Dagur


Dagur - 18.01.1988, Qupperneq 10

Dagur - 18.01.1988, Qupperneq 10
vto -W -r,m-janúar1^8 íþróttir Enska knattspyrnan: Mörg óvænt úrslit - Negrarnir komu í veg fyrir sigur Tottenham - Ekkert ræðst við Liverpool Talsvert var um óvænt úrslit í 1. deildinni á laugardaginn, en það átti ekki við um aðal leik umferðarinnar á Anfield í Liverpool sem sjónvarpsáhorf- endur fengu að sjá í beinni útsendingu hjá Bjarna Fel. Rúmlega 44.000 áhorfendur borguðu sig inn á leikinn þrátt fyrir að fátækt og atvinnuleysi í Liverpool sé með því mesta sem gerist á Englandi. En menn leggja mikið á sig til að sjá hetjurnar sínar leika og þeir urðu ekki fyrir vonbrigð- um með sína menn í leiknum gegn Arsenal. Leikmenn Arsenal komu ákveðnir til leiks og þrátt fyrir að heimaliðið hefði undirtökin frá byrjun virtist sem gestirnir ætl- uðu að halda út fyrri hálfleikinn. En á síðustu mínútu hálfleiksins tókst heimamönnum loks að brjóta ísinn. Steve McMahon tókst með miklu harðfylgi að vinna boltann sem hann sendi til Peter Beardsley, honum tókst að koma boltanum fyrir markið fram hjá John Lukic, til John Aldridge sem var óvaldaður og renndi knettinum í netið, hans 20. mark á leiktímabilinu. Aldridge sást varla í leiknum og virkar slakur innan um hina frá- bæru leikmenn McMahon, Barnes og Beardsley, en hann nýtir færin vel og meðan hann skorar mörk er Kenny Dalglish ánægður. Það er líka eins gott fyrir hann að missa ekki töframáttinn úr skot- skónum því aðrir hæfileikar hans gerðu ekki be.tur en tryggja hon- um öruggt sæti í varaliði liðsins. Arsenal hóf síðari hálfleikinn með sókn og David Rocastle fékk færi á að skora, en Beardsley og Aldridge fengu einnig góð mark- tækifæri fyrir Liverpool. Það var síðan Beardsley sem gerði út um leikinn með frábæru marki eftir einleik í gegnum vörn Arsenal áður en hann skoraði örugglega fram hjá Lukic í marki Arsenal. Beardsley og Barnes áttu mjög góðan leik hjá Liverpool ásamt McMahon og oft gaman að sjá Barnes renna sér í gegnum vörn Lundúnaliðsins eins og hnífur í gegnum smjör. Liverpool hefur því náð 15 stiga forskoti í 1. deild og erfitt að sjá hvernig komið verði í veg fyrir að liðið hirði Englandsmeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin urðu í leik Wimbledon á heimavelli gegn Watford, sem fyrr í vikunni rak framkvæmdastjóra sinn Dave Bassett sem áður stjórnaði hjá Wimbledon. Steve Harrison aðstoðarframkvæmdastjóri Aston Villa tók við hjá Watford og hann stjórnaði liði sínu til sigurs gegn Wimbledon sem hefur verið ósigrandi að undanförnu eftir aðeins 3 daga hjá sínu nýja félagi. En sigur Iiðsins var að sjálfsögðu erfiður og liðin léku ekki fallega knattspyrnu. Worrel Sterling náði forystu fyrir Watford 1 SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR S/F ______I SÍMAR 23510, 26922 & 24729 Verðskrá 1987-1988 Akureyri - Skíðastaðir Einstök ferð barna 11 ára og yngri ................................ kr. 90.- Báðar leiðir •" " .......................................... kr. 150.- Einstök t'crð fullorðinna ......................................... kr. 110,- Báðar leiðir ...................................................... kr. 190,- 10 ferða blokk barna .............................................. kr. 1.350 - 20 ferða blokk barna .............................................. kr. 2.550,- 10 ferða blokk fullorðinna ........................................ kr. 1.710.