Dagur - 20.01.1988, Page 1

Dagur - 20.01.1988, Page 1
Filman þm á skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 ■ Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Kannabisneysla unglinga: Ekki orðið vart í Dynheimum í fyrsta tölublaði frétta- og fræðslurits landlæknisembætt- isins er sagt frá könnun sem framkvæmd var á síðasta ári, á vímuefnaneyslu unglinga. Þar kemur m.a. fram, að á meðan neysla kannabisefna hefur dregist saman á Reykja- víkursvæðinu, hefur hún auk- ist nokkuð í öðrum lands- hlutum. í Degi fyrir skömmu var haft eftir rannsóknariögreglunni á Akureyri, að ekki væri mikið um neyslu kannabisefna á Akureyri. Anton Haraldsson, forstöðu- maður Dynheima, sagði að þeir í Dynheimum hefðu aldrei orðið varir við, eða þurft að hafa afskipti af unglingum vegna neyslu kannabisefna. „Hér eru ekki einu sinni reyktar sígarettur í húsinu á þeim tímum sem ungl- ingarnir eru á dansleikjum. Síga- rettur hafa verið svo lítið vanda- mál að við ákváðum að l'æra reykingar út úr húsinu. Ég hef ekki einu sinni heyrt um neyslu kannabisefna meðal unglinga á Akureyri,“ sagði Anton að lokum. VG Samræmdu prófln eru mörgu ungmenninu töluveröur höfuðverkur, en fleirum gengur þó vel en illa í þeim, sem betur fer. Myiuin Samræmdu prófin: Próftökum fjölgar um hundrað Alls munu fímm hundruð þrjátíu og átta nemendur á Norðurlandi eystra gangast - frá fyrra ári á Norðurlandi eystra Reglugerð um úthafsrækjuveiðar: Dalborgin sleppur í „flokkinn“ Dalborgin frá Dalvík hélt gærkvöld á rækjuveiðar. Um tíma óttuðust menn að skipið, sem gert hefur verið út á úthafsrækju stóran hluta ársins undanfarin ár, yrði útilokað frá þeim vegna ákvæða reglu- gerðar um stjórnun úthafs- rækjuveiða. í fyrradag bárust svo þau boð frá ráðuneyti að skipinu væri heimilt að veiða rækju vegna breytinga á reglu- gerðinni. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með þetta. Fyrir mér var málið að vera ekki ýtt algerlega út úr þessum veiðum. Ég var ekki að fara fram á nein foréttindi hcldur vildi bara fá að vera eins og aðrir," sagði Snorri Snorrason skipstjóri á Dalborginni í samtali við Dag. Vegna tafa sem urðu á viðgerð Ijósavélar Dalborgarinnar fór hún ekki á veiðar fyrr en f gær- kvöld í stað þess að fara í fyrra- dag, um leið og boðin frá ráðu- neyti bárust. Samkvæmt þeim drögum að reglugerð sem fyrir lágu, þurftu togarar að hafa verið með 50% aflaverðmætis síns á árinu 1986 eða 1987 vegna rækjuveiða, til að fá að veiða rækju á þessu ári. Að sögn Gylfa Gauts Péturssonar í sjávarútvegsráðuneytinu, varð sú breyting á reglugerðinni að þessi mörk voru lækkuð. Samkvæmt þeim drögum sem lágu fyrir í gær sleppur Dalborgin í flokk sérút- búinna rækjuveiðiskipa. Ekki fengust um það upplýsingar í gær hvaða önnur skip fengju með þessu móti heimild til rækju- veiða. Hitt er ljóst, „kakan“ stækkaði ekki en var skipt í fleiri parta. Hversu mikið magn af rækju Dalborginni verður heimilt að veiða ræðst nokkuð af því hvort valið er sóknarmark eða afla- mark. f aflamarki fæst 500 tonna rækjukvóti og möguleiki á að „breyta" botnfiskkvóta, öðrum en svokölluðum „meðafla", í rækju. í sóknarmarki má skipið vera 260 daga á veiðum, fær 900 tonna rækjuaflahámark, og 200 tonn af reiknuðum þorskígildum í „meðafla.