Dagur - 20.01.1988, Side 8

Dagur - 20.01.1988, Side 8
8 - DAGUR - 20. janúar 1988 Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 í kjölfar laga sem veittu ríkinu einkarétt til slíks reksturs. En þess- um lögum hefur nú verið breytt og nú eru starfandi nokkrar einkaút- varpsstöðvar og ein einkasjónvarps- stöð. Ríkisútvarpið gegnir þó enn mikilvægu hlutverki á fjölmiðlasviði þjóðarinnar. Enn eru nokkur svæði á landinu sem einungis ná sending- um ríkisútvarpsins og þar að auki gegnir gamla gufan mikilvægu hlut- verki í fréttaflutningi, hvar sem er á landinu. Hlutverk Ríkisútvarpsins er skil- greint í útvarpslögunum, en þar segir að það skuli leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Því er einnig ætlað að halda í heiðri lýðræðisleg- ar grundvallarreglur og mannrétt- indi og frelsi til orðs og skoðana og gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Því er ætl- að veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir, og efni skal miðað við fjölbreytni íslensk þjóðlífs. Lengst af starfaði Ríkisútvarpið við Skúlagötuna, en árið 1986 flutti það í nýtt húsnæði við Efstaleiti í Reykjavík. Þar fer nú flest starf- semi útvarpsins fram og innan tveggja ára mun Sjónvarpið einnig flytja höfuðstöðvar sínar þangað. Blaðamanni Dags lék forvitni á að vita hvernig vinnuaðstaðan og allar aðrar aðstæður væru þarna við Efstaleitið. Við hringdum því í Dóru Ingvadóttur hjá útvarpinu og hún sagði að það væri ekki nema sjálfsagt að við mættum líta inn og berja nýju húsakynnin augum. Útvarpshúsið. Eftir að hafa gefið sig fram við Dóru Ingvadóttur þá var blaöamaður fyrst fræddur almennt um starfsemi stofnun- arinnar. Dóra dældi bækl- ingunum í skjóðu blaðamanns- ins með þeim orðum að betra væri að vera með of mikið en of lítið. Eftir að þessu lauk hófst hin eiginlega kynnisferð blaðamannsins um þetta glæsi- lega hús. Eftir að hafa litið augum upp- tökuherbergin sex á jarðhæð hússins og smellt mynd af f’óri Steingrímssyni tæknimanni, þar sem hann var á fullu að taka upp þáttinn Hin gömlu kynni með Hermanni Ragnari Stefánssyni, þá var ferðinni heitið inn í Safna- deildina svoköiluðu. Par yfirgaf Dóra blaðamanninn og við stjórninni tók Elín Kristinsdóttir deildarstjóri Safnadeildarinnar. Að sögn Elínar þá er safna- deildin einstök í sinni röð hér á landi. Til hennar teljast ekki ein- ungis allar plötur og snældur Ríkisútvarpsins, heldur einnig allar bækur, skjöl og nú nýlega bættust geisladiskarnir í hópinn. Par að auki fellur allt filmusafn sjónvarpsins undir deildina. Elín er bókasafnsfræðingur að mennt og hefur starfað hjá stofn- uninni síðan árið 1983. Sagði hún að mikil vinna lægi að baki endurskipulagningar safnsins og enn væri mikið verk óunnið. Plötusafn útvarpsins er um 50 þúsund plötur og er það allt vandlega skráð og geymt í kjall- ara nýbyggingarinnar. Síðasta árið hafa hins vegar næstum ein- göngu verið keyptir geisladiskar og að sögn Elínar má búast við að í kringum 1990 verði þeir orðnir allsráðandi á markaðin- um. Ríkisútvarpið á töluvert af bókum og að sögn Elínar á enn eftir að skipuleggja það safn betur. Útlánin úr Safnadeildinni eru mjög mikil og sagði Elín að því mætti líkja við þann fjölda titla sem væri lánaður á venju- legu almenningsbókasafni úti á landi. Umsvif safnsins munu enn aukast þegar sjónvarpið flytur í Útvarpshúsið, því þá kemur allt filmu- og myndbandasafn sjón- varpsins í hlut þeirra Safnadeild- armanna. í Safnadeildinni starfa nú átta manns auk Elínar. Af þeim fjölda eru þrír lærðir bókasafns- fræðingar. Öflug tónlistardeild Eftir að hafa skoðað nægju sína tiplaði blaðamaðurinn yfir í tón- „Dægurmáladeðdffl er aðtaf í þróun“ - segir Stefán Jón Hafstein yfirmaður deildarinnar Er blaðamaður læddist léttur á fæti niður í kjallara útvarps- hússins, þar sem dægurmála- deildin nýstofnaða á sér grið- arstað, datt hann í lukkupott- inn. Þar hitti hann nefnilega að máli yfirmann deildarinnar Stefán Jón Hafstein þar sem hann, ásamt þeim Ævari Kjartanssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur, var í óðaönnn að undirbúa síðdegisþátt dæg- urmálaútvarpsins. Það gladdi hjarta blaðamanns- ins einstaklega þegar hann sá á borðinu hjá þeim skötujúunum nýjasta eintakið af DEGI. Að sjálfsögðu flýtti hann sér að taka mynd af þeim þremur ásamt blaðinu okkar og ef myndin prentast vel sést hve nálægt blað- ið er kjarna umræðunnar! Pað skal tekið fram að það er ekkert plat í þessu og var blaðinu ekki stillt þarna upp. Hinsvegar verð- ur að viðurkennast að innsiglið var enn órofið enda sögðust þau ekki hafa haft tíma til að lesa blaðið! - Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir þau þrjú var hvort þau hefðu fengið mikla svörun vegna efnis dægurmálaútvarps- ins. Pau litu á hvort annað, hnykl- uðu brýnnar og að iokum var það Guðrún sem tók af skarið og sagði; „Já, ég held að þættir eins og Meinhornið hafi sýnt það og sannað að fólk fylgist með því

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.