Dagur - 18.01.1988, Page 4

Dagur - 18.01.1988, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), FRfMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Enn um málefni Slippstöðvarinnar Full ástæða er.til að taka málefni Slippstöðvarinnar hf. aftur til umræðu á þessum vettvangi eftir að for- stjóri fyrirtækisins, Gunnar Ragnars, sá ástæðu til að senda Degi tóninn síðastliðinn miðvikudag. Þar reynir forstjórinn að gera forsíðugrein Dags frá 11. þessa mánaðar tortryggilega, en tekst að vonum illa upp. Staðreynd málsins er sú að hlutabréf ríkisins hafa aldrei verið auglýst til sölu. Hins vegar voru umrædd bréf á lista ríkisstjórnarinnar yfir hlutabréf sem hún hefur ef til vill áhuga á að selja en um eig- inlega auglýsingu var ekki að ræða. En segja má að þetta sé ekki aðalatriði málsins. Þegar forstjóranum varð ljóst að ríkisstjórnin hefði áhuga á að selja ýmis bréf, þar á meðal hlutabréf í Slippstöðinni hf., bar honum skylda til sem forseta bæjarstjórnar og sem daglegum forystumanni Slippstöðvarinnar hf. að kanna vilja annarra hluthafa og hver væri stefna bæjarins í málinu. Forseta bæjarstjórnar bar að spyrja bæjarstjórn hvort hún hefði yfirleitt áhuga á að eigendaskipti yrðu í fyrirtækinu. Það gat verið að bæjarstjórn vildi taka upp baráttu fyrir því að ríkið seldi ekki sinn hlut og það gat verið að bæjarstjórn hefði áhuga á hinu gagnstæða. í stuttu máli sagt brást forstjórinn tvívegis. í fyrsta lagi kannaði hann ekki hug annarra hluthafa og í öðru lagi kannaði hann ekki hug bæjarstjórnar til hugsanlegrar sölu á hlutabréfum ríkisins. Þess í stað fór Gunnar Ragnars suður í ráðuneyti og kann- aði hvort hann gæti skarað eld að eigin köku. Gunnar Ragnars nefnir í grein sinni að svo virðist sem forystugrein Dags frá 11. janúar hafi verið rituð af annarlegum hvötum. Dagur lætur sér í léttu rúmi liggja allar hugleiðingar forstjórans í þá átt. Ef eitt- hvað er þá væri mun frekar hægt að kalla vinnu- brögð hans í þessu máli „annarleg" og fara þess á leit við hann að í framtíðinni gætu allir hluthafar átt von á því að fá stórfréttir er snerta Slippstöðina hf. á stjórnarfundum en ekki á síðum dagblaðanna. Sömuleiðis er næsta víst að fulltrúar í bæjarstjórn vildu gjarnan vita um hugsanlegar breytingar á hlutafjáreign eins stærsta fyrirtækis bæjarins með öðrum hætti. Satt best að segja koma vinnubrögð forseta bæjarstjórnar ekki svo mjög á óvart. Hann er merk- isberi markaðshyggju og stuttbuxnakapítalisma Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og það kæmi heldur ekki á óvart, ef einkaaðilar næðu undirtökum í Slippstöðinni hf., að strax fyrsta daginn og eitthvað bjátaði á kæmu þeir í stórum stökkum til ríkisvalds- ins og bæðu um aðstoð. Með öðrum orðum þá vilja „einkaaðilar" fá ágóðann á meðan vel gengur, en vilja fá aðstoð þegar illa árar, eða leggja upp laup- ana með uggvænlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Slíkt gerist mun síður ef fyrir- tækið er í samfélagslegri eigu. Því ber að gjalda var- hug við að forseti bæjarstjórnar og nokkrir aðrir einkaaðilar nái yfirráðum í Slippstöðinni hf. ÁÞ -1 viðtal dagsins f Hávar Sigurjónsson, leikstjóri: „Virkílega skemmti- legt leikrit“ Leikfélag Húsavíkur hóf æfíngar á Gísl eftir Brendam Behan í byrjun janúar og verð- ur verkið frumsýnt I lok febrú- ar. Leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson. Dagur ræddi við Háv- ar um verkið og ieikfélagið en bað fyrst um upplýsingar um leikstjórann. „Meinarðu einhvers konar hraðsoðna ævisögu? Er ekki komið nóg af þeim? Jæja, allt í lagi. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og gekk í skóla eins og hver annar reykvískur krakki. Lauk stúdentsprófi 1978 og hélt þá til Englands og lærði leikhús- fræði og Ieikstjórn. Fyrst við háskólann í Manchester, þar sem ég lauk BA prófi og síðan tók ég masterspróf frá háskólanum í Leeds. Ég kom heim 1983 og var að dútla í Reykjavík í nokkra mán- uði, setti upp sýningu hjá Stúd- entaleikhúsinu og vann við eina sýningu hjá Þjóðleikhúsinu. Síð- an fór ég norður á Sauðárkrók og var þar í tvö ár. Ég setti upp þrjár sýningar með leikfélaginu þar og vann sem blaðamaður og ritstjóri Feykis. I janúar 1986 flutti ég til Reykjavíkur aftur og í tvö ár hef ég haft auglýsingagerð