Dagur - 18.01.1988, Qupperneq 15
flpwníipiwf-aaiff-’^
2. janúar1988
ætíö var til nægjanlegt umræðu-
efni og leikgleðin ætíð fyrir
hendi. Trúi ég að margt spaklegt
orðið hafi hrokkið af vörum
okkar. Pannig liðu æskuárin full
af gáska. Við nutum þeirra vel og
ekki man ég að nein ágreinings-
efni bæru á góma á þessum barn-
æskuárum okkar Grants á Geld-
ingsá.
Við uxum úr grasi og leiðir
okkar skildust þótt hvorugt okkar
flytti um langan veg eins og geng-
ur til í lífi hvers einstaklings. Þá
fækkaði þeim stundum er við
komum saman þar til þær hurfu
með öllu, er búseta mín var
ákveðin hér á Akureyri.
Hann Einar J. Grant yfirgaf
ekki sveit sína, en flutti frá
æskuheimili sínu Geldingsá að
Litla Hvammi með viðdvöl að
Sólheimum um nokkra hríð. En
Litli Hvammur varð hans bústað-
ur öll hin síðustu ár. Þar stundaði
hann fjárbúskap og réri til fiskjar
út á fjörðinn á báti sínum. Einar
J. Grant kvæntist ekki en lifði
hljóðlátu lífi með fjárhópnum
sínum alla tíð. Hann kvaddi
þetta líf á jafn hljóðlátan hátt 2.
janúar sl.
Ég kveð þennan leikfélaga
minn frá æskudögunum í þeirri
trú, að vel hafi verið tekið á móti
honum á landi ljóssins er hann
lagði báti sínum þar í vör.
Laufey Tryggvadóttir.
Fæddur þann 21. september 1909 - Dáinn
Þann 2. janúar sl. andaðist Einar
Jóhann Grant, er heima átti að
Litla Hvammi á Svalbarðsströnd.
Mig langar að senda honum
örfá kveðjuorð við fráfall hans.
í æsku vorum við leikfélagar,
því stutt var á milli heimila okkar
Man ég góðar stundir í matarkist-
unni hans frænda, berjamónum.
Eða við fyrirdrátt framan við
fjöruna hans. Þar fiskaðist oft
vel. Einar var ætíð hress og
skemmtilegur. Sá marga hluti frá
öðrum sjónarhornum en flestir
aðrir. Hann hafði áhuga á ólík-
ustu málefnum, og skoðun á
þeim. Góður sögumaður var
hann og kunni sæg af vísum, svo
tíminn flaug af stað í návist hans.
Einar var vaskur til verka, var
með afbrigðum harðger og aldrei
man ég hann kveinka sér.
Einu sinni laskaðist hann í
fæti, og gat ekki gengið, öðruvísi
en á hnjánum. Þannig sá hann
um gegningarnar í fjárhúsunum
og þó orðinn miðaldra. Vildi
helst ekki þiggja hjálp. Andstætt
var ef aðrir þurftu á hjálpandi
hönd að halda.
í vetur var hann afar lélegur til
heilsu, treysti sér vart að heiman,
þótt keyrður yrði dyra á milli. En
er nábúinn þurfti á hjálp hans að
halda settist hann á opna traktor-
inn sinn, þrátt fyrir hríðarveður
og veikindi, til að draga bíl. Þetta
varð hans síðasta verk, varð
örendur á vélinni.
Einar fæddist á Blönduósi, fað-
ir hans, Carl Einar Josefsen
Grant, dó rétt á eftir. Móðir hans
Kristjana Steinvör Halldórsdóttir
flutti til Eyjafjarðar með þrjá
syni. Einari kom hún í fóstur hjá
Halldóri og Lilju á Geldingsá.
Þar óx hann upp í góðu atlæti.
Fór snemma að vinna fyrir sér,
eins og þá var siður. Var á fiski-
og síldarskipum. Hann keypti
Sólheim 1950, hafði kindur og
vann á Sláturhúsi Svalbarðs-
strandar á haustin. Jöfnum hönd-
um sótti hann sjóinn, á smá trillu.
Seldi Sólheim 1961, keypti
Hvamm og undi sér vel þar til
æviloka.
Blessuð sé minning þín föður-
bróðir, ég hlakkaði alltaf til að
hitta þig.
Ásgeir Friðrik Grant.
Meyjarhóls þar sem ég átti h'eima
og Geldingsár er var heimili
hans. Við vorum mjög samrýmd
enda á líkum aldri. Leikir okkar
voru mjög á sviði er þá þekktist,
leikir með kindahorn og leggi og
það sem því heyrði til á þeim
tíma. Óhætt er að fullyrða, að
leikgleðin var engu minni þá en
nú með þessi leikföng er sauð-
kindin lagði okkur til. Léttfætt
hlupum við milli bæjanna, því
Könnun á húsnæðis-
þörf aldraðra
Trúnaðarráð Dvalarheimilis aldraðra s.f. á Húsa-
vík, hefur ákveðið að kanna áhuga aldraðra á
frekari uppbyggingu íbúða á vegum félagsins, í
formi „búseturéttaríbúða“ við Hvamm - heimili
aldraðra, eða í öðru formi víðar á félagssvæðinu
m.a. á Raufarhöfn.
Þeir aldraðir sem eru í þörf fyrir sérhannað húsnæði
og hafa áhuga á að vera með í næstu byggingar-
áföngum á vegum félagsins, hafi samband við Hörð
Arnórsson, forstöðumann Hvamms - heimilis aldr-
aðra, fyrir 5. feb. n.k. í síma 4-18-90.
Trúnaðarráð Dvalarheimilis aldraðra s.f.
Húsavík.
Minning:
y Einar Jóhann Grant
frá Hvammi á Svalbarðsströnd
Vinnuvéla-
námskeið
sem veitir réttindi á þungavinnuvélar verður
haldið á Akureyri, eftir miðjan febrúar ef
næg þátttaka fæst.
Upplýsingar og innritun hjá Vinnueftirliti rtkisins á Akur-
eyri. sími 25868.
Iðntæknistofnun.
Sölumaður
Við leitum að sölumanni til
starfa hjá rótgrónu vaxandi
heildsölufy rirtæki.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455
Einingar-
félagar
Almennur félagsfundur verður
Alþýðuhúsinu Skipagötu 14,
þriðjudaginn 19. jan. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Guðmundur J. Guðmundsson og
Karvel Pálmason ræða kjaramálin.
2. Önnur mál.
haldinn í
Akureyri
Stjórn Einingar.
UTGERDARMENN ATH.
Eigum á lager, flestar gerðir af teinaefnum frá
Hampiðjunni (á Hampiðjuverði), netaflögg, línu-
flögg, grásleppuflögg, baujustangir, baujuljós,
línubala, ábót no 6, ábót no 7, víralása, blakkir,
vatnsspennur, sjófatnað og flestar gerðir af
vírum.
Taiwan grásleppunet 101/2”-10 garn 790 kr. stgr.
Japan grásleppunet 101/2”-10 garn 1010 kr. stgr.
Japan grásleppunet 11 ”-12 garn 1367 kr. stgr.
Netagerð Höfða hf.
Húsavík sími 41999.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK 88002 raflínuvír 101 km.
Opnunardagur: Þriðjudagur 16. febrúar 1988
kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun-
artíma og verða þau opnuð á sama stað að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudeginum 14. janúar 1988 og kosta kr. 300,00
hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,105 Reykjavík.