-
lagsins sendi ég þeim bréf þar
senr ég fór fram á að félagar í
Starfsmannafélagi Akureyrar-
bæjar yrðu fremstir meðal jafn-
ingja þegar ráðið væri í nýjar
stöður hjá bænum." SS
Vínveitingahús:
„Hróplegt
ósamræmi“
- segir eftirlitsmaður
um 18 ára aldurstakmark
að húsunum
„Yngri mönnum en 20 ára má
ekki selja, veita eða aíhenda
áfengi með nokkrum hætti.“
Þetta segir í 5. kafla áfengis-
laga um meðferð áfengis. I
reglugerð um sölu og veitingu
áfengis segir svo, að ungmenn-
um yngri en 18 ára sé óheimil
dvöl á veitingastað eftir klukk-
an 20.00 á kvöldin, nema í
fylgd foreldra eða maka.
Það ósamræmi sem þarna kem-
ur frant er, að fólki á aldrinum
18-20 ára er heimilaður aðgangur
að vínveitingahúsum, en ekki má
selja þeim áfenga drykki.
Þorsteinn Pétursson er lög-
skipaður eftirlitsmaður með vín-
veitingahúsum á Akureyri og
sagði hann í samtali við Dag, að
starfið fælist aðallega í því að
fylgjast með, að ekki sé of margt
fólk í einu inni í húsunum, fólkið
sé ekki of ungt og að ekki sé
afgreitt vín til þeirra sem ekki
liafa til þess aldur. „Það er hróp-
legt ósamræmi í því að 18 ára
fólk megi vera í húsunum en að
ekki megi selja nema 20 ára fólki
áfengi. Það er ákaflega erfitt að
fylgjast með þessu. Eg hef ekki
orðið var við annað hjá starfs-
fólki húsanna, en að fullur vilji sé
fyrir því að þessir hlutir séu í lagi.
Ég tel að það verði að sam-
ræma þessa hluti, því engum er
greiði gerður með því að hafa
þessi mál eins og þau eru." Þor-
steinn sagði að ekki væri hjá því
komist að inn á vínveitingahúsin
komist endrum og eins fólk yngra
en 18 ára og að það geti stundum
keypt áfenga drykki. Hann vildi
hvetja þá foreldra sem hafa vitn-
eskju um að slíkt hafi hent, til að
hafa samband við sig og láta vita
af slíkum tilvikum.
Varðandi fjölda gesta á vín-
veitingastöðum sagði Þorsteinn
að eitt tilfelli hafi komið upp í
desember um að of margt var
inni í Sjallanum, en það hafi ekki
gerst í langan tíma. Hann sagðist
hafa ástæðu til að ætla að þessi
rnál yrðu í lagi í framtíðinni. VG
DAGUR
Sauðárkróki
0 95-5960
Norðlenskt dagblað
BREYTTUR
persónuafclátfur:
Nú 14.797 kr.
fýrir hvem mánuð
ámmmummwinrriiir
Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin-
berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797
krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan,-
júní 1988.
Þessi breyting á persónuafslætti hefur
Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín
ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts
þeirra sem fengu sín skattkort fýrir 28. des. sl.,
heldur ber launagreiðanda að hækka persónu-
afsláttinn við útreikning staðgreiðslu.
afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann
persónuafslátt, sem fram kemur á þessum
skattkortum og aukaskattkortum (öllum
grænum og gulum kortum), um 8,745%
(stuðull 1,08745).
/
/
Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki
upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á
að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að
taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning
staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur
breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt-
korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort-
ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort.
Skattkort sem gefin eru út 28. desember
og síðar bera annan lit en þau skattkort sem
gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort
munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið
janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka
persónuafslátt þann sem þar kemur fram við
útreikning staðgreiðslu.
Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum
persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um
hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til
samsköttunar.
Launagreiðandi millifærir persónu-
afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80%
þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt-
korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið
afhenthonum.
Launagreiðendur afhugið
að hœkka upphœð persónuafslóttar
ó eldrí skattkortum um 8.745%