að aðal- starfi. Síðasta sýningin sem ég setti upp á Króknum var Illur fengur eftir Joe Orton. Af því sem ég var að velta fyrir mér núna fannst mér mest spennandi kosturinn að koma til Húsavíkur, bæði er gott leikfélag hér og leikritið gott. Mér finnst mjög gaman að vera kominn hingað. Ég hef haft spurnir af leikfélaginu, veit að það hefur gert ýmsa góða hluti og verið metnaðarfullt hvað leikrita- val varðar. Ný íslensk leikrit hafa verið frumsýnd og nýjar þýðingar á erlendum verkum, efnislega bitastæðum, hafa verið frum- sýndar hér. Fólkið í félaginu er mjög áhugasamt." - Er í mikið ráðist að taka Gísl til sýningar? „Þetta er þó nokkuð mikil sýn- ing en mér vex það ekkert meira í augum en leikfélagsfólkinu hérna á Húsavík. Þegar þetta barst fyrst í tal spurði ég hvort þau hefðu mannskap og getu til að gera þetta og þau sögðu: „Já.“ Þau hafa sett upp söngleiki og músíkverk. Gísl er ekki söngleik- ur heldur leikrit með músík og söng.“ - Hvernig gekk að fá fólk í hlutverkin? „Það gekk bara vel. Ég kom hingað á þriðjudegi og á föstu- dagskvöld voru hlutverkaskipan og fjöldi leikara endanlega frá- gengin. Áhuginn var greinilega mikill og það komu margir og lásu með okkur. Það er mikið fyrir hvern og einn að ákveða að vera með í leiksýningu, það kost- ar meira og minna allar frístundir í tvo mánuði.“ - Hefur verkið oft verið sýnt á íslandi? „Það var fyrst sýnt í Þjóð- leikhúsinu fyrir um það bil 25 árum, Leikfélag Akureyrar sýndi verkið seint á sjöunda áratugnum og Leikfélag Dalvíkur fyrir rúm- lega tíu árum. Ég man eftir sýn- ingu á verkinu hjá Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð og síðast var það sýnt í Iðnó 1983.“ - Á verkið alltaf jafn mikið erindi til fólks? „Þetta er virkilega skemmtilegt leikrit og það stendur fyrir sínu. Það er ekki búið að sýna það neitt verulega mikið miðað við mörg önnur leikrit sem áhuga- leikfélög hafa verið að sýna hvert á fætur öðru, það er fjarri því að stykkið hafi verið ofnotað.“ - Ertu bjartsýnn á aðsókn? „Mér skilst að yfirleitt séu sýn- ingar vel sóttar hérna en get ekki Skólastjóri Barnaskóla Akur- eyrar, Benedikt Sigurðarson, hefur ritað æskulýðsráði bréf, þar sem hann leitar eftir sam- starfí við ráðið vegna tóm- stundastarfs fyrir 10-12 ára börn frá kl. 16.00-18.00 virka daga. í bréfí sem Benedikt sendi foreldrum og forráða- mönnum nemenda í 4.-6. bekk segir hann félagsstarf á vegum skólans undanfarin ár ekki hafa verið mjög Ijölbreytt. í bréfinu segir: „Nú höfum við leitað leiða til að bregðast við breyttum aðstæðum í þeirri von að öflugt tómstunda- og félags- starf í skólanum geti reynst já- kvætt tæki til að forða börnum frá skaðvænu iðjuleysi. Skóladagur eldri barnanna stendur að jafnaði til kl. 14.15. Trúlega koma mörg ykkar ekki heim að loknum vinnudegi fyrr en kl. 17.00-18.00 eða síðar. Því finnst okkur ástæða til að athuga undirtektir við tilboð um starf- semi fyrir börnin á tímabilinu spáð um hvernig fólk kemur til með að taka þessari sýningu.“ - Hvernig líkar þér á Húsa- vík? „Mér líst vei á þetta, þeir sem ég hef hitt til þessa eru mjög alúðlegir og mér finnst mjög gaman að sjá allan þennan snjó. Ég hef ekki séð snjó í tvö ár, frekar en aðrir Reykvíkingar. milli 16.00 og 18.00 ef því verður við komið.“ Hugmynd Benedikts felst í því að hefja rekstur einhverrar starf- semi fyrir 10-13 ára börn, sem færi fram seinnipart dags. Þar myndi skólinn taka að sér skrán- ingar og skipulag, foreldrafélagið sjá um hinn formlega rekstur, tómstundaráð útvega leiðbein- endur í tilteknum þáttum og standa straum af leiðbeinenda- kostnaði að einhverju leyti. „Þetta gæti verið ódýrt fyrir- tæki,“ sagði Benedikt í samtali við Dag. „Húsnæðið er til staðar, ekki þarf auka ræstingu eða ann- að til reksturs húsnæðisins. Þetta er spurning um laun sem er ákaf- lega lítill póstur í sjálfu sér.“ Erindi Benedikts hefur verið tekið fyrir og var ákveðið að kanna í samráði við skólafull- trúa, félagsþörf þessa aldurs. Deildar meiningar munu vera um hvort æskulýðsráð eigi að vera að skipta sér af félagsstarfi fyrir yngra fólk en 13-14 ára. VG IM Barnaskóli Akureyrar: Vill efla tómstunda- starf 10-12 ára bama - til að forða frá skaðvænu iðjuleysi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.