Dagur - 18.01.1988, Blaðsíða 13
18: janúár 1988 - DAGUR — T3
Margt er mmiuama bölið
- sumir berjast við reykingar, aðrir við offitu eða Bakkus
Margt er mannanna bölið, stend-
ur einhvers staðar, og víst er um
það að hver hefur sinn djöful að
draga. Sumir berjast við reyking-
ar, aðrir við offitu og enn aðrir
við brennivínið. Við skulum ekki
gera lítið úr þessari baráttu, slíkt
væri ósanngjarnt, en til gamans
má skoða ýmis ráð sem fólk hefur
notað um dagana til að draga úr
ofneyslu á ýmsurn sviðum.
Reykingar fluttust tii Evrópu á
16. öld með Sir Walter Raleigh,
enskum aðalsmanni í þjónustu
Elísabetar 1. drottningar. Walter
Raleigh kynntist þessum sið í
Ameríku meðal indíána, en þeir
höfðu fyrir sið að brenna þurrkuð
tóbakslauf á litlu báli. Síðan
köstuðu þeir teppi yfir bálið og
önduðu að sér reyknum. Indíán-
arnir reyktu líka pípur, en vindl-
ingar eru nýrri uppfinning við að
reykja tóbak.
Ekki verður efast um skaðsemi
tóbaks fyrir mannslíkamann.
Tóbak inniheldur nikótin, sem er
vanabindandi eiturefni. Því reyn-
ist mörgum erfitt að losna úr viðj-
um þess. Sérfræðingar segja að
best sé að hætta alveg að reykja,
því hætt er við að þeir sem
minnka reykingar falli fljótt í
gryfjuna aftur og komist á
skömmum tíma aftur í þá neyslu
sem fyrir var. Það er ekki eins
erfitt að hætta meðan fólk er ungt
og skyldu því flestir reyna að
hætta áður en það er orðið um
seinan, þ.e.a.s. meðan þeir hafa
betri möguleika á að geta hætt.
Eini gallinn við að hætta að
reykja er sá að sumu fólki hættir
við að fitna á eftir. Þá er einmitt
komið að öðru vandamáli, offit-
unni. Nú á dögum er hægt að
neyta ýmiss konar matvæla án
þess að fitna, en vörur sömu teg-
undar hefðu verið á bannlista
megrunarkúra fyrir fáum árum.
Hér er t.d. um að ræða sykur-
laust gos, en það er ágætt ráð að
drekka ntikið af því ef maður vill
leggja af. Þá er líka gott að borða
harðsoðin egg. Þó verður fólk að
hafa í huga að mikilvægt er að
líkaminn fái lágmarksorku úr
fæðunni á hverjum degi, og fisk-
ur og grænmeti gefa góða undir-
stöðu í því efni.
Þeir, sem þurfa að leggja af,
ættu að hafa hugfast að best er að
taka eitt skref í einu á megrun-
arbrautinni. Grípið í harðfisk
eða annað í stað þess að falla fyr-
ir kökum og sætabrauði og
munið: Það má ALDREI snerta
sælgæti, þá er betra að borða yfir
sig af hollum mat.
Þá er komið að brennivíninu,
en það er alvarlegasta málið.
Enginn veit, sem ekki hefur reynt
það, hvað það er að takast á við
Bakkus. Því er best að halda sig
alveg frá honum - það er líka svo
gott að vera aldrei timbraður
heldur eldhress á laugardags- og
sunnudagsmorgnunt. Það veit
heldur enginn nema sá sem reynt
hefur hvað slíkt er þægilegt. Haf-
ið þið hugleitt hvað venjulegur
íslendingur eyðir miklum hluta
launa sinna í áfengi og tóbak?
Nei, lífshamingjuna höndlar
fólk ekki með áfengi eða tóbaki,
og raunar ekki peningum heldur.
Sá, sem reynir að losna úr viðjum
vanans, getur a.m.k. sagt að
hann sé að reyna. Og svo er eitt
heilræði að lokum: Ef þú vilt
hætta að reykja eða drekka eða
borða of mikið, segðu þá engum
frá þeirri ákvörðun heldur láttu
aðra um að taka eftir því.
rl
dagskrá fjölmiðla
SJONVARPIÐ
MÁNUDAGUR
18. janúar
17.50 Ritmálsfréttir
18.00 Töfraglugginn.
Endursýndur þáttur frá 13.
janúar.
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 íþróttir.
19.30 George og Mildred.
Breskur gamanmyndaflokkur.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Gleraugað.