“ ET undir samræmd próf í vor, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Hallmarssonar, fræðslustjóra. Samræmdu prófín vcrða með sama eða svipuðu sniði og á síðasta ári, og kemur það fram í bréfí frá skrifstofu samræmdra prófa í Reykjavík. Prófin standa yfír frá 25. til 28. apríl, að báðum dögunum meðtöldum. Á Akureyri munu tvö hundruð sjötíu og sex nemendur gangast undir prófið, að öllu forfalla- lausu. Á Húsavík eru fimmtíu og þrír nemendur í 9. bekk sem gangast undir samræmd próf, fjörutíu og einn á Laugum, fjöru- tíu og tveir á Dalvík, tuttugu og fimm á Ólafsfiröi, tuttugu og þrír á Þelamörk, nítján á Hrafnagili, átta á Grenivík, sextán á Stóru- Tjörnum, sextán í Hafralækjar- skóla, fimm á Raufarhöfn og átta á Þórshöfn. Á Akureyri skiptist fjöldi nemenda, sem mun gangast und- ir samræmd próf, á milli Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Glerár- skóla. Við Gagnfræðaskólann munu væntanlega eitt hundrað áttatíu og sex ncmendur þreyta prófin en níutíu og tveir nemendur við Glerárskóla. Hjá Menntamálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að í fyrra hefðu fjögur hundruð þrátíu og átta nemendur á Norðurlandi eystra tekiö samræmt próf í íslensku, en við þá grein er oft miöað þegar sá fjöldi nemenda í samræmdum prófum er rciknað- ur út. Próftökum fjölgar því um eitt hundrað milli ára á Norður- landi eystra, sem er í samræmi við mannfjöldatölur mismunandi árganga. EHB Leigubílastríöið: Málflutningur hafinn - Kærandi er Bílstjórafélag Akureyrar Málflutningur í lcigubílastríð- inu á Akureyri hófst í gær. Kærandinn er Bílstjórafélag Akureyrar, ekki Bifreiðastöð Oddeyrar, því stöðin er aðeins þjónustuaðili fyrir félaga í Bíl- stjórafélagi Akureyrar. Leigu- Dalborgin hélt á rækjuveiðar í gærkvöld. bílstjórar og sendibílstjórar standa að því félagi og þeir telja Glæsibíla sf. fara inn á verksvið þeirra beggja. Þessi deila kemur því BSO ekkert við, strangt til tekið, held- ur er hér um að ræða stéttarfélag sem telur réttindalausa menn ryðjast inn á verksvið sinna félagsmanna. Félagið álítur að Akureyrarbær hafi á sínum tíma veitt því lögverndun til leigu- og sendibílaaksturs. Bifreiðastöð Oddeyrar tekur þá bifreiðarstjóra sem hafa atvinnuleyfi sem gefin eru út af samgöngumálaráðuneytinu upp á sína arma. Leyfin eru bundin við hvern bílstjóra, ekki stöðina, og þegar bílstjóri hættir störfum er leyfinu skiiað til Bílstjórafélags Akureyrar. Bílstjórar Glæsibíla sf. hafa ekki leyfi til leigu- eða sendibíla- tiksturs á Akureyri. Fyrirtækið er skráð í Glæsibæjarhreppi en Bíl- stjórarfélag Akureyrar ásakar Glæsibíla um að ryðjast inn á lögverndað starfssvið sitt á Akur- eyri og kærði því fyrirtækið. Sem fyrr segir er málflutningur hafinn í þessu kærumáli. Bíl- stjórafélag Akureyrar fór frarn á að sett yrði lögbann á Glæsibíla og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins, fógeti hefur 3 vikur til að taka afstöðu til lögbannskröfunnar. Töluverður hiti er í mönnum sem þarna eiga hagsmuna að gæta. Matthías Gestsson hjá Glæsibílum sf. sagðist í gær vera óánægður með það að gagnkæra Glæsibíla sf. hefði verið sett í salt, taldi þetta sýna að málsaðil- ar væru ekki jafnir fyrir lögum. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.