- 20 fcrða blokk fullorðinna ........................................ kr. 3.230,- Árskort 11 ára og yngri ........................................... kr. 3.700,- Árskort 12 ára og eldri ........................................... kr. 5.400.- Ath. Arskort má greiða með Visa og skipta greiðslu Tímatafla: Kvöldferðir: Mánudaga-Föstudaga Þri.d. Mið.d. Fimm.d. Móasíða 13.15 15.30 16.30 18.30 18.30 18.30 Versl. Síða 13.17 15.32 16.32 18.32 18.32 18.32 Sunnuhlíð 13.19 15.34 16.34 18.34 18.34 18.34 Esso Veganesti 13.22 15.37 16.37 18.37 18.37 18.37 Suðurendi göngugötu 13.25 15.40 16.40 18.40 18.40 18.40 Heimavist M.A. 13.27 15.42 16.42 18.42 18.42 18.42 Shell Kaupangi 13.30 15.45 16.45 18.45 18.45 18.45 KEA Hrísalundi 13.35 15.50 16.50 18.50 18.50 18.50 Frá Skíðastöðum: 16.00 17.15 19.00 21.00 Laugardaga & sunnudaga Móasíða 09.30 13.00 Ath. Kvöldferðir eru háðar Versl. Síða 09.32 13.02 opnunartíma Sunnuhlíð 09.34 13.04 skíðalyftanna Esso Veganesti 09.37 13.07 Nánari upplýsingar í Suðurendi göngugötu 09.40 13.10 símsvara 22930. Heimavist M.A. 09.42 13.12 Shell Kaupangi 09.45 13.15 KEA Hrísalundi 09.50 13.20 Upplýsingar um ferðir Frá Skíðastöðum 14.00 16.00 17.15 í símum 26922 og 22930 í síðari hálfleik, en 10 mín. síðar jafnaði varnarmaðurinn Eric Young eftir hornspyrnu. En á 75. mín. kom úrslitamarkið, dómar- inn hafði dæmt aukaspyrnu á vítateig, en eftir að hafa ráðfært sig við línuvörðinn breytti hann dómnum í vítaspyrnu og úr henni skoraði Malcolm Allen. Á síð- ustu mínútunni átti Watford síð- an skot í stöng, en góður sigur í höfn og liðið færðist upp úr neðsta sætinu. Nottingham For. sem er í öðru sæti deildarinnar lenti í óvæntu basli á heimavelli gegn Charlton og varð að sætta sig við jafntefli. Calvin Plummer kom Forest yfir, en Robert Lee jafnaði fyrir Charlton. Þegar aðeins 6. mín. voru til leiksloka tókst Neil Webb að ná forystunni á ný fyrir Forest og leikurinn virtist unninn, en Andy Jones náði að jafna fyrir Charlton og þar við sat. Everton var eina liðið af sjö efstu auk Liverpool sem náði að sigra á laugardaginn. Liðið hafði mikla yfirburði á útivelli gegn Norwich og sigraði 3:0. Graeme Sharp skoraði í fyrri hálfleik og bætti síðan við öðru marki í þeim síðari, en lokaorðið átti Adrian Heath á lokamínútu leiksins. Manchester Utd. er að missa af lestinni og tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Southampton. Colin Clarke skoraði tvívegis í leiknum fyrir Southampton, sitt markið í hvorum hálfleik án þess Utd. tækist að svara fyrir sig. Q.P.R. og West Ham áttust við á Loftus Road og þar hafði West Ham betur, Alan Dickens skoraði eina mark leiksins á 75. mín. Liðin mætast aftur á sama stað í lok mánaðarins í 4. umferð FA-bikarkeppninnar. Coventry virðist hafa eitthvert tak á Tottenham þessa dagana. Liðið sigraði í úrslitaleik FA- bikarkeppninnar sl. vor í fram- Graeme Sharp skoraði tvö af mörk- um Everton gegn Norwich. Clive Allen hefur nú fundið skotskóna að nýju og skoraði bæði mörk Tottenham gegn Coventry, en það dugði ekki til sigurs. lengdum leik og aftur í fyrri leik liðanna í deildarkeppninni í haust. Nú bjuggust margir við því að Tottenham gengi milli bols og höfuðs á Coventry, sem hefur gengið illa að undanförnu, en það fór á annan veg. Clive Allen sem hefur nú fundið skotskóna að nýju kom Tottenham tvívegis yfir í leiknum, en negrarnir hjá Coventry, þeir Cyrille Regis og David Bennett jöfnuðu í bæði skiptin, mark