Þáttur um listir og menningar-
mál.
í þetta sinn verður fjallað um
bókaútgáfu nýliðins árs frá ýms-
um hliðum. Fram koma m.a.
höfundar og bókaútgefendur og
einnig flytur Sverrir Stormsker
tvö lög.
21.20 Opnar svalir.
(E1 Balcon Abierto.)
Ný, spænsk mynd gerð til
minningar um spænska skáldið
Federico García Lorca.
Leikstjóri Jaime Camino.
Aðalhlutverk José Luis Gómez,
Amparo Munoz, Antonio Flores,
Berta Riaza og Alvaro de Luna.
í myndinni er fjallað um ævi
skáldsins en einnig er brugðið
upp myndum úr nokkrum ljóða
hans.
22.50 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJONVARP
AKUREYRI
MÁNUDAGUR
18. janúar
16.30 Af ólíkum meiði.
(Tribes.)
Síðhærður sandalahippi er
kvaddur í herinn. Liðþjálfa ein-
um hlotnast sú vafasama
ánægja að gera úr honum
sannan, bandarískan hermann,
föðurlandi sínu til sóma. Myndin
hlaut Emmy verðlaun fyrir besta
handrit.
Aðalhlutverk: Darren McGavin
og Earl Holliman.
18.00 Hetjur himingeimsins.
(He-man.)
18.20 Handknattleikur.
Sýnt frá helstu mótum í hand-
knattleik.
18.50 Fjölskyldubönd.
(Family Ties.)
19.19 19.19.
Fréttir, veður, íþróttir og þeim
málefnum sem hæst ber hverju
sinni gerð fjörleg skil.
20.30 Sjónvarpsbingó.
Bingó þar sem áhorfendur eru
þátttakendur og glæsilegir vinn-
ingar eru í boði. Símanúmer
sjónvarpsbingósins er 673888.
20.45 Leiðarinn.
Fjallað verður um byggingu borg-
arráðhúss. Davíð Oddsson verð-
ur meðal viðmælenda.
21.15 Vogun vinnur
(Winner Take All.)
Framhaldsmyndaflokkur í tíu
þáttum. 8. þáttur.
22.05 Dallas.
22.50 Götur ofbeldisins.
(Violent Streets.)
Eftir 11 ára fangelsisveru ákveð-
ur Frank að byrja nýtt og glæsi-
legt líf. Til þess þarf hann fjár-
muni og fljótlegasta leiðin til að
afla þeirra er með ránum.
Bönnuð börnum.
00.50 Dagskrárlok.
©
RAS 1
MANUDAGUR
18. janúar
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Ragnheiði Ástu Pétursdótt-
ur.
Finnur N. Karlsson talar um dag-
legt mál kl. 7.55.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna.
„Grösin í glugghúsinu" eftir
Hreiðar Stefánsson.
9.30 Morgunleikfimi.
9.45 Búnaðarþáttur.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Gengin spor.
Umsjón: Sigríður Guðnadóttir.
(Frá Akureyri).
11.00 Fréttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tónlist ■
Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynn-
ingar • Tónlist.
13.05 Í dagsins önn - Breytinga-
aldurinn - breyting til batnað-
ar.
Umsjón: Helga Thorberg.
13.35 Miðdegissagan: „Óskréðar
minningar Kötju Mann."
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.05 Á frívaktinni.
Þóra Marteinsdóttir kynnir óska-
lög sjómanna.
15.00 Fréttir ■ Tónlist.
15.20 Lesið úr forustugreinum
landsmálablaða.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Skautar.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn
og Mozart.
18.00 Fréttir.
18.03 Vísindaþáttur.
Umsjón: Jón Gunnar Grjetars-
son.
Tónlist ■ Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir ■ Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá morgni
sem Finnur N. Karlsson flytur.
Um daginn og veginn.
Sigurlaug Bjamadóttir mennta-
skólakennari talar.
20.00 Aldakliður.
20.40 Hvunndagsmenning.
21.15 „Breytni eftir Kristi" eftir
Thomas a Kempis.
21.30 Útvarpssagan: „Kósakkarn-
ir“ eftir Leo Tolstoi.
22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Upplýsingaþjóðfélagið.
Við upphaf norræns tækniárs.
23.00 Fjórhent píanótónlist eftir
Franz Schubert.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
MANUDAGUR
18. janúar
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með fréttayf-
irliti, fréttum og veðurfregnum.
Vaknað eftir helgina: Fréttarit-
arar i útlöndum segja tiðindi upp
úr kl. 7.00, síðan farið hringinn
og borið niður á ísafirði, Egils-
stöðum og Akureyri og kannað-
ar fréttir landsmálablaða,
héraðsmál og bæjarslúður víða
um land kl. 7.35. Thor Vilhjálms-
son flytur mánudagssyrpu að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Umsjón: Leifur Hauksson, Egill
Helgason og Sigurður Þór
Salvarsson.
10.05 Miðmorgunssyrpa.
Meðal efnis er létt og skemmti-
leg getraun fyrir hlustendur á
öllum aldri.
Umsjón: Kristín Björg Þorsteins-
dóttir.
12.00 Á hádegi.
Dægurmálaútvarp með frétta-
yfirUti kl. 12.00.
Stefán Jón Hafstein flytur
skýrslu um dægurmál og kynnir
hlustendaþjónustuna, þáttinn
„Leitað svars" og vettvang fyrir
hlustendur með „orð í eyra".
Simi hlustendaþjónustunnar er
693661.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Gunnar Svanbergsson kynnir
m.a. breiðskifu vikunnar,
16.03 Dagskrá.
Dægurmálin tekin fyrir: Ævar
Kjartansson, Guðrún Gunnars-
dóttir og Stefán Jón Hafstein
njóta aðstoðar fréttaritara heima
og erlendis sem og útibúa
Útvarpsins norðanlands, aust-
an- og vestan-. IUugi Jökulsson
gagnrýnir fjölmiðla og Gunn-
laugur Johnson ræðir forheimsk-
un iþróttanna. Andrea Jónsdótt-
ir velur tórUistina.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ferskir vindar.
Umsjón: Skúli Helgason.
22.07 Næðingur.
Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir.
00.10 Næturvakt Útvarpsins.
Gunnlaugur Sigfússon stendur
vaktina tU morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8,
8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15,
16, 17, 18, 19, 22 og 24.
RJKISUIV/
AAKUl
VARPKH
t AKUREYRW
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
MÁNUDAGUR
18. janúar
8.07-8.30 og 18.03-19.00
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
og Margrét Blöndal.
Mjóðbylgjan
FM 101,8
MANUDAGUR
18. janúar
8.00-12.00 Morgunþáttur Hljód-
bylgjunnar.
Olga Björg Örvarsdóttir með
rólega tónlist í morgunsárið, auk
upplýsinga um veður, færð og
flugsamgöngur.
12.00-13.00 Ókynnt tónlist.
13.00-17.00 Pálmi Guðmundsson
og gömlu góðu uppáhaldslögin.
Óskalög, kveðjur og hin sívin-
sæla talnagetraun.
17.00-19.00 Síðdegi í lagi.
Ómar Pétursson og íslensk
tónlist. Róleg íslensk lög í fyrir-
rúmi ásamt stuttu spjalli um
daginn og veginn.
19.00-20.00 Ókynnt tónlist með
kvöldmatnum.
20.00-24.00 Kvöldskammturinn.
Marinó V. Marinósson skammt-
ar tónlistina i réttum hlutföllum
fyrir svefninn.
Fréttir sagðar kl. 10.00,15.00, og
18.00.
BYLGJAN,
MANUDAGUR
18. janúar
07.00-09.00 Stefán Jökulsson og
morgunbylgjan.
Stefán kemur okkur réttum meg-
in framúr með góðri morguntón-
list, spjallar við gesti og litur í
blöðin.
09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á
léttum nótum.
Hressilegt morgunpopp gamalt
og nýtt, getraunir, kveðjur og
sitthvað fleira.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-15.00 Ásgeir Tómasson á
hádegi.
Létt tónlist, innlend sem erlend
- vinsældalistapopp og gömlu
lögin i réttum hlutföllum. Saga
dagsins rakin kl. 13.30.
15.00-18.00 Pétur Steinn Guð-
mundsson og síðdegisbylgjan.
Pétur Steinn leggur áherslu á
góða tónlist í lok vinnudagsins.
Litið á vinsæidaiistana kl. 15.30.
18.00-19.00 Hallgrímur Thorsteins-
son í Reykjavik siðdegis.
Kvöldfréttatími Bylgjunnar.
Hallgrímur lítur yfir fréttir dags-
ins með fólkinu sem kemur við
sögu.
19.00-21.00 Anna Björk Birgis-
dóttir.
Bylgjukvöldið hafið með tónlist
og spjalli við hlustendur.
21.00-24.00 Þorsteinn Ásgeirs-
son.
Tónlist og spjall.
24.00-07.00 Næturvakt Bylgj-
unnar.