Bennett í lok leiks- ins og Tottenham þarf ekki að láta sig dreyma um toppbaráttu í vetur. Derby hefur nú tapað átta leikjum í röð eftir að Darron McDonough skoraði eina mark leiksins fyrir Luton aðeins þrem mín. fyrir leikslok. Oxford nældi sér í stig á útivelli gegn Portsmouth eftir 2:2 jafn- tefli. Gary Briggs kom Oxford yfir, Kevin Ball jafnaði fyrir Portsmouth. Mike Quinn náði síðan forystunni fyrir Portsmouth, en Dean Saunders náði að tryggja Oxford jafntefli undir lokin. Sheffield Wed. fór létt með Chelsea og sigraði með þrem mörkum. Larry May kom Sheffi- eld yfir í fyrri hálfleik og síðan bættu Brian Marwood úr víti og Carl Bradshaw við mörkum í þeim síðari. Aston Villa hefur nú þriggja stiga forskot í 2. deild, á undan Crystal Palace og Millwall. Liðið sigraði Ipswich á heimavelli sín- um í erfiðum leik. Martin Keown skoraði eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu snemma í fyrri hálfleik. En Ipswich hafði lengst af undirtökin í leiknum og það var aðeins stórleikur mið- varða Villa liðsins Keown og All- an Evans sem kom í veg fyrir að Ipswich næði að jafna. Millwall er nú komið í sterka stöðu í 2. deild og á góða mögu- leika á 1. deildarsæti, þó að ekki sé víst að 1. deildarliðin verði hrifin af að fá Millwall upp, þar sem mesti óaldarlýður fylgir þessu liði. En knattspyrnumenn Millwall standa sig vel og um helgina sigr- aði liðið Middíesbrough. Teddy Sherringham skoraði sigurmark- ið mín. fyrir leikslok, en áður hafði Bernie Slaven jafnað fyrir Middlesbrough eftir að Alan Walker hafði náð forystu fyrir Millwall. Huddersfield náði óvænt for- ystu á útivelli gegn Crystal Palace, Duncan Shearer gerði markið, en Palace náði að knýja fram sigur með mörkum Phil Barber og Jim Cannon. Leeds Utd. var í mikilli upp- sveiflu um jólin, en nú eru jólin búin og einnig velgengni liðsins. Darren Foreman skoraði bæði mörk Barnsley í óvæntu tapi Leeds Utd. á heimavelli. Manchester City er furðulegt lið. Paul Stewart og Neil McNab náðu tveggja marka forystu fyrir liðið gegn Plymouth, en Tommy Tynan, Mark Smith og Evans skoruðu allir fyrir Plymouth í síð- ari hálfleik. Steve Archibald skoraði fyrra mark Blackburn í 2:1 sigri liðsins gegn Hull City. Engir voru eins heppnir og leikmenn Bradford á laugardag- inn. 3:0 undir í hálfleik á útivelli gegn Swindon, auk þess sem þeir voru aðeins 10 inn á vegna brott- rekstrar, en þá kom frelsunin af himnum ofan. Þykk þoka lagðist yfir völlinn þannig að hætta varð leiknum og þegar aftur verður hafist handa síðar í vetur verður búið að setia markatöfluna aftur á 0:0. Sunderland er efst í 3. deild með 58, Notts County 54 og Walsall 51 stig. í 4. deild hefur Wolves 51, Leyton Orient og Colchester 47 stig, en í neðsta sæti 4. deildar sem nú þýðir fall úr deildakeppninni er lið New- port, 12 stigum á eftir næstu liðum. Þ.L.A. FA-bikarinn: Þremur leikj- um ólokið - í 3. umferð I síöustu viku voru endurteknir jafnteflisleikirnir í 3. umferð ensku bikarkcppninnar. Þrem- ur þeirra lauk aftur með jafn- tefli og þurfa liðin því að reyna með sér á ný í þessari viku. Þá léku Plymouth og Colshest- er frestaðan leik úr 3. umferð og lauk honum með sigri Plymouth 1:0. Önnur úrslit urðu þessi: Blackpool-Scunthorpe 1:0 Everton-Sheff.Wed. 1:1 Hull-Watford 2:2 Liverpool-Stoke 1:0 Man.City-Huddersfield 0:0 Middlesbro-Sutton 1:0 Norwich-Swindon 0:2 Þ.L.